Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Á dauða mínum átti
ég fremur von en að
stalínískir taktar ættu
eftir að slá mig út af
laginu mitt í amstri
pólítískra afskipta sem
ekki sér fyrir endann
á. Þegar heilbrigð
skoðanaskipti um
meiriháttar mál eru
farin að falla í skugga
stórkostlegrar en
ósýnilegrar ritstýringar hlýtur mað-
ur að velta fyrir sér á hvaða veg-
ferð lýðræðið á Íslandi sé. Þegar
menn geta ekki varið lengur skoð-
anir sínar, tjáð sig óttalaust eða ljáð
nafn sitt við ákveðna umræðu eða
hugmyndir af hræðslu við að missa
vinnuna eða jafnvel verða útlægir
gerðir úr samfélagi manna veltir
maður því fyrir sér á hvaða tímum
maður lifir, í hvaða heimshluta
maður býr og jafnvel hvort maður
sé orðinn veru-
leikafirrtur í sögulegu
samhengi.
Á sama tíma og
frelsi fer vaxandi á
flestum sviðum þjóð-
félagsins og Ísland
skipar sér á borð með
þróuðustu ríkjum
heims í þeim skilningi,
til að mynda í kynja-
og kynferðismálum, en
einnig á ýmsum öðrum
sviðum, er sérstaklega
sláandi að upplifa jafn
ríka hugmyndafræðilega prísund ís-
lenskra þjóðfélagsþegna, stundum
þjóðþekktra einstaklinga, sem ekki
vilja koma fram undir nafni og
verða vitni að útskúfun hugmynda
og allsherjar jafnvel viðurkenndrar
þó háleynilegrar skoðanaþöggunar
sem barin er fram með sleggju ein-
hvers konar pólitísks rétttrúnaðar.
Tökum nokkur dæmi. Þó að mik-
ill meirihluti Íslendinga virðist til að
mynda hafa verið andsnúinn því að
innleiða þriðja orkupakkann og þær
reglur EES sem honum fylgir fyrir
íslenskt samfélag er oft og tíðum
feimnismál að tala um slíkt opin-
berlega og sumir einstaklingar fara
beinlínis í felur þegar þessi mál eru
rædd í hreinskilni og vilja alls ekki
ljá nafn sitt við hana vegna við-
kvæmrar stöðu í atvinnulífinu. Og
ef á öðrum stað einhver hefur hug-
rekki til að tjá sig með írónískum
hætti um jafnrétti kynjanna eða
vandamál í samskiptum kynjanna
og missa vinnuna fyrir vikið, veltir
maður því fyrir sér hvort einhver
ósýnilegur pólitískur veruleiki, sem
kalla má rétttrúnað, hafi hreiðrað
um sig í íslensku samfélagi og
kannski víðar í skjóli stalínísks mis-
skilnings eða dularfullrar söguföls-
unar ringlaðra örlaga sem hafa tek-
ið feil á nútímanum og einræðis-
tilburðum fjöldamorðingjans.
Ekki að það fari fram skipulagð-
ar aftökur á Íslandi í anda Stalíns?
Nei, ekki í dag hið minnsta. Það
getur ekki staðist. Ekki í jarð-
neskum skilningi. Bara hugmynda-
fræðileg morð, andlegar árásir
gagnvart heiðvirðu fólki sem
dreymir um að fá að tjá sig frjálst
og óþvingað án þess að eiga það
yfir höfði sér að missa framfærsl-
una og fá á sig vafasaman stimpil
ævilangt hvað þá hafsjó af mis-
kunnarlausum yfirlýsingum úr kom-
mentakerfum samfélagsmiðlanna.
Hvernig fær það þjóðfélag sem
er kennt við lýðræði og réttlæti
staðið undir nafni á sama tíma og
það vanrækir þá frumskyldu sína
að hlúa að grundvallarmannrétt-
indum eins og tjáningarfrelsi?
Hvernig fær það staðið undir nafni
hins frjálsa samfélags, samfélags
þar sem meirihluti íbúa og allra
kjósenda eiga alla jafna að geta
skipst á skoðunum hindrunarlaust,
mótmælt á torgum úti þegar svo
ber undir og notið sjálfsagðs að-
gengis á kjörstað í krafti stefnu-
yfirlýsinga forystumanna þjóðar-
innar, ef hægt er að eiga von á því
á hverri stundu að hinir síðast-
nefndu taki óvænt hugmynda-
fræðilega u-beygju á ögurstundu.
Og beiti þar að auki flokksfélaga
sína og samlanda pólitískum þrýst-
ingi í því skyni að keyra sín mál í
gegn andstætt meirihlutavilja þjóð-
arinnar. Jafn stalínísk vinnubrögð í
jafn þrúguðu andrúmslofti hljóta að
dæma sig sjálf á endanum og geta
ekki stuðlað að varanlegri farsæld
fyrir þjóðina.
Býr Stalín ennþá hér?
Eftir Benedikt
Sigurðsson » Á dauða mínum átti
ég fremur von en að
stalínískir taktar myndu
slá mig út af laginu mitt
í amstri pólitískra af-
skipta sem ei sér fyrir
endann á.
Benedikt Sigurðsson
Höfundur er formaður
Lýðræðisflokksins.
lafleur@simnet.is
Æskusporin
hópast að mér
í Reykholti
manstu okkur
gamli
alltaf létt
í ærslin
en kvíðandi
á kontórinn
til Stjóra
iðandi kát
leiða þau mig
um staðinn.
Aldrei var sá villingur í Reykholts-
skóla í Borgarfirði að hann bæri ekki
virðingu fyrir merkri sögu staðarins.
Öll vorum við stolt af skólahúsinu okk-
ar fagra. Þá naut það sín að fullu,
gnæfandi yfir Reykholtsdalinn. Og
það var varla að við köstuðum snjó-
bolta í Snorra Sturluson þar sem hann
af stalli sínum horfði vítt um dal og brá
hvorki spekingssvip né góðu skapi.
Reykholt vann hug okkar og hjörtu.
Síðan hafa fjölmörg árin liðið.
Gamlir Reykhyltingar hafa flestir
reynt að vitja skólans af og til. Okkur
þykir mörgum að þessir áratugir hafi
ekki farið vel með Reykholtsstað svo
að varla sé sæmilegt. Í hinni miklu
uppbyggingu sem orðið hefur á staðn-
um hefur verið þrengt mjög að gamla
skólahúsinu. Nýju, myndarlegu húsin,
falleg á sinn hátt, valda
stílbroti, bæði gerð
þeirra og staðsetning.
Afleiðingin er sú að
skólabyggingin og
Snorrastyttan eru í nið-
urlægingu, rétt eins og
gamalmenni sem ekki fá
haldið virðingu og reisn.
Nú tekur þó steininn
úr, þegar trjágróður
myndar himingnæft
gerði framan við skólann
svo að allt er að hverfa
sjónum neðan úr dal.
Öxin beitta þyrfti því að koma í
Reykholt öðru sinni. Að þessu sinni til
að höggva nokkur tré. Þau fela andlit
gamla skólahússins og Snorrastytt-
una, þessi tignarmerki sögu og menn-
ingar í héraðinu.
Það má ekki gerast að ellihljótt
verði um fallegustu og merkustu
byggingu í Borgarfirði.
Fegurðin þarf
að anda
Eftir Helga
Kristjánsson
Helgi Kristjánsson
»Afleiðingin er sú að
skólabyggingin og
Snorrastyttan eru í nið-
urlægingu, rétt eins og
gamalmenni sem ekki fá
haldið virðingu og reisn.
Höfundur býr í Ólafsvík.
sandholt7@gmail.com
Samkvæmt lands-
lögum er það hlutverk
alþingismanna að
semja lög fyrir land
okkar og þjóð. Fljótt á
litið mætti ætla að eldri
lög séu meingölluð,
fyrst alþingismenn sjá
oft ástæðu til að breyta
þeim og semja ný.
Ástæða breytinganna
er vafalítið vegna þess
hve aðstæður eru oft að breytast í
þjóðfélaginu. Hitt er annað mál, að
lögin eru – þrátt fyrir orðalengingar –
stundum þannig orðuð, að skilja má
lagabókstafinn á fleiri en einn veg.
Deilt hefur verið um það hver skuli
vera bakgrunnur og þekking þeirra
manna sem eru kosnir til að sitja í
„steinhúsinu við Aust-
urvöll“. Því hefur verið
haldið fram að slíkir
menn skuli vera hinir
mestu lögspekingar. Ég
er á allt annarri skoðun
og tel að alþingismenn
skuli hafa sem mesta
þekkingu á atvinnulíf-
inu í landinu. Þá þekk-
ingu öðlast menn ann-
ars vegar með því að
hafa starfað við hinar
ýmsu atvinnugreinar til
sjós og lands. Hins veg-
ar og ekki síður, með því að vera í
sem mestum tengslum við almenning
í landinu – fólkið sem stendur undir
rekstri þjóðfélagsins með vinnu sinni.
Í gegnum slík tengsl hafa alþingis-
menn skilning á atvinnulífinu og lífi
venjulegs fólks í landinu.
Ég veit um alþingismenn sem
töldu það vera sitt eina hlutverk að
starfa inni á þingi og höfðu lítt tengsl
við aðra en sitt persónulega fólk, svo
og menn í innsta flokkskjarnanum.
Sá alþingismaðurinn sem rækt hefur
afburðamikil tengsl við kjósendur í
Suðurkjördæmi er Ásmundur Frið-
riksson.
Ég bý í Rangárvallasýslu. Það kom
stundum fyrir að hann sást hér, oftar
en vikulega. Þá gerist það að stúlka
úr flokki Pírata fer að gera aksturs-
reikninga nefnds alþingismanns tor-
tryggilega og sakaði hann um að hafa
tekið sér peningagreiðslu fyrir akstur
sem lægi utan þess sem tilheyrði al-
þingisstörfum hans. Hér átti hún við
að Ásmundur hefði ekið bifreið vegna
gerðar kvikmyndar um fólk og at-
vinnulíf í kjördæminu. Maður á
Hellu, sem er af öllum sem hann
þekkja talinn mjög vandaður og
gegnheiðarlegur, hefur sagt eftir-
farandi út af þessu máli: „Væri ég al-
þingismaður Sunnlendinga og væri
ég þáttakandi í gerð kvikmyndar um
fólk og atvinnulíf í kjördæmi mínu, þá
teldi ég ótvírætt að ég ætti að setja
aksturinn á kostnaðarreikning minn
sem þingmanns.“
Eftir að stúlka þessi, sem er Þór-
hildur Sunna Ævarsdóttir, hóf há-
stemmt glamur út af þessu, þá gerð-
ist það að Ásmundur alþingismaður
hætti – hvað mér sýnist – að aka hing-
að austur og að láta sjá sig hér á með-
al okkar. Það þykir mér miður, því ég
vil að alþingismenn haldi sem mest-
um tengslum við okkur, hina almennu
íbúa kjördæmisins.
A.m.k. einu sinni kaus ég frambjóð-
anda Pírata til Alþingis og gerði ég
það eftir mikla íhugun, enda var þar í
forsvari allt annarrar gerðar fólk en
þar er nú. Nú hafa Pírarar fylkt liði
með landráðaöflunum.
Vegna flumbruláta Þórhildar
Sunnu í þessu máli, þá langar mig að
vita til samanburðar hvernig hún hef-
ur sinnt tengslum við fólkið í sínu
kjördæmi (Kraganum). Þar eru vega-
lengdir ekki langar en ég vildi sjá
reikningsniðurstöður vegna alls
ferðakostnaðar sem hlotist hefur af
störfum hennar á vegum hins opin-
bera.
Um störf Ásmundar Friðrikssonar og
Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur
Eftir Gunnar
Guðmundsson » Sá alþingismaðurinn
sem rækt hefur af-
burðamikil tengsl við
kjósendur í Suður-
kjördæmi er Ásmundur
Friðriksson.
Gunna Guðmundsson
Höfundur er frá Heiðarbrún.