Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 54
„Hátíðin hefst á metnaðarfullan hátt þegar Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja ljóða- flokkinn Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Hann er meðal stærstu verka söngbókmenntanna og hér í íslenskri þýðingu Daníels Á Daní- elssonar.“ Þannig lýsir Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir mezzosópran upphafi Kammertónleika – sönghá- tíðar á Kirkjubæjarklaustri sem hefst annað kvöld og stendur fram á sunnudag í samkomuhúsinu Kirkju- hvoli þar sem Guðrún Jóhanna segir öndvegisflygil vera til staðar. Guðrún Jóhanna hefur búið í Madrid frá aldamótum en heldur tryggð við Ísland, meðal annars Klaustur, þar sem hún hefur haldið tónlistarhátíð síðan 2006. „Ég tók við af Eddu Erlendsdóttur sem stofnaði hátíðina 1991 en vægi söngtónlistar hefur aukist eftir að ég tók við. Ég hef líka fengið tónskáld til að semja ný verk og í ár er það Hildigunnur Rúnarsdóttir.“ Auk Benedikts og Bjarna eru Valgerður Guðnadóttir söngleikja- stjarna, Hrönn Þráinsdóttir píanó- leikari og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari flytjendur tónlistarinnar með Guðrúnu Jóhönnu. Þau verða með lög úr þekktum kvikmyndum eins og The Shawshank Redemp- tion og Disneymyndunum Frozen og Litlu hafmeyjunni. Einnig ástsæl lög úr söngleikjum og má þar nefna Söngvaseið. Einnig verður Þórdís Heiða Kristjánsdóttir tónlistarkennari með skapandi tónlistarsmiðju fyrir tveggja til tólf ára börn. „Mér finnst mikilvægt að börn fái að njóta tónlistar og tækifæra til að vera flytjendur á sviði,“ segir Guð- rún Jóhanna og bætir við: „Ég legg líka mikið upp úr að í dagskránni sé litið til fortíðar og nútíðar til að gera hátíðina aðgengilega öllum.“ Dagskrána má finna á kammer- tonleikar.is. gun@frettabladid.is 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R42 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð TónLIsT ★★★★★ Verk eftir Takemitsu, Saariaho, Ravel og Skúla Sverrisson á Reykjavík Midsummer Music. Flytjendur: Viktoria Mullova, Víkingur Heiðar Ólafsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Katie Buckley, Matthew Barley og fleiri. norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 16. júní Ég var kominn út í geim á upphafs- tónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nokkur verk- anna á efnisskránni voru innblásin af himinhvolfinu. Það lá við að fólk lyftist úr sætum sínum og svifi um; þannig var stemningin. Óríon fyrir selló og píanó eftir Toru Takemitsu var eitt af þessum verkum. Óríon er stjörnumerki og eins og svo oft með stjörnurnar, þá tengist því goðsögn. Nafnið kemur úr grískri goðafræði; Óríon var veiðimaður sem storkaði guðunum. Það var eitt- hvað fallega tímalaust við tónsmíð Takemitsu. Framrás tónanna var óræð, hljómarnir myrkir, laglínurnar leitandi. Matthew Barley lék einkar fallega á sellóið, ómurinn var safaríkur og stefin fagurlega mótuð. Píanóleikur Bjarna Frímanns Bjarnasonar var ekki síðri. Ásláttur hans var einstak- lega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar. Bjarni Frímann er altmuligmand, hann spilar á píanó og fiðlu, og stjórnar hljómsveit. Geri aðrir betur! Önnur geim-tónsmíð var Licht- bogen eftir finnskt samtímatónskáld, Kaija Saariaho. Þar voru norðurljósin tónsett, ef svo má segja. Síbreytilegir, risavaxnir logar á endalausri ferð um himinhvolfið birtust manni í fíngerðu tónmálinu, sem oftar en ekki var mjög ofarlega á tónsviðinu. Tónlistin var bæði svört eins og geimurinn, en líka skær og lýsandi björt inn á milli. Hún var leikin af níu hljóðfæraleik- urum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður. Tónlistin varð þó fyrst áhrifa- mikil þegar rafhljóð tóku að blandast við hana. Hvílík fegurð! Síðasta geim-verkið var Miranda eftir Skúla Sverrisson. Það var fyrir píanó og var frumflutt af Víkingi Heiðari Ólafssyni á tónleikunum. Miranda er minnsta tungl Úranusar. Tónmálið var annarlegt, byggðist á mínímalískum hendingum sem voru endurteknar í sífellu en tóku smám saman breytingum. Stemningin í tónlistinni var heillandi, og leikur Víkings var einkar ljúfur áheyrnar. Fyrir utan geiminn voru tvö önnur verk, bæði eftir Ravel, á dagskránni. Fyrst var Introduction et allegro fyrir hörpu og nokkur önnur hljóðfæri. Harpan var í aðalhlutverki, þetta var einskonar hörpukonsert. Katie Buckley lék á hörpuna og gerði það meistaralega. Spilamennskan var blæbirgðarík, þétt og fókuseruð. Í Tríói fyrir fiðlu, selló og píanó bættist engin önnur en Viktoria Mullova, heimsfrægur fiðluleikari, í hóp þeirra Barleys og Víkings. Tón- listin spannaði mjög vítt svið, allt frá innhverfum, hugleiðslukenndum hljómum og dreymnum laglínum yfir í ofsafengna, ástríðuþrungna hápunkta. Mullova var mögnuð, leikur hennar var sérlega grípandi; hárnákvæmur og kröftugur í senn. Sellóleikurinn var líka pottþéttur og píanóleikurinn aðdáunarverður; samspilið var prýðilegt. Þetta var magnað. Jónas Sen nIðURsTAðA: Glæsilegir tónleikar með snilldarlegum hljóðfæraleik og krassandi tónlist. Norðurljósin í Norðurljósum „Mullova var mögnuð, leikur hennar var sérlega grípandi; hárnákvæmur og kröftugur í senn,“ segir í dómnum. RÝMINGARSALA Í DÝRARÍKINU HOLTAGÖRÐUM ALLT Á AÐ SELJAST • VERSLUNIN HÆTTIR Bæði klassík og nýsköpun á tónleikum á Klaustri Söngur ljóða-, kvikmynda- og söngleikja tónlistar verður í öndvegi á Kammertónleikum austur á Klaustri um helgina. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzosópransöngkona er þar hæstráðandi og hefur með sér úrvalslið. Tónlistarfólkið Guðrún Jóhanna, Hrönn Þráinsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Francisco Javier Jáuregui. FRéTTablaðið/EyÞóR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.