Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 6
Vox Felix er hópur hæfileikafólks sem saman myndar kraftmesta kór lands- ins, þótt víðar væri leitað. Kórinn hefur verið starfandi frá árinu 2012 og jafnt og þétt vaxið ásmegin í gegnum árin og telur nú yfir 35 meðlimi, sem hver og einn kemur með eitthvað sérstakt í blönduna og myndar Vox Felix hljóminn. Nú rennur kórinn inn í jólahátíðina með tilheyrandi tónleikahaldi og er óhætt að segja að jólatónleikar Vox Felix hafi vaxið með kórnum síðustu sjö ár og mörg þekkt nöfn í tónlistarbransanum stigið á stokk með kórnum á þessum tíma við frá- bærar undirtektir. „Í ár mun Jón Jósep Snæbjörnsson taka slaginn með okkur en óþarfi er að fjölyrða um þann kraft og hæfileika sem Jónsi býr yfir og lofum við því tímamóta tónleikum sem verða lengi í minnum hafðir,“ segir í tilkynningu frá Vox Felix. Kórinn mun halda þrenna tónleika í desember, tvenna í Keflavíkurkirkju, þann 10. og þann 11. desember, og í Grafarholtskirkju þann 16. desember. Miðasala er á Tix.is. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag hófst árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær há- marki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn. Þann dag er einnig alþjóðlegur dagur So- roptimista en það er einmitt fyrir tilstuðlan þeirra samtaka og áskor- unar frá þeim sem fjöldi fyrirtækja og stofnanna á Suðurnesjum hafa tekið þátt í átakinu „Roðagyllum heiminn“. Á myndum með fréttinni má sjá orkuver HS Orku í Svartsengi lýst með appelsínugulum ljósum og einnig listaverkið Álög í Sandgerði. Fleiri mannvirki hafa verið lýst upp appelsínugul. Þannig er ráðhúsið í Garði upplýst, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavíkurkirkja, Ytri- Njarðvíkurkirkja og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo einhver mannvirki séu nefnd. ROÐAGYLLA HEIMINN Listaverkið Álög við Sandgerði er lýst upp með appelsínugulum ljósum. Orkuverk HS Orku í Svartsengi er appelsínugult um þessar mundir. VF-myndir: Hilmar Bragi Vox Felix með þrenna jólatónleika FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Frá jólatónleikum Vox Felix í fyrra. VF-mynd: Sólborg Guðbrandsdóttir. ASX Verð frá 3.990.000 kr. Outlander PHEV Verð frá 4.590.000 kr. L200 2020 Verð frá 5.490.000 kr. Bílakjarninn ehf · Njarðarbraut 13 · 260 Reykjanesbæ · Sími: 421 2999 · elli@bilakjarninn.is 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU a ð up p fy llt um á kv æ ðu m á b yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a b yr gd - V er ð m ið as t vi ð ge ng i 3 . d es em b er , 20 19 . Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur MIKILVÆGAST AF ÖLLU ER FJÖLSKYLDAN Mitsubishi fjölskyldan samanstendur af fjölbreyttum tegundum gæðabíla sem henta við allar aðstæður. Það er gott að vera hluti af góðri fjölskyldu, komdu í heimsókn. B Í L A K J A R N I N N 6 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.