Fréttablaðið - 14.09.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
honum svo. Það er eins með ferða-
manninn, hann getur áð og þarf ekki
endilega að klára nestið, heldur svo
áfram á annan stað þar sem kannski er
verið að selja tómata og bætir þeim þá í
askinn. Ég skoðaði hvað fólk er að gera
hér á Íslandi varðandi svæðisbundna
matargerð. Þetta snýst ekki bara um
ílátið heldur stærri hugmyndafræði og
mat beint frá bónda. Ég sé fyrir mér að
þetta gæti þróast út í vef eða app þar
sem fólk gæti séð hvar næsti staður
er þar sem hægt er að kaupa eitthvað
beint í askinn.“
Björg teiknaði formið upp og lét
prenta askinn út í þrívíddarprentara úr
bioplasti. Það er þó ekki lokaútgáfa og
þegar fram líða stundir sér hún fyrir sér
að reyna önnur efni.
„Ég er í viðræðum við handverks-
menn um hvort hægt sé að búa til ask-
inn úr tré, með nútímatækni en hann
er með skrúfgangi svo hægt sé að hafa
fljótandi mat í honum þó hann velkist
um í bakpoka. Þrívíddarprentunin er
frábær tækni til að búa til einn hlut og
prufukeyra hugmyndina og hlutinn. Ég
sé það samt ekki fyrir mér sem fram-
leiðsluaðferð fyrir vöruna. Ég er mikil
útivistarkona sjálf og ólst upp við ferða-
lög. Ég prufukeyrði askinn í sumar og
það tókst vel. Göngumanneskjan, hönn-
uðurinn og hugsun um sjálfbæran lífstíl
kemur þarna saman. Ég sé í raun engan
endapunkt á verkefninu, sé það frekar
fyrir mér sem net sem geti stækkað og
að fólk geti lagt sitt til málanna og átt
samtal um hvernig er að nota askinn í
þessum tilgangi,“ segir Björg.
„Næst skref er svo að sýna hann og
kynna erlendis og halda þróunarvinn-
unni áfram.“
■ heida@365.is
ASKUR Björg segir gamla askinn hafa verið úthugsaðan og hönnun hans fullkomnað notagildið. MYNDIR/BJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR
HENTUG HÖNNUN Fólk
sat með askinn í kjöltunni
þegar það mataðist. Það
sama á við um ferða-
manninn sem sest niður
til að borða nesti.
Smiðurinn Örn Hackert fékk nýlega afar pers-ónulegt verkefni þegar hann var beðinn um að smíða ker utan um ösku Elísabetar Sig-
rúnar Einarsdóttur, eða Betu eins og hún var alltaf
kölluð. Beta var móðir æskuvinar Arnar auk þess
sem hún passaði hann sem dreng og vann síðar í
Hagaskóla þegar Örn stundaði nám þar.
Örn var nýbúinn að frétta andlát hennar þegar
dóttir hennar hringdi og bað hann um að
smíða ker utan um ösku móður sinnar. „Ég
fraus í 10 sekúndur því ég hef aldrei gert
neitt slíkt áður. En svo sagði ég auðvitað já
enda ekki annað hægt.“
Fjölskylda Betu hafði fylgst með Erni
og verkum hans á Facebook og líkað vel
við þau verk sem hann sýndi þar. „Ég fékk
að ráða verkinu alveg sjálfur. Eina sem ég
þurfti að vita var hversu marga lítra kerið
þyrfti að taka. Síðan hafði ég viku til stefnu
þannig að ég hófst strax handa.“
Kerið er smíðað úr furuborði og Örn notaði
franskar skúfur í boxið sem gerðu rammann fal-
legri. „Mig langaði að gera þetta í anda hennar og
setti því „old school“ mynd af henni á viðinn þegar
hún var ung. Síðan bætti ég svörtum krossi við.
Þá voru tvær hliðar auðar og þá datt mér í hug að
leyfa börnum hennar að skilja eftir eitt-
hvað fallegt til móður sinnar. Því var bætt
við „Elsku mamma“ og textabroti úr uppá-
haldslagi Betu með Bítlunum, „In my life I’ve loved
them all“.
Kerið er læst með tveimur lásum og fengu börn-
in hennar þrjú lyklana til að vera nær móður sinni.
Skoða má verk Arnar á Facebook undir Hackert
Design.
PERSÓNULEG HÖNNUN
Eina mesta og persónulegasta áskorun smiðsins Arnar Hackert var að smíða
ker utan um ösku móður vinar síns sem hafði passað hann sem barn.
Skipholti 29b • S. 551 0770
Glæsilegar
haustyfirhafnir
komnar!
SMÁRALIND
AFMÆLISDAGAR