Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 Fallegt úrval af lömpum LISTHÚSINU Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónlistar- og menningarverkefnið Caravan lýkur tónleikaferð sinni um Evrópu í Frí- kirkjunni á morgun. Verkefninu er ætlað að færa saman tónlistarfólk frá mismunandi menningarheimum með tónleikahaldi vítt og breitt um Evrópu. Áhersla er lögð á mið- austurlenska tónlist sem og tónlist frá Norður-Afríku. „Hugmyndin á bak við Caravan er að breiða út menningu Mið-Austurlanda og Norður-Afríku til Evrópu. Við erum líka að tengja saman tónlistarfólk frá Evrópu ann- ars vegar og Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku hins vegar,“ segir Tabit Lakhdar sem er oud-leikari frá Marokkó og einn af þeim sem að Caravan standa. Tabit hefur búið á Íslandi í tíu ár. „Margir miðausturlensku listamannanna eru að koma í fyrsta sinn til Evrópu og við viljum hjálpa þeim að kynnast Evrópu og vinna með evrópsku tónlistarfólki. Það sem tónleikarnir okkar hafa sýnt fram á er að þessir menningarheimar geta unnið saman og skapað eitthvað fallegt. Við þurfum bara að gefa því tækifæri,“ segir Tabit. Ferðast Balkanskagaleiðina Verkefnið er leitt af þekktum sýrlenskum tónlistarmanni, Rebal Alkhoudari, en hug- myndin að tónleikaferðalaginu er tilkomin vegna erfiðra ferðalaga sýrlenskra flótta- manna frá Grikklandi til Þýskalands, um hina svokölluðu Balkanskagaleið. „Allar þær þjáningar sem flóttamenn hafa orðið fyrir á þessari leið hafa snert við okkur. Með tónleikum Caravan viljum við sýna Evrópu að það er fleira en stríð, hræðsla og þjáningar í farangri þessa fólks,“ segir Tabit. Caravan-hópurinn hefur ferðast áður- nefnda Balkanskagaleið. „Við byrjuðum á því að spila í Grikklandi og svo enduðum við í Þýskalandi því Þýska- land er það land sem tók á móti flestum flóttamönnum. Ferðalagið var magnað og við hittum margt flóttafólk sem var ánægt með framtakið svo við ákváðum að halda áfram og ferðast frá Þýskalandi til Íslands. Það gerum við fyrir flóttafólkið sem annaðhvort komst ekki til Þýskalands eða leið ekki eins og það væri nægilega öruggt þar til að það gæti byggt upp framtíð fyrir sig og börnin sín og hélt því áfram norður. Ferðin í ár er því framhald af ferð síðasta árs og er þessi ferð tileinkuð þeim sem fóru til Svíþjóðar og Íslands.“ Þekkir til þjáninganna Leiðin snertir Tabit sérstaklega. „Ég vann mikið með flóttamönnum sem komu til Íslands. Ég hjálpaði til með þýðingar svo ég þekki til þjáninganna og ég vil gjarnan gera það sem ég get til að hleypa þeim aftur inn í tónlistina sína og lífið sem þau áttu.“ Mikill fjöldi tónlistarfólks og annarra kemur að verkefninu; helmingur fólksins kemur frá Mið-Austurlöndum og hinn helm- ingurinn frá öðrum löndum. Hingað til lands koma 40 tónlistarmenn og aðrir lista- menn vegna tónleikanna. „Á tónleikunum á Íslandi munu íslenskir tónlistarmenn slást í hópinn og einnig kór- inn í Fríkirkjunni,“ segir Tabit. Ásgeir Ás- geirsson, Sigrún Jónsdóttir, Bragi Braga- son og Sigtryggur Baldursson eru á meðal þeirra íslensku tónlistarmanna sem taka þátt í verkefninu. Ýmis hljóðfæri verða brúkuð, þar á meðal flauta, fiðla, klarínett, gítar og áðurnefnt oud; sérstök gerð lútu upprunnin í Mið-Austurlöndum sem kann að virðast Íslendingum framandi. Falleg menning Tabit var sá sem stakk upp á því að Car- avan-hópurinn kæmi til Íslands en hann segir skilaboð tónleikaferðalagsins eiga vel við hér á landi. „Margir þekkja til dæmis ekki hljóðfærin sem eru kjarni miðausturlenskrar menn- ingar. Menning Mið-Austurlanda og Norður-Afríku er nokkuð falin á Íslandi. Þessi menning er falleg svo ég spyr hvers vegna við ættum að fela hana, hvers vegna ekki að vekja athygli á henni og sýna heim- inum hana?“ Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni annað kvöld kl. 20 og bera titilinn „Leo Afric- anus“, í höfuðið á andalúsíska diplómat- anum Leo Africanus sem er þekktur fyrir bók sína Descrittione dell’Africa. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og er bæði hægt að kaupa miða við innganginn og á vefnum tix.is. Hálftíma fyrir tónleikana, klukkan 19.30, verður basar þar sem nokkr- ir listamenn selja handverk og miðaustur- lenskar kökur. Ljósmynd/Jihad Nijem Stuð Mynd frá tónleikum sem hópurinn hélt í Þýskalandi nýverið. Hverjir einustu tónleikar eru mikið sjónarspil og hljómsveitin mannmörg. Heimar sem geta unnið saman  Tónleikaferðalagi sem miðar að því að tengja Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Evrópu saman lýkur með tónleikum í Fríkirkjunni  Ferðalagið er innblásið af erfiðleikum flóttafólks Fimm myndlistarmenn á vegum Listasafns Reykjavíkur setja fram ný verk utan veggja safnhúsanna í september. Viðfangsefni listamann- anna eru fjölbreytt og tengjast mál- efnum líðandi stundar, sítengingu, núvitund, umhverfismálum, valdi, eignarhaldi eða mörkum einka- og almannarýmis. Sýningarnar bera saman yfirtitilinn Haustlaukar. Listamennirnir eru Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Curver Thoroddsen, Snorri Ásmundsson og Þóranna Björnsdóttir. Sýningin stendur yfir 7.-29. september. Curver hefur skapað nýtt verk þar sem hann beinir sjónum sínum að hversdagshetjum og umhverf- inu. „Ég er með raunveruleika- gjörning eins og oft áður en er að taka þá pælingu á næsta stig. Ég er sem sagt að vera ég sjálfur,“ segir Curver. Sýning hans er hafin og stendur yfir til 29. september. Á þaki Tollhússins við Tryggva- götu verður að finna verk Berg- lindar Jónu Hlynsdóttur. Það tekur mið af sögu Tollhússins og mann- gerðu svæðinu í kring sem tekið hefur stöðugum breytingum. Berg- lind veltir m.a. fyrir sér þeirri framtíð sem ekki varð. Sýningin verður opnuð á sunnudaginn. Ásgerður Birna Björnsdóttir grípur inn í hversdagslíf fólks með hljóðverki sem verður flutt á handahófskenndum tímum á stöð- um þar sem uppspretta hljóðsins er illgreinanleg. Í verkinu veltir Birna fyrir sér sítengingu og þeim ósýni- legu en áþreifanlegu kerfum sem verða til við aukna tæknivæðingu. Þjóð- og goðsögur sem fjalla um örlög á krossgötum veita Þórönnu Björnsdóttur innblástur en hún safnar frásögnum þar sem heimur manna og hulinsheimur mætast. „Verkið byggist á gjörningi sem á sér stað á gatnamótum í miðborg- inni og þar býðst vegfarendum að staldra við og íhuga aðstæður þar sem við stöndum frammi fyrir vali eða þáttaskilum,“ segir í frétta- tilkynningu. Sýning Snorra Ásmundssonar er yfirstaðin en hann bauð til hug- leiðslustundar í Egilshöll þar sem dýrlingur, meistari Hilarion, lík- amnaðist í Snorra sjálfum. Sum verka Haustlauka eru að- eins flutt einu sinni en önnur eiga sér lengri eða tíðari tilvist. Dagskrá sýningarinnar má kynna sér á sam- félagsmiðlum Listasafns Reykja- víkur eða á vefsíðu safnsins. Fimm haustlaukar víða um Reykjavík Farsímar Verk Ásgerðar er samið fyrir síma. Það verður í tveimur sundlaugum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.