Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er enginnvafi á aðmaðurinn er
nú öflugri en
nokkru sinni fyrr,
bæði til góðs og
ills. Flest dýr
merkurinnar lúta
vilja hans í stóru og smáu og
margar tegundir eiga tilveru
sína að verulegu leyti eða al-
gjörlega undir vilja hans.
Síðustu árin hefur því verið
haldið fram af vaxandi þunga
að maðurinn ráði nú orðið
miklu ef ekki öllu um hvernig
veðrið á jörðinni þróist og
hvort lífvænlegt verði fyrir þá
sem andann draga lengur eða
skemur.
Fyrirferð mannsins blasir
hvarvetna við. Hann gengur
hratt á margvíslegar auðlindir
sem síðustu aldir hafa skipt
miklu um getu hans á mörgum
sviðum bæði til góðs og ills.
Þannig hefðu olíubirgðir ver-
aldar átt að vera gengnar til
þurrðar fyrir nokkru ef spár,
sem settar voru fram með
þunga, hefðu staðist. Þær spár
voru þó ekki í eðli sínu rangar
eða voru settar fram í þeim til-
gangi að draga upp villandi
mynd eða fyrir hræðsluáróður-
inn einan. Síðar hafa bæði
fundist nýjar lindir og
tækninni til að nýta þær fleygt
fram. Jafnvel þeir sem ekki
vita mikið meira um vísindi en
meðaljóninn þykjast þó vita að
fyrrnefndar auðlindir muni
tæmast með sambærilegri um-
gengni og nú er um þær áður
en mjög langt líður.
Umræður um loftslagsmál
hafa verið að þróast í þá átt að
þeir sem höfðu spurningar um
taktinn í þeim töldu samt í vax-
andi mæli öruggara að hafa
lágt um það og geyma þær hjá
sér þar til ofsafengin umræðan
hefði náð hámarki og efasemd-
ir um háværustu kenningarnar
þættu ekki til marks um mann-
vonsku og glæpi í senn. Menn
sem voguðu sér að spyrja ein-
hvers voru þegar í stað upp-
nefndir. Þeir voru kallaðir efa-
semdamenn og þá ekki í
venjulegum skilningi orðsins.
Efasemdarmennirnir voru af-
neitunarmenn sem með því að
leyfa sér að spyrja um raun-
verulegar röksemdir væru með
því atferli að leggja sitt af
mörkum til að jörðin tortímdist
og í því fólst engin smáræðis
fordæming. Þeim var gefið að
sök að neita að trúa á hitamæla
þótt enginn með fullu viti
myndi gera það. En þeir leyfðu
sér að benda á að stundum
væri kæruleysislega lesið af
þeim mælum og eins af mikilli
djörfung dregnar ályktanir af
því sem menn töldu sig sjá,
hverjum væri um að kenna.
Menn máttu ekki spyrja hverju
sambærilegar sveiflur í hita-
fari á fyrri tíð
hefðu sætt.
Hverjum væri um
að kenna, enda
maðurinn ekki með
nein slík umsvif þá
og ekki voru kýrn-
ar að leysa vind til
vandræða. Fullyrt var að 97%
vísindamanna væru samdóma
um inntak, eðli og niðurstöðu
vísindanna og hvergi af því
dregið að það stappaði nærri
annaðhvort stórglæp eða geð-
veiki á alvarlegu stigi að efast
um eitt eða neitt í þeim efnum.
Enginn veit hvernig þessi 97%
komu til. Virðist helst að dreg-
in hafi verið niðurstaða af
fjölda þeirra sem skrifuðu í til-
tekin tímarit þar sem rit-
stjórnin samþykkti enga grein
sem laut ekki hinni óumdeil-
anlegu forskrift. Því ætti rann-
sóknarefnið að vera hvernig
þessi 3% sluppu í gegn.
Margir hafa beðið af sér það
skeið sem þyrfti að líða áður en
hægt væri að ræða málin án
fyrrnefndra fordæminga, sem
afskræma alla umræðu.
Kannski urðu nokkur tímamót
þegar Petteri Taalas, aðalrit-
ari WMO (World Meteorologi-
cal Organization) sló varfærn-
ari tón í þessari viku en maður
í hans stöðu hefur talið sér
óhætt að slá síðustu árin. Hann
sagði um fyrrnefnt umræðu-
efni: „Okkur væri rétt að halda
ró okkar og ígrunda rækilega
hver sé hin raunverulega lausn
á vandanum sem við stöndum
frammi fyrir. Það er enginn
heimsendir í nánd. Veröldin er
einungis að verða snúnara við-
fangsefni. Í hluta hennar munu
lífsskilyrðin verða lakari en
áður, en fólk hefur lifað af
versnandi skilyrði.“
Í tímaritinu þar sem rætt er
við Taalas segir: The WMO og
Umhverfisáætlun SÞ stofnuðu
til IPCC (Intergovernmental
Panel on Climate Change),
sem hefur verið leiðandi á
heimsvísu við að kynna og
festa í sessi kenninguna um að
umsvif mannsins eigi hlut að
hlýnun jarðar. Þá er haft eftir
Taalas að um leið og dregið
hafi úr efasemdum varðandi
kenningu um manngerða hlýn-
un séu umhverfisvísindamenn
undir vaxandi þvingunum frá
róttækum umhverfisöfga-
mönnum.
„Á sama tíma og loftslags-
efasemdir hafa farið minnk-
andi er okkur ögrað frá hinni
hliðinni. Ráðist er að sérfræð-
ingum í umhverfismálum af
hálfu þessa fólks sem krefst
þess að við temjum okkur
miklu meiri róttækni. Þetta
eru dómsdagsspámenn og
öfgamenn sem hafa í frammi
hótanir,“ segir Taalas.
Sá á eftir að lenda í hakka-
vélinni.
Vonandi benda orð
þessa áhrifamanns
til þess að vísinda-
bragur vaxi á kostn-
að ofsatrúar}
Er mönnum nóg boðið?
E
nginn getur fært mér dóttur mína
til baka, en kannski get ég bjarg-
að dóttur einhvers annars með
því að halda áfram að jagast í
kerfinu.“ Félagi minn var að
segja mér sína sorgarsögu. Flestir Íslendingar
þekkja dæmi um fólk sem nær ekki sambandi
við heilbrigðisstarfsmann, fær ekki meðferð
fyrr en eftir dúk og disk eða þarf að útskrifast
allt of fljótt. Sem betur fer enda fæstar sög-
urnar með svona raunalegum hætti.
Allir sjá að við verðum að bæta þjónustuna.
Samt virðast margir stjórnmálamenn aldrei
hugsa um hvernig gert verði betur fyrir al-
menning með hagkvæmustum hætti. Lausn
þeirra er alltaf sú sama: Að setja meiri peninga í
ríkisstofnanir.
Ríkið og Landspítalinn koma fyrst, en sjúk-
lingurinn gleymist. Landlæknir sagði í viðtali við Morgun-
blaðið hinn 7. apríl 2018: „Það má alls ekki haga útvistuninni
þannig að við hættum á að veikja getu opinberra stofnana til
að sinna þeim hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna.“
Hvers vegna horfa ríkisstjórnarflokkarnir fyrst og fremst á
eflingu ríkisstofnunar, en ekki vanda fólksins sem vantar
þjónustu?
Nú er mikill halli á rekstri Landspítalans, en þegar hann er
búinn með sinn kvóta af aðgerðum má ekki færa þær á einka-
reknar stofur heldur eru þær sendar öðrum ríkisreknum
stofnunum, til dæmis á Akranesi eða Akureyri. Alverstu
dæmin eru þegar aðgerðir eru sendar úr landi til þess að
koma í veg fyrir að vel hæfar einkastofur á Íslandi sinni þeim.
„Utanspítalakerfi sem er rekið beint af sér-
fræðingum er afleiðing af því að spítalakerfið
hefur ekki getað sinnt öllum,“ sagði Ágúst
Kárason bæklunarlæknir í viðtali við Morgun-
blaðið. Ágúst nýtur mikillar virðingar sem
læknir langt út fyrir landsteinana.
Hann bætti við: „Það er eins og það sé heila-
þvottur í gangi um það að það þurfi allt að vera
ríkisrekið inni á spítölunum, en misskilningur-
inn er sá að sérfræðikerfið, sem hefur alltaf
verið með samning við Sjúkratryggingar, er
hluti af opinbera kerfinu. Ef það leggst niður
mun það þýða það að þjónustan á spítölunum
verður verri og það myndast alvöru tvöfalt
kerfi.“
Hluti af trúarbrögðum núverandi ríkis-
stjórnar er að láta heilbrigðisráðherra, Svan-
dísi Svavarsdóttur, beita sér gegn nýliðun sér-
fræðilækna utan sjúkrahúsa og koma í veg fyrir að
sérfræðilæknar geti opnað stofur utan spítala.
Samt hafa nær allir Íslendingar góða reynslu af einka-
rekstri í heilbrigðiskerfinu. Apótek eru einkarekin, sem og
tannlæknastofur, sjúkraþjálfun og elliheimili, svo dæmi séu
tekin.
Sjálfstæðisflokkurinn sagðist á sínum tíma styðja einka-
rekstur en núverandi ríkisstjórn stefnir í þveröfuga átt.
„Þetta er ríkisvæðingarstefna dauðans, þessi aðstaða er öll
til hjá sérfræðingum utan spítalans,“ sagði Ágúst Kárason.
En ríkisstjórnin hlustar ekki.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ríkisvæðingarkerfi dauðans
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Æfleirum er að verðaþað ljóst að allt hag-kerfið er farið aðbyggja á vinnslu per-
sónuupplýsinga og þær eru grund-
völlur nær allrar þjónustu. Með til-
komu nýrrar tækni er nær allt sem
við gerum frá morgni til kvölds rekj-
anlegt og skráð, hvort sem um er að
ræða ferðir okkar, viðskipti, starfs-
umsóknir, greiðslusögu eða lífsstíls-
og heilsusögu. Allt okkar daglega líf
fer orðið fram með aðstoð nettengdra
tækja sem skrá athafnir okkar með
ítarlegri hætti en flestir gera sér
grein fyrir. Með aðstoð tækninnar er
hægt að greina mynstur í mannlegri
hegðun sem einstaklingar koma ekki
auga á. Þetta getur bæði orðið til
góðs og ills fyrir okkur.“
Þannig skrifar Helga Þóris-
dóttir, forstjóri Persónuverndar,
meðal annars í ávarpi með ársskýrslu
stofnunarinnar fyrir árið 2018.
Árið lengi í minnum haft
Þar segir hún einnig að árið 2018
verði lengi í minnum haft í sögu Per-
sónuverndar og í sögu verndar per-
sónuréttinda í Evrópu. Þar beri fyrst
að nefna að ný evrópsk reglugerð um
persónuvernd og vinnslu persónu-
upplýsinga kom þá til framkvæmda
innan Evrópu og á því ári tóku einnig
gildi íslensk lög um sama efni, sem
lögfestu ákvæði reglugerðarinnar.
„Lögin marka tímamót, þar sem
þau auka rétt einstaklinga yfir per-
sónuupplýsingum sínum gagnvart
ábyrgðaraðilum, hvort sem um er að
ræða fyrirtæki, stjórnvöld, sveitar-
félög eða aðra sem vinna persónu-
upplýsingar,“ skrifar Helga.
Gríðarlegir hagsmunir
Hún segir að þrátt fyrir að enn
séu margir sem velji tæknileg þæg-
indi umfram vernd persónuupplýs-
inga séu augu margra að opnast fyrir
afleiðingum af misnotkun þeirra.
„Cambridge Analytica-málið, þar
sem upplýsingar á Facebook voru
notaðar til þess að reyna að hafa áhrif
á lýðræðislegar kosningar, hefur
hjálpað hér til. Þetta mál hefur um-
fram önnur gert okkur það ljóst að
fyrirtækjum er óheimilt að deila per-
sónuupplýsingum með þriðju aðilum
án heimildar.
Að sama skapi þurfa ein-
staklingar að vera vakandi yfir því
hvaða persónuupplýsingum þeir
kjósa að deila með öðrum – um sig og
aðra, því gríðarlegir hagsmunir geta
verið undir fyrir einstaklinga ef per-
sónuupplýsingar þeirra komast í
hendur óviðkomandi aðila, hvort sem
um er að ræða upplýsingar um
heilsufar, greiðslusögu, nethegðun
eða aðrar tegundir persónuupplýs-
inga,“ segir í ávarpinu.
Árið hafi einkennst af áfram-
haldandi mikilli vitundarvakningu um
persónuverndarmálefni. Persónu-
vernd hélt fjölda námskeiða og kynn-
inga fyrir stofnanir, fyrirtæki og ein-
staklinga, auk þess sem mikil áhersla
var lögð á að koma nýjum leiðbein-
ingum á framfæri.
Aldrei fleiri nýskráð mál
Nýskráð mál hjá Persónuvernd
hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári
er þau voru 2.413 talsins samanborið
við 1.911 mál árið á undan. Fjórfalt
fleiri mál bárust því stofnuninni árið
2018 en á upphafsdögum hennar árið
2002. Símtölum á símatíma fjölgaði
jafnframt mikið árið 2018 og mátti
suma mánuðina greina um 100%
aukningu þeirra miðað við fyrra ár.
Til afgreiðslu árið 2018 voru 2.929
mál og afgreidd voru 1.758 mál. Óaf-
greidd mál við árslok 2018 voru 1.171
talsins. Þessum verkefnum sinntu í
heildina 14 starfsmenn árið 2018.
Sambærileg aukning er einnig
að verða á málum sem berast per-
sónuverndarstofnunum í Evrópu.
Hjá sumum þeirra er aukning mála
allt að því 300-400% á milli ára.
„Ljóst má vera að Persónuvernd
stendur á miklum tímamótum, þar
sem vægi persónuverndar í þjóð-
félaginu er að aukast og almenningur
krefst þess að vita meira um hvernig
persónuupplýsingar eru unnar,“
skrifar Helga Þórisdóttir m.a. í
ávarpi sínu.
Persónuupplýsingar
grundvöllur þjónustu
Starfsemi Persónuverndar 2018
Fjöldi nýskráðra
mála árið 2018
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2002 20182009502 fleiri nýskráð mál en 2017
1.149
Fyrirspurnir, álit
og umsagnir
444
Annað
240
Mál vegna
tilkynninga
72
114
Erlent
samstarf
99
295
Mál vegna
vísinda
rannsókna
2.413 nýskráð mál alls á árinu
Kvartanir, kærur og úrskurðir
Tilkynningar um öryggisbresti
Málafjöldi og afgreiðsla mála
Nýskráð mál hjá Persónuvernd 2002-2018
Nýskráð mál á árinu
2018: 2.413
Óafgreidd erindi frá
fyrri árum: 516
Afgreidd árið 2018: 1.758
Óafgreidd mál í árslok: 1.171
606
1.156
2.413
Alls
2.929
mál
Heimild: Persónuvernd
Fjórföldun frá árinu 2002