Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 1

Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  215. tölublað  107. árgangur  EINS OG Í ATTENBOR- OUGH-ÞÆTTI FRUM- KVÖÐULL Í FRÖNSKUM STYRMIR ER Á YFIR- NÁTTÚRULEGU TÍMAFLAKKI ÆVAR ELDAR Í FIRÐINUM 12 ÞRETTÁNDI MÁNUÐURINN 29FERÐALÖG 24 SÍÐUR Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is 300 sérfræðingar frá 16 löndum taka nú þátt í Northern Challenge, al- þjóðlegri sprengjuleitaræfingu sem fram fer hér á landi á vegum Atl- antshafsbandalagsins, NATO. Æf- ingin hófst á sunnudaginn, henni lýkur í næstu viku og þetta er í átj- ánda sinn sem hún er haldin. Mark- mið hennar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkum við fjölbreyttar að- stæður; á flugvelli, í höfnum, í skipi og við bryggju. Æfingin fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli en einnig á hafnarsvæðum víða á Suðurnesjum. Aðstæður eru hafðar eins raun- verulegar og kostur gefst á og í því skyni er tilbúnum sprengjum, sem svipar til þeirra sem fundist hafa víða um heim, komið fyrir. Virkjuð er sérhæfð stjórnstöð þar sem öll uppsetning og vinnubrögð eru sam- kvæmt alþjóðlegum ferlum NATO. Keith Mabbott, undirforingi í kon- unglega breska sjóhernun, segir að landslagið hér á landi henti afar vel til sprengjuleitaræfinga. Það sé krefjandi bæði hvað varði veðurfar og umhverfi. „Ef þú getur fram- kvæmt sprengjuleit á Íslandi getur þú gert það hvar sem er,“ segir Mabbott. Jónas Þorvaldsson, sprengjusér- fræðingur hjá Landhelgisgæslunni, segir mikilvægt að geta skapað slík- ar aðstæður fyrir stórþjóðir. „Þetta er stórt framlag fyrir litla þjóð,“ segir Jónas. Morgunblaðið/Eggert Stórt framlag fyrir litla þjóð  Sprengjusérfræðingar frá 300 löndum eru við æfingar á Suðurnesjum  „Ef þú getur framkvæmt sprengjuleit á Íslandi getur þú gert það hvar sem er“ MUmfangsmikil … »6 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um tekjuskatt gætu skatt- greiðslur hjóna mögulega hækkað. Guðrún Björg Bragadóttir, sér- fræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu KPMG, komst að þessari niðurstöðu með því að stilla fram dæmum. Nánar tiltekið varðar málið rétt hjóna til að samnýta skattþrep. Sam- nýting persónuafsláttar verður óbreytt en hún er þessu ótengd. Með samnýtingu skattþrepa geta hjón lækkað skattgreiðslur ef annar aðilinn greiðir hátekjuskatt. Hluti tekna færist þá á lægra skattþrep. Hækkar um 74 þúsund Til einföldunar stillti Guðrún Björg upp dæmum um áhrifin að beiðni Morgunblaðsins. Í fyrsta dæminu greiða hjón þar sem annar aðilinn hefur 17 milljónir í árstekjur en hinn engar tekjur um 74 þúsund kr. meira í skatt. Upp- hæðin hækkar jafn mikið ef tekjur annars aðilans eru 20 milljónir. Fyrri upphæðin, 17 milljónir, er hér um það bil tvöfaldar meðaltekjur. Fjármálaráðuneytið reiknaði að beiðni Morgunblaðsins út áhrif breytinganna á tekjur ríkissjóðs. Lækka um 1,2 milljarða Páll Ásgeir Guðmundsson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, seg- ir breytingarnar þýða lægri skatta. „Heildaráhrif skattkerfisbreyt- inganna, þegar þær eru að fullu inn- leiddar, verða 1,2 milljarðar króna í lægri álögur á hópinn sem samnýtir skattþrep í núverandi tekjuskatts- kerfi. Er hér horft til hlutmengis skattgreiðenda sem eru í sambúð og nýttu heimild til samsköttunar 2018,“ sagði Páll Ásgeir. »4 Skattar hjóna gætu aukist  Sérfræðingur hjá KPMG metur áhrif breytinga á samnýtingu persónuafsláttar  Niðurstaða fjármálaráðuneytisins er að breytingarnar leiði til skattalækkana Skattkerfið að flækjast » Áformað er að fjölga skatt- þrepum tekjuskatts úr tveimur í þrjú um næstu áramót. » Sú fjölgun kallar ein og sér á ýmsar aðrar breytingar. » Sérfræðingur sem Morgun- blaðið ræddi við sagði skatt- kerfið að verða svo flókið að það væri vart á færi leikmanna að reikna dæmin til enda.  Fjársterkir aðilar hafa gengið frá kaupum á 11. hæðinni í Bríetartúni 9. Með því eru seldar tvær af dýr- ustu íbúðum í sögum höfuðborgar- innar, sé tekið mið af verðskrá. Annars vegar er um að ræða íbúð sem kostar 195 milljónir og 211 milljónir með bílskúr. Samtals eru íbúðin og bílskúrin 277 fermetrar, eða á við rúmgott einbýlishús. Hins vegar seldist íbúð á 187 milljónir sem kostaði 203 milljónir með bílskúr, alls 270 fermetrar. Tólfta hæðin, sú efsta, í Bríetar- túni 9 er óseld en miðað við lista- verð íbúðanna á 11. hæð myndi hún kosta um 400 milljónir króna. Kaupendur íbúðanna á 11. hæð afþökkuðu hefðbundnar innrétt- ingar sem fylgja íbúðunum. »10 Tvö hús 11. hæðin er í hábyggingunni. Keyptu tvær íbúðir á um 400 milljónir  Tíkin Bella fær ekki að fara frá Noregi til eiganda síns sem búsett- ur er hér á landi. Ástæðan er inn- flutningsbann á hundum frá Noregi hingað til lands vegna hundaveiki sem hefur lagt 26 norska hunda að velli. Bella hefði farið í fjögurra vikna einangrun þegar hún kæmi hingað til lands, sem kostar 300.000 krónur, og læknisskoðun sem hún fór í fyrir brottför kostaði 100.000 krónur. Ásdís Sjafnar Sigurðardóttir, móðir eiganda Bellu, hefur verið í samskiptum við MAST vegna máls- ins og beðið um að undantekning verði gerð fyrir Bellu. Ekki var fall- ist á það og panta þarf nýtt pláss fyrir hundinn í einangrun með til- heyrandi kostnaði, ásamt flugi. » 2 Kemst ekki heim vegna banns A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.