Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 32

Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 32
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA Fyrst eftir að ég flutti til Dan-merkur á sínum tíma tók ég eftir öllu því sem ég var ekki vön frá Íslandi. Konunum í búrk- unum, hlýju golunni, hjólreiða- mönnum í umferðinni. Og fatlaða fólkinu! Sem mætti mér á gang- stéttinni, sat við hlið mér í strætó og afgreiddi mig í búðinni. Það er mannlegt að taka eftir því sem maður er ekki vanur að sjá. Vera feiminn og forvitinn og skoða vel. Og já, börnin mín störðu. En það sem maður sér á hverjum degi hættir fljótlega að vera framandi og verður venjulegt. Hversdagslegt og sjálfsagt. Hluti af daglegu lífi. En af hverju var fatlað fólk mér framandi? Það eru um fjögur þúsund fötluð börn og fullorðnir á Íslandi. Hversu marga hefur þú séð á ævinni? Hversu oft hefur þú talað við fatlaða manneskju? Hefurðu unnið með einhverjum? Farið á stefnumót? Átt vin? Það næsta sem ég komst fötluðu fólki þegar ég var krakki var að góla: Fatlafól, fatlafól, flakkandi um á tíu gíra spítthjólastól. Það er því eðlilegt að spyrja: Hvar er allt íslenska fatlaða fólkið? Pistill sem hreyfihömluð kona skrifaði í síðustu viku svarar þeirri spurningu. Pistillinn fjallar um hve illa henni gekk að fá vinnu eftir háskólanám. Hún fékk þau skilaboð að hún gæti ekki verið á almennum vinnumarkaði því hún notar göngugrind. Hæfileikar, geta og menntun voru ekki til umræðu. Starfsumsókn hennar var stimpluð með stórum rauðum stöfum: Fötluð! Svo kom annar stimpill: Úrræði! Fatlað fólk á Íslandi er ekki í felum. Íslenskt samfélag er að fela fatlað fólk. Á meðan fatlað fólk er aðgreint í samfélagi manna verður fjölbreytileikinn ekki hluti af dag- legu lífi. Og við hin höldum áfram að glápa. Falið fatlað fólk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.