Fréttablaðið - 28.11.2015, Page 51

Fréttablaðið - 28.11.2015, Page 51
Að tryggja aðgengi að hreinu vatni og bæta þannig lífsskilyrði fólks er eitt af meginmarkmiðum Hjálpar­ starfs kirkjunnar á starfssvæðum stofnunarinnar í Eþíópíu og Úganda. Í Sómalífylki í Eþíópíu vinnur Hjálparstarfið með um 35 þúsund sjálfsþurftarbændum og hálfhirðingjum sem búa við sára fátækt. Verkefnið er langstærsta erlenda verkefni Hjálparstarfsins til þessa en það var þróað í nánu samstarfi við íbúa og opinbera aðila á svæðinu og hefur það skipt miklu um góðan framgang verkefnisins og byggt upp þekkingu á staðnum. Meginmarkmiðið er að bæta fæðuöryggi og fram­ færslu möguleika fólksins með því að auka aðgengi að vatni, stuðla að betri ræktunaraðferðum og meiri framleiðni. Nýjar korntegundir og bættar ræktunar­ aðferðir leiða til betri uppskeru og með þjálfun dýraliða er heilsa búfjár miklu betri og þjónustan er komin miklu nær fólkinu. Þá er valdefling kvenna stór þáttur í verkefninu samfélaginu öllu til farsældar. Einstæðar mæður fá meðal annars geitur, hænur og búfé til að auka fæðaval fjölskyldunnar. Í Úganda eru verkefni Hjálparstarfsins fyrst og fremst í þágu barna sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi og búa ein en líka fyrir HIV­smitaða einstæða foreldra og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við sára fátækt. Í heild nær verkefnið til yfir 1.200 skjólstæðinga. Áhersla er lögð á að bæta lífsskilyrði fólksins með því að reisa íbúðarhús með grunnhúsbúnaði, eldaskála með hlóðum sem spara eldsneyti og helstu áhöldum. Reistir eru kamrar og fólkið frætt um samband hreinlætis og smithættu og hvernig bæta má hrein­ lætis aðstöðu. Aðgangur að hreinu vatni er aukinn til muna með því að koma upp rigningarvatnssöfnunar­ tönkum við hlið íbúðarhúsanna og með viðhaldi á brunnum í héruðunum. Fólkið fær svo geitur og hænur til að auka fæðuval og möguleika á tekjuöflun. Á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins getur það tekið allt að sex klukkustundir að ganga eftir vatni áður en brunnur er grafinn við þorpið. Paul Jeffrey / Act Alliance Þær eru ansi skemmtilegar kveðjurnar sem fólk set­ ur á g jafabréf Hjálparstarfsins sem fást á www. gjofsemgefur.is. Ein sem við afgreiddum nýlega hér á skrif stofunni hófst með orðunum „Hvað gefur maður þeim sem á allt? Jú auðvitað geit handa fá­ tækri fjölskyldu í Afríku!“ Andvirði g jafabréfa Hjálp­ arstarfsins rennur til margvíslegra verkþátta í ver­ kefnum okkar hér á Íslandi, á Indlandi, í Úganda og Eþíópíu. Gjafabréfin endurspegla starfið og fólkið sem fær þau að g jöf fær þannig tækifæri til að hjálpa náunga sínum til sjálfshjálpar, það er sannar­ lega g jöf sem gleður! Gjafabréf fyrir fjölskyldu í Afríku. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs verður fátækri fjölskyldu í Úganda eða Malaví gefin geit. Fjölskyldurnar, þ.á m. mun­ aðarlaus börn sem búa ein, taka þátt í þróunarverkefni með Hjálp arstarfi kirkjunnar. Fyrst er vatns aflað og það svo nýtt til að veita á akra, til að gera fiskiræktartjarnir eða til að halda skepnur. Geit gefur af sér mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og skinn sem ýmist má nota heima eða selja fyrir nauðþurftum. Taðið bætir uppskeruna, fæðan verður fjöl­ breytt ari með prótínum geita afurð anna og heilsan batnar. Afkoman verður öruggari en með upp skerunni einni saman og lífsgæðin meiri. Geit Þetta er gert til að tryggja aðgengi að hreinu vatni • Vatnsþrær grafnar • Brunnar grafnir • Söfnunartankar fyrir rigningarvatn reistir • Vatnsnefndir heimamanna stofnaðar • Þjálfun veitt í viðhaldi og stjórn vatnsbóla • Fræðsla veitt um áveitu og nýtingu vatns til fæðuöryggis • Kamrar reistir, handþvottaaðstaða og aðstaða til þvotta • Fræðsla veitt um nauðsyn hreinlætis og smitleiðir sjúkdóma • Samvinna við heimafólk og staðaryfirvöld tryggir sjálfbærni Það gleður fólk sem „á allt“ að fá gjöf sem gefur! Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda Í hnotskurn … Það er fyrst og fremst í verkahring stúlkna að sækja vatn. Þegar brunnur er kominn við þorpið geta þær varið tíma sínum til skólagöngu. Hjálparstarf kirkjunnar 4 – Margt smátt ... Stór þáttur í verkefnum Hjálparstarfsins í Eþíópíu er að efla völd og áhrif kvenna, samfélaginu öllu til far­ sældar. Að gera stúlkum kleift að sækja skóla og konum að standa fyrir eigin atvinnurekstri og ráðstafa t ekjum af honum bætir ekki bara lífsafkomu þeirra heldur gerir þeim kleift að móta sér skoðanir og taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra sjálfra og fjöl­ skyldna þeirra. Með því að efla efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna nýtist aðstoðin fjölskyldum og samfélagi best. Í upphafi árs 2014 höfðu 5% kvennanna sem verkefnið nær til stundað atvinnu sem gaf þeim tekjur en eftir fræðslu og lán til framkvæmda úr verkefnissjóði voru meira en 15% kvennanna með tekjuskapandi starf­ semi um mitt ár 2015 en hátt í 200 konur fengu lán til atvinnustarfsemi á tímabílinu. Hvað felst í valdeflingu? • Þjálfa konur í atvinnurekstri • Veita fátækum konum lán til atvinnurekstrar Árið 2014 og fyrstu 6 mánuði 2015: • Námskeið fyrir 1258 karla og konur um valdefl­ ingu kvenna • 15 sparnaðar­ og lánahópum kvenna komið á laggirnar fyrir 320 konur • 180 konur fengu örlán til að hefja eigin atvinnu­ rekstur • 3 daga vinnustofa haldin fyrir 86 skoðanaleiðtoga um leiðir til að afnema skaðlegar venjur eins og limlestingar á kynfærum kvenna og að gefa stúlkur barnungar í hjónaband • 8 sjálfboðaliðar fengu fræðslu um hugmynda­ fræði sjálfbærni og þátttökustjórnun Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og Unnur Halldórsdóttir djákni þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum og fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti: Björn Steinar Sólberg. Gjöfum til Hjálparstarfs kirkunnar veitt móttaka. Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember kl. 11:00. Valdefling kvenna er forsenda framfara Meram í búðinni sinni með eiginmanni og átta af börnum sínum ellefu. Í búðinni selur hún alls kyns varning og er með mann í vinnu við að sauma á saumavél. Meram gat hafið reksturinn vegna þess að hún tók þátt í verkefni Hjálparstarfsins um valdeflingu kvenna. „Má bjóða þér að hlaða símann?“ Meram er athafnakona sem býr á harðbýlu svæði í Sómalífyllki í Eþíópíu. Hún er eitt skýrasta dæmið um árangur af verk­ efnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Árið 2011 tók hún þátt í sparnaðar­ og lánahópi kvenna á vegum Hjálparstarfsins og opnaði meðal annars verslun. Þar selur hún nú ýmsan varning en líka aðgang að sólarrafhlöðu þar sem fólk getur komið með farsíma sína og hlaðið þá fyrir greiðslu. Hún heldur fleiri en 30 geitur og var fyrsta konan á svæðinu sem keypti sér úlfalda sem nú eru orðnir sex að tölu. Meram segist nota afraksturinn af rekstrinum til að fæða og klæða börnin sín, tryggja þeim góða heilsu og menntun. Eitt eða ellefu – sama hve börnin eru mörg þá eru óskir okkar þær sömu um heilbrigði þeirra og möguleika til menntunar. Meram og Kristín Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins, bera saman fjölskyldustærð, heilsu og skólagöngu barna sinna í apríl 2015. Þær eru jafnöldrur, önnur þeirra á ellefu börn en hin eitt. Margt smátt ... – 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.