Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 211. tölublað 107. árgangur
UPPSKERAN Á
KORNI Í ÁR ER
MJÖG GÓÐ INNSÝN Í HEIM FÍKNAR
TÍU TÓNLEIKA
RÖÐ Í SALNUM
Í KÓPAVOGI
HEIMILDARÞÆTTIR 11 KLASSÍSK TÓNLIST 29ÓLAFUR Á ÞORVALDSEYRI 6
Hrossaútflutningur
» 1.351 hross selt til útlanda á
síðasta ári.
» Flest seld til Þýskalands og
næstflest til Svíþjóðar.
» Verðmæti hross ræðst oft af
huglægu mati.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Útflutningsverðmæti íslenskra
hrossa nemur tugum milljarða á
undanförnum árum. Á síðustu tíu ár-
um voru hross seld til útlanda fyrir
um 10 milljarða króna og fyrir sam-
tals tæpa 11 milljarða króna á ár-
unum 2007 til 2019. Langstærstur
hluti þeirrar fjárhæðar er útflutn-
ingur á hreinræktuðum hestum til
undaneldis, en þeir telja um 73% af
útflutningsverðmætinu á tímabilinu.
Í ársskýrslu Matvælastofnunar
fyrir 2018 kemur fram að útflutning-
ur hesta það ár var heldur minni í
fjölda talið en árið áður. Flutt var út
1.351 hross í samanburði 1.485. Alls
voru seld hross til 20 landa, en ein-
ungis til 17 landa 2017. Hrossin fara
oftast í flugi til Liege í Belgíu og eru
flutt þaðan til ýmissa Evrópulanda.
Flest hrossin fóru í Þýskalands, 535,
og næstflest til Svíþjóðar, 191. Að
undanskilinni fækkun í fyrra hefur
útflutningur hrossa aukist jafnt og
þétt frá árinu 2010.
Hrossaútflytjandi segir verðmæti
hvers hross sem selt er að mörgu
leyti huglægt.
Tíu milljarðar á áratug
Mikil verðmæti fólgin í útflutningi íslenskra hrossa 1.351 hross flutt út í fyrra
Flest seld til Þýskalands Verðmat hvers hross að miklu leyti huglægt
MTugmilljarða verðmæti »14
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hross Þessir fallegu hestar voru á beit í Hafnarfirði í góða veðrinu í gær. Hvort einhverjir þeirra eiga utanlandsferð fyrir höndum skal ósagt látið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flug Stefnt er að flugi undir nafni
WOW air þegar í október.
Ekki er vitað hvaða eignir fyrirtæki
Michele Roosevelt Edwards (áður
Ballarin), USAerospace Associates
LLC, hefur keypt úr þrotabúi WOW
air. Fram hefur komið í fréttatilkynn-
ingu að þær tengist vörumerki hins
fallna flugfélags. Jafnframt var í til-
kynningu fyrir helgi sagt frá því að
flug myndi hefjast í næsta mánuði.
Einnig hefur Ballarin lýst því í
samtali við Stöð 2 að opnað verði fyrir
miðasölu í vikunni, en að því er Morg-
unblaðið kemst næst hefur ekkert
þeirra félaga sem nefnd hafa verið í
tengslum við endurreisn WOW air
flugrekstrarleyfi. Hvorki hér á landi
né í Bandaríkjunum.
Talið er sérkennilegt að hið nýja fé-
lag hyggist hefja flug á þeim árstíma
sem farþegum til Íslands fari almennt
fækkandi og að óbreyttu stefni í að fé-
lagið tapi peningum fram að næsta
sumri, frekar en að hefja flug vorið
2020. Einnig eru uppi efasemdir um
það hvernig áform sem lýst var á
blaðamannafundi síðastliðinn föstu-
dag samræmast rekstri lággjalda-
flugfélags.
Ritstjóri vefsins turisti.is segist
ekki sannfærður um áformin. » 4
Efasemdir um flugáform
Yfirlýsingar vegna WOW sagðar „ekki nógu sannfærandi“
Talsmenn talí-
bana sögðu að
Bandaríkin
myndu hljóta
„meiri skaða en
allir aðrir“
vegna ákvörð-
unar Donalds
Trumps Banda-
ríkjaforseta um
að hætta á síð-
ustu stundu við
leynifund með forystumönnum
þeirra og Ashraf Ghani, forseta
Afganistans. Fundurinn átti að fara
fram í gær í Camp David, sveita-
setri forsetaembættisins, og var
Trump gagnrýndur úr ýmsum átt-
um fyrir að hafa boðið talíbönum
þangað svo skömmu fyrir 11. sept-
ember. »13
Hætti við friðarfund
í Camp David
Donald
Trump
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
ákvað í gærkvöld að leggja til að
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, taki við emb-
ættum Áslaugar Örnu Sigurbjörns-
dóttur sem formaður utanríkis-
málanefndar og formaður
Íslandsdeildar alþjóðaþingmanna-
sambandsins. Þetta staðfesti Birg-
ir Ármannsson, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, en fyrr um kvöldið hafði
þingflokkurinn komið saman, fyrst
og fremst í þeim tilgangi að velja í
þau störf sem
losnuðu þegar
Áslaug Arna tók
við embætti
dómsmálaráð-
herra í síðustu
viku.
Vilhjálmur
Árnason, þing-
maður Suður-
kjördæmis, mun
koma í stað Ás-
laugar sem varaformaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins og tók
sú breyting gildi strax í gær.
Sigríður formaður
utanríkismálanefndar
Sigríður Á.
Andersen
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri telur að tímabært sé að
hugað verði að framtíðarskipan lög-
reglu og að skynsamlegt væri að fyr-
irhuguð stjórnsýsluúttekt ríkis-
endurskoðanda beindist að
heildarendurskoðun lögreglumála í
landinu. Hann segir baráttu emb-
ætta um peninga og völd birtast í
óeiningu. Þá telur hann að fé til
málaflokksins myndi nýtast betur
með einum lögreglustjóra yfir land-
ið allt. Í því sambandi vísar hann til
þróunar annars staðar á Norður-
löndum og til embætta tollstjóra og
ríkisskattstjóra hér á landi. Enn-
fremur furðar hann sig á yfirlýsingu
Landssambands lögreglumanna. »2
Morgunblaðið/Júlíus
Lögregla Haraldur Johannessen undrast
afstöðu Landssambands lögreglumanna.
Vill einn lögreglu-
stjóra á landinu