Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 12
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóð-andi og eiginmaður h e n n a r , B j ö r n Skúlason, hafa búið í fjórum löndum á þeim sautján árum sem þau hafa verið par. Björn segir þau hjón finna jafnvægið í að staðna aldrei og leitast stöðugt við að læra meira og víkka út sjóndeildarhringinn. „Hjá okkur hefur þetta alltaf verið spurning um jafnvægi. Þegar við erum farin að togast í einhverja eina átt þá erum við komin á skjön og þá líður okkur ekki vel. Þá gerum við eitthvað til að kippa okkur til baka, hvort sem það er að bæta við okkur þekkingu með námi eða að skipta um starf. Við erum óhrædd við að leita að jafnvæginu,“ segir hann. Björn er menntaður viðskipta- fræðingur, með mastersgráðu í stjórnunarsálfræði og síðast en ekki síst menntaður heilsukokkur. „Það þarf sama jafnvægi í mataræðið. Ég vil hætta öllum öfgum. Kannski þurfum við bara að stíga eitt skref til baka og fara að borða ferskari mat.“ Heppnin með þeim og Íslandi Björn og Halla kynntust árið 1993 þegar hún var framkvæmdastjóri fótboltaliðs í háskóla í Alabama. „Hún fékk mig til að koma í skóla í Bandaríkjunum og spila fótbolta. Ég hafði spilað í úrvalsdeildinni með Grindavík og eitt ár með KR en komst á skólastyrk út af fót- boltanum í Bandaríkjunum. Ég fór í skólann en hún var þá akkúrat að klára þannig að við kynntumst bara lauslega, þó ég hafi kynnst öllum vinum hennar.“ Leiðir þeirra áttu ekki eftir að liggja aftur saman fyrr en árið 1999. „Ég hitti hana í Eurovision- partíi árið 1999 þegar Selma söng All Out of Luck. Ég kem í partíið og labba beint til hennar og heilsa en hún mundi ekkert eftir mér. Ég þurfti sem sagt að rifja það upp fyrir henni en síðan þá höfum við verið saman. Við eigum Selmu og Euro- vison mikið að þakka,“ segir Björn kíminn. Það kvöld var heppnin líka með Íslandi því það ár lönduðum við öðru sæti í Eurovision-keppn- inni í fyrsta sinn. „Fljótlega eftir að við kynnumst fer Halla að byggja upp Háskólann í Reykjavík ásamt Guðfinnu Bjarna- dóttur og fer af stað með verkefni sem heitir Auður í krafti kvenna. Þannig að hún hefur verið að berj- ast fyrir jafnréttismálum í gegnum árin. Fyrst fyrir konur en nú er það orðið að baráttumálinu jafnrétti fyrir alla.“ Innbrot setti strik í reikninginn Árið 2005 fóru þau hjón utan til Bretlands í nám. Halla í doktors- nám og Björn í meistaranám í stjórnunarsálfræði við háskólann í Essex. Þau höfðu eignast tvö börn í millitíðinni, Tómas Bjart árið 2001 og Auði Ínu árið 2003. „Við ætluðum að vera áfram í Bretlandi en í desember 2005 er brotist inn til okkar á meðan við vorum sofandi og öllu stolið. Þar á meðal allri rannsóknarvinnunni hennar Höllu, öllum back-up disk- um og tölvum. Sem betur fer höfðu börnin komið upp í til okkar um nóttina þannig að það kom ekkert fyrir þau en þetta var hræðilegt. Inn- brotið setti stóran og ljótan blett á dvölina úti.“ Nokkrum dögum áður hafði kona komið í heimsókn til fjölskyldunnar til að selja þeim málverk. Björn og Halla versluðu við hana en fengu málverkin ekki afhent strax því konan sagði að kærasti hennar væri væntanlegur á næstu dögum til að ramma málverkin inn. Skömmu síðar voru öll þeirra verðmæti horf- in og aldrei heyrðist í konunni með málverkin. „Stór hluti af myndum af börnun- Björn Skúlason hefur ástríðu fyrir heilsusamlegri matargerð og langar að virkja íslensku þjóðina til að iðka heilbrigðara líferni en án allra öfga. FréttaBlaðIð/Hanna um var tekinn sem var svona sárast. Við ákváðum bara að slaufa þessu þarna úti því Halla var búin að tapa allri sinni vinnu. Ég klára mitt nám en hún tekur við sem framkvæmda- stjóri í Viðskiptaráði í mars 2006.“ aðrar hugmyndir um viðskipti Halla hefur verið gagnrýnd fyrir störf sín sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs á árunum 2006-2007, meðal annars fyrir skýrslur um efnahagslegan stöðugleika Íslands sem komu út á árunum skömmu fyrir hrun. „Halla kom með mikið af varnaðarorðum en það var ekki mikið hlustað á þau. Hún sá að það var ekki vettvangur fyrir sig svo hún stofnaði Auði Capital og sagði upp í Viðskiptaráði.“ Björn og Halla unnu saman í Auði Capital fram til ársins 2012. „Við höfum alla tíð unnið svo vel saman og erum miklir vinir. Ég held reynd- ar að við höfum séð hvort annað minna í vinnunni þá en við höfðum gert áður. Það var bara svo mikið að gera og mikill uppvöxtur í fyrirtæk- inu – en frábært að vinna saman. Ég þekki konuna mína að heiman en þarna sá ég hana í aksjón.“ Björn segir Höllu hafa haft skýra sýn á þau vinnubrögð sem ættu að vera við lýði hjá Auði Capital. „Þegar ákvörðun er tekin um að búa til einhverja fyrirtækjamenningu þá byrja allir að dansa í takt. Um leið og allir byrja að dansa í takt þá eru engin frávik. Við höfum stundum líkt þessu við það þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Hann setti upp ramma fyrir landsliðið. Það sama gerir Lars Lagerbäck fyrir íslenska karlalandsliðið. Þá vita allir að hverju er að keppa. Það eru ákveðnar reglur og ef þú hagar þér þannig þá líður öllum miklu betur,“ segir Björn. „Það er svo frábært þegar þú ert með sterka hugmyndafræði og sterk gildi að sjá hvað þú getur náð mikl- um árangri. En eins vel og gekk þá langaði mig ekki að vakna eftir þrjá- tíu ár og vinna í fjármálageiranum.“ Breyttu alveg um stefnu Úr varð að fjölskyldan flutti árið 2012 til New York borgar í Banda- ríkjunum svo Björn gæti lært að verða heilsukokkur. „Ég lærði vegan eldamennsku hjá Natural Gourmet Institute. Ég hafði mikinn áhuga á því að læra það því ég sá að það var orðin mikil tilhneiging í þá átt á Íslandi, bæði hvað varðar allt sem tengist glútenfríu, vegan og græn- metisfæði. Ég hef alltaf kunnað að elda lambakjöt og fisk en þetta kunni ég ekki, að elda baunir, græn- meti og grjón.“ Fjölskyldan dvaldi í tæpt ár í New York, sem Björn segir að sé uppá- haldsborgin sín af þeim sem þau hafa búið í erlendis. „Þetta var bara stórkostlegt. Það er svo mikil orka þarna.“ Árið 2013 flutti fjölskyldan svo til Kaupmannahafnar þar sem Björn stofnaði veisluþjónustu en þau komu heim einu og hálfu ári síðar þegar soninn var farið að langa heim til Íslands. „Við höfum alltaf haft fast heimili hér. Börnin okkar hafa þroskast gríðarlega mikið á þessu flakki en þau vita að þau eiga heimili, samastað og fjölskyldu á Íslandi. Við höfum samt verið að reyna að stækka heiminn fyrir þau með því að sýna þeim hvað er í boði. Þau eru bæði sterkari manneskjur fyrir vikið. En maður gerir allt sem börnin vilja, og við erum auðvitað alveg sammála því að það sé best að búa á Íslandi. Við höfum verið að fara út til að þroskast sjálf og eigum mjög erfitt með að stoppa og staðna. Við viljum alltaf finna okkur verkefni þar sem við erum að þroskast og vaxa. Fyrir mig var augljóst að hún færi í þetta,“ segir Björn um forseta- framboð konu sinnar. Framtíðarsýn forseta Halla tilkynnti um framboð í mars síðastliðnum og var, þrátt fyrir tilkomumikla ferilskrá, nokkuð óþekkt. Í lok maí mældist hún með 1 prósent í skoðanakönnunum en nýjustu kannanir sýna hana með um og yfir tólf prósenta fylgi. Björn segist sjálfur hafa ýtt á hana að gefa kost á sér. „Það var aldrei til umræðu að ég færi í framboð. Halla hefur svo einstakan hæfileika til að sjá hvar styrkleikar fólks liggja og getur tengt fólk saman og sameinað það. Þegar ég fer í mitt kokkanám er hún sú fyrsta sem hvetur mig áfram. Þó að ég hafi verið í frábæru starfi með fín laun þá er aldrei hræðsla við að synda á móti straumnum eða taka áhættu ef það verður til þess að þú finnir þinn rétta stað í lífinu. Ef ég hefði ekki fengið þennan stuðning frá henni þá væri ég væntanlega á stað sem mér liði ekki eins vel á,“ segir Björn. „Halla gerir þetta sama við alla sem hún þekkir. Hún er alltaf til í að hjálpa og hvetja fólk til að taka smá áhættu ef það mun gera fólk hamingjusamt. Sem þjóð erum við hálf brotin ef við erum alltaf að gera hluti sem gera okkur ekki glöð. Þess vegna vill hún hjálpa okkur að setja okkur framtíðarsýn þannig að það sé rammi og við getum sagt: „Ókei, við sem þjóð erum að fara þangað.““ Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Með skýrri framtíðarsýn þjóðar má ná árangri Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og fram- kvæmdastjóri, segir Höllu hafa ýtt sér út í að taka áhættur sem skila sér í meiri hamingju. Innbrot á heimili þeirra í Bretlandi setti strik í doktorsnám Höllu. Sem þjóð erum við hálf brotin ef við erum alltaf að gera hluti sem gera okkur ekki glöð. Þess vegna vill hún hjálpa okkur að setja okkur framtíðarsýn þannig að það sé rammi og við getum sagt: „Ókei, við sem þjóð erum að fara þangað.“ 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.