Morgunblaðið - 13.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Við stefnuræðu forsætisráð-herra var að vanda hörð
samkeppni um undarlegustu ræð-
una. Þó að seint verði úr því
skorið hvaða þingmaður fór með
sigur af hólmi
hljóta flestir að
vera sammála um
að Halldóra
Mogensen pírati
var í topp-
baráttunni.
Hún byrjaði áað lýsa draumsýn um að
enginn þyrfti að hafa áhyggjur af
framfærslu og allir gætu gert
það sem þá langaði til óháð efna-
hagslegum hvötum. Þetta kallaði
hún „raunverulegt frelsi“, sem
mun vera ólíkt því frelsi sem fólk
býr við þegar það þarf að taka
tillit til raunveruleikans.
Svo hélt þingmaðurinn áframog sagði „hagkerfi heimsins
byggja á þeirri glórulausu hug-
mynd að linnulaus hagvöxtur sé
það eina sem samfélög þurfi til
að dafna“. Og bætti við: „Hag-
vaxtarmódelið hefur alið af sér
stöðnun raunverulegra framfara.
Við erum einfaldlega að stela
framtíðinni, selja hana í nútíðinni
og við köllum þetta verga lands-
framleiðslu.“
Það er auðvitað mikið ánægju-efni að íslenskir þingmenn
geti svifið um án nokkurrar jarð-
tengingar og flutt boðskap sinn
óháð þeim veruleika sem annað
fólk býr við.
Ómetanlegt er fyrir Íslendingaað eiga þingmenn sem starfa
utan og ofan við tilveruna, þing-
menn sem segja hvað sem er og
láta ekki lögmál lífsins hafa tak-
markandi áhrif á þýðingarmikil
störf sín.
Halldóra
Mogensen
Alþingi í
álfheimum
STAKSTEINAR
SMÁRALIND – KRINGLAN
Flokkunartunnur
Verð 39.900,-
Fleiri litir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Norðmenn munu næsta vor senda
hingað til landsins orrustuþotur af
gerðinni Lockheed Martin F-35, en
það er nýjasta orrustuþotan í vopna-
búri Noregs. Vélarnar munu sinna
loftrýmisgæslu Atlantshafsbanda-
lagsins hér á landi, en þetta verður í
fyrsta sinn sem norski flugherinn
beitir þeim utan norskrar lögsögu.
Haakon Bruun-Hanssen, yfir-
maður norska heraflans, sagði í sam-
tali við Verdens gang í vor að vaninn
væri að þrjár þotur tækju þátt í slíku
eftirlitsflugi, en til skoðunar væri
hversu margar þotur þyrfti að senda
til að tryggja að þrjár þotur gætu
alltaf farið á loft.
Norska ríkisstjórnin hefur þegar
keypt 46 stykki af F-35 þotunum, en
stefnt er að því að keyptar verði sex
til viðbótar. Tólf hafa þegar verið af-
hentar. Erna Solberg, forsætisráð-
herra Noregs, sagði í samtali við
Verdens Gang fyrir helgi að nýju
þoturnar yrðu stærsta og mikilvæg-
asta fjárfestingin í varnarmálum
Noregs, þar sem þær tryggðu að
loftvarnir landsins væru sem bestar.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
segja þoturnar hins vegar of dýrar
og vilja forgangsraða frekar í þágu
norska sjóhersins, en áætlað er að
síðustu sex þoturnar muni kosta 4,3
milljarða norskra króna. sgs@mbl.is
Notaðar í fyrsta sinn utan Noregs
Norðmenn greinir á um hvort kaupa
eigi sex F-35-þotur til viðbótar
Ljósmynd/Wikipedia
Loftvarnir F-35-þoturnar eru nýj-
ustu vélarnar í vopnabúri Noregs.
Háskólinn í Reykjavík er í fyrsta
sinn kominn upp fyrir Háskóla Ís-
lands á heildarlista Times Higher
Education (THE) yfir bestu há-
skóla heims. Raðar HR sér í sæti
301-350 á listanum en HÍ er í
hópnum 351-400 bestu háskólar
heims.
Á lista THE eru nokkrir þættir í
starfi háskóla metnir, eins og
kennslan, rannsóknir, tilvitnanir,
alþjóðastarf og samstarf við at-
vinnulífið. Þegar kemur að áhrifum
rannsókna skorar HR hæst ásamt
sex öðrum háskólum. Eru þau áhrif
metin út frá hlutfallslegum fjölda
tilvitnana í vísindagreinar, þ.e. hve
oft aðrir vísindamenn vitna í niður-
stöður fræðimanna háskólans í rit-
rýndum vísindagreinum.
HÍ einnig á Shanghai-listanum
Í tilkynningu frá HR er bent á
að fyrr í sumar hafi THE birt lista
yfir bestu háskóla í heimi sem
starfað hafa skemur en í 50 ár. Þar
lenti skólinn í 52. sæti og á lista yf-
ir smærri háskóla, með færri en
5.000 nemendur, var HR í 14. sæti.
Á vef Háskóla Íslands er bent á
það að skólinn sé eini háskóli
landsins sem bæði komist á lista
hjá THE og Shanghai Ranking
Consultancy, sem einnig metur
bestu háskóla í heimi. Á heildar-
lista Shanghai er HÍ í sæti 401-500.
Einnig bendir HÍ á að skólinn
komist á sex lista tímaritsins Times
eftir afmörkuðum fræðasviðum.
Enginn annar háskóli hér á landi
komist á þessa lista, sem undir-
striki alhliða styrk skólans hér og á
alþjóðavettvangi.
Í tilkynningum frá HR og HÍ
lýsa rektorarnir Ari Kristinn Jóns-
son og Jón Atli Benediktsson yfir
mikilli ánægju með árangur sinna
skóla og stöðu þeirra á heimsvísu.
HR fer í fyrsta sinn
upp fyrir HÍ
HR í hópi 350
bestu háskóla og HÍ
meðal 400 bestu
Morgunblaðið/Eggert
Háskólar Kveikt á öllum perum í
skólanum við Öskjuhlíð.