Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Eitt líf er for-
varnar- og
fræðsluátak
sem vinnur að
því að sporna
við og draga úr
misnotkun
fíkniefna með
áherslu á lyf-
seðilsskyld lyf,
sér í lagi meðal
barna og ung-
menna. Hjá Einu lífi hefur
verið unnið óhefðbundið for-
varnarstarf í grunnskólum
landsins sem vakið hefur
mikla athygli. Starfsemin
hófst eftir lát ungs drengs,
Einars Darra, í maí 2018 og
byggist á því að fræða börn
og ungmenni, foreldra þeirra
og kennara um þá hættu
sem fylgir neyslu vímuefna
og lyfseðilsskyldra lyfja.
Undirrituð er svo heppin að
hafa hlustað á allar þessar
kynningar en þær eru gjör-
ólíkar eftir því hvort um er
að ræða fræðslu fyrir börn-
in, foreldra þeirra eða kenn-
ara. Allt þetta efni er fram-
úrskarandi vel unnið, byggt
á tölulegum staðreyndum,
unnið eftir viðmiðum Land-
læknisembættisins, byggt á
reynslu og gögnum sem hafa
sannað gildi sitt.
Það sem mér er hins vegar
lífsins ómögulegt að skilja er
hvers vegna foreldrar barna
í grunnskólum mæta illa á
þessar kynningar og fræðslu
sem í boði eru. Hvað er að
hjá foreldrum? Eru þeir svo
uppteknir af sjálfum sér að
þeir gefa sér ekki tíma til að
fá fræðslu um það sem gæti
hugsanlega bjargað börnum
þeirra ef þau lenda í klóm
fíkniefnasala og fara að fikta
við lyf eða vímuefni? Eða
halda foreldrar virkilega að
börnin þeirra geti ekki lent í
neinu? Að það dugi að börn
séu „frá góðum heimilum“
eða að þau stundi íþróttir,
eða að þeim gangi vel í
skóla? Sagan sýnir að það
dugar alls ekki til. Allir for-
eldrar geta lent í því að eiga
börn eða ungmenni sem fikta
við ólögleg lyf eða vímuefni.
Tölur frá Einu lífi um
fjölda foreldra sem mæta á
fræðslufundi hjá þeim eru
sláandi lágar og dæmi eru
um að fjöldi foreldra sé jafn
fjölda fyrirlesara, en þau eru
fjögur talsins. Í fleiri hundr-
uð barna skóla mæta
kannski 10-20 foreldrar. Það
er skammarlegt og virðist
sýna áhugaleysi foreldra á
þessum málefnum. Hafa for-
eldrar t.d. ekki áhuga á að
vita hvað smáforritið heitir
sem börn þeirra geta með
einföldum hætti hlaðið niður
í símana sína, og keypt eða
selt vímuefni?
Hafa foreldrar
ekki áhuga á að
vita að hverju
þau ættu að
leita, gruni þau
að börn þeirra
séu að fikta við
lyf eða vímu-
efni?
Ég neita að
trúa því að for-
eldrar vilji ekki
fræðast um
þessi mál og
vilji ekki vernda og upplýsa
börnin sín. Þess vegna skil
ég ekki hvers vegna for-
eldrar mæta ekki og kynna
sér málin betur. Mig langar
að benda foreldrum á að það
er í raun og veru minna mál
að panta ólögleg lyf eða
vímuefni heldur en að panta
pizzu. Mig langar líka að
benda foreldrum á að inni á
skólalóðum og í hverfinu
þeirra er verið að selja ólög-
leg lyf og vímuefni. Mig
langar líka að benda for-
eldrum á að rannsóknir frá
Rannsóknum og greiningu
sýna að auknar sam-
verustundir barna og for-
eldra draga úr líkum á því að
börn leiðist út í vímuefna-
notkun. Mig langar líka að
benda foreldrum á að sam-
kvæmt sömu rannsóknum þá
hefur samverustundum
barna og foreldra fækkað
síðustu ár, og það er lífsins
nauðsynlegt að þessum
stundum fjölgi aftur. Við
verðum að vera vakandi fyr-
ir því að söluaðilar ólöglegra
lyfja og vímuefna eru nær
börnunum okkar heldur en
okkur grunar, og það er ekki
hræðsluáróður, heldur stað-
reynd!
Á allra vörum stendur nú
fyrir þjóðarátaki og safnar
fyrir áframhaldandi for-
varnar- og fræðslustarfi
Eins lífs, og markmiðið er að
allir grunnskólar landsins
hafi tök á því að fá þessa
mögnuðu fræðslu til sín á
næstu misserum. Það þýðir
að allir foreldrar hafa tök á
að fá þessa fræðslu líka. Ég
hvet ykkur öll til að vakna
og mæta þegar Eitt líf kem-
ur í skólann til barnanna
ykkar.
Vaknaðu – þú átt bara eitt
líf!
Eftir Gróu
Ásgeirsdóttur
Gróa Ásgeirsdóttir
» Allir foreldrar
geta lent í því
að eiga börn eða
ungmenni sem
fikta við ólögleg
lyf eða vímuefni.
Höfundur er ein af forsvars-
konum Á allra vörum.
groaasg@gmail.com
Foreldrar –
vaknið!
✝ Ingólfur Ár-mannsson
fæddist 22. desem-
ber 1936 í Inn-
bænum á Akureyri.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri hinn 1.
september 2019.
Foreldrar hans
voru Ármann Dal-
mannsson, skóg-
arvörður og
íþróttakennari, f. 1894, d. 1978,
og Sigrún Kristjánsdóttir hús-
freyja, f. 1901, d. 1984. Systkini
hans voru: 1) Jón Dalmann, f.
1929, d. 2003, maki Ásta Þor-
steinsdóttir, f. 1937, d. 2006. 2)
Stefanía, f. 1932, d. 2011, maki
Baldur Sigurðsson, f. 1929, d.
2013. 3) Kristján, f. 1944, maki
Guðbjörg Vignisdóttir, f. 1949,
d. 2019.
Ingólfur kvæntist Hrefnu
Hjálmarsdóttur leikskólakenn-
ara, f. 1943, hinn 16. maí 1963.
Foreldrar Hrefnu voru Hjálmar
hann vann hjá Bandalagi ís-
lenskra skáta, m.a. sem erind-
reki, þar sem hann ferðaðist um
landið og aðstoðaði við stofnun
nýrra skátafélaga og við að
endurvekja önnur. Hann kenndi
einn vetur við Langholtsskóla í
Reykjavík og lauk kennaraprófi
1966. Hann kenndi við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar um ára-
bil og var yfirkennari þar síð-
ustu árin. Á því tímabili gegndi
hann einnig stöðu fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra í
afleysingum. Hann var skóla-
stjóri Síðuskóla á Akureyri í tvö
ár. Árið 1986 var hann ráðinn
skóla- og menningarfulltrúi Ak-
ureyrarbæjar og lauk þar störf-
um 65 ára gamall. Eftir það
starfaði hann í nokkur ár sem
leiðsögumaður.
Ingólfur átti fjölmörg áhuga-
mál. Hann var formaður
Skautafélags Akureyrar og
Skógræktarfélags Akureyrar
og var félagsforingi Skátafélags
Akureyrar. Hann hafði áhuga á
fjalla- og skíðaferðum, æsku-
lýðs- og menningarmálum og
norrænu samstarfi, svo fátt eitt
sé nefnt.
Útför Ingólfs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 13. sept-
ember 2019, klukkan 13.30.
Gíslason, f. 1911, d.
1973, og Soffía
Ásgeirsdóttir, f.
1917, d. 2004.
Ingólfur og
Hrefna hófu bú-
skap í Reykjavík en
fluttust til Akur-
eyrar 1966 og
bjuggu þar alla tíð
síðan.
Börn þeirra eru:
1) Ármann, f. 1964,
kona hans er Erla Anderson.
Börn þeirra eru Vala Pauline og
Ari Dalmann. Þau eru búsett í
Edmonton í Kanada. 2) Auður
Hrefna, f. 1970, búsett á Akur-
eyri. 3) Ásgeir H., f. 1976, bú-
settur í Prag í Tékklandi.
Ingólfur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1956, fór síðan í nám í Edinborg
í Skotlandi og dvaldist þar í tvö
ár. Haustið 1958 flutti hann til
Skagastrandar og kenndi við
barnaskólann þar í tvö ár. Síðan
lá leiðin til Reykjavíkur þar sem
Pabbi: Traustur og tryggur.
Hlýr og hvetjandi. Lífsglaður og
glettinn. Kraftmikill og kapp-
samur. Yfirvegaður. Kletturinn
minn. Kletturinn okkar allra.
Það er snúið að finna orð á
kveðjustund þegar ein af mikil-
vægustu manneskjunum í lífinu
hverfur á braut. Tilfinningarnar
sem takast á innra með mér eru
djúpt þakklæti, sorg og tregi.
Pabbi var athafnasamur,
gegndi mörgum ábyrgðarstörf-
um og lét til sín taka í samfélag-
inu. Hann var skólamaður, skáti,
skautamaður, áhugamaður um
skógrækt, mannrækt og svo
margt fleira. En fyrst og fremst
var hann kennari. Hann kom víða
við og snerti líf margra. Þrátt
fyrir að láta til sín taka man ég
aldrei eftir að hafa heyrt honum
hallmælt í mín eyru. Hann var
farsæll í starfi, átti auðvelt með
að vinna með fólki og bæði gamlir
nemendur og samstarfsfólk ber
honum vel söguna.
Fyrir mér var hann pabbi. Sá
sem elskaði mig án nokkurra
skilyrða. Sá sem var alltaf tilbúin
að aðstoða, sama hversu upptek-
inn hann var eða þreyttur eftir
langan vinnudag. Sá sem studdi
mig og hvatti.
Myndin í huga mér síðustu
daga er af mér og pabba á skaut-
um. Ég er sennilega 8 eða 9 ára
gömul. Það brakar í ísnum og ég
er svolítið óttaslegin. „Þetta eru
traustabrestir,“ segir pabbi og
hvetur mig áfram. Heldur fast í
höndina á mér, en fer samt með
mér lengra og lengra út á ísinn.
Hvetur mig til að kanna nýjar
slóðir, en er jafnframt tilbúinn að
grípa mig ef ég missi kjarkinn
eða fer of geyst.
Það að vita af pabba í stuðn-
ingsliðinu gaf mér kjark til að
takast á við lífið.
Pabbi birtist flestum sem
yfirvegaður og rólegur maður.
Hann gat verið fáorður og hann
var sjaldan með neinn flumbru-
gang. En bak við þetta rólega yf-
irbragð leyndist sterkur vilji.
Þeir sem þekktu hann vel vissu
líka að hann mikill húmoristi og
alltaf til í glens og grín. Hann lét
verkin tala og ef hann stóð
frammi fyrir áskorun var hann
meira fyrir að leita lausna heldur
en að sitja og barma sér.
Það er ekki hægt að tala um
pabba án þess að minnast á
mömmu. Þau áttu 58 ár saman.
Ólík en samhent. Þau bjuggu að
öllum góðu árunum þegar veik-
indi pabba kölluðu á breytt hlut-
verk hjá þeim báðum. Það hefur
verið ótrúlegt að fylgjast með
styrk mömmu síðasta áratuginn
og hvernig hún tókst á við það
verkefni að taka við allri ábyrgð
heimilisins ásamt því að bera hit-
ann og þungann af umönnun
pabba. Þvílíkt lán að eiga þau
bæði að, þessar sterku og kær-
leiksríku manneskjur.
Kvöldið áður en pabbi dó
kyssti ég hann á ennið, eins og ég
gerði alltaf sem lítil stelpa áður
en ég fór að sofa. Lífskrafturinn
fór þverrandi og ég var ekki al-
veg viss hvort hann vissi af mér.
En þegar ég hallaði mér að hon-
um fann ég létta snertingu.
Kveðjukoss á kinn.
Takk pabbi minn fyrir að gefa
mér gott veganesti út í lífið. Takk
fyrir að leyfa mér að gráta með
þér og hlæja með þér. Takk fyrir
að vera þú.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Þetta var á Drekabrúnni í Lju-
bljana, hinn 22. desember 2002.
Ljubljana þýðir ástkær á slóv-
ensku. Þetta var rétt fyrir jól, á
afmælinu hans pabba. Fáar borg-
ir eru jólalegri en Ljubljana í sín-
um desemberbúningi og þar
keypti ég mér súkkulaðihúðað
epli og kerti, fór með hvort
tveggja á Drekabrúna og kveikti
á kertinu fyrir pabba og hringdi
afmælissímtalið til hans. Þá var
hann tiltölulega nýbakaður ellilíf-
eyrisþegi sem vann sem leiðsögu-
maður í hjáverkum. Tæpum sex
árum seinna fór pabbi svo sjálfur
til Slóveníu, með Agga ská-
frænda í ferð gamalla gagnfræð-
inga. Ég hef sjaldan séð hann
glaðari en þegar þeir kallarnir
komu heim – blaðskellandi og
glettnir, pínulítið eins og þeir
væru gengnir aftur í unglings-
dóm gagnfræðaskólaáranna.
Hann gaf mér svartan Slóveníu-
bol, sem á einhvern dularfullan
hátt verður alltaf síðasti bolur
fyrir hrun. Bæði af því þetta var
rétt fyrir hrun og líka af því þetta
var síðasta skiptið sem ég hitti
hann eins og hann átti að sér að
vera, rétt fyrir heilablóðfallið.
Það var skammtímaminnið
sem fór fyrst og nú þarf ég að
treysta á langtímaminnið til að
muna hann eins og hann var, áð-
ur en hann byrjaði að hverfa okk-
ur. Búandi ýmist hinum megin á
landinu eða í öðrum löndum þá
var hann alltaf horfinn aðeins
lengra í burtu í hvert skipti sem
ég hitti hann, aðeins fjær raun-
veruleikanum. En þá kom samt
betur í ljós dálítið prakkaralegur
stríðnispúki í honum – þegar
hann skynjaði ekki heiminn al-
mennilega lengur þá sá hann held
ég stundum betur hvað þessi
heimur gat verið spaugilegur.
En ég man að þegar ég byrjaði
í kennsluréttindanámi þá var ein
spurning sem við þurftum ítrek-
að að svara, í mismunandi út-
gáfum: Hver var uppáhaldskenn-
arinn? Hvar lærðirðu mest um
kennslu? Hvenær fékkstu áhuga
á kennslu? Og svarið var alltaf:
Hjá pabba. Samt kenndi pabbi
mér aldrei (nema nokkra auka-
tíma í stærðfræði rétt fyrir próf í
menntaskóla), enda passaði hann
alltaf að kenna aldrei börnunum
sínum og var auk þess löngu
hættur að kenna í gagnfræða-
skólanum þegar ég kom þangað.
En hann var skólamaður allt sitt
líf og í hvert skipti sem ég kom
heim úr skólanum og annaðhvort
bölvaði eða dásamaði einhvern
kennara þá var hann alltaf til í
samræður um það, alvarlegar
samræður um kosti og galla
kennslunnar við lítinn pjakk sem
vissi örugglega ekki hvað orðið
kennslufræði þýddi. Ólíkt mér
þurfti hann samt aldrei að eiga
lokaorðið, hann hjálpaði mér ein-
faldlega að finna lokaorðin sjálf-
ur.
Og það var galdurinn við upp-
eldið hjá honum og mömmu – þau
ræktuðu með okkur forvitni og
kynntu okkur fyrir hlutum án
þess nokkurn tímann að beina
okkur í einhvern ákveðinn far-
veg, nestuðu mann með gagn-
rýnu umburðarlyndi og kenndu
okkur að mæta lífinu með opnum
hug. Það var arfurinn sem ég
fékk frá þeim, arfurinn sem ber
að þakka með þessum minninga-
brotum.
Ásgeir H. Ingólfsson.
Það koma ekkert annað en
góðar minningar upp í hugann
um bróður minn Ingólf, eða Inga,
eins og hann var gjarnan kallaður
þegar við vorum að alast upp í
Aðalstrætinu í Innbænum á Ak-
ureyri.
Þegar ég fæddist var Ingólfur
sjö ára, Stefanía 11 og Jón Dal-
mann 15. Það kom því í hlut Ing-
ólfs að hafa nokkurt eftirlit með
og þjálfa þetta örverpi í fjölskyld-
unni.
Íþróttir voru hátt skrifaðar hjá
okkur bræðrum. Ber þar fyrst að
nefna skauta og skíði sem við
stunduðum af kappi á veturna.
Knattspyrnu stunduðum við Ing-
ólfur á sumrin á lóðinni heima
sem var ekki mjög stór og því að-
eins einn í hvoru liði. Knatt-
spyrna getur verið hættuleg
íþrótt. Það kom oftar en ekki fyr-
ir að Ingólfur lá í valnum og hafði
farið úr axlarlið. Hann kenndi
mér hvernig ég gæti aðstoðað
hann við að koma því í lag. – Þú
verður að spyrna hérna, toga svo
í handlegginn aðeins hærra og til
vinstri eða hægri. Báðir renn-
sveittir, ég af skelfingu og Ing-
ólfur af sársauka.
Öræfaferðir voru ofarlega á
verkefnalistanum og þar var nú
Jón Dalmann bróðir okkar for-
ustusauðurinn. Eftirminnileg er
ferð sem við og fleiri fórum upp
úr botni Eyjafjarðar á „Snjókett-
inum“, snjóbíl sem Baldur mágur
okkar átti. Veður var í sjálfu sér
ágætt en þegar komið var upp á
hálendið var farið að snjóa, þann-
ig að skyggni var vægast sagt
slæmt. Ingólfur smellti þá á sig
skíðunum og var bundinn aftan í
Snjóköttinn með löngum kaðli til
að vélbúnaður bílsins truflaði
ekki áttavitann hans. Svo gaf
hann merki til vinstri og hægri
og, merkilegt nokk, við komum
að endingu að Laugafellsskála en
þangað var ferðinni heitið fyrsta
legginn. Já, hann kunni á áttavita
og rataði. Hann var nefnilega
skáti hann Ingólfur.
Eftirminnileg er einnig ferð
sem við bræður fórum ásamt sex
öðrum fjallagörpum. Ekið var á
þrem nýjum Landrover-jeppum
upp að Vatnajökli og gengið yfir
Brúarjökul, sem var mjög
sprunginn og við vorum vopnaðir
ísöxum og tengdir saman fjórir
og fimm með öryggisköðlum.
Næsta dag var erfið ganga upp á
Kverkfjöll.
Þegar kom að framhaldsskóla-
göngu og stofnun fjölskyldu fljót-
lega eftir það urðu samskiptin
stopulli og með öðrum hætti. En
samt alltaf ánægjuleg og góð.
Ingólfur var mikill félagsmála-
maður og farsæll í sínum störf-
um. Sama má segja um hana
Hrefnu sem varð lífsförunautur
hans og saman byggðu þau ást-
ríkt heimili ásamt börnum sínum.
Það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með hversu dugleg hún
hefur verið að hlúa að og hjúkra
honum í veikindum hans. Meðan
mögulegt var tók hún hann með á
menningarviðburði, ferðir og
hvers konar samkomur að
ógleymdum kaffihúsaferðum og
gönguferðum.
Það er erfitt að missa ástvin í
gleymskunnar dá en það er jafn-
framt oft sagt að það sé einnig
ákveðinn léttir þegar kallið kem-
ur. Sennilega er það svo fyrir
þann sem kveður en það er ekki
endilega svo fyrir þann eða þá
sem eftir standa.
Hrefna mín, ég votta þér og
þínum mína innilegustu samúð.
Kristján Ármannsson.
Kær frændi og vinur er fallinn
frá.
Það mun hafa verið sumarið
1941 sem góð vinahjón foreldra
minna hugðust fara í ferðalag
norður í land. Þau áttu bifreið,
sem ekki var algengt, og buðu
foreldrum mínum með í ferðina.
Þá voru ennþá mjóir malarvegir
með útskotum. Það var komið við
á Mýrunum og Úlli bróðir minn
tekinn með í ferðina, síðan var
komið í Hnappadalinn þar sem ég
var í sveit. Svona ferð var ekki
farin á einum degi, svo tjald,
prímus og nesti var haft með.
Engum leiddist þó leiðin væri
löng. Svo var komið í Aðalstræti
62 á Akureyri. Þar bjó Ármann
föðurbróðir minn og fjölskylda.
Þar sem Kristján var ekki fædd-
ur var Ingólfur sá eini sem var
heima, því Fanna og Dalli voru
bæði í sveit en fengu að koma
heim til að kynnast þessum
frændsystkinum sínum. Þetta
voru góð kynni og urðum við Ing-
ólfur strax bestu vinir og höfum
verið það síðan.
Síðan er Aðalstræti 62 okkar
Akureyri.
Ingólfur var nokkur ár í
Reykjavík. Móðir mín átti syst-
urbörn sem hana langaði mikið til
að fá öll í heimsókn og gera eitt-
hvað skemmtilegt, þau elstu voru
þá að fermast svo henni fannst
ekki seinna vænna en að reyna að
ná þeim saman. Hún ræddi þetta
við Ingólf og hann féllst á að að-
stoða sem hann gerði og varð hin
besta skemmtun með varðeldi og
ýmsum skemmtilegum leikjum
sem skátar kunna svo vel. Var
hún honum ævinlega þakklát fyr-
ir og gott ef þau muna ekki ennþá
eftir þessu þó sum séu nú komin á
áttræðisaldur.
Það eru til myndir af þeim
bræðrum, Dalla og Inga, þegar
Ingólfur
Ármannsson
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að-
sendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun
og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru
sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi
þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.