Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 12
ÍÞRÓTTIR Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþrótta- greinum. Í báðum tilfellum eru heima- menn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhylt- inga á báðum vígstöðum. Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbik- ars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breið- holti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardals- velli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúr- slitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. B i k a r k e p p n i F r j á l s í þ r ó t t a - s a m b a n d s i n s hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukku- tímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR. Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í bar- áttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir. Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Mari- bor í forkeppni M e i st a ra d e i l d a r- innar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðar- liðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþrótta- áhugafólk óvenjulegan bikartví- höfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. ooj@frettabladid.is Bikardagur í Kaplakrika í dag Tvölfalt bikareinvígi verður á milli FH og Breiðholtsins í Krikanum í dag þegar undanúrslit Borgunar- bikarsins í knattspyrnu karla og 51. bikarkeppni FRÍ fara fram á sama stað og á sama tíma. Kristján Flóki Finnbogason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir verða í sviðsljósinu í Krikanum í dag. Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur Til hamingju Bryndís og Þorvarður! Þau hlutu í verðlaun grill frá Húsasmiðjunni. Þetta var þeirra stund með Fréttablaðinu. Fjöldi skemmtilegra mynda hafa verið sendar inn og við minnum á að leikurinn er enn í fullum gangi. Drögum út glæsilega vinninga í hverri viku. Hver fær Fiat Tipo? Stund Þorvarðar og Bryndísar með Fréttablaðinu Um helgina L 08.55 F1: ƀng Sport L 11.30 Chelsea - Inter Sport L 11.50 F1: Tímataka Sport 2 L 13.45 FH - Leiknir R. Sport L 14.00 Opna skoska Golfstöðin L 15.50 H. Berlin - Liverpool Sport L 17.00 Opna kanadíska Golfst. L 22.00 Man City - Spurs Sport L 00.00 R. Madrid - Barca Sport L 02.00 UFC 214 Sport 2 S 11.30 F1: Kappakstur Sport S 14.00 Opna skoska Golfstöðin S 16.50 ÍBV - Stjarnan Sport S 17.00 Opna kanadíska Golfst. S 20.00 Roma - Juventus Sport Inkasso-deildin ÍR - Haukar 1-2 1-0 Sergine M. Fall (18.), 1-1 Aron Jóhanns- son (30.), 1-2 Alexander Helgason (84.). Nýjast Í 6. SÆTI Á OPNA SKOSKA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 6. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Dundonald í Skotlandi. Ólafía lék einkar vel í gær, á tveimur höggum undir pari og lyfti sér upp í 6. sætið. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu. Ólafía fékk fjóra fugla á hringnum í gær, einn örn, fjóra skolla og níu pör. Keppni heldur áfram á morgun og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 14.00 á Golfstöðinni. 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.