Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Ýmislegt Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL Svart, hvítt og húðlitt. Verð 1.790 kr. Gabe - Stærðir M-XXL Svart og hvítt. Verð 2.650 kr. Rona - Stærðir M-3XL. Verð 2.990kr Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5764, þingl. eig. Hjörtur Hvann- berg Jóhannsson og Gauja Björg Aradóttir, gerðarbeiðandi Akureyr- arkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 10:00. Miðhúsavegur 2, Akureyri, fnr. 214-9114, þingl. eig. HGT ehf., gerðar- beiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 11:00. Glerárgata 28, Akureyri, fnr. 214-6538, þingl. eig. Glerárgata 28 ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 09:45. Glerárgata 28, Akureyri, fnr. 214-6537, þingl. eig. Glerárgata 28 ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 09:40. Glerárgata 28, Akureyri, fnr. 214-6539, þingl. eig. Glerárgata 28 ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 09:50. Glerárgata 28, Akureyri, fnr. 214-6534, þingl. eig. Glerárgata 28 ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 09:35. Sunnuhlíð 12, Akureyri, fnr. 215-1109, þingl. eig. Fannarfell ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 10:20. Njarðarnes 2, Akureyri, fnr. 225-6078, þingl. eig. Skúrinn ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 10:30. Glerárgata 28, Akureyri, fnr. 214-6533, þingl. eig. Glerárgata 28 ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 09:30. Jódísarstaðir, Eyjafjarðarsveit, fnr. 215-9011, þingl. eig. Hlynur Kris- tinsson og Snæbjörn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 17. september nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 12. september 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Gunnarsbraut 49, Reykjavík, fnr. 201-2263, þingl. eig. Halldór Sig- urður Kjartansson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Reykjavíkur- borg og Framtíðin lánasjóður hf., þriðjudaginn 17. september nk. kl. 10:00. Flókagata 43, Reykjavík, fnr. 201-1643, þingl. eig. Ragnar Þórisson og Hjördís Árnadóttir, gerðarbeiðandi Ríkisskattstjóri, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 10:30. Flugvöllur -spilda, Reykjavík, fnr. 202-9306, þingl. eig. Hverfiseignir ehf., gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 17. september nk. kl. 14:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 12. september 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hvammur III, Rangárþing ytra, fnr. 219-7171, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðandi Forni sf., fimmtudaginn 19. september nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 12. september 2019 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu kl. 9-9.45. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn- unni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15. Bústaðakirkja Karlakaffi hefst í dag, 13. september, kl. 10-11.30. Allir heldri karlmenn eru hjartanlega velkomnir í morgunkaffi og spjall. Hólmfríður djákni kynnir vetrarstarfið og sér um stundina. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin kl. 8.50. Thai chi kl. 9. Botsía kl. 10.15. Þátttökulistar liggja á borði í holinu og tilbúnir til skráningar. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið Margrétar kl. 12.30. Kynning á vetrarstarfinu kl. 13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi í setustofu kl. 9.45. Botsía í setustofu kl. 10. Föstudagshópurinn hittist í handverkstofunni kl. 10. Tálgað í tré í smiðjunni kl. 13. Frjáls spilamennska í setustofu kl. 13-16.30. Handaband í handverkstofu kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hádegis- matur frá kl. 11.30-12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30. Heitt á könnunni. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Garðabær Dansleikfélag Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan, Kirkjuhvoli opin kl. 14-17. Velkomin. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjóna- kaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía-æfing, kl. 9.30 postulíns- málun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist. Grensáskirkja Miðvikudaginn 18. september kl. 12.30 verður farið í sameiginlega ferð eldri borgara starfs Bústaða- og Grensáskirkju. För er heitið að Flúðasveppum og snætt á Farmers Bistró. Heimferð um Þingvöll. Skráning í síma 528 4410 í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Botsía kl. 10 - 11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúflar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum. Sundleikfimi með Brynjólfi kl. 9 í Grafarvogssundlaug. Gönguhópar leggja af stað frá Borgum kl. 10 og brids hefst kl. 12.30 í Borgum í dag. Hannyrðahópur í Borgum kl. 12.30 en tréútskurður á Korpúlfs- stöðum hefst á ný í næstu viku. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingo kl. 13.30. Uppl í s. 411 2760. Samfélagshúsið Aflagranda 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss og allir velkomnir. Zumba Gold, 60+ kl. 10.30, frábær hreyfing, laus pláss. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bingóið byrjar 20. september nk. kl. 13.30, spjaldið á sama góða verðinu 250 krónur. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Skráning hafin á haustfagnaðinn sem verður í salnum á Skólabraut fimmtu- daginn 26. september kl. 18. Gaman saman, léttar veitingar og skemmtun. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnu- dagskvöld 8. september kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13-14. Kaffi kl. 14-14.30. Allir velkomnir. Nauðungarsala mbl.is alltaf - allstaðar 200 mílur Úti á bökkunum fyrir ofan fjöru- kambinn á Borgar- firði eystra þar sem úthafsaldan gælir við fjörusteina og klappir, kúrir lítið hús. Í bak- sýn standa Dyrfjöll vörð um fjörðinn okkar fagra. Í þessu húsi bjó bróðir minn, Hjálmar Björn Geirsson sem lést svo sviplega 21. ágúst. Þegar svona hörmuleg- ar fréttir berast fer allt úr skorð- um, allt sem vakti gleði breytist á einu augnabliki í sorg. Lífið fór ekki mildum höndum um Hjálm- ar. Nýorðinn 15 ára er hann kom- inn til Eyja á vertíð. Bróðir okk- ar, Karl Brynjar, þá látinn fyrir fáum mánuðum, þrjú ár skildi þá að í aldri. Þeir voru samrýndir bræður og mjög kært á milli þeirra. Síðan vann Hjálmar bæði til sjós og lands en sjómennskan varð hans ævistarf. Hann var hörkuduglegur og eftirsóttur í vinnu hvar sem var, bæði fyrir dugnað og snyrtimennsku. Hann varð fyrir miklu áfalli þegar hann missti sambýliskonu sína sem var stóra ástin í lífi hans, ásamt dóttur hennar, í hörmulegu bílslysi. Nokkru síðar lést Grímur æskuvinur hans. Ég held að hann hafi aldrei komist frá þessum áföllum sem mörkuðu djúp spor í allt hans líf. Hjálmar var einstaklega hjartahlýr og mátti ekkert aumt sjá. Hann var ekki allra en trygg- ur vinur vina sinna. Hjálmar var mér og strákunum mínum of- boðslega góður enda elskuðu þeir allir Hjalla frænka. Mér þótti undurvænt um þennan bróður minn, þó að við værum ekki alin upp saman var sterk taugin á milli okkar. Þegar ég var að koma austur beið hann með opinn faðm og húsið sitt fyrir mig og maður fann hvað maður var hjartanlega vel- kominn. Hjálmar stundaði sjóinn heima á meðan heilsan leyfði. Stoltur Hjálmar Björn Geirsson ✝ Hjálmar BjörnGeirsson fædd- ist 4. janúar 1950. Hann lést 21. ágúst 2019. Hjálmar var jarðsunginn 31. ágúst 2019. sigldi hann út fjörð- inn til fiskveiða á bátnum sínum, Sunnutindi. Þegar aflaðist vel fengu aðrir að njóta þess með honum. Hann var óskaplega gjaf- mildur, mörg kílóin var hann búinn að senda okkur systk- inunum fyrir sunn- an. Það átti vel við hann máltækið „betra er að gefa en þiggja“. Borgfirðingar reynd- ust Hjálmari einstaklega vel og fyrir það verð ég endalaust þakk- lát. Ég á eftir að sakna símtal- anna okkar, við vorum dugleg að hringja hvort í annað. Ég sagði stundum þegar ég sá að það var hann sem var að hringja, „hver er á línunni?“ þá var svarið „þetta er hann Bjössi litli í Bakkakoti“. Nú skilur leiðir í bili, minn kæri. Ég þakka ljúfu stundirnar, alla hjartahlýjuna og fallegu minningarnar sem þú skildir eftir og fyrir að vera yndislegur bróðir. Megi ljóssins englar lýsa veg- inn þinn til nýrra heimkynna þar sem Móri þinn bíður eftir þér, ásamt ástvinunum sem farnir voru á undan. Ég tileinka bróður mínum þetta litla ljóð sem heitir Vor við sæinn: Lífið á sér leyndardóm; ljúfan dreng á votum skóm. Lítill bátur landi frá, leggur fram á opinn sjá. Út frá ströndu báran ber bátinn litla í fangi sér, sem í fjarlægð siglir nú sólarlagsins gullnu brú. Seiðir vorsins sólarlag; saman tengir nótt og dag, dulúð sjávar, loft og land og lítinn dreng við fjörusand. Er í hverju andartaki eilíf dulin þrá, gyllir hafið heimsins ljós, hnígur aldan blá. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Hjálmar minn, hvíldu sæll í faðmi friðar. Þín systir Margrét. Hálfa ævina átti ég ekki föður, því blóðfaðir minn ákvað að finna sér aðra fjölskyldu. Svo kynntist ég Ævari og trúið mér; hann varð mér sem faðir. Ég hef ekki þekkt annan mann sem var jafn góður, vingjarnlegur og hlýr sem hann. Augu hans voru ávallt full af samúð og brosinu hans mun ég aldrei gleyma. Hann olli því að ég fór að hafa trú á öðru fólki og ég veit að hann bar velferð mína fyrir brjósti. Ég get ekki verið hjá honum núna en frá hjartans rót- um vil ég þakka fyrir allt. Fyrir það að í hjarta þínu varstu alltaf tilbúinn að taka á móti öðrum og fyrir að kenna mér hvernig á að elska aðra manneskju sem mitt sanna foreldri. Allt þér að þakka, Ævar. En ég hef ekki af þér áhyggjur því ég er þess full- viss að þú sért nú á góðum stað Ævar Ármannsson ✝ Ævar Ár-mannsson fæddist 2. október 1958. Hann lést 31. júlí 2019. Útför Ævars fór fram 17. ágúst 2019. þar sem allar ær- legar manneskjur enda. Viltu vera svo góður að hafa auga með þínum nánustu frá himnum. Þau þurfa enn á nær- veru þinni og kær- leik að halda. Karolina frá Póllandi. Ævar er ástríkasti maður í veröldinni. Ævar er fyndnasta mannvera í heimi. Ævar er góð- hjartaður. Ævar er mildur en um leið harður. Ævar er hug- rakkur. Ævar er víðsýnn. Ævar er skapandi. Ævar er óstöðv- andi. Af öllu fólki í heiminum er hann sá sem mér þykir bestur. Hann sýndi mér hvernig á að vera róleg þótt allt gangi á aft- urfótunum. Hvernig á að hlæja að mótlæti en ekki síst hvernig á að elska af öllu hjarta jafnvel þótt þú þekkir viðkomandi bara um skamma hríð. Hann er íslenski faðir minn. Hann er og mun alltaf lifa í minningum okkar og hjörtum. Bestu kveðjur, Dagmara frá Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.