Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 10
Sparkvellir eru gríðarlega mikið notaðir um land allt og voru byggðir í námunda við skólastofnanir. Fréttablaðið/anton brink SamfélagSmál Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á spark- völlum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í land- inu um að gera sparkvelli. Knatt- spyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbygg- ingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervi- gras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabba- meinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þess- um efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaður- inn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélag- inu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum. sveinn@frettabladid.is ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class Þægindi og öryggi í fyrirrúmi Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hærra en í flestum fólksbílum sem auðveldar aðgengi og bætir yfirsýn. Lágur mengunarstuðull tryggir lægri bifreiðagjöld og um leið frábært verð fyrir bifreið í þessum gæðaflokki og sparneytnin heldur rekstrarkostnaðinum í lágmarki. Þessi vinsæli bíll er framhjóladrifinn og er einnig fáanlegur með 4MATIC fjórhjóladrifi. Hann fæst sjálfskiptur eða beinskiptur og er í boði með bensín-, dísil- og metanvélum. B 160 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 4.800.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri KSÍ átti að leggja fyrsta flokks gervigras Sveitarfélög reka og eiga sparkvelli og því er það þeirra að skipta kurlinu út. KSÍ hafði það eina verkefni að leggja til fyrsta flokks gervi- gras. Mun kosta hundruð milljóna að skipta um á öllu landinu. Framkvæmdastjóri KSÍ segir ekkert rætt um að KSÍ taki þátt í að greiða. Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T U D a g U R10 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.