Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 4
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Þórunn Baldursdóttir og Þórdís Jó-
hannesdóttir verða báðar 100 ára í
vikunni, Þórunn í dag og Þórdís á
morgun.
Þórunn fæddist á Þúfnavöllum í
Eyjafjarðarsýslu og er dóttir Bald-
urs Guðmundssonar bónda og síðar
þingvarðar og Þórhildar Júlíönu
Björnsdóttur en systkini Þórunnar
voru tvö. Faðir Þórunnar, Baldur,
varð 95 ára og faðir hans 96 ára, svo
ljóst er að langlífi er í fjölskyldunni.
Þórunn gekk í Menntaskólann á
Akureyri og vorið 1942 giftist hún
Walter Raymond Petty hermanni,
sem síðar varð skrifstofumaður og
verslunarmaður í Reykjavík, en
hann fæddist á Englandi. Þegar
Walter fékk ríkisborgararétt árið
1955 tók hann upp nafnið Valur Vil-
hjálmsson. Þau eiga þrjár dætur:
Sólveigu Margréti, Svanhildi og Ás-
laugu Írisi.
Áslaug Íris segir að Þórunn lesi
mikið og vinni handavinnu, auk þess
að ráða krossgátur og þrautir, en
hún á sjö barnabörn og átta barna-
barnabörn.
Þórdís Jóhannesdóttir verður
hundrað ára á morgun, 10. septem-
ber. Hún er fædd og uppalin í Skál-
holtsvík í Strandasýslu. Foreldrar
hennar voru Jóhannes Jónsson bóndi
og Sigurrós Þórðardóttir og eign-
uðust þau 10 börn og er Þórdís yngst
þeirra.
Daginn sem lýðveldið var stofnað,
17. júní 1944, trúlofaðist Þórdís
Svavari Þ. Péturssyni, starfsmanni
flugmálastjórnar. Þau giftu sig síðan
í rigningarveðri á Þingvöllum í
desember sama ár, en Svavar lést ár-
ið 1991. Þórdís býr nú á Laugavegi
ásamt stóra bengalkettinum Kastró
og líkar vel.
„Ég er náttúrlega úr sveit og vön
dýrum. Við vorum dýravinir, öll
börnin, og það var farið vel með dýr-
in heima í Skálholtsvík,“ sagði Þór-
dís og minnist stundanna þegar hún
var ung og bjó við sjóinn í Stranda-
sýslu.
„Það var voðalega gott að vera við
sjóinn og gaman að fara á rekann.
Það var aldeilis lukka. Það voru við-
brigði að fara frá sjónum og í Bakka-
sel,“ sagði hún. Þegar Þórdís var 10
ára missti hún móður sína og flutti til
systur sinnar í Bakkaseli, en þaðan
flutti hún til Reykjavíkur 22 ára. Hún
minnist enn góðu stundanna við sjó-
inn í Skálholtsvík:
„Pabbi var mikill veiðimaður og
fór á sjóinn og veiddi fisk. Mamma
steikti gjarnan rauðmaga úr íslensku
smjöri, það var aldeilis gott,“ sagði
Þórdís. Þórdís er þó alsæl á Lauga-
veginum með kettinum sínum, þar
sem hún hefur búið frá árinu 1944.
Þórunn og Þórdís fagna
báðar hundrað ára afmæli
Langlífi í fjölskyldu Þórunnar Þórdís yngst 10 systkina
Ljósmynd/Svanhildur Valsdóttir
100 ára í dag Þórunn Baldursdóttir.
Ljósmynd/Friðjón Helgason
100 ára á morgun Þórdís Jóhannesdóttir.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Gran Canaria
22. október í 3 vikur
Verð frá kr.
167.395
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Verulegar efasemdir eru um áform
um endurreisn WOW air með þeim
hætti sem kynnt var fyrir helgi. Þá
virðist óljóst hver raunverulegur flug-
rekstraraðili er þar sem ekki liggja
fyrir flugrekstrarleyfi að því er
Morgunblaðið kemst næst, hvorki hér
á landi né í Bandaríkjunum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
sem barst fjölmiðlum á föstudag að
„endanlegt samkomulag hafi náðst á
milli USAerospace Associates LLC
og skiptastjóra þrotabús WOW air
um kaup félagsins á þeim eignum
þrotabúsins sem tilheyra WOW vöru-
merkinu“. Jafnframt var bent á að
stærsti hluthafi í USAerospace og
stjórnarformaður félagsins væri
Michele Roosevelt Edwards, auk þess
sem hún yrði stjórnarformaður WOW
AIR LLC.
Í sumar var sagt frá því að Oasis
Aviation Group (OAG) hefði samið um
kaup á öllum eignum í þrotabúi WOW
air. Ekkert varð úr þeim áformum.
Nú er sagt frá því að fest hafi verið
kaup á eignum sem tengist „vöru-
merki“ hins fallna félags en ekki hefur
fengist upplýst hvort dregið hafi úr
umfangi kaupanna miðað við upp-
runalegar fyrirætlanir. Haft var sam-
band við Gunnar Stein Pálsson al-
mannatengil til þess að afla frekari
upplýsingar um kaupin en hann benti
á Pál Ágúst Ólafsson, lögmann fjár-
festisins. Ekki náðist í Pál við vinnslu
fréttarinnar. Ekki náðist heldur í
Svein Andra Sveinsson, skiptastjóra
þrotabús WOW air.
Óvissa með flugrekstrarleyfi
Fram kemur í opinberum skrán-
ingum Virginíuríkis í Bandaríkjunum
að USAerospace Associates LLC hafi
verið stofnað 27. júní á þessu ári og að
eigandi þess sé OAG. OAG er skráð í
Vestur-Virginíuríki og er eigandi
sagður vera Michele Ballarin, sem nú
er kynnt sem Michele Roosevelt Edw-
ards. Bæði fyrirtækin eru samkvæmt
heimasíðu þeirra með aðsetur að
45025 Aviation Drive við Dulles-flug-
völl í Washington í svokallaðri Fair-
child-byggingu. Jafnframt eru bæði
fyrirtækin skráð með sama símanúm-
er. Í opinberri skráningu er hins veg-
ar OAG með aðsetur á heimili Ballarin
í Warrenton.
Fram hefur komið í umfjöllun
mbl.is að fyrst um sinn er stefnt að því
að hefja flug undir merkjum WOW air
í október á grundvelli bandarísks
flugrekstrarleyfis. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst hefur enn
ekkert flugrekstrarleyfi verið skráð
hjá samgönguráðuneyti Bandaríkj-
anna fyrir fyrirtæki sem bera nafnið
WOW AIR LLC, USAerospace Asso-
ciates LLC eða OAG samkvæmt opin-
berri skráningu slíkra leyfa. Jafn-
framt hefur enginn aðili sem skráður
er með aðsetur í Fairchild-bygging-
unni fengið úthlutað flugrekstrarleyfi
vestanhafs.
Lággjaldaflug?
Vakið hefur athygli að á
blaðamannafundinum hafi Ballarin
(Roosevelt Edwards) lýst því yfir að
þriggja stjarna Michelin-kokkurinn
Roger Wiles hafi „unnið í nánu sam-
starfi við okkur í tvö ár við að þróa
betri næringu um borð“. Bendir með-
al annars Ben Schlappig, ferðaráð-
gjafi og ritstjóri vefsins One mile at a
time, í færslu í gær á að slík áform
samrýmdust illa rekstrarformi lág-
gjaldaflugfélaga. Jafnframt telur
hann yfirlýsingu fjárfestisins um að
bjóða öllum farþegum flugfélagsins
aðstöðu í betri-stofu í Leifsstöð sýna
sömu vankanta.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi for-
stjóri Icelandair, telur sérkennilegt að
boða það að hefja flug í október miðað
við það hvernig flugmarkaðurinn sé á
Íslandi þar sem þetta sé á þeim tíma
er dregur heldur úr eftirspurn eftir
flugi til og frá landinu. „Þetta er nokk-
uð sem maður er óvanur að sjá. Byrja
á því að blæða peningum, maður þarf
ekki að byrja svona snemma ef pæl-
ingin er að vera með langtímarekstur.
Þetta þótti mér mjög skrýtin yfirlýs-
ing.“ Hann segir það einnig vekja upp
spurningar þegar sagt sé að lagt sé
upp með að leggja áherslu á mat. „Ef
menn eru að ræða um að selja betri
mat eru menn væntanlega að fara að
selja hann á dýrara verði og þá er
þetta ekki lengur lággjaldafélag.“
„Ég hef ekki ennþá fulla trú á upp-
risu WOW air,“ segir Kristján Sigur-
jónsson, ritstjóri Túrista.is, inntur
álits á yfirlýsingum Ballarin á blaða-
mannafundinum. „Mér finnst þetta
enn ekki nógu sannfærandi. Maður
þyrfti að fá nánari upplýsingar um
hvernig að þessu verður staðið. Við
vitum enn ekki hvaða flugrekstrar-
leyfi þau ætla að nota.“ Hann segir að
vel megi vera að annað fyrirtæki í
eigu Ballarin verði flugrekstraraðili,
en ekkert hafi verið gefið út um það.
„Þetta hlýtur að koma í ljós þegar fé-
lagið hefur miðasölu í vikunni.“
Fátt um svör þegar um WOW er spurt
Ekkert gefið upp um hvað var keypt úr búi WOW air Fátt bendir til að nokkurt þeirra fyrirtækja
sem komið hafa við sögu sé með flugrekstrarleyfi Spurningum um rekstrarform ósvarað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óskýrt Það er með öllu óvíst hvernig nýtt WOW-félag mun haga rekstri sínum miðað við yfirlýsingar.
Kristján
Sigurjónsson
Jón Karl
Ólafsson
Þrír menn frá Rúmeníu, sem gefið er að sök að hafa stundað korta-
þjófnað hér á landi í fyrra, voru handteknir af lögreglu á föstudag.
Mennirnir stálu íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tóku
samtals út af þeim um milljón króna í íslenskum hraðbönkum og versl-
unum.
Greint er frá málinu á Vísi í gær, en þar segir að verslunareigandi á
höfuðborgarsvæðinu hafi kannast við mennina og gert lögreglu við-
vart. Talið er mögulegt að mennirnir hafi verið hingað komnir í sömu
erindagjörðum.
Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu, hafa engin ný mál komið inn á borð lögreglu
vegna mannanna, sem komu til landsins á fimmtudagsmorgun. Menn-
irnir voru látnir lausir í gær, en þeim er gert að tilkynna sig til lög-
reglu þrisvar í viku.
„Það er stefnt að því að reyna að gefa út ákæru sem fyrst, og svo
vonandi sem fyrst að það gangi dómur í málinu, svo að þeim verði
bara brottvísað með endurkomubanni til Íslands að því loknu, þegar
menn hafa lokið sinni afplánun, hver sem hún verður,“ segir Skúli.
Kortaþjófar snúa aftur til landsins