Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 2
Regnhlífar bættust um helgina við staðalbúnað golfara; kúlur, kylfur og kerrur, og voru víða á lofti á velli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Reyndust hlífarnar kylfingunum næstum jafn mikilvægar og kylfurnar, og gerðu tilraunina til að bæta forgjöfina í rigningunni bærilegri. Hlífarnar jafn mikilvægar og kylfurnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Golf í Hafnarfirði 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Við erum núna komin með fjöl- miðlafrumvarpið fjármagnað. Það er auðvitað mjög jákvætt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 sem kynnt var á föstudagsmorgun. Samkvæmt frumvarpinu eru heildargjöld vegna fjölmiðlunar árið 2020 áætluð 5.315 milljarðar króna, aukast um 588,7 milljónir á föstu verðlagi fjárlaga 2019. Er meðal ann- ars gert ráð fyrir 400 milljóna út- gjaldasvigrúmi innan ramma mál- efnasviðsins til stuðnings við einka- rekna fjölmiðla. Eins og víða hefur verið greint frá lagði Lilja fram frumvarp um breyt- ingar á lögum um fjölmiðla í vor þar sem lagt er til að fjölmiðlar fái 25% af launakostnaði við rekstur ritstjórnar endurgreiddan úr ríkissjóði, en að sú endurgreiðsla muni aldrei nema meiru en 50 milljónum. Til viðbótar verður 5,15% endurgreiðsla einnig í boði, sem mun ekki hafa neitt þak. Spurð hvort útgjaldaaukningin sem lögð er til í hinu nýja fjárlaga- frumvarpi sé í samræmi við óskir hennar vegna fjölmiðlafrumvarpsins kveður Lilja já við og segir: „Þetta er í samræmi við mínar óskir og ég er vongóð um að við náum sátt um þetta og næstu skref sem við þurfum að taka.“ Fjármögnun fjölmiðlafrum- varpsins liggur nú fyrir  Heildargjöld vegna fjölmiðlunar aukast um 588,8 milljónir Morgunblaðið/Eggert Blöðin Stuðningur við einkarekna fjölmiðla verður aukinn 2020. Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna sem birtist í fjölmiðl- um um helgina. Þetta segir í tilkynn- ingu frá embættinu sem send var fjöl- miðlum í kjölfar þess að stjórn Landssambands lögreglumanna sendi fjölmiðlum ályktun þar sem m.a. sagði að stjórnin teldi ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á stjórnsýsluúttekt á embætti ríkis- lögreglustjóra löngu tímabæra. „Um langt skeið hefur ríkt mikil óánægja meðal lögreglumanna með störf yfir- stjórnar embættis ríkislögreglu- stjóra,“ sagði enn fremur í ályktun- inni, þar sem einnig sagði að óánægjan væri m.a. til komin vegna fatamála lögreglumanna og bílamála. Í ofannefndri athugasemd ríkis- lögreglustjóra við ályktun landssam- bands lögreglumanna segir að stjórn landssambandsins hafi ekki haft neitt samband við embætti ríkislögreglu- stjóra til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu mála eða sett fram nokkur umkvörtunarefni. „Ríkislögreglustjóri telur að tíma- bært sé að hugað verði að framtíðar- skipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoð- anda myndi beinast að heildarendur- skoðun lögreglumála í landinu,“ segir þar einnig. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri vísar í þessu sambandi til þeirrar þróunar sem átt hafi sér stað á Norðurlöndum og víðar þar sem fjármagn og starfskraftar séu á einni og sömu hendi. Þannig myndi skattfé nýtast sem best hér á landi. Hann bendir einnig á að hér á landi er einn Ríkisskattstjóri og einn Tollstjóri eft- ir sameiningar. „Þá mætti aðgreina að fullu ákæru- vald og rannsóknarvald lögreglu- stjóra og færa allt ákæruvald undir ríkissaksóknara. Ég tala nú ekki um sýslumenn. Lögreglan í landinu er of hátimbruð með níu lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra og fjöldan all- an af yfir- og aðstoðaryfirlögreglu- þjónum, aðalvarðstjórum og varð- stjórum. Barátta lögregluembætta um peninga og völd sem birst hefur almenningi í óeiningu innan lögregl- unnar að undanförnu myndi breytast undir merki eins lögreglustjóra yfir landinu öllu og skattfé myndi nýtast mun betur í örliði, aðeins rúmlega 650 lögreglumenn á landinu öllu, eins og íslenska lögreglan er,“ segir ríkis- lögreglustjóri. Formaður Lögreglufélags Reykja- víkur, Arinbjörn Snorrason, sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að hann teldi að ríkislögreglustjóri ætti að stíga til hliðar á meðan úttekt færi fram. Sagði hann lögreglumenn hafa kvartað undan ríkislögreglustjóra og að athugasemdir hefðu komið um að „þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógn- ar- og óttastjórnun“. Ríkislögreglu- stjóri segist telja að þessi ummæli formanns Lögreglufélags Reykja- víkur séu ekki svaraverð. Lögreglu- stjórar sem þurft hafi að taka á lög- reglumönnum vegna brots í störfum séu gjarnan sakaðir um ógnarstjórn. Leggur til heildarendurskoðun lögreglu  Ríkislögreglustjóri segir baráttu embætta um peninga birtast í óeiningu  Fé nýttist betur með einum lögreglustjóra  Vísar til þróunar á Norðurlöndum og embætta Tollstjóra og Ríkisskattstjóra Morgunblaðið/Hari Lögga Óánægja lögreglumanna er m.a. til komin vegna fatamála. Sjúklingar hafa lagst inn á lungna- deild Landspítal- ans með svipuð einkenni og fram koma í sjúkdóms- faraldri sem hefur hrjáð að minnsta kosti 450 notendur rafrettna í Banda- ríkjunum og valdið þremur dauðsföll- um í það minnsta. Bandarísk heil- brigðisyfirvöld hafa varað við notkun rafrettna vegna þessa. New England Journal of Medicine hefur lýst faraldrinum sem sjúkdómi sem megi rekja beint til notkunar raf- rettna, undir heitinu „vape-induced inj- ury“. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir segir að vitundarvakning um notkun rafrettna eigi sér stað um þess- ar mundir. Nauðsynlegt sé að rann- saka sjúkdóma tengda þeim betur hér- lendis. Flókið sé að greina sjúkdóminn vegna þess að það þurfi að útiloka allt annað. „Í þessum tilfellum hafa sýk- ingar og önnur ertandi efni verið úti- lokuð og þetta situr eftir,“ sagði Tómas og á við rafrettunotkun. Hann segir at- hygli beinast að leysivökva sem er not- aður til að færa efni eins og nikótín í lungun. „Það truflar mann sem lækni að það sé verið að telja fólki trú um að þetta sé hættulaust.“ Vakning vegna rafrettna Tómas Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.