Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
✝ Einar EylertGíslason fædd-
ist 5. apríl 1933 á
Akranesi. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 5.
september 2019.
Foreldrar hans
voru Gísli Eylert
Eðvaldsson, f.
22.11. 1905, d. 7.8.
1963, hárskera-
meistari, og Hulda
Einarsdóttir, f. 18.6. 1914, d.
25.8. 1982, kaupkona. Systkini
Einars eru Birgir, f. 20.7. 1936,
d. 18.6. 2013, mjólkurfræðingur
í Borgarnesi, og Rósa Guðbjörg,
f. 18.5. 1941, d. 1.9. 2017, hús-
móðir og kaupkona. Hálfsystir
Einars, sammæðra, er Bryndís
Benediktsdóttir, f. 9.8. 1951,
heimilislæknir og prófessor við
HÍ.
Hinn 6. mars 1971 kvæntist
Einar Ásdísi Sigrúnu Sigurjóns-
Viktorsdóttir, viðurkenndur
bókari, húsmóðir og bóndi, og
dætur þeirra eru Ásdís Ósk,
Viktoría Eik og Sigríður Elva.
3) Eyþór, f. 27.7. 1976, M.Sc. í
búvísindum, ábyrgðarmaður
sauðfjárræktar hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar-
ins og bóndi í Sólheimagerði í
Skagafirði, maki Þórdís Sigurð-
ardóttir bóndi. Börn þeirra Sig-
rún Sóllilja og Einar Berg. 4)
Sigurjón Pálmi, f. 19.2. 1980,
dýralæknir í Svíþjóð, maki Lin-
néa Einarsson lyfjafræðingur
og börn þeirra eru Aðalbjörg
Linnéa og Arnar Ingi.
Fyrri eiginkona Einars var
Hallfríður Alda Einarsdóttir, f.
22.4. 1933, húsmóðir. Kjördóttir
Einars frá fyrra hjónabandi er
Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir, f.
5.5. 1957, húsmóðir, en maður
hennar er Borgar J. Jónsson, f.
5.2. 1954, smiður. Sonur Eygló-
ar er Hartmann Rúnarsson, f.
1977, maki Margrét Rut Søren-
sen, f. 1981. Börn þeirra eru
Kristinn Rúnar, Jóhannes Breið-
fjörð og Eygló Guðmunda.
Útförin fer fram frá Glaum-
bæjarkirkju í Skagafirði í dag,
13. september 2019, klukkan 14.
dóttur, f. 27.12.
1949, húsmóður og
kennara. Foreldar
hennar: Sigurjón
M. Jónasson, f. 27.8.
1915, d. 6.9. 1993,
bóndi á Syðra-
Skörðugili, og Sig-
rún Júlíusdóttir, f.
5.6. 1907, d. 24.6.
2006, húsmóðir.
Börn og barna-
börn Einars og Ás-
dísar eru: 1) Einar Eðvald, f. 2.1.
1971, M.Sc. í búvísindum frá
Kaupmannahöfn, minkabóndi á
Syðra-Skörðugili, maki Sólborg
Una Pálsdóttir, sagnfræðingur,
fornleifafræðingur og for-
stöðumaður Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga, en dóttir þeirra
er Edda Björg. 2) Elvar Eylert,
f. 14.11. 1972, reiðkennari,
hrossa-, sauðfjár- og ferðaþjón-
ustubóndi á Syðra-Skörðugili,
maki hans er Sigríður Fjóla
Þá er komið að kveðjustund.
Þó sárt sé að skiljast þá er okkur
efst í huga þakklæti. Þakklæti
fyrir að þú skyldir hafa þó verið
til staðar allan þennan tíma. Þú
hafðir betur í hverjum slagnum á
fætur öðrum við illvíga sjúkdóma
og sigraðir þannig dauðann
margoft. Fyrsta glíman var tekin
við krabbamein fyrir 28 árum. Þá
stóðst þú enn í brúnni, stýrðir búi
og áttir unga og óharðnaða
drengi sem áttu erfitt að sjá fyrir
sér framvindu lífsins án þín. Lífið
hélt samt áfram og með einhverj-
um hætti tókst okkur í samein-
ingu að viðhalda þeim verkefnum
sem í gangi voru, en þar var
stærst rekstur búsins. Ekki má
gleyma þætti móður okkar í því
verkefni, en hennar dugnaður og
festa skiptu oft sköpum. En þrátt
fyrir kynslóðaskipti á búinu,
stækkandi fjölskyldur og ný
verkefni hefur þú ásamt móður
okkar alltaf verið boðinn og búinn
að taka þátt í verkefnum líðandi
stundar og ekki talið eftir þér
sporin við að létta undir með okk-
ur hinum. Sem faðir var þitt stef
að standa við bakið á þínu fólki,
passa að allir hefðu nóg að bíta og
brenna og hvetja þitt fólk til dáða.
Fyrir það verðum við alltaf þakk-
látir.
Mótblástur dró heldur aldrei
úr þér kjarkinn og hinn einarði
vilji og dugnaður hefur komið þér
í mark hvert sem för hefur verið
heitið. Víst gast þú verið sem ólg-
andi eldfjall, fullur af orku og
óþreyju að koma hlutum áfram og
seint verður þú sakaður um að
hafa verið skoðanalaus. Minn-
ingabrotin eru óteljandi, um allt
það mögulega og ómögulega sem
þér datt í hug að hrinda í fram-
kvæmd eða fannst upplagt að aðr-
ir tækju sér fyrir hendur. Reglu-
festa og ríkur skipulagshæfileiki
voru meðal þinna höfuðkosta og
sá einstaki eiginleiki að gefast
aldrei upp. Lést verkin tala og
hugsaðir í lausnum.
Alla tíð snerist þitt líf í grunn-
inn um landbúnað og að efla það
samfélag og bæta framleiðsluna.
Hvort sem það var gert með
skipulagðri ræktun á eigin búfé
eða að vinna að félagsmálum til
framfara fyrir heildina, en þar
lagðir þú þig einnig alltaf allan
fram. En þú gast líka stundum
stuðað fólk og þá oftast með því
að tala af hreinskilni og segja þína
skoðun á málefnum eða verkefn-
um líðandi stundar. Breytti þar
engu hvort málin voru stór eða lít-
il né heldur við hvern þú varst að
tala. Æðstu ráðamenn þjóðarinn-
ar og unglingar í kaupamennsku
fengu allir sömu hispurslausu
framkomuna.
Það er því margs að minnast
þegar horft er til baka enda ævin
orðin löng og kaflarnir margir
sem búið er að fara í gegnum.
Hvað svo framtíðin mun bera í
skauti sér verður tíminn að leiða í
ljós en það má ljóst vera að jafn
sterkur persónuleiki og þú varst
hverfur ekki úr lífi okkar á einni
nóttu þó breytingar verði á þessu
jarðneska lífi. Eldmóðurinn og
áhuginn að taka þátt í öllu sem
stóð huga þínum næst slokknaði
ekki fyrr en þú sofnaðir svefnin-
um langa.
„Við ellina er illt að kljást“
kvað þitt uppáhaldsskáld, Páll
Ólafsson. Þessi orð hefur þú
reynt á eigin skinni. Nú hefur þú
slíðrað vopnin, leyft ellinni að
sigra. Þú skilaðir þínu og haf
þökk fyrir.
Elskulegur faðir, hvíl í friði.
Einar, Elvar, Eyþór og
Sigurjón Einarssynir.
„Bóndi er bústólpi, bú er land-
stólpi, því skal hann virður vel.“
Með mikilli virðingu og þökk er
Einar E. Gíslason kvaddur.
Ég kynntist ungur Einari þeg-
ar hann var við búfræðinám á
Hvanneyri og heillaðist af
kennslu föður míns og hrifningu
hans á hornfirska stofninum og
Nökkva, sem Einar eignaðist um
tíma og ræktaði hross út af alla
ævi. Nökkvi var einn af „Matta-
dorum“ íslenskra hrossa, en þetta
orð notaði faðir minn um örfáa
stóðhesta, sem báru af vegna eig-
in gæða og kynfestu. Sem bú-
stjóri og tilraunastjóri á Hesti
fylgdi hann sýn Halldórs Pálsson-
ar, búnaðarmálstjóra, um sögu
landsins, sem væri samofin sögu
sauðfjárræktar og því að Íslend-
ingar gátu lifað af öll harðindi
með afurðum kindarinnar.
Er Einar hóf búskap að Syðra-
Skörðugili í Skagafirði tók við
ævintýri lífs hans með eiginkonu
sinni, Ásdísi Sigurjónsdóttur, sér
við hlið. Það var ekki auðvelt með
annasömum bústörfum að verða
að auki ráðunautur Skagfirðinga
hvað varðaði hrossaræktina, en
sauðfjárræktin hjálpaði til. Einar
naut þar aðstoðar Ásdísar, eins
og ætíð síðar og tengdaforeldra,
sem bjuggu fyrstu árin með þeim.
Einar varð bústólpi sveitar
sinnar með uppbyggingu búsins í
hrossarækt, sauðfjárrækt og loð-
dýrarækt, þeirra búgreina sem
áttu í vök að verjast upp úr 1970.
Um það leyti hóf hann félagsbar-
áttu þessara þriggja búgreina
með stofnun búgreinafélaga, sem
hann varð síðan í forystu fyrir um
langt árabil. Í þessari baráttu
varð hann í orðsins fyllstu merk-
ingu landstólpi nýrra hugmynda
og hugsjóna.
Saga búgreinafélaga á Íslandi
er óskrifuð. Það hlýtur að verða
mikilvægur þáttur hennar að
segja baráttusögu Einars í mörg-
um trúnaðarstörfum, með sínum
hugsjónum og óbilandi trú á gæði
landsins, moldarinnar og gróð-
ursins og allra búgreina sem hver
um sig legðu undirstöðu að því að
lifa á Íslandi sem sjálfstæð þjóð.
Við Einar vorum vinir og sam-
starfsaðilar í F.hrb. Gátum deilt,
því báðir rökfastir og létum
ógjarnan okkar hlut. En alltaf var
ágreiningurinn jafnaður með
málamiðlun og smitandi gleði
Einars. Því miður var síðasta
rimman ójöfnuð, tengd pólitísk-
um afskiptum mínum sem hann
sagði að ég ætti ekki að koma ná-
lægt.
Umhyggja hans til mín og
minna var heil. Lúpínuseyði og
heilsuvörur úr minkafitu gefin
okkur Margréti, bættu, en ekki
síður hugurinn sem fylgdi frá
Einari og Ásdísi til lækninga, sem
sjálf unnu mjöðinn og kremin.
Einar var „Mattador“ síns
tíma í búskap, ráðunautaþjónustu
og félagsmálum bænda, og einnig
í kynfestu með konu sinni í fjór-
um sonum. Hver um sig hafði
hæfileika þeirra beggja til forystu
í búgreinunum, auk þess sem
yngsti sonurinn er dýralæknir
ytra. Síðasta ferð Einars var ein-
mitt farin til brúðkaups hans. Þá
var allt fullkomnað og hægt að
kveðja. Synirnir giftir og fram-
haldið tryggt með farsælum af-
komendum.
„Vor ævi stuttrar stundar er
stefnd til Drottins fundar að
heyra lífs og liðins dóm.“
Einar er kvaddur við þessi skil,
sem við skiljum ekki en vitum að
sálin fer til Drottins fundar.
Halldór Gunnarsson.
Sæll granni, var viðkvæðið hjá
Einari þegar við hittumst og við
heilsuðumst síðan með virktum.
Við Einar áttum mjög gott ná-
grenni í hartnær þrjátíu ár, þar
bar aldrei skugga á. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í félagsmálum
hrossabænda, bæði í héraði og á
landsvísu, en þar lét Einar til sín
taka sem annars staðar, þar sem
hann kom að verki. Einar var fyr-
irferðarmikill bæði til orðs og æð-
is, sagði sína skoðun umbúðalaust
og fylgdi málum eftir af fullri ein-
urð; gerði miklar kröfur til sjálfs
sín sem og annarra sem nálægt
honum stóðu og lá ekki alltaf lágt
rómur.
Eldmóður einkenndi Einar alla
tíð, þessi leiftrandi áhugi fyrir
málefnum lands og lýðs, áhuga-
sviðið var vítt og hann setti sig inn
í hlutina, það var alltaf gaman að
setjast á móti honum við eldhús-
borðið hjá þeim Ásdísi og spjalla,
upplifa þennan eldmóð sem fylgdi
honum fram í andlátið, þó svo að
mjög væri gengið á líkamlegt
þrek.
Einar háði marga hildina í líf-
inu en kröppust held ég að sú hafi
verið sem hann háði fyrir heilsu
sinni og lífi og stóð í tæp þrjátíu
ár. Hann hélt sjálfur sjúkraskrá
yfir þetta tímabil, sem ég fékk í
hendur eftir andlátið, og það er
með merkilegri heimildum sem
ég hef lesið og hverjum öðrum en
Einari á Skörðugili hefði dottið í
hug að halda slíka skrá.
Ég minnist þess að einhverju
sinni rak ég stóð í fjöllin með þeim
á Syðra-Skörðugili, sennilega ár-
ið 1993. Það vor hafði verið fjar-
lægð meinsemd úr lifrinni á Ein-
ari en það kom ekki í veg fyrir að
hann tæki þátt í upprekstrinum
og var Ásdís einnig með. Þegar
komið var vestur úr Reykjaskarði
spurði einhver af sonunum
mömmu sína hvað þau ætluðu
langt; hún svaraði að bragði: „ég
veit nú ekki hvað þessi lifrarbútur
endist í honum pabba þínum“, og
var þá ekki frekar spurt.
Síðsumars fór Einar til Sví-
þjóðar í brúðkaup sonar síns og
tengdadóttur, Sigurjóns Pálma
og Linnéu, og þótt öll heilsufars-
leg rök mæltu gegn slíku ferða-
lagi lét hann sér ekki segjast,
enda ekki vanur að láta aðra
stjórna ferðinni í sínu lífi. Þessu
takmarki náði Einar, var við
brúðkaupið og sat veisluna og dró
ekki af sér frekar en vanalega.
Einar var aldrei hálfur í neinu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Við Kolbrún og Ingimar á
Ytra-Skörðugili vottum Ásdísi og
afkomendum okkar dýpstu sam-
úð.
Ingimar Ingimarsson.
Einar E. Gíslason á Syðra-
Skörðugili var ótrúlegur atorku-
maður. Hann var ekki einasta
gríðarlega öflugur bóndi heldur
líka framtakssamur félagsmála-
maður á fjölmörgum sviðum land-
búnaðarins. Þegar saman fer
brennandi áhugi, dugnaður og
óbilandi trú á verkefnunum er
það líkast því sem menn séu ekki
einhamir. Þannig var Einar á
Skörðugili.
Nafna mínum kynntist ég fyrst
þegar þau Ásdís Sigurjónsdóttir
settu saman bú sitt á Syðra-
Skörðugili, fyrst í félagi við þau
Sigurjón M. Jónasson, Dúdda, og
Sigrúnu Júlíusdóttur, foreldra
Ásdísar, sem þar höfðu búið um
langa hríð. Sjálfur var ég sá lukk-
unnar pamfíll að vera sumar-
drengur í sveit hjá þeim Dúdda
frænda mínum og Sigrúnu all-
mörg sumur.
Þar leið mér vel og vistin á
Skörðugili mótaði mig. Ég varð
fljótt sem einn úr fjölskyldunni og
bast þar óbilandi vinar- og
tryggðaböndum við Skörðugils-
fólkið allt. Þar hef ég alltaf átt
góðu að mæta.
Þegar Einar Gíslason settist að
á Skörðugili var sumarárunum
mínum þar lokið fyrir margt
löngu. En smám saman kynntist
ég honum og við áttum margt
saman að sælda. Búskapurinn á
Syðra-Skörðugili efldist og jókst
ár frá ári. Synir þeirra Einars og
Ásdísar fóru snemma að leggja
búskapnum lið og þar vantaði
ekki dugnaðinn frekar en hjá for-
eldrunum. Það er myndarlegt að
horfa heim að Syðra-Skörðugili
þar sem nú er þríbýli og stund-
aður fjölþættur, öflugur og vel
hýstur búskapur.
Heimsóknir mínar til Ásdísar
og Einars voru ekki einhverjar
kurteisisvitjanir með þægilegu
innispjalli. Einar kom sér alltaf
beint að efninu. Vék máli sínu að
því sem honum var efst í huga
hverju sinni, setti fram einarðar
skoðanir sínar, kallaði eftir við-
horfum mínum og vildi kryfja
málin.
En það leyndi sér heldur ekki
að hann talaði fyrir sjónarmiðum
sínum af ákveðni og sýtti það síst
ef hann gat fengið mann á sitt
band. Fyrir honum var samtalið
leið að niðurstöðu – og þótti ekki
lakara ef hún var honum að skapi.
En ákafamaðurinn var líka
ráðhollur og tilbúinn til að koma
manni til varnar ef honum þótti
tilefni til. Margoft hringdi hann í
mig – ekki síst á landbúnaðarráð-
herraárum mínum – til þess að
koma með ábendingar um það
sem honum þótti til framfara
horfa, eða til að stappa í mig stál-
inu ef hann vissi að ég stóð í ein-
hverju stríði. Þar naut ég ábyggi-
lega frændsemi og óbilandi
vináttu Skörðugilsfólksins.
Allt frá því að ég fyrst kom í
Skörðugil hefur heimilið verið er-
ilsamt og jafnan gestkvæmt. Ás-
dís var sannkallaður klettur sem
aldrei haggaðist sama á hverju
gekk. Meðfram kennslu í Varma-
hlíðarskóla og fjölþættu fé-
lagsstarfi sinnti hún umfangs-
miklum heimilisstörfunum og öllu
því öðru sem búið þarfnaðist. Í
langvarandi veikindum Einars
var hún stoð hans og stytta og
alltaf jafn æðrulaus, sama á
hverju gekk.
Nú er mikill kappi að velli lagð-
ur. Við Sigrún sendum Ásdísi,
sonum þeirra, tengdadætrum,
barnabörnum og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Ein-
ars E. Gíslasonar.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Hann Einar Gíslason lifði lífinu
sannarlega lifandi, kjarkaður og
óbilandi maður framfara hvar
sem hann lagði hönd að verki, vel
jarðtengdur alla tíð, glaður og
harðskeyttur talsmaður bænda
og sínýrra leiða til hagræðingar,
með nýjar tekju- og afkomuvið-
bætur í huga.
Það var gefandi að eiga sam-
starf við hann og bæði gott og
gaman að mega eiga vináttu
þeirra hjóna beggja, Ásdísar,
þeirrar ofurkonu afkastanna og
gestrisnu húsmóður, og hans
nafna míns.
Mér var það á sínum tíma
ómetanlegt að eiga samstarf við
þá öflugu framkvæmda- og hug-
sjónamenn, Einar á Syðra-
Skörðugili, Magnús á Lágafelli og
sr. Halldór í Holti, þegar efnt var
til nýsköpunar í venjulegum
hrossabúskap til matvælafram-
leiðslu. Sú búgrein lifir enn og
það ég best frétti góðu og vaxandi
lífi.
Einar var öllum hnútum kunn-
ugur sem sneru að tilraunastarfi
við búfénað og gekk ótrauður til
verka og þannig byrjaði sam-
starfið hjá honum í hrossarækt-
arhéraðinu Skagafirði.
Það var oft nokkuð erfitt og
snúið fyrstu tvö árin fyrir norðan,
en alltaf upplífgandi við forustu
nafna míns í hópi glaðlyndra og
framfarasinnaðra bænda þar í
héraði.
Hann Einar Gíslason var
margra manna jafnoki í fjöl-
breyttum störfum sínum fyrir ís-
lenskan landbúnað og alltaf sjálf-
um sér samkvæmur í orðum og
athöfnum, þannig menn eru alls
trausts verðir, enda naut hann
víðtæks trausts.
Kjark- og fjölskyldumaðurinn
Einar Gíslason fór auðvitað til
Svíþjóðar í brúðkaup yngsta son-
ar þeirra Ásdísar hvað sem öllum
heilsufarsaðvörunum leið, náði
því og heim aftur. Horfði þá, eins
og alltaf ella, fram, ekki aftur, það
var honum líkt.
Vinkonu okkar, Ásdísi Sigur-
jónsdóttur, sonum þeirra Einars
og fjölskyldum þeirra sendum við
Jóhanna einlægar samúðarkveðj-
ur og -óskir. Honum sjálfum
góðrar ferðar á vit nýrra áskor-
ana.
Einar Birnir.
Mig langar að minnast hans
Einars sem bróður míns.
Við eigum sömu móður og tutt-
ugu ár eru á milli okkar. Hann var
svo mikilvæg persóna í lífi okkar,
elsta barnið hennar mömmu sem
henni þótti svo einlæglega vænt
um og sem hún fékk svo ríkulega
endurgoldið. Hann var sá sem
alltaf var hægt að treysta, ærleg-
ur, hreinn og beinn.
Einar mótaðist mjög af
mömmu, enda tengsl hans við föð-
ur sinn lítil eftir að þau skildu.
Líkt og mamma las hann mikið og
hafði mjög ákveðnar skoðanir og
óhræddur við að láta þær ljós.
Þeim sem lítið þekktu hann gat
fundist hann harður, en í raun var
hann svo hlýr og viðkvæmur.
Ein lítil minning. Við mamma
horfum út um gluggann, klukkan
nálgast sex á aðfangadag, kol-
svarta myrkur, snjókoma og
stormur úti. „Ég vona að það sé í
lagi með hann elsku Einsa minn,“
segir mamma áhyggjufull. „Það
er svo vond færðin ofan úr Borg-
arfirði.“ Þá er hurðinni hrundið
upp, Einar stendur í dyragætt-
inni með loðhúfuna á höfðinu, all-
ur snjóugur og hressilegt útiloftið
fylgir honum. Hann skellihlær,
faðmar okkur báðar … hvað
varstu orðin hrædd um mig, þú
vissir að ég myndi koma fyrir sex
… ég varð nú að klára verkin áður
en ég lagði af stað! Allt í einu er
allt svo auðvelt, það var eins og
jólaljósin byrji að loga, jólin stíga
inn og húsið hljómar af hlátri og
kátínu.
Enn í dag strýk ég borðstofu-
húsgögnin mín, stolt heimilisins.
Hvar fékkst þú eiginlega þessu
húsgögn segir fólk. Hann Einar
bróðir minn keypti þau handa
mömmu þegar hann var að ljúka
námi í Danmörku og lét flytja þau
heim. Fátækur námsmaðurinn
setti sinn síðasta aur í þau til að
gleðja mömmu. Strax þarna stór-
huga höfðingi.
Það var upplifun fyrir mig
borgarbarnið að koma að Hesti
þegar hann var bústjóri þar. Allt-
af 20 manns í mat, hann stýrði
fjölda manns í vinnu, sá til að ekk-
ert væri gert með hangandi
hendi, maður passaði sig á að
verða ekki fyrir. Alda sá til þess
að heimilið var þrifið í hólf og gólf
og myndarskapurinn einstakur.
Þarna voru líka Sigrún, Steinþór
og Eygló.
Mamma skrifaði mér til Þýska-
lands og sagði að hann Einar væri
farinn að vera með stúlku, Ásdísi.
Hvílíkur happafengur! Ekki
mátti á milli sjá hvort var meiri
dugnaðarforkur, en mildi og ró-
legheit fylgdu Ásdísi og breyttu
Einari um margt. Þau fluttu í
Skagafjörð þar sem léttleiki og
söngur réðu ríkjum á Syðra-
Skörðugili og drengirnir þeirra
fjórir uxu úr grasi og skara fram
úr hver á sínu sviði.
Einar var alltaf tákn hreysti,
hann bar sig þannig. Það eru ekki
margir sem hafa sigrast endur-
tekið á krabbameini eða hlaupið
upp heimreiðina í hörkufrosti og
húkkað sér far á sjúkrahúsið eins
og þegar hann fékk stórt hjarta-
áfall.
Fram á síðustu stundu var
hugurinn skýr og fullur af áhuga,
þó svo að líkamleg heilsa væri
bágborinn.
Hann leit aldrei á sig sem
gamlan eða veikan. Viljinn var
einstakur. Um miðjan ágúst var
hann mættur í þjóðbúningnum í
brúðkaup Sissós, skálaði, ræddi
við viðstadda, sat við háborð og
gladdist á þessari góðu stundu.
Þar fór ekki dauðvona maður.
Ég er svo þakklát og stolt fyrir
að hafa átt þennan einstaka bróð-
ur.
Bryndís Benediktsdóttir.
Einar Eylert
Gíslason
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi