Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Íljósi þess hversu mikilaukning er á sjúklegri streituog að æ fleira fólk lendir íveikindaleyfi vegna þess þarf að grípa fólk áður en það veikist al- varlega. Við ákváðum því að slá til og höfum verið að bjóða upp á viku- löng námskeið sem eru miðuð að fólki sem finnur að það verður að gera eitthvað til að lenda ekki í þroti,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun í Hveragerði, sem heldur utan um námskeið sem heitir Tökum stjórnina, streita og kulnun, en það er ætlað þeim einstaklingum sem upplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða í starfi. „Við höfum til fjölda ára verið með streitumeðferð hér á Heilsu- stofnun, þá kemur fólk hingað í fjög- urra vikna dvöl vegna mjög mikillar streitu eða kulnunar, en flest það fólk er komið í veikindaleyfi frá vinnu vegna sjúklegrar streitu. Við höfum verið með ýmsar útfærslur á þessum námskeiðum, fólk kemur ýmist í styttri meðferðir eða lengri námskeið þar sem lokaður hópur dvelur hér samfellt í heilan mánuð og vinnur eftir ákveðinni dagskrá.“ Margrét segir að ákveðin merki gefi til kynna að fólk þurfi að gera eitthvað í sínum málum, að hætta sé á ferðum. „Það eru þessi alvarlegu streitumerki eins og svefnvandamál, kvíði, að geta ekki hugsað sér að takast á við daginn eða lífið, stuttur þráður, engin þolinmæði og mikil al- menn vanlíðan. Þegar fólki finnst það ekki hafa stjórn á neinu, að það sé statt í allsherjarringulreið. Þá er tími til kominn að taka mark á við- vörunarbjöllunum og grípa inn í.“ Andleg næring er nauðsyn Margrét segir að á námskeiðinu sé fólki leiðbeint með hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að það hrapi fram af hengifluginu. „Við förum meðal annars yfir nokkur streitumódel þar sem við út- skýrum hvers vegna streita verður og tölum um streitueinkennin sem fólk er að takast á við og við vinnum með það hvernig hægt er að grípa inn í. Við ræðum þætti eins og hreyf- ingu, mataræði og hvíld, en í raun og veru er fyrsta skrefið góð hvíld. Hreyfing, mataræði og félagsleg samskipti koma svo í kjölfarið, og nauðsyn þess að fólk sæki sér and- lega næringu svo því líði betur. Í raun erum við að fá fólk til að staldra við og velta fyrir sér hvar það er statt og hvað það ætli að gera til að koma í veg fyrir að það lendi á virki- lega vondum stað. Því þegar fólk keyrir sig algerlega í þrot þá verður það alvarlega veikt og er miklu leng- ur að ná sér heldur en ef gripið er fyrr inn í. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar verði svo bugaðir að þeir þurfi að fara í veikindaleyfi frá vinnu, að þeir nái að vinna á þessu áður en þeir verða veikir og fara að missa úr vinnu. Það vill enginn lenda þar, því fylgir gríðarleg vanlíðan og fólk get- ur verið mjög lengi að ná sér. Auk þess er það mikið niðurbrot á mann- eskju þegar hún upplifir sig alger- lega magnvana og ónýta.“ Gott að skipta um umhverfi Margrét segir mikinn áhuga vera fyrir streitunámskeiðunum, enda þörfin knýjandi. „Einn af kostunum við þetta námskeið er að það er haldið hér á Heilsustofnun, fólk fer þá úr sínu hversdagsumhverfi og dvelur hér í þessa viku, sem er allt annað en þeg- ar fólk er heima og skreppur í ein- hverja klukkutíma á dag á námskeið og fer þess á milli heim í allt áreitið sem bíður þar og í vinnunni daginn eftir. Við það að dvelja hér þá er fólk algerlega einbeitt og fallega um- hverfið og náttúran hér í Hveragerði hefur líka góð áhrif á fólk. Þetta er eitt af því sem fólk talar um að skipti miklu máli, að fara úr sínu heima- umhverfi í allt annað umhverfi þar sem er hugsað um það. Enginn þarf að spá í hvað eigi að vera í matinn eða hvaða verkefni þarf að klára heima, ganga frá þvotti, ryksuga, skúra og fleira. Hér er fólk með fulla athygli og ekkert sem truflar þegar fólk reynir að sortera og komast að því hvað það þarf að gera til að ná styrk sínum aftur upp.“ ThinkStock/Getty Images Enginn vill hrapa fram af „Þegar fólk keyrir sig algerlega í þrot verður það alvarlega veikt og er miklu lengur að ná sér heldur en ef gripið er fyrr inn í. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar verði svo bugaðir að þeir þurfi að fara í veikindaleyfi,“ segir Margrét Grímsdóttir, sem heldur utan um streitunámskeið. Stjórnandi Margrét Grímsdóttir. Næsta námskeið hefst 15. sept- ember. Áhugasamir geta haft samband við Heilsustofnun, sent email: heilsa@heilsustofnun.is eða margretg@heilsustofnun.is Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir Á barmi kulnunar Mikil vanlíðan fylgir langvarandi sjúklegri streitu og fólk getur verið mjög lengi að ná sér. Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17 / s u nnud . 12 -17 / S ím i 5 6 2 0 0 16 T Í S K A & L Í F S S T Í L L S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a Rýmingar- SALA 60% afsláttur af fatnaði VERSLUNIN HÆTTIR Allt að Um helgina verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá stofnun Skógasafns og Héraðsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum. Tímamótum þessum verður fagnað næstkomandi sunnu- dag, 15. september, með samkomu í Skógaskóla sem hefst klukkan 15. Þar verður sjónum beint að Skóga- safni sem er á meðal elstu byggða- safna landsins og er safnkostur þess nú um 18 þúsund munir. Safnið er eitt það fjölsóttasta á landinu og hef- ur góða innsýn í líf og starf kynslóða á Suðurlandi. Þar eru einnig áberandi ýmsir munir sem tengjast sam- göngum og fjarskiptum og er þá að finna í sérstakri byggingu á safna- svæðinu. Hátíðin í Skógum á sunnudaginn hefst með ávarpi Sigurðar Inga Jó- hannssonar, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, sem síðan opnar nýja sýningu um 70 ára sögu safns og skóla. Önnur sem flytja ávörp eru meðal annars Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Þórður Tómasson, fyrrverandi safn- stjóri í Skógum. – Á eftir ávörpunum verða tónlistaratriði frá Valborgu Ólafs og fornbílar verða einnig til sýnis. 70 ár frá stofnun Skógasafns og Héraðsskólans í Skógum Tímamótanna minnst um helgina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjafjöll Byggðasafnið í Skógum sýnir Íslandssöguna í hnotskurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.