Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sprengjusérfræðingar frá 16 löndum eru um þessar mundir á Íslandi til að taka þátt í sprengjuleitaræfingu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Að sögn Ásgeirs R. Guðjónssonar, sprengjusérfræðings hjá Land- helgisgæslunni og verkefnastjóra, taka um 300 manns þátt í æfingunni í ár. Þar af koma 248 frá útlöndum og eru þeir allir hermenn, að undan- skildum tveimur alríkislögreglu- mönnum frá Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í neðansjávarvettvangs- rannsóknum. Þetta er í 19. sinn sem æfing af þessum toga er haldin hér á landi. Spurður hvort einhverjar þjóðir sendi fleiri hópa hingað en aðrar seg- ir Ásgeir hlutfallið skiptast nokkuð jafnt. „Bandaríkjamenn, Danir, Bretar, Norðmenn og Hollendingar, helstu samstarfsþjóðir okkar, setja aðeins meira í þetta og þá aðallega við að aðstoða okkur við að koma æf- ingunni upp. Við Íslendingar setjum í raun upp regluverkið og stýrum þessu. En það er samvinnuverkefni allra þjóða að framkvæma þetta,“ segir Ásgeir. Leitaræfing í varðskipinu Þór Ásgeir segir mikla þekkingu og reynslu myndast á svona æfingum sem nýtist ekki bara í sprengjuleit. „Í næstu viku verða Hollendingar með fyrirlestur um borð í varðskip- inu Þór um leit um borð í skipum. Þetta er allt byggt á vörnum gegn hryðjuverkum en getur líka nýst við leit að smyglvarningi. Sömu aðferðir eru nýttar við ýmsa anga löggæsl- unnar. Við drögum út það sem við getum og það er nauðsynlegt að há- marka nýtni fyrir íslensku þjóðina. Þetta er því mikil reynsla sem við fáum,“ segir Ásgeir og bætir við að allt sé þetta háð því að Þór verði ekki í verkefni á meðan. Dagarnir hjá sprengjusérfræðing- unum eru langir. Þeir hefjast klukk- an sex að morgni og að loknum morgunmat er haldinn upplýsinga- fundur um verkefni dagsins. Í hverju verkefni er búið að útbúa bakgrunns- sögu og svæði en verkefnin byggjast á raunverulegum verkefnum sem sprengjusérfræðingar hafa farið í. Þyngjast verkefnin með tímanum og verða þannig æ erfiðari. Verkefnun- um lýkur klukkan 18 hvern dag, en þá þarf að ganga frá öllum búnaði ásamt því að fara yfir hvernig tókst til. Þegar blaðamann Morgunblaðs- ins bar að í gær voru öll lið úti og ver- ið að leita að nokkrum tímasprengj- um á sama svæðinu. Þá eru fimm sprengjuleitarlið í sjóleit tvisvar á dag og alltaf 19 sprengjuleitarlið í landverkefni. Alls voru smíðaðar 400 sprengjur hér á landi fyrir æfinguna. „Þetta er stórt framlag fyrir litla þjóð að geta skapað svona aðstæður fyrir stórþjóðir,“ segir Jónas Þor- valdsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Ísland kjörið til æfinga Keith Mabbott, undirforingi í kon- unglega breska sjóhernum, segir að landslagið hér á landi henti afar vel til sprengjuleitaræfinga. „Í fyrsta lagi er það mjög krefjandi hvað varð- ar veðurfar og umhverfi. Ef þú getur framkvæmt sprengjuleit á Íslandi þá getur þú gert það hvar sem er,“ segir Mabbott. „Það er mjög mikilvægt að þjálfa saman. Það eru yfir 15 þjóðir hérna og við erum að deila hugmynd- um og tækni. Við lærum mismunandi hluti frá mismunandi þjóðum. Við gerum öll hlutina aðeins öðruvísi, þannig að þetta er mjög nytsam- legt,“ bætir hann við. Mabbott er einnig yfirmaður í köfunarteymi breska sjóhersins og ákvað að koma með tvö teymi hingað til lands á æf- ingarnar í ár. „Við höfum fengið mjög góðan stuðning frá Landhelgis- gæslunni. Þetta gefur okkur sveigjanleika og frelsi til að þjálfa út- sendara okkar sem við fáum bara ekki annars staðar. Landhelgisgæsl- an er með mjög gott kerfi hérna sem gerir okkur kleift að fá raunhæfa þjálfun Svo fáum við að heimsækja Ísland, sem er bónus,“ segir Mabbott. Teymin frá breska sjó- hernum eru hér í tvær vikur og segir Mabbott nauðsynlegt að fá lausan tíma á milli. „Þetta eru mjög vinnu- frekar æfingar. Hver sprengja er einstök og þetta er mjög raunveru- legt. Þannig að þetta tekur á. Í júní komu hingað fulltrúar allra þjóðanna til að smíða sprengjurnar og útbúa æfingarnar. Þær eru raunverulegar og sprengjusérfræðingarnir vita ekkert við hverju þeir eiga að búast,“ segir Mabbott. Undirbúningur fyrir æfingar næsta árs hefjast um leið og þessari æfingu lýkur, segir Ásgeir. Öll löndin senda síðan teymi hingað aftur í jan- úar og maí þar sem verkefnin eru ákveðin og sprengjurnar smíðaðar fyrir næsta ár. Umfangsmikil sprengjuleitaræfing  Sprengjusérfræðingar frá 16 löndum taka þátt í sprengjuleitaræfingu á Íslandi  400 sprengjur smíðaðar fyrir æfinguna  Íslenskt landslag mjög gott til æfinga, segir undirforingi í breska sjóhernum Morgunblaðið/Eggert Í sprengjuleit Hverju teymi fylgir gríðarlega mikill búnaður, allt frá hlífðarbúnaði sem sniðinn er að hverjum og einum yfir í sprengjuleitarvélmenni. Æfing Ásgeir R. Guðjónsson segir að um 300 manns taki þátt í æfingunni. Northern Challenge Landslagið hér á landi er sagt henta afar vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.