Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Það er ef til vill lýsandi fyrirandvaraleysi flokkanna sem stýra Reykjavíkurborg um þessar mundir að þegar stjórn Sorpu ræddi í liðinni viku vanda vegna allt að 1.641 milljónar króna fram- úrkeyrslu við framkvæmdir fé- lagsins var eini stjórnarmaður borgarinnar aðeins í síma- sambandi við aðra fundarmenn. Reykjavíkurborg á 62% í Sorpu og ber því eðli máls samkvæmt meginábyrgð á því að rekstur fyrirtækisins og fjárhagur sé í við- unandi horfi, enda lenda mistök með mestum þunga á borginni.    Risavaxin framúrkeyrsla erauðvitað orðin vel þekkt fyrirbæri hjá Reykjavíkurborg en það er aukið áhyggjuefni ef borgaryfirvöld eru orðin svo sljó gagnvart slíkum atburðum að þau grípa ekki einu sinni inn í af festu eftir á. Á bókun meirihlutans í borgarráði er ekki að sjá að þessi yfirgengilega framúrkeyrsla sé lit- in þeim alvarlegu augum sem eðli- legt væri. Þar er því „haldið til haga að málið er á borði stjórnar Sorpu enda hefur hún tekið málið föstum tökum“.    Með þessu reynir meirihlutinní Reykjavík enn að vísa frá sér ábyrgð vegna fjármálaóreiðu en ekki með sannfærandi hætti. Þegar svona kemur upp á getur Reykjavíkurborg ekki vísað ábyrgðinni annað.    Eðlilegra er, eins og fulltrúarSjálfstæðisflokksins lögðu til, að láta innri endurskoðanda borg- arinnar gera úttekt áður en tekin er ákvörðun um að „borgin gang- ist í ábyrgð fyrir nýjum skuldum Sorpu“. Ruslflokkur fær nýja merkingu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, lést föstudaginn 6. septem- ber á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni, níræður að aldri. Bjarni fæddist 18. maí 1929 á Norður-Hvoli í Mýrdal. Foreldrar hans voru Kristján Bjarnason og Kristín Friðriks- dóttir. Bjarni var elstur átta systkina. Bjarni lauk prófi sem vélaverkfræðingur frá Technische Hochschule í München árið 1956. Hann hóf störf á teiknistofu SÍS í Reykjavík sama ár og var þar í þrjú ár. Hann var verk- fræðingur hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. frá 1959 til 1961 og hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli frá 1961 til ársins 1964 þegar Tækni- skóli Íslands var stofnaður. Bjarni var kennari þar frá stofnun skólans og varð rektor hans árið 1966. Gegndi hann þeirri stöðu næstu 24 ár- in, fram til ársins 1990. Þó að Bjarni léti af störfum sem rekt- or sinnti hann áfram stundakennslu í tækni- greinum í nokkur ár eft- ir rektorstímabilið. Bjarni átti ýmis áhugamál, svo sem bók- lestur, kveðskap, stjórn- mál, fjallgöngur og bad- minton. Hann var mikill áhugamaður um veiði, bæði skotveiðar og á stöng. Bjarni var einn af stofnfélögum Ármanna, félags um stangveiði á flugu, árið 1973 og var formaður þess árin 1974-1976 og aftur frá 1978-1979. Bjarni var einnig formaður Skotvís, félags skotveiðimanna, árin 1992-1993. Árið 2012 gaf hann út bókina Glettni veiðigyðjunnar ásamt þeim Árna Birni Jónassyni og syni sínum Krist- jáni Bjarnasyni, en í henni eru raktar sögur Bjarna af veiðum. Hann kvæntist Snjólaugu Bruun 3. janúar 1953. Þau áttu saman sex börn og eru afkomendur þeirra orðnir 34 að tölu. Andlát Bjarni Kristjánsson rektor Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram lagafrumvarp á haust- þingi 2019 þess efnis að fæðing- arorlof foreldra verði lengt úr níu mánuðum í 12. Frumvarpið kveður á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs sem framkvæmd verður í tveimur áföngum á árunum 2020 til 2021. Þá mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar lengj- ast um einn mánuð, úr níu mánuðum í tíu. Hinn 1. janúar 2021 lengist or- lofið um tvo mánuði til viðbótar, úr tíu mánuðum í tólf. Heildarkostnaður við lenginguna er áætlaður um fjórir milljarðar á ársgrundvelli þegar áhrif hennar eru að fullu komin fram, af því er fram kemur á vef félagsmálaráðu- neytisins. Þar segir enn fremur að miðað við boð- aða lengingu og hækkun megi gera ráð fyrir að heildarútgjöld til fæðingarorlofs verði 20 millj- arðar árið 2022 samanborið við 10 milljarða árið 2017. Mánaðarlegar hámarks- greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hafa farið hækkandi af því er fram kemur á vef ráðuneytisins og þar segir einnig að heildarkostnaður vegna hærri hámarksgreiðslna síð- ustu tveggja ára nemi um sex millj- örðum á ársgrundvelli „þegar áhrif- in verða að fullu komin fram“. Þá hefur foreldrum sem þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði fjölgað samhliða hækkununum. 95% foreldra sem áttu rétt til fæðing- arorlofs árið 2018 nýttu rétt sinn en hlutfallið var 91% árið 2015.  Frumvarp verður lagt fram í haust Ásmundur Einar Daðason Vill lengja fæðingarorlof í 12 mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.