Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
15. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Elín Metta Jensen landsliðsfram-
herji úr Val var besti leikmaðurinn í
15. umferð úrvalsdeildar kvenna í
knattspyrnu að mati Morgun-
blaðsins.
Umferðinni lauk í fyrradag þegar
ÍBV sendi HK/Víking niður í 1. deild
með 3:1-sigri í leik liðanna í Vest-
mannaeyjum.
Aðrir leikir fimmtándu umferðar
voru leiknir sunnudaginn 25. ágúst
en þá þurfti að fresta ofangreindum
leik vegna veðurs.
Elín Metta skoraði tvö marka
Vals í 5:1-útisigri gegn Fylki og var
eini leikmaðurinn í umferðinni sem
fékk 2 M fyrir frammistöðu sína hjá
Morgunblaðinu. Þetta er í annað
sinn í sumar sem Elín er valin best
en hún varð líka fyrir valinu í 6. um-
ferð deildarinnar. Hún er marka-
hæsti leikmaður deildarinnar ásamt
samherja sínum Hlín Eiríksdóttur
en þær hafa skorað 16 mörk hvor
fyrir Val.
Clara Sigurðardóttir, miðvallar-
spilarinn kornungi hjá ÍBV, var
besti ungi leikmaðurinn í umferðinni
að mati Morgunblaðsins. Hún var í
aðalhlutverki í sigrinum á HK/
Víkingi í fyrradag og lagði upp tvö
markanna fyrir Brennu Lovera, sem
er einnig í liði umferðarinnar. Clara
er aðeins 17 ára gömul en hefur þeg-
ar leikið 45 úrvalsdeildarleiki með
ÍBV og 31 leik með yngri landsliðum
Íslands.
Í hinum leikjum 15. umferðar
vann Breiðablik sigur á Stjörnunni,
2:0, KR lagði Keflavík 2:1 á útivelli
og Selfoss vann Þór/KA á Akureyri,
2:1.
Úrvalslið 15. umferðar má sjá hér
að ofan og þar eru Valskonurnar
Elín Metta og Fanndís Friðriks-
dóttir báðar valdar í sjöunda sinn.
Fjórir nýliðar eru í liðinu.
Sautjánda og næstsíðasta umferð
deildarinnar er leikin á sunnudaginn
en þá mætast m.a. toppliðin Breiða-
blik og Valur í nánast hreinum úr-
slitaleik á Kópavogsvelli klukkan
19.15 um kvöldið.
Elín Metta best
í umferðinni
í annað sinn
Clara besti ungi leikmaðurinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Marksækin Elín Metta Jensen
skoraði tvö mörk gegn Fylki.
15. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Aytac Sharifova
Keflavík
Fanndís Friðriksdóttir
Val
Elín Metta Jensen
Val Brenna Lovera
ÍBV
Dóra María
Lárusdóttir
Val
Tijana Krstic
KR
Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir
Breiðabliki
Clara
Sigurðardóttir
ÍBV
Heiðdís
Lillýjardóttir
Breiðabliki
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfossi
Halla Helgadóttir
Selfossi
7 2
3 2
4
7
3
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðs-
fyrirliði í handknattleik fór vel af
stað í fyrsta heimaleiknum með
franska meistaraliðinu París SG í
fyrrakvöld. PSG vann þá Nantes,
32:29. Eins og fram kom í blaðinu í
gær skoraði Guðjón sex mörk gegn
Nantes og hann var síðan valinn
maður leiksins á heimasíðu Par-
ísarliðsins. Væntanlega er það eins-
dæmi fyrir fertugan mann í fyrsta
heimaleik með nýju liði. Stjörnum
prýtt lið PSG er með fjögur stig
eftir fyrstu tvo leikina í deildinni.
vs@mbl.is
Bestur í fyrsta
heimaleiknum
Ljósmynd/PSG
Sex Guðjón Valur Sigurðsson skor-
ar eitt markanna gegn Nantes.
Helgi Sigurðsson hættir störfum
sem þjálfari karlaliðs Fylkis í knatt-
spyrnu að þessu keppnistímabili
loknu, en Fylkismenn tilkynntu
þetta formlega í gær. Helgi er að
ljúka sínu þriðja tímabili með Ár-
bæjarliðið sem vann 1. deildina
undir hans stjórn 2017, hafnaði í
áttunda sæti úrvalsdeildar í fyrra
og er núna í níunda sæti þegar
þremur umferðum er ólokið.
Starfið hjá Fylki var hans fyrsta
sem aðalþjálfari en Helgi á að baki
langan feril sem leikmaður og spil-
aði 62 landsleiki. vs@mbl.is
Helgi hættir með
Fylkismenn
Morgunblaðið/Eggert
Hættir Helgi Sigurðsson hefur stýrt
Fylkisliðinu í þrjú ár.
3. deild karla
Skallagrímur – Vængir Júpíters............. 1:3
Staðan:
Kórdrengir 20 16 3 1 54:20 51
KF 20 14 3 3 52:24 45
KV 20 13 2 5 52:25 41
Vængir Júpiters 21 13 2 6 40:28 41
Reynir S. 20 10 5 5 38:35 35
Höttur/Huginn 20 6 6 8 37:33 24
Einherji 20 6 6 8 26:27 24
Álftanes 20 6 4 10 37:38 22
Sindri 20 6 3 11 39:55 21
KH 20 5 2 13 27:50 17
Augnablik 20 4 4 12 26:42 16
Skallagrímur 21 2 0 19 23:74 6
Kórdrengir hafa tryggt sér sæti í 2. deild
og Skallagrímur er fallinn í 4. deild. Ægir
og Elliði hafa tryggt sér sæti í 3. deild.
Bandaríkin
Portland – North Carolina ..................... 0:6
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með
Portland Thorns.
North Carolina Courage 37, Portland
Thorns 36, Chicago Red Stars 35, Utah
Royals 31, Reign 30, Washington Spirit 25,
Houston Dash 22, Sky Blue 16, Orlando
Pride 14.
Meistaradeild kvenna
32ja liða úrslit, fyrri leikir:
Fiorentina – Arsenal ................................ 0:4
Spartak Subotica – Atlético Madrid....... 2:3
Anderlecht – BIIK Kazygurt.................. 1:1
Sporting Braga – París SG...................... 0:7
Lugano – Manchester City...................... 1:7
Seinni leikir liðanna fara fram dagana 25.
og 26. september.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Afturelding...... 17.15
Kaplakriki: FH – Augnablik................ 17.15
Extra-völlur: Fjölnir – Þróttur R ....... 17.15
Mustad-völlur: Grindavík – Haukar ... 17.15
Hertz-völlur: ÍR – Tindastóll .............. 17.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH – Fram U ................... 19.30
Dalhús: Fjölnir – Fylkir............................ 20
Hertz-höllin: Grótta – Stjarnan U ........... 20
Í KVÖLD!
Már Gunnarsson setti sitt fjórða Ís-
landsmet á HM fatlaðra í sundi í
London í gær. Már synti 50 metra
flugsund í flokki S11 á 34,42 sek-
úndum þegar hann keppti í 200
metra fjórsundi.
Allar fjórar greinarnar í fjórsund-
inu synti hann á samanlagt 2:41,94
mínútum og hafnaði í tíunda sæti en
komst ekki í úrslit.
Már bætti Íslandsmetið í 100
metra baksundi tvívegis á mótinu og
hafnaði að lokum í þriðja sæti og
hreppti bronsverðlaun í þeirri grein.
Á mánudag setti Már Íslandsmet í 50
metra skriðsundi á mótinu. Már, sem
er aðeins tvítugur, er greinilega í
hörkuformi um þessar mundir.
Sonja Sigurðardóttir hafnaði í tí-
unda sæti í 50 metra baksundi í
flokki S4 í gær er hún synti á 1:05,88
mínútum.
Ljósmynd/ÍF
London Már Gunnarsson hefur staðið sig vel á heimsmeistaramótinu.
Fjórða Íslandsmetið
hjá Má í London
HM karla í Kína
Keppni um 5.-8. sæti:
Serbía – Bandaríkin ............................. 94:89
Pólland – Tékkland .............................. 84:94
Serbía og Tékkland leika um 5. sætið en
Bandaríkin og Pólland um 7. sætið.
KÖRFUBOLTI
ÚTILJÓSADAGAR
afsláttur af völdum
útiljósum
50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18
Laugard. kl. 10–16
Sunnud. kl. 12–16