Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 17

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 17
LENNY HANNAR Tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz er hugmynda- smiðurinn nýrrar húsgangalínu í anda áttunda áratugarins. Línuna hannaði hann í samstarfi við CB2 fyrirtækið frá Chicago en í henni eru 20 hlutir. Til dæmis lampar, veggskraut, mottur, púðar og húsgögn. Askurinn er mastersverkefni mitt í hönnun við LHÍ. Námið snérist um sjálfbærni, umhverfi og með- vitund og mín nálgun var á viðbrögð við fjöldaframleiddum mat og einnota umbúðum. Matarílátið er tákn fyrir tengingu sem ég hef áhuga á, að tengja saman staðbundna fæðu og ferðir, að hægt sé að ferðast og kaupa mat beint í askinn,“ útskýrir Björg Vilhjálmsdóttir hönnuður en hún er einn þeirra ís- lensku hönnuða sem hafa sótt innblást- ur í menningararfinn. Form og notagildi asksins heillaði Björgu. Hún hannaði því matarílát með skírskotun í hann en hún segir gamla askinn í raun hafa verið úthugsaðan. „Askurinn var afar vel hannaður á sínum tíma, upp úr mikilli neyð og fá- tækt. Í askinum voru tvö hólf, lok og bumba, eitt fyrir blautmatinn og annað fyrir þurrmat. Fólk gat setið með hann í kjöltu sér og matast. Mér finnst einn- ig fallegt hvernig hver bar ábyrgð á sínum aski, fólk fékk matinn sinn í hann og borðaði eins og það vildi og lokaði FORN MATARÍLÁT VORU INNBLÁSTUR HÖNNUN Íslenskir hönnuðir sækja gjarnan innblástur í menningararfinn, sagnahefðina eða íslenska náttúru. Björg Vilhjálmsdóttir er einn þeirra en ís- lenski askurinn varð henni innblástur í mastersnámi. BEINT FRÁ BÓNDA „Ég sé fyrir mér að þetta þróist út í heimasíðu eða app  þar sem fólk gæti séð hvar næsti staður er þar sem hægt er að kaupa eitthvað beint í askinn.“ 12v 0,8A 12v 5,5A Sporthúsinu / Dalsmári 9-11 / 201 Kópavogur / www.kpi.is Hryggurinn þinn er grunnur að góðri heilsu. Láttu ekki verki og óþægindi koma í bakið á þér. Kírópraktorarnir Bobby og Jeannie hafa hafið störf hjá Kírópraktorstofu Íslands. Tímapantanir í síma 527 2277. Magni Jeannie Bobby Guðmundur Jón Arnar ÚTIVISTARKONA Björg ólst upp við ferða- lög og í verkefninu sam- einaði hún göngumann- inn og hönnuðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.