Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Hafliði
Helgason
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna
aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum
sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er
hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi
verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að
öllu afturkræf“.
Hið rétta
Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í
niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur
lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist all-
staðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er
starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem
laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarum-
fang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á
að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi
möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofn-
unin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi
laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“
Allir villtir stofnar í hættu
Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast
allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann
leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það
samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring
umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar
landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem
er við landið.
Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um
að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn
verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum
eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu
stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er
stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum
kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert
þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu
og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipu-
lagsstofnun talar um?
Nærsýni
Yngvi Óttarsson
verkfræðingur
Rannsóknir
hafa sýnt að
eldislax sem
sleppur
ferðast allt að
2.000 km
undan
hafstraumum
áður en hann
leitar upp í ár
til hrygningar.
MIÐASALA
HEFST Á FIMMTUDAG
Miðasala fer fram á Tix.is og í síma 551-3800. Póstlistaforsölur Senu Live og Jólagesta fara fram 19. október kl. 10.
Skráðu þig á póstlista Jólagesta á www.jolagestir.is. Nánar á www.sena.is/jolagestir.
10. desember
í höllinni
AFMÆLISTÓNLE
IKAR
Viðkomum með jólin til þín!
Vandinn sem
blasir við er
að ef aðgengi
að fjármun-
um er aukið
án þess að til
komi meira
framboð af
húsnæði, þá
en einsýnt að
það leiði til
hækkunar
húsnæðis-
verðs.
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað nokkuð um fasteignamarkaðinn og horfur á honum. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu vakið athygli á stöðu hús-næðismarkaðar og í gær kom út skýrsla um íbúðamarkaðinn hjá Íslandsbanka sem
sagt er frá í blaðinu í dag.
Enda þótt húsnæðisverð hafi hækkað mikið síðustu
ár, eru enn ekki merki um að fasteignabóla hafi
myndast að mati sérfræðinga. Það ber þó að hafa í
huga að slíkar bólur hafa gjarnan þau einkenni að
þá fyrst gera menn sér grein fyrir þeim þegar þær eru
sprungnar.
Megindrifkraftar fasteignaverðs eru kaupmáttur
og aðgangur að lánsfé. Þar á eftir kemur svo framboð
og eftirspurn. Byggingarkostnaður er svo sú breyta
sem hefur áhrif á framboðshliðina með þeim hætti að
ef verð fer undir byggingarkostnað, þá hætta menn
að byggja. Þetta má glöggt sjá úti á landi þar sem lítil
eftirspurn leiðir til verðs sem er langt undir bygg-
ingarkostnaði. Þar er því ekkert byggt, þrátt fyrir skort
á húsnæði.
Á höfuðborgarsvæðinu er verð hátt og hæst í
101 Reykjavík. Stefna borgaryfirvalda um þéttingu
byggðar hefur fært áherslu frá ódýrari íbúðum í
úthverfum í dýrar íbúðir í eða við miðborg. Þessi
stefna hefur hentað eldra fólki sem minnkar við sig og
selur einbýlishús og flytur miðsvæðis í fremur dýrar
blokkaríbúðir. Vöxtur ferðaþjónustu hefur einnig
þrýst upp verði miðsvæðis í borginni.
Stefnan hefur valdið uppsöfnuðum vanda hjá ungu
fólki sem hefur ekki efni á að kaupa slíkar íbúðir sem
fyrstu íbúð.
Vaxandi kaupmáttur og hátt atvinnustig ætti að
gefa ungu fólki rými til að mynda nokkurt eigið fé
til fyrstu kaupa. Í aðdraganda kosninga hafa stjórn-
málaflokkarnir keppst við að leggja fram tillögur um
hvernig eigi að auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðarkaup.
Allt er það væntanlega sett fram af góðum hug.
Vandinn sem blasir við er að ef aðgengi að fjár-
munum er aukið án þess að til komi meira framboð
af húsnæði, þá er einsýnt að það leiði til hækkunar
húsnæðisverðs.
Miðað við tölur frá Samtökum iðnaðarins, þá mun
að óbreyttu áfram verða skortur á smærri íbúðum
fyrir ungt fólk. Aðalástæða þess er að skortur er á
lóðum til að mæta þessari þörf. Það stendur því upp
á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum
Reykjavíkurborg að sveigja stefnu sína um þéttingu
byggðar að því að auka framboð ódýrari kosta fyrir
ungt fólk. Fyrirséð er að það verður tímabundið á
kostnað þéttingu byggðar.
Verði ekki brugðist við þessu er hætt við að býsna
stór hópur ungs fólks verði innlyksa í foreldrahúsum
langt fram á fullorðinsár. Það er engum hollt að fresta
því langt fram eftir aldri að standa á eigin fótum.
Kynslóð föst í
foreldrahúsum
Réttu áherslurnar?
Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir
fáleika, var fyrirsögn fréttar sem
var á forsíðu Morgunblaðsins í
gær. Var þar vísað til þess að þeir
Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins og Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, forveri hans,
hefðu ræðst við eftir hreint út
sagt reyfarakennda atburðarrás á
flokksþingi Framsóknarflokksins
fyrr í haust. Það er kannski eðlilegt
að menn velti fyrir sér á hvaða
vegferð við erum þegar flestum
þykir meira spennandi að birta
slíkar fréttir á forsíðu dagblaðs,
tveimur vikum fyrir kosningar, í
stað þess að ræða málefnaáherslur
í kosningabaráttunni.
Sneypuförin
Hugmynd Pírata um að flokkar
mæti til kosninga með einhvers-
konar fyrirheit um stjórnarsam-
starf að loknum kosningum er ekki
ný af nálinni. Í raun svipar henni
mjög til norrænna stjórnmála
þar sem flokkar mynda blokkir
langt fyrir kosningar. Hugmyndin
hefur þó ekki verið reynd hér, ef
undanskilið er kosningabandalag
Samfylkingarinnar fyrir Alþingis-
kosningar 1999, áður en til form-
legrar stofnunar flokksins kom. Sú
aðferðarfræði sem reynd var um
helgina, að kynna fyrst drög að
kosningabandalagi í fjölmiðlum,
en ætla síðan að ræða við þá sem
maður vill mynda kosningabanda-
lag með skilar Pírötum í besta falli
engu. jonhakon@frettabladid.is
1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN