Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 12

Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 12
ÍÞRÓTTIR Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþrótta- greinum. Í báðum tilfellum eru heima- menn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhylt- inga á báðum vígstöðum. Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbik- ars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breið- holti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardals- velli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúr- slitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. B i k a r k e p p n i F r j á l s í þ r ó t t a - s a m b a n d s i n s hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukku- tímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR. Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í bar- áttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir. Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Mari- bor í forkeppni M e i st a ra d e i l d a r- innar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðar- liðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþrótta- áhugafólk óvenjulegan bikartví- höfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. ooj@frettabladid.is Bikardagur í Kaplakrika í dag Tvölfalt bikareinvígi verður á milli FH og Breiðholtsins í Krikanum í dag þegar undanúrslit Borgunar- bikarsins í knattspyrnu karla og 51. bikarkeppni FRÍ fara fram á sama stað og á sama tíma. Kristján Flóki Finnbogason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir verða í sviðsljósinu í Krikanum í dag. Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur Til hamingju Bryndís og Þorvarður! Þau hlutu í verðlaun grill frá Húsasmiðjunni. Þetta var þeirra stund með Fréttablaðinu. Fjöldi skemmtilegra mynda hafa verið sendar inn og við minnum á að leikurinn er enn í fullum gangi. Drögum út glæsilega vinninga í hverri viku. Hver fær Fiat Tipo? Stund Þorvarðar og Bryndísar með Fréttablaðinu Um helgina L 08.55 F1: ƀng Sport L 11.30 Chelsea - Inter Sport L 11.50 F1: Tímataka Sport 2 L 13.45 FH - Leiknir R. Sport L 14.00 Opna skoska Golfstöðin L 15.50 H. Berlin - Liverpool Sport L 17.00 Opna kanadíska Golfst. L 22.00 Man City - Spurs Sport L 00.00 R. Madrid - Barca Sport L 02.00 UFC 214 Sport 2 S 11.30 F1: Kappakstur Sport S 14.00 Opna skoska Golfstöðin S 16.50 ÍBV - Stjarnan Sport S 17.00 Opna kanadíska Golfst. S 20.00 Roma - Juventus Sport Inkasso-deildin ÍR - Haukar 1-2 1-0 Sergine M. Fall (18.), 1-1 Aron Jóhanns- son (30.), 1-2 Alexander Helgason (84.). Nýjast Í 6. SÆTI Á OPNA SKOSKA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 6. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Dundonald í Skotlandi. Ólafía lék einkar vel í gær, á tveimur höggum undir pari og lyfti sér upp í 6. sætið. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu. Ólafía fékk fjóra fugla á hringnum í gær, einn örn, fjóra skolla og níu pör. Keppni heldur áfram á morgun og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 14.00 á Golfstöðinni. 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.