Fréttablaðið - 14.09.2015, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.09.2015, Blaðsíða 43
Merkisatburðir Icon, Patrick Swayze, Annika Peterson. 1605 Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti fæddist. 1848 Dómkirkjan í Reykjavík var vígð öðru sinni eftir gagngerar endurbætur. 1886 Sigurður Nordal, rithöf- undur og fræðimaður, fæddist. 1901 Theodore Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna eftir að William McKinley var myrtur. 1933 Jökull Jakobsson leikrita- skáld fæddist. 1946 Færeyingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálfstæði. Danir höfnuðu sjálf- stæðisumleitunum. 1982 Kristján Eldjárn lést. 2009 Leikarinn Patrick Swayze lést. Söngkonan og lagahöfundurinn Amy Wi- nehouse fæddist þann 14. sept- ember 1983. Hún fæddist í London. Pabbi hennar var leigubílstjóri og mamma hennar starfsmaður í apóteki. Í bæði föður- og móðurfjölskyldu Winehouse eru miklir tónlistar menn. Hún átti marga frændur í móður- ætt sem voru djasstónlistar- menn en föðuramma hennar var söngkona. Amy gaf út hljómplötuna Frank þegar hún var einungis 20 ára gömul og fékk góðar viðtökur í Bretlandi. Önnur plata henn- ar, Back to Black, kom síðan út árið 2006. Amy var fyrsta söngkonan sem vann til fimm Grammy-verð- launa og hún hlaut líka Bresku tónlistarverðlaunin árið 2007. Winehouse varð þekktust fyrir einstakan stíl sinn sem hún þótti meðal annars sækja til stúlkna- söngsveita sem voru vinsælar á sjöunda áratug síðustu aldar. Amy Winehouse varð þó ekki síst þekkt fyrir villt einkalíf og mikla áfengis- og eitur- lyfjanotkun. Hún dó úr áfengiseitrun þann 23. júlí árið 2011, 27 ára að aldri. Að henni látinni varð plata hennar, Back to Black, mest selda plata 21. aldarinnar á þeim tíma. Winehouse náði 26. sæti á lista sjónvarps- stöðvarinnar VH1 yfir 100 áhrifamestu kon- urnar í tónlist. BBC hefur kallað hana bestu söngkonu sinnar kynslóðar. Þann 14. sept- ember 2011 var Amy Winehouse-stofnunin í Bretlandi opnuð. Markmiðið með henni er að vinna að forvörnum fyrir ungt fólk og hjálpa ungu fólki í áfengis- og vímuefna- vanda. Þ etta G e r ð i st : 1 4 . s e p t e m b e r 1 9 8 3 Amy Winehouse fæddist Guðjón Þórðarson, fyrrverandi þjálfari landsliðsins í knattspyrnu, er sextugur í dag. Hann segist ekki ætla að fagna deg- inum sérstaklega. „Ég ætla bara að njóta dagsins og njóta þess að verða sextugur. Það eru ekki allir svo heppnir,“ segir hann. Hann segir mánudaga ekki vera daga til þess að fagna mikið og að þeir hafi aldrei verið sínir dagar. „Ég hef aldrei byrjað nýtt tímabil eða nokkuð annað á mánudegi, en nú neyða máttarvöldin mig til þess að byrja nýjan tug á mánu- degi. Þannig að ég verð eiginlega að bíða betri tíma en mánudagsins til að fagna honum,“ segir hann. Guðjón segir að ótrúlega margt hafi glatt sig á lífsleiðinni. „Ég á fimm syni og 10 barnabörn. Og yfir 20 titla plús litlu titlana sem maður telur ekki með. Þann- ig að þetta hefur verið töluverður ferill, langur og skemmtilegur.“ Guðjón er atvinnulaus þessa dagana og í leit að skemmtilegu og krefjandi verkefni. „af því að ég er alveg til í það,“ segir hann. Hann segist opinn fyrir ýmsu þó að hann eigi lengstan ferilinn á sviði knattspyrnu. „maður hélt að maður ætti innkomu inn á almenna markaðinn en það er ekki auðvelt. en það verður bara að koma í ljós. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og held mig við það að vera bjartsýnn.“ Guðjón segist hafa haft tíma til að fylgjast bæði með deildinni hérna heima undanfarið og íslenska lands- liðinu. Það hafi verið fullt tilefni til að gleðjast. „Þetta eru björtustu stundir landsliðsins. Það er engin spurning. Og meira en gaman, þetta er miklu meira en gaman. Þetta er frábært,“ segir Guðjón um árangur íslensku strákanna. Guðjón segir að það sé þroskandi og gott að árin færist yfir. „en það er svolítið skrýtið að maður finnur ekki fyrir því að maður sé orðinn sextugur, ekki inni í sér,“ segir Guðjón sem segist vera hress á líkama og sál. „maður áttar sig ekki á því að öll þessi ár eru komin. en það ber að fagna þeim bara.“ jonhakon@frettabladid.is Guðjón finnur ekkert fyrir árunum sextíu Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er sextugur. Hann segist ekkert finna fyrir árunum. Hann er reiðubúinn til að takast á við krefjandi verkefni. Ég á fimm syni og 10 barnabörn. Og yfir 20 titla plús litlu titlana sem maður telur ekki með. Þannig að þetta hefur verið töluverður ferill, langur og skemmtilegur.Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna mun sagnfræðingurinn Kristín svava tómasdóttir flytja fyrsta fyrir- lestur haustsins á morgun á vegum Þjóðminjasafnsins. erindi Krist- ínar er hluti af sýningunni „Hvað er svona merkilegt við það?“ sem stendur nú yfir í bogasal Þjóð- minjasafnsins. Kristín ætlar að fjalla um sögu kvenréttinda og um sýninguna, gerð hennar og hug- myndir sem liggja að baki. sérstök áhersla verður lögð á textana á sýningunni sem eru verk hennar. Fyrirlesturinn er opinn öllum en slíkir fyrirlestrar verða á dagskrá annan hvern þriðjudag í vetur. sýningin „Hvað er svona merkilegt við það?“ er framlag Þjóð- minjasafnsins til stórafmælis kosningaréttar kvenna og fjallar um störf íslenskra kvenna frá árinu 1915 til dagsins í dag og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum. Þjóðminjasafnið er eitt af höfuðsöfnum landsins sem setur upp sýningu í samræmi við þau markmið sem voru sett í tilefni afmælisins. Landsbókasafn Íslands og Listasafn Íslands koma til með að setja upp sínar eigin sýningar. Fjallar um sögu kvenréttinda á Þjóðminjasafninu. Kristín flytur erindi í tilefni afmælis kosningaréttar kvenna. Þjóðminjasafnið við Suðurgötu í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Brink Guðjón Þórðarson með bikarinn þegar KR varð bikarmeistari 1995. Mynd/Brynjar Gauti TímamóT 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.