Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Husky-tíkin Bella er tveggja ára,
býr í Noregi og til stóð að hún kæmi
hingað til lands til eiganda síns,
Bjarka Freys Ásdísar Bjarkasonar,
á miðvikudaginn. Það gekk ekki eft-
ir vegna banns Matvælastofnunar,
MAST, á innflutningi hunda frá
Noregi vegna mögulegrar smit-
hættu á alvarlegum hundasjúkdómi
sem komið hefur upp í Noregi.
Áformað hafði verið að Ásdís Sjafn-
ar Sigurðardóttir, móðir Bjarka,
myndi taka á móti Bellu þegar hún
kæmi hingað til lands. Hún furðar
sig á því að Bella fái ekki að koma
til landsins þrátt fyrir að hún myndi
dvelja í einangrun.
„Við vitum ekki hvenær hún get-
ur komið heim,“ segir Ásdís, sem
furðar sig á verklagi MAST. Vegna
takmarkaðs fjölda plássa í ein-
angrun fyrir hunda gæti Bella þurft
að bíða þess að koma hingað til
lands fram í nóvember eða desem-
ber. Hún yrði í fjögurra vikna ein-
angrun líkt og aðrir hundar sem
koma til landsins, en einangrunin á
að koma í veg fyrir að sníkjudýr
berist til landsins.
Að minnsta kosti 26 hundar hafa
drepist og yfir 46 veikst af þessum
óþekkta hundasjúkdómi í Noregi,
einkum í Ósló og nágrenni. Farald-
urinn hefur einnig teygt sig til
norðurhluta Noregs og hefur eitt til-
felli greinst í Svíþjóð og annað í
Danmörku. Bakterían Providencia
alcalifaciens fannst í níu hundum
sem drepist hafa úr veikinni. Hún
hefur fundist í fleiri sýktum hund-
um, en þó er ekki enn hægt að stað-
festa að hún sé orsakavaldur veik-
indanna. Þetta er haft eftir tals-
manni norsku dýraheilbrigðis-
stofnunarinnar í frétt norska dag-
blaðsins Aftenposten. Þá hefur
Matvælaeftirlitið í Noregi tilkynnt
að bakterían hafi fundist í þörmum
hunda en upptök hennar eru enn
óljós. Bakterían veldur vægari veik-
indum hjá mönnum; til að mynda
niðurgangi, og hrjáir gjarnan ferða-
menn og börn.
„Bella er á svæði í Noregi þar
sem enginn hundur hefur sýkst og
hún hefur verið algerlega einangruð.
Hún drekkur aldrei vatn úti og étur
aldrei hræ eða þvíumlíkt. Segjum að
Bella komi heim og fari í einangrun-
ina – hvers vegna dekkar hún þetta
ekki?“ spyr Ásdís.
Kostnaður við einangrun Bellu
þegar hún kemur til landsins er
330.000 krónur og við það bætast
100.000 krónur fyrir læknisskoðun
sem hún gekkst undir fyrir brottför,
ásamt 15.000 krónum fyrir flugfarið.
Þar sem Bella er enn í Noregi þarf
Ásdís að borga nýtt flugfar og dvöl
fyrir Bellu í einangrun. Kostnaður-
inn gæti því orðið um 700.000
krónur.
„Ef sjúkdómurinn kæmi aftur upp
þá gæti ég verið komin yfir milljón
ef ég þyrfti að reyna að taka hana
heim í þriðja skiptið,“ segir Ásdís.
26 hundar hafa drepist
Hrund Hólm, sérgreinadýra-
læknir inn- og útflutnings hjá
MAST, segir að engar tilkynningar
hafi borist MAST um hunda sýkta
af veikinni hér á landi. Þó sé fyllsta
öryggis gætt með því að hafa komið
á innflutningsbanni.
„Bakterían sem böndin berast að
er helst þekkt sem ferðamanna-
baktería hjá fólki. Hún finnst í jarð-
vegi og affallsvatni en þeir vilja ekki
staðfesta ennþá að þessi baktería sé
orsökin. Það er ekki búið að finna
neina uppsprettu. Það bendir allt til
þess að veikindin berist ekki á milli
hunda því hundar hafa veikst og
ekki smitað aðra hunda,“ segir
Hrund.
Óvíst hvenær Bella kemst heim
Ljósmynd/Ásdís Sjafnar Sigurðardóttir
Óvissa Tíkin Bella fær ekki að fara
til eiganda síns á Íslandi í bráð.
Steingrímur J.
Sigfússon, forseti
Alþingis, og
Helga Vala
Helgadóttir, þá-
verandi formaður
stjórnskipunar-
og eftirlits-
nefndar Alþingis,
unnu í sumar ný
drög að siða-
reglum fyrir al-
þingismenn.
„Það var samþykkt í forsætisnefnd
að við tvö tækjum að okkur að stýra
verkinu í samstarfi við lagaskrifstofu
og þá ráðgjafa sem við höfum leitað
til,“ sagði Steingrímur í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Steingrímur segir að væntanlega
muni í kjölfarið fylgja minniháttar
breytingar á þingskapalögum.
Drögin verði bráðlega send til um-
sagnar hjá ÖSE (Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu), en sú stofnun
hafi boðið fram aðstoð sína á þessu
sviði og sé með sérstaka deild sem
veiti þjóðþingum faglega ráðgjöf.
„Siðanefnd Alþingis fær drögin að
sjálfsögðu líka til skoðunar og álits-
gjafar. Eftir það kemur málið þá á
nýjan leik til umfjöllunar hjá for-
sætisnefnd,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur segir að efnislega
verði ekki greint frá því hvernig
drögin að nýjum siðareglum eru. „Við
verðum að meðhöndla þetta sem
vinnugögn á þessu stigi, enda á eftir
að taka afstöðu til þeirra og drögin
geta tekið breytingum,“ sagði forseti
Alþingis enn fremur. agnes@mbl.is
Nýjar
siðareglur
Alþingis
Steingrímur J.
Sigfússon
Breyta þarf
þingskapalögum
Útför Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi atvinnu-
manns í knattspyrnu, fyrirliða og þjálfara ís-
lenska landsliðsins, var gerð frá Hallgrímskirkju í
gær. Hans Guðberg Alfreðsson annaðist útförina.
Fulltrúar fjölskyldu Atla og vinir báru kistuna úr
kirkju: Egill Atlason, Björn Sigurbjörnsson, Haf-
steinn Daníelsson, Guðmundur Hreiðarsson, Anna
J. Eðvaldsdóttir, Gísli Guðmundsson, Jakob
Pétursson og Lárus Guðmundsson.
Morgunblaðið/Hari
Útför Atla Eðvaldssonar gerð frá Hallgrímskirkju
Helga Vala
Helgadóttir,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar,
er nýr formaður
velferðarnefndar
Alþingis en Hall-
dóra Mogensen,
þingmaður Pír-
ata, gegndi því
embætti áður.
Samkvæmt sam-
komulagi Samfylkingarinnar og
Pírata mun Þórhildur Sunna Æv-
arsdóttir, þingmaður Pírata, taka
við formennsku í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd af Helgu Völu.
Nýr formaður
velferðarnefndar
Helga Vala
Helgadóttir
Náttúrufræðistofnun hefur metið
veiðiþol rjúpnastofnsins í haust og
er ráðlögð veiði um 72 þúsund fugl-
ar. Forsendur matsins byggjast á
þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna-
veiðar skuli vera sjálfbærar. Ráð-
lögð veiði í fyrrahaust var um 67
þúsund fuglar og 57 þúsund haustið
2017.
Rjúpnastofninn er í niðursveiflu
víðast hvar um land. Sums staðar, til
dæmis á Norðausturlandi, er stofn-
inn þokkalega sterkur miðað við síð-
ustu 24 ár, en annars staðar stendur
hann veikt, líkt og á Suðausturlandi.
Viðkoma rjúpunnar á Norðaustur-
landi og Vesturlandi var góð.
Áætlaður rjúpnafjöldi haustið
2019 er vel yfir meðallagi miðað við
síðustu áratugi. Reiknuð heildar-
stærð varpstofns rjúpu vorið 2019
var metin 228 þúsund fuglar. Fram-
reiknuð stærð veiðistofns 2019 er
820 þúsund fuglar miðað við að hlut-
fall unga á veiðitíma sé 77%. Með
varpstofni annars vegar og veiði-
stofni hins vegar er átt við fjölda
fugla á lífi í upphafi varptíma og í
upphafi veiðitíma.
Ráðherra hefur ákveðið að í haust
verði rjúpnaveiðitíminn 22 dagar og
að sama fyrirkomulag verði að
óbreyttu næstu tvö ár. Náttúru-
fræðistofnun gerir ekki athuga-
semdir við það fyrirkomulag veið-
anna sem ákveðið hefur verið.
Stjórnun gengið vel
Í greinargerð Náttúrufræðistofn-
unar með mati á veiðiþoli rjúpna-
stofnsins segir: Ljóst er að stjórnun
rjúpnaveiða hefur gengið vel frá
2005, verulega hefur dregið úr veiði
og bein afföll vegna veiða hafa lækk-
að. Frá 2005 hefur fjöldi veiðidaga
verið mismunandi eftir árum, frá níu
og upp í 47 daga. Athyglisvert er að
fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir eng-
in tengsl við veiðidánartölu rjúp-
unnar. aij@mbl.is
Miðað við 72 þúsund rjúpur
Veiðistofn telur um 820 þúsund fugla Niðursveifla víðast
Morgunblaðið/Golli
Á fjöllum Svipast um eftir rjúpu.
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Buxur frá
NÝ SENDING
mikið úrval