Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 29
Sköpun Umbra leikur forna
tónlist í bland við nýja.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Tíbrá er röð tónleika þar sem fjöl-
breytni og gæði í flutningi eru í
fyrirrúmi. Við bjóðum upp á tón-
leika með kammerhópum, hljóð-
færaleikurum og söngvurum í
fremstu röð,“ segir Aino Freyja
Jarvela, forstöðumaður Salarins í
Kópavogi. Annað kvöld kl. 19.30
hefst tónleikaröðin Tíbrá í Salnum.
„Við gætum að því að bjóða upp
á fjölbreytta tónleika hvað varðar
efnistök og hljóðfæri og leitumst við
að gefa ungum og efnilegum
tónlistarmönnum tækifæri sem og
að bjóða upp á tónleika með reynd-
ari tónlistarmönnum,“ segir Aino
Freyja.
Strokkvartettinn Siggi ýtir Tíbrá
úr vör, en kvartettinn er verðlauna-
hafi íslensku tónlistarverðlaunanna.
„Röðin rammast inn af tveimur
kvartettum. Annars vegar af Strok-
kvartettinum Sigga sem hefur tón-
leikaröðina núna á morgun með
flutningi fimm verka eftir konur
auk þess að frumflytja verk eftir
Arngerði Maríu Árnadóttur. Hins
vegar er það Kordo kvartettinn
sem bindur enda á tónleikaröðina í
lok mars með kammerverkum eftir
þrjá meistara og rammar hana
þannig inn,“ segir Aino Freyja.
Tangó, kabarett og harmónika
Það eru þó ekki bara kvartettar í
boði. „Við bjóðum upp á tangó-
tónleika, kabarett, fiðlutónleika,
söngtónleika, dúetta eftir rússnesk
stórskáld og á einum tónleikum er
skemmtileg samsetning hljóðfæra
þegar selló og harmónika eiga svið-
ið. Það eru tveir ungir tónlistar-
menn, Ragnar Jónsson sellóleikari
og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harm-
ónikuleikari, sem flytja meðal ann-
ars Jónasarlög Atla Heimis Sveins-
sonar,“ segir Aino Freyja og heldur
áfram: „Okkur finnst mikilvægt að
gefa ungum og efnilegum tónlistar-
mönnum færi á að koma fram í
Tíbrá. Um leið viljum við bjóða upp
á tónleika með reyndum tónlistar-
mönnum eins og Sigurbirni Bern-
harðssyni fiðluleikara og Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur píanóleikara,
sem munu leika meistaraverk fyrir
fiðlu og píanó í mars“.
Að auki verða tónleikar með
mezzósópran, flautu og píanó þegar
Hanna Dóra Sturludóttir, Martial
Nardeau og Snorri Sigfús Birgisson
flytja einleik, dúetta og tríó í októ-
ber. Í byrjun árs mætir barokkið
íslensku baðstofunni á tónleikum
Gadus morhua og í febrúar kannar
Umbra forna og nýja tónlist og
þjóðlög sem tilheyra eyjum.
„Hugmyndin er að fólk upplifi
fjölbreytta og flotta tónleika í
hæsta gæðaflokki með því að mæta
á alla tónleikana í Tíbrá,“ segir
Aino Freyja.
Sófaspjall við listamennina
Í ár verður boðið upp á nýjung í
Tíbrá, tónleikakynningar og sófa-
spjall við tónlistarmenn fyrir sex
tónleika í Tíbrá. Tónleikakynning-
arnar verða í umsjón Friðriks
Margrétar-Guðmundssonar, sem er
tónskáld, dagskrárgerðarmaður og
sviðslistamaður en Arndís Björk
Ásgeirsdóttir mun sjá um sófaspjall
við listamenn.
„Hugmyndin hjá okkur er að
opna tónleikaformið fyrir gestum,
sérstaklega ef um er að ræða frum-
flutning og kannski torskildari verk
svo fólk fái innsýn inn í heim tón-
listarinnar, hvað tónskáldin voru að
hugsa, við hvaða aðstæður verkin
voru samin og svo framvegis,“ segir
Aino Freyja.
„Svo erum við líka með sófaspjall
þar sem Arndís Björk spjallar við
tónlistarmennina fyrir tónleika.
Sófaspjall verður á undan „Le
Grand Tango“, „Eylönd með
Umbru“ og „Barokk og baðstofan í
upphafi þorra“. Allir þessir tón-
leikar hafa það sammerkt að mikil
rannsóknarvinna liggur að baki og
því áhugavert að heyra hvernig tón-
leikarnir eru unnir og hugsaðir af
hálfu tónlistarmannanna.“
Aino Freyja segir tónleikaröðina
henta hverjum sem er, hvort sem
fólk hafi áður komist í kynni við
klassíska tónlist eða ekki. Það sé til
dæmis tilvalið fyrir þá sem vilja öðl-
ast núvitund að mæta á tónleika í
tónleikaröðinni Tíbrá.
„Það er ekkert betra en að koma
á klassíska tónleika og vera bara í
núinu að njóta. Láta koma sér á
óvart, jafnvel hlæja og upplifa allar
þær tilfinningar sem tónlistarflutn-
ingur getur kallað fram hjá áheyr-
endum. Það þarf síður en svo dokt-
orspróf í tónlist til að njóta
hennar.“
Tónleikar Tíbrár eru tíu talsins,
fimm fyrir áramót og fimm eftir
áramót. Þeir verða allir á þriðju-
dagskvöldum kl. 19.30. Í tilefni af
tuttugu ára afmæli Salarins fæst
50% afsláttur af miðaverði ef keypt-
ir eru miðar á alla tónleikana tíu í
áskrift en áskriftarsölunni lýkur á
morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í núinu „Það er ekkert betra en að koma á klassíska tónleika og vera bara í núinu að njóta,“ segir Aino Freyja, for-
stöðumaður Salsins í Kópavogi, um tónleikaröðina Tíbrá sem hefur göngu sína annað kvöld.
Tíbrá römmuð inn af
kvartettum þetta árið
Tíu tónleika röð hefst í Salnum á morgun Ungir og
efnilegir tónlistarmenn í bland við eldri og reyndari
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
FSC vottuð og EN13432 Vottun
Papparör
Umhverfisvæn - Í miklu úrvali
Franska lögreglan hefur hafið
rannsókn á umfangsmiklum þjófn-
aði úr Élysée-höllinni í París. Í síð-
asta mánuði var lögreglunni til-
kynnt að alls sjö listaverk hefðu
horfið sporlaust úr Élysée-höllinni.
Um er að ræða styttur úr tré og
bronsi sem komið var fyrir í
geymslum á árunum 1879 til 1984.
Samkvæmt frétt danska dag-
blaðsins Politiken hafa franskir
ráðamenn lengi haft áhyggjur af
því að listaverk í opinberri eigu
skuli hverfa sporlaust. Þegar árið
1997 sýndi opinber skýrsla að af
þeim 467 þúsund listaverkum sem
skráð væru í opinberri eigu vantaði
57 þúsund listaverk, þar af um þús-
und listaverk sem hýst voru í hús-
næði forsetaembættisins.
Í viðtali við La Croix fyrr á árinu
sagði Jacques Sallois, fyrrverandi
yfirmaður CRDOA sem ber ábyrgð
á því að skrásetja öll verk í opin-
berri eigu, að misbrestur hefði ver-
ið á skráningu listaverka í opin-
berri eigu á síðustu 200 árum. Stríð
og brunar eru talin helsta ástæðan
fyrir ónákvæmni í skráningum. Af
þeim sökum hefði verið ákveðið að
fara markvisst í gegnum alla lista-
verkaeignina og skrásetja.
Jean-Philippe Vachia, núverandi
yfirmaður CRDOA, hvetur opin-
bera starfsmenn til að láta lögregl-
una ávallt vita ef málverk, kristals-
ljósakróna eða sérhannað húsgagn
er skyndilega ekki á sínum stað.
Undir lok síðasta árs hafði lög-
reglan fengið 2.300 tilkynningar
um horfin málverk, þar af komu 87
tilkynningar frá Élysée-höllinni.
Samtímis hefur starfsreglum hjá
hinu opinbera verið breytt. „Í
Élysée-höll þurfa allir nýir starfs-
menn að undirrita lista yfir list-
muni hallarinnar sem er yfirfarinn
þegar viðkomandi starfsmaður
hættir störfum. Þannig komum við í
veg fyrir freistingar. En þær hafa
verið margar. Við verðum að horf-
ast í augu við það að margir starfs-
menn hafa tekið með sér minjagrip
þegar þeir hættu störfum,“ segir
Jean-Philippe Vechia.
Í frétt Politiken er meðal annars
rifjað upp að amtmaðurinn í Lozère
í Suður-Frakklandi hlaut árs fang-
elsi fyrir að stela húsgögnum frá
hinu opinbera að virði 1,5 milljónir
íslenskra króna en varaamtmaður í
miðju landinu hafi hlotið tveggja
ára fangelsi fyrir að skipta dýru
málverki frá hinu opinbera út fyrir
eftirlíkingu í von um að halda upp-
runalega verkinu í eigin eigu.
Taka með sér minjagrip við starfslok
AFP
Höllin Frönsku forsetahjónin, Emmanuel
Macron og Brigitte Macron, fyrir framan
Élysée-höllina fyrr í sumar. Ekkert bendir
til þess að þau tengist horfnu mununum.