Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 20
Skrifstofur okkar eru fluttar frá Hafnargötu 51-55 yfir í glæsilegt húsnæði að Krossmóa 4a. Verið velkomin. Við erum flutt. Motus I Pacta lögmenn I Lögfræðistofa Suðurnesja I Krossmóa 4a I 260 Reykjanesbæ I Sími 440 7000 LÖGFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA L Ö G F R Æ Ð I Þ J Ó N U S T A S Í Ð A N 1 9 6 0 Tvö fallega upplýst jólatré lífga nú upp á skammdegið og prýða sinn hvorn byggðakjarnann í Suðurnesjabæ. Íbúar í Garði fjölmenntu síðasta sunnudag á túnið við ráðhús Suðurnesjabæjar í Garði þar sem jólaljósin voru kveikt kl. 17 og svo klukkustund síðar voru ljósin kveikt á trénu í Sandgerði sem stendur við íþróttamiðstöðina og skólann. Í Garði söng barnakór undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jóla- sveinar kíktu í heimsókn og glöddu börnin með leik, góðgæti og söng. Þá voru kakó og piparkökur í boði. Barnakór Sandgerðisskóla söng undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmunds- sonar þegar kveikt var á jólatrénu í Sandgerði. Þangað mættu einig Skjóða og jólasveinar og kakó og piparkökur voru í boði til að ylja sér á í kuldanum. Ljósmyndari Víkurfrétta var við athöfnina í Sandgerði og tók með- fylgjandi myndir. Fallega upplýst jólatré lífga upp á skammdegið í Suðurnesjabæ 20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.