Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Íslendingareiga gríðar-lega mikið undir því hvernig gengur í sjávar- útvegi og er ekki ofmælt að sjávar- útvegurinn sé undirstöðu- atvinnugrein hér á landi. Aðrar greinar skjóta upp kollinum og geta orðið umsvifamiklar og mikilvægar, en þar er fjarri því sama reynslan og stöðugleikinn og í sjávarútveginum að þessu leyti. Skemmst er að minnast þess þegar fjármálastarfsemi átti að verða allri annarri starf- semi þýðingarmeiri. Sú hug- mynd sprakk með hvelli og al- varlegum afleiðingum sem nú eru sem betur fer að mestu að baki. Ferðaþjónustan tók við og hefur skilað þjóðarbúinu mikl- um gjaldeyristekjum, en reynslan á eftir að skera úr um hvert umfang hennar verður til framtíðar þó að vonir standi að sjálfsögðu til þess að ferðaþjón- ustan verði mikilvæg stoð í ís- lensku efnahagslífi. Þó að nýjar greinar skjóti upp kollinum og verði vonandi sem flestar blómlegar og mikil- vægar fyrir efnahag lands- manna er langt í land að þær leysi sjávarútveginn af sem þýðingarmesta undirstaða þjóðarbúsins. Þetta finna landsmenn nú þegar loðnu- brestur verður með neikvæðum áhrifum á efnahag landsins. Sú staðreynd er líka áminning um að hlúa þarf vel að sjávarútveg- inum og tryggja að allar að- stæður greinar- innar séu sem bestar. Þetta á við um rekstrarskil- yrðin, sem að ýmsu leyti eru óhagstæð- ari en hjá öðrum greinum atvinnulífsins, en þetta á líka við um þá þekkingu sem veiðarnar byggjast á. Af þessum sökum er ánægju- efni að í liðinni viku var undir- ritaður samningur á milli Haf- rannsóknastofnunar og Ríkis- kaupa um útboð á nýju haf- rannsóknaskipi. Alþingi tók í fyrrasumar ákvörðun um að ráðast í smíði á nýju skipi og er reiknað með að skipið verði tilbúið eftir tvö ár. Þá verður rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson rúmlega hálfrar ald- ar gamalt, en gert er ráð fyrir að nýja skipið leysi það af, sem er meira en tímabært. Árni Friðriksson verður áfram við hafrannsóknir, enda mun yngra skip. Skipakostur Hafrannsókna- stofnunar hefur stundum staðið rannsóknum fyrir þrifum, með- al annars á loðnu, sem kallar á rannsóknir á þeim tíma árs sem veður eru válynd og öflug skip nauðsynleg til að unnt sé að stunda hafrannsóknir svo full- nægjandi sé. Með nýju skipi má binda vonir við að rannsóknar- leiðangrar raskist síður og hægt verði að auka þekkingu á hafinu umhverfis landið og á fiskistofnunum. Fátt er Íslend- ingum mikilvægara og þess vegna er útboð á nýju hafrann- sóknaskipi ánægjuleg tíðindi. Aukin þekking á hafinu og fiski- stofnunum er Íslandi nauðsyn} Nýtt hafrannsóknaskip Eins og fjallaðvar um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á laugardag fer áhugi erlendra ríkja á Íslandi vax- andi, ekki síst áhugi Kína og Bandaríkjanna. Í því ljósi kom á óvart áhugaleysi íslenskra stjórnvalda á að hitta varafor- seta Bandaríkjanna og ræða við hann um það sem mikilvægast er í samskiptum þjóðanna. Heimsókn hans hingað til lands hefði augljóslega mátt nýta betur. Í tengslum við heimsóknina urðu umræður um kínverska verkefnið Belti og braut og af- stöðu íslenskra stjórnvalda til þátttöku í því. Með verkefninu segjast kínversk stjórnvöld vilja bæta tengsl og auka við- skipti en augljóst er að ætlun þeirra er einnig að auka eigin áhrif víða um heim, meðal ann- ars hér á landi. Þegar þetta er haft í huga er ekki traustvekjandi að minnisblaðið sem Kínverjar afhentu íslenskum stjórn- völdum fyrir tveim- ur árum um þátttöku í verkefn- inu sé ekki aðgengilegt almenningi að sinni, eins og kínverska sendiráðið sagði í svari sínu til Morgunblaðsins og fram kemur í fyrrnefndri fréttaskýringu. Sjálfsagt er að Ísland eigi góð samskipti við Kína og æski- legt er að viðskipti ríkjanna haldi áfram að vaxa og dafna. Það breytir því ekki að Íslend- ingar verða að vera meðvitaðir um hvers eðlis kínversk stjórn- völd eru og viðhafa eðlilega var- úð í samskiptum við þau. Og ís- lenskur almenningur hlýtur að hafa efasemdir þegar tilboð um samstarf þolir ekki að það sé gert opinbert og fái þannig eðli- lega og lýðræðislega umræðu. Mögulegt aukið samstarf Íslands og Kína þarf að þola dagsins ljós} Leyniskjal? SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Útflutningsverðmæti ís-lenskra hrossa á síðustutíu árum telur nær 10milljarða króna. Heildar- verðmæti útflutnings á íslenskum hestum á árunum 2007 til júlí 2019 var 10,9 milljarðar króna. Lang- stærstur hluti af þeirri upphæð er út- flutningur á hreinræktuðum hestum til undaneldis, en þeir telja um 73% af útflutningsverðmæti íslenskra hrossa á tímabilinu. Þá voru 24% af upphæð- inni komin til vegna útflutnings á reiðhestum. Þetta er samkvæmt töl- um frá Hagstofu Íslands. Í ársskýrslu Matvælastofnunnar fyrir 2018 kemur fram að útflutn- ingur hesta árið 2018, í fjölda talið, hafi verið heldur minni en árið áður. Flutt var út 1.351 hross árið 2018 en 1.485 árið 2017. Alls voru seld hross til 20 landa árið 2018 en einungis 17 árið áður. Hrossin fara oftast með flugi til Liege í Belgíu og er þeim dreift þaðan til ýmissa Evrópulanda. Árið 2018 fóru flest hrossin til Þýska- lands eða 535. Svíþjóð kemur þar á eftir með 191 hross. Þá fóru 157 hross til Danmerkur og 100 til Sviss. Að undanskilinni fækkun í fyrra hefur útflutningur hrossa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 þegar 1.158 hross fóru af landi brott. Markaðurinn haldist stöðugur Hrossaútflytjandinn Gunnar Arn- arsson segir hrossaútflutningsmark- aðinn ekki hafa breyst mikið á síð- ustu 10 árum. „Hann hefur aldrei verið auðveldur en hann hefur verið nokkuð svipaður síðustu tíu árin með nokkrum hliðarsveiflum,“ segir Gunnar. „Breytileikinn er aðallega sá að fyrir 10 árum eða meira voru að koma hingað aðilar sem keyptu til- tölulega mörg hross í einu og fluttu út til umboðssölu. Það hefur breyst. Það eru færri sem gera það en meira um að þetta séu menn sem koma hingað að leita að þessum eina hesti. Áður fyrr voru þeir sem voru að taka út hesta t.d. öflugir reiðskólar og hestaleigur sem keyptu þá hóp af hestum. Svo voru einstaklingar úti sem ráku bara sölumiðstöðvar og tóku þá oft á tíðum fimm, 10, 20 hesta í einu og seldu þá. Það hefur breyst. Það eru fleiri móttakendur á bak við þennan hóp en áður,“ segir Gunnar, sem flytur út um 500 hross á ári. Spurður hvort verðmæti íslenska hrossa hafi eitthvað breyst á tíma- bilinu segir hann svo ekki vera. „Verðmætustu hrossin eru góð kyn- bótahross og góðir eða afburða keppnishestar. Svo er þetta öll flóran, ung og efnileg hross og bara reið- hross. Það er flóran sem fyllir upp í fjöldann,“ segir Gunnar. Huglægt mat ræður enn för Gunnar segir að verðmat hrossanna sé ennþá að mörgu leyti huglægt. „Þetta byggist á ættartré, náðargáfu í hestinum, getu og árangri. Þetta er svona svipað og með fótboltamenn. Það eru fáir sem eru svaðalega verðmætir, svo getur næsti verið nánast verðlaus þótt hann geti spilað fótbolta ágætlega. Það er hug- lægt hvernig kaupin gerast á eyrinni. Sum hross eru búin að sanna getu sína eitthvað og eru verðmætari en önnur. Önnur eru búin að sanna getu sína en eru kannski einhverra hluta vegna erfið fyrir fjöldann og þar af leiðandi ekki eins seljanleg. En þar sem þetta fer allt saman getur verð- mætið orðið býsna gott.“ Að sögn Gunnars getur verðmunur á milli hesta verið afar mikill. „Þetta er frá hundruðum þúsunda og upp í þónokkrar milljónir. Minni hlutinn af hestunum er mjög dýr en þó eru nokkrir sem kosta svolítið og þá get- ur það hlaupið á einhverjum millj- ónum,“ segir Gunnar. Tugmilljarða verðmæti í útflutningi á hrossum Verðmæti útflutnings á hrossum 2007-2019* Milljarðar kr. Hreinræktaðir hestar til undaneldis Reiðhestar Aðrir lifandi hestar Heildarverðmæti útflutn- ings á tímabilinu var 10,9 milljarðar króna Þar af voru 73% hrein-ræktaðir hestar til undaneldis Útflutningur á reiðhestum nam 24% af heild 1.000 800 600 400 200 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019* *J an úa r- jú lí 20 19 H ei m ild : H ag st of an 483 1.064 992 901 777 1.037 916 835 874 966 753 915 366 Útflutningur á hrossum hefur verið ágætlega stöðugur á síðustu tíu árum. Ef litið er lengra aftur í tím- ann hefur útflutningur dalað frá tíunda áratugnum. Árið 1994 voru flutt út 2.758 hross og 2.608 árið 1995. Á síðustu tuttugu árum hafa aldrei verið flutt út fleiri hross en árið 1996 en þá var flutt út 2.841 hross. Til samanburðar var flutt út 1.351 hross í fyrra og 1.485 árið 2017. Af þeim hross- um sem fóru úr landi árið 2017 höfðu 8,6% hlotið fyrstu verð- laun í kynbótadómi. Það hlutfall er svipað og á árunum 2014, 2015 og 2016. Þá hefur folöldum fækkað en 10 þúsund folöld fæddust á Íslandi árið 2010 og voru þau helmingi færri árið 2016. Sömu sögu um fækkun fol- alda er að segja í öðrum löndum. Metútflutn- ingur 1996 ÍSLENSK HROSS ÚR LANDI Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á föstudaginn tók ég við embætti dómsmálaráðherra og settist í ríkisstjórn. Það eru ýmiss konar tilfinningar sem koma upp þegar maður fær símtal um að maður sé að taka við stöðu ráðherra tæplega sólarhring seinna. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að mér sé treyst fyrir svo vandasömu verkefni. Ég átta mig líka á því að það er ekki sjálfsagt og færri en fleiri fá þann möguleika í stjórnmálum að sinna embætti ráðherra. Ég er full tilhlökkunar að takast á við þau fjöl- mörgu mál sem undir dómsmálaráðuneytið heyra. Markmið mitt í stjórnmálum er – og hef- ur alltaf verið – að gera líf almennings einfald- ara og betra. Ég hef haft það að leiðarljósi í verkum mínum í þinginu og það mun ég einnig gera sem ráðherra. Öryggi og festa eru hugtök sem koma upp í hugann þegar kemur að starfsemi dómsmálaráðuneytisins. Öllum má vera ljóst mikilvægi þess að tryggja öryggi landsmanna, treysta almannavarnir, tryggja það að lög- reglan hafi mannskap, búnað og fjármagn til að sinna hlut- verki sínu, tryggja það að Landhelgisgæslan sé þeim tækj- um búin sem hún þarf, að viðbragðsáætlanir almannavarna séu þess eðlis að þær virki þegar á reynir og þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta mikilvæg verkefni sem flestir stjórnmálamenn eru sammála um. Að sama skapi er mikil- vægt að fólk trúi og treysti á réttarríkið og viti að réttindi borgaranna eru ávallt í fyrirrúmi. Það er einnig hluti af því að tryggja öryggi almennings í víðu samhengi. Hlutverk dómsmálaráðuneytisins, og undir- stofnana þess, er þó ekki bundið við það að tryggja öryggi. Hlutverk þess er líka að tryggja festu og þjónusta almenning. Ríkisstofnanir eiga að líta á sig sem þjónustustofnanir sem hafa það að markmiði að gera líf almennings einfaldara. Hinn almenni borgari á að geta gengið að því sem vísu að réttindi hans séu byggð á vel ígrunduðum reglum, að það sé ein- falt að nálgast þær upplýsingar sem þörf er á, að það sé með einföldum hætti hægt að afgreiða þau mál sem að honum snúa. Því þurfa reglur að vera skýrar, gegnsæjar og skilvirkar. Það sama gildir um þjónustu hins opinbera. Þar er mikilvægt að auka stafræna stjórnsýslu eins og hægt er. Sum málefni ráðuneytisins fá meiri athygli en önnur. Það eru gjarnan þau málefni sem snerta einstaklinga afar persónulega og þau mál mun ég nálgast af virðingu, bæði fyrir fólki og málefn- inu. Það má hugsa til formfestu með ýmsum hætti. Hún má ekki verða til þess að stjórnsýslan verði ómannúðleg en hún þarf að vera þannig úr garði gerð að hún tryggi jafnræði og réttindi. Ég er þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa sam- glaðst mér yfir þessu nýja verkefni. Fyrst og fremst er ég þó þakklát fyrir þau tækifæri sem felast í því að gera lífið betra fyrir okkur öll. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Öryggi, festa og þjónusta Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.