Fréttablaðið - 18.10.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 18.10.2016, Síða 10
Norðausturkjördæmi í hnotskurn Karlar 14.965 Konur 14.604 Fjöldi á kjörskrá 29.569 Fjöldi á kjörskrá á bak við hvert þingsæti 2.957 Á kjörskrá í kosningum 2013 29.035 Stærð kjördæmis 38.389 km2 buðu sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokks- ins í Norðaustur- kjördæmi í prófkjöri fyrir kosningar. Þingmenn sem hætta kjörsókn í síðustu kosningum Úrslit síðustu kosninga Þingmenn Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar Höskuldur Þórhallson þingmaður Fram- sóknarflokksins 201 6 Tíu framboð bjóða fram lista í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2016 Benedikt Jóhannesson Viðreisn Sigurður Eiríksson Dögun Logi Einarsson Samfylkingu Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðis- flokki Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Framsóknar- flokki Sigurveig Bergsteins- dóttir Flokki fólksins Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum Einar Aðalsteinn Brynjólfs- son Pírötum Preben Pétursson Bjartri framtíð Þorsteinn Bergsson Alþýðufylk- ingunni Sveitarfélög í kjördæminu Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandar- hreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Sval- barðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshér- að, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðar- hreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur. 6,5% Aðrir 34,6% 22,6% 10,6% 15,8% 3% 83,4% Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Kosningar 2016 Mér finnst brýnast að koma heilbrigðis- málunum í betra horf og að íbúar landsbyggðarinnar hafi sem greiðastan og skjótastan aðgang að bráða- þjónustu. Rúnar Traustason, kjötiðnaðarmeistari og sjúkraflutninga- maður Kosningar snúast um Evrópumál, atvinnugreinina mína ferðaþjónustu, sýnina á gjaldtöku og hvaða leiðir verða farnar, styrkingu innri viða samfélagsins, mennta- kerfi, heilbrigðis- kerfi og löggæslu. Hrafnhildur Karls- dóttir, hótelstjóri á Akureyri Mér finnst þurfa skýrari stefnu varðandi sjúkrahúsin úti á landi. Það þarf að fara í vinnu við að finna varanlega lausn við flugvallarmálið í Reykjavík og þá hvert á að senda sjúklinga ef flugvöllur- inn verður færður. Eggert Hákonar- son, framleiðslu- starfsmaður Alcoa Fjarðaáls Hvað segja kjósendur? Hver eru Brýnustu KosningAMálin? Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjör- dæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal odd- vita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver- andi ráðherra og fyrrverandi for- maður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi sam- gönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næst- komandi. Þá var Brynhildur Péturs- dóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri fram- tíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngu- málin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Aust- firðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heil- brigðisþjónustu, til höfuðborgar- svæðisins. „Þar er flugið í raun eini val- kosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaður- inn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljóts- dalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almennings- samgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurn- ar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðara- væða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlis- ins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lyk- ilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn. Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Uppbygging heilbrigðisþjónustu og menntakerfis er kjósendum ofarlega í huga í Norðausturkjördæmi. Á Austfjörðum tala menn fyrir niðurgreiðslum á flugsamgöngum, enda tveggja daga leið frá Reykjavík. Einnig er áhersla lögð á áframhaldandi umbætur í vegamálum og að haldið verið áfram með lagningu ljósleiðara. Akureyri er stærsta sveitarfélagið í norðausturkjördæmi. Íbúar þar eru um 19 þúsund. FréttABlAðið/Pjetur 4 1 8 . o K t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.