Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 32
Boðið verður upp á óformlegt bóka-
spjall í menningarhúsinu Spönginni
í Grafarvogi annan mánudag hvers
mánaðar. Leikar hefjast í dag
kl. 17.15 þar sem sumarlest-
urinn er til umfjöllunar. Í
október eru fantasíur og vís-
indaskáldsögur í brennidepli og í
nóvember er rætt um sögulegar
skáldsögur. Um er að ræða opinn
umræðuhóp þar sem eitt þema er
tekið fyrir hverju sinni og er fólki
frjálst að mæta á það sem vekur
áhuga. Aðgangur er ókeypis.
Hvað last þú í sumar?
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Keppni í Olísdeild karla í hand-
knattleik hófst í gær. ÍBV, sem
margir reikna með að verði í barátt-
unni um titlana á tímabilinu, vann
sannfærandi sigur gegn Stjörnunni
og Afturelding náði að merja sigur
á KA á Varmá í æsispennandi leik. Í
kvöld fara fram tveir leikir. Valur
tekur á móti Fram og Fjölnir og ÍR
eigast við. »26
ÍBV og Afturelding
hrósuðu sigri
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu kom til Albaníu á áttunda
tímanum í gærkvöld en Ísland
mætir Albaníu í undankeppni EM
í Elbasan annað kvöld. Íslenska
liðið vann öruggan sigur á Mold-
óvum á Laugardalsvellinum á
laugardaginn og var
það þriðji sigur þess
í röð í undankeppn-
inni. Frakkland,
Tyrkland og Ís-
land eru öll
með 12
stig þegar
riðla-
keppnin er hálfnuð
og það stefnir í
spennandi keppni
um tvö efstu sætin.
»24
Landsliðið komið til
Albaníu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er einhvern veginn eins og þetta
hafi átt að gerast, að ég myndi kom-
ast yfir svona bíl og keyra um á
honum,“ segir Árni Theodór Long,
bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.
Árni hefur vakið athygli á götum
borgarinnar síðustu vikur og mánuði
þar sem hann keyrir um á nýupp-
gerðum rússajeppa merktum brugg-
húsinu. Í ljós kemur að bæði á um-
ræddur rússajeppi langa sögu hér á
landi og rússajeppar hafa fylgt Árna
frá blautu barnsbeini.
Pabbi Árna og nafni, Árni Long,
átti GAZ-rússajeppa 1959-árgerð
stóran hluta af æskuárum hans á Pat-
reksfirði. „Ég var enn svo ungur þeg-
ar pabbi losaði sig við sinn síðasta
rússa að ég fékk aldrei að keyra
hann. Sá bíll var reyndar mest not-
aður sem veiðibíll en ég sat í honum
innanbæjar og þessir bílar hafa alltaf
kitlað mig,“ segir bruggmeistarinn.
Kom ryðgaður til Reykjavíkur
Rússajeppinn sem Árni keyrir nú
er af GAZ69-gerð, árgerð 1966. Bíl-
númerið er B 850 og vísar B-ið til
Barðastrandarsýslu, heimaslóða
Árna. Hann upplýsir að pabbi gamli
muni einmitt vel eftir bílnum fyrir
vestan á árum áður. Þá var hann blár
að lit og eigandinn bjó í Reykhóla-
sveit.
Saga umrædds rússajeppa á seinni
árum er einhvern veginn svona: Þor-
kell nokkur Hjaltason rússajeppa-
sérfræðingur fær þennan bíl að vest-
an fyrir einhverjum árum, þá mikið
laskaðan og ryðgaðan. Sigurður
Andrésson í Mosfellsbæ fær hann hjá
Þorkeli í kringum 2012 og hefst
handa við að gera hann upp. Hann
málar hann rauðan og setur hamar og
sigð á hliðina á honum. Sigurður naut
aðstoðar Sverris Eiríkssonar við að
gera bílinn upp en hann er einmitt
svili Árna Theodórs í dag. Borg
brugghús keypti rússajeppann í
febrúar 2018 og lét sprauta hann upp
á nýtt, taka vélina í gegn, skipta um
bensíntank og sitthvað fleira.
Veit aldrei hvort hann fer í gír
Árni segir að Borg framleiði bjór
sem best sé að njóta þegar hann er
ferskur. Því hafi vantað bíl til að
keyra vörurnar út á bari og samstaða
hafi verið um að bíllinn yrði að vera
skemmtilegur.
„Að vera á svona bíl er eiginlega
meira núvitundartæki en bílar eru al-
mennt í dag. Þetta reynir á öll skyn-
færin. Það þarf að beita miklu hand-
afli og svo veit maður aldrei hvort
hann fer í gír eða ekki. Þetta er mun
meira verkefni en að keyra venjulega
bíla. Svo eigum við eftir að láta laga
bensínmælinn. Það er extra spenna
að vita aldrei hvað er mikið eftir á
tankinum. En það er það sem er gam-
an við þetta, þetta er vesen. Eins og
þegar maður stíflar Vesturlands-
veginn þegar það drepst á honum á
ljósum. Það er hluti af þessu.“
Morgunblaðið/Hari
Klár í slaginn Árni Long og rússajeppinn sem vekur mikla athygli. Hann lýsir bílnum sem núvitundartæki.
Reynir á öll skynfærin
að keyra rússajeppann
Árni Long keyrir út bjór á yfir fimmtíu ára gömlum bíl
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli
Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports
og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid-
bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
O
R
92
31
6
08
/1
9
ÁENDANUM
VELURÞÚ
COROLLU
HEPPINN
ÁSKRIFANDI
verður dreginn út 16. október.
Allir áskrifendurMorgunblaðsins
erumeð í leiknum. Hérmá sjá
valkostina sem einn af áskrif-
endum okkar fær að velja um
þegar hann fær að gjöf nýja
og glæsilega Toyota Corolla.*
Fylgstumeð.