Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.
40 ára Steinunn er frá
Kollslæk í Reykholtsdal
í Borgarfirði en býr í
Garðabæ. Hún er
íþróttafræðingur, lög-
reglumaður og at-
vinnukafari að mennt.
Steinunn er kennari hjá
Slysavarnaskóla sjómanna.
Maki: Leifur Halldórsson, f. 1967, rann-
sóknarlögreglumaður.
Börn: Einar Már, f. 2003, og Hafdís Ósk,
f. 2010.
Foreldrar: Einar Valgarð Björnsson, f.
1952, umsjónarmaður í Svignaskarði, og
Hafdís Þórðardóttir, f. 1953, þroskaþjálfi.
Þau eru búsett á Hvanneyri.
Steinunn
Einarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í heiminum eru tvenns konar
vandamál, þín og annarra. Sýndu öðrum
skilning. Einbeittu þér algerlega að því
sem þú þráir.
20. apríl - 20. maí
Naut Að hluta til viltu reyna að þóknast
öðrum því það er erfitt að vera ekki sam-
þykkt/ur. Gerðu það sem í þínu valdi
stendur til að láta hlutina ganga upp.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er gaman að sigla fyrir full-
um seglum en vertu viðbúin/n því að
vindurinn geti blásið úr annarri átt. Kann-
aðu alla málavexti áður en þú dæmir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gömul vandamál, sem tengjast
börnum, munu hugsanlega koma upp.
Mundu að ofmetnast ekki, því dramb er
falli næst.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki hætta! Þú ert alveg að ná tak-
markinu þótt þú sjáir það ekki. Vinir gefa
góð ráð. Kynntu þér möguleikana sem þér
standa til boða og þú finnur efalaust eitt-
hvað við hæfi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú kemur ekki miklu í verk þar sem
dagdraumar sækja á þig. Ekki bíða eftir
fellibyl til að hrista upp í hlutunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lífið er gott um þessar mundir. Leit-
aðu ráða hjá sérfræðingum og athugaðu
hvernig aðrir gera það sem þú vilt gera.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samstarfsmaður, sem þú
hefur svo sem ekki veitt neina athygli, leit-
ar til þín með vandasamt mál. Farðu fyrr
að sofa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Því meira sem þú veist, því
minna langar þig að vita um einkalíf ann-
arra. Tíma þínum er vel varið í sjálfboða-
liðastörf.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er eitt og annað í þínum
eigin garði sem þarfnast athugunar og úr-
bóta. Láttu af allri þrætugirni og lærðu af
mistökunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú kemst ekki hjá því að leggja
hart að þér á næstunni. Leggðu allt kapp á
að finna farsæla lausn svo þú getir sofið
róleg/ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Töfrar fara á stjá þegar þú lætur af
því að reyna að vera fullkomin/n. Ef þú
býst við að ná árangri ertu á réttri leið.
til að hvíla hugann frá ritstörf-
unum og tilvalið til að eiga gæða-
stundir með vinum. Svo er ég að
sjálfsögðu í bókaklúbbi með góð-
um vinkonum frá háskólaárunum
sem er skemmtileg leið til að lesa
bækur af ólíku tagi og skiptast á
skoðunum. Ég er félagi í Soropt-
imistum sem eru samtök sem
vinna að góðum málefnum og þá
sérstaklega bættum hag kvenna.
Að sjálfsögðu fer ég oft í leik-
hús og á tónleika en ætla að verða
duglegri við að sækja myndlistar-
sýningar. Ég hef líka mikinn
áhuga á því sem er að gerast í
sjónvarps- og kvikmyndagerð.
Fjölskyldan er þó mitt aðaláhuga-
mál, ef hægt er að orða það sem
svo, við búum við mikið barna-,
tengdabarna- og barnabarnalán
og ég er ansi heppin með stórfjöl-
skylduna, sem og afbragðs vini og
kunningja. Dótturdætur okkar
tvær, Sólveig Kristjana 7 ára og
Inga Lára 4 ára, eru hamingju-
sprengjur og við erum svo lánsöm
að þær búa rétt hjá okkur og
auðga lífið svo um munar.
stunda leikfimi og fer oft í sund.
Svo er ég loksins farin að hafa
áhuga á golfi, þökk sé þrautseigju
eiginmannsins sem árum saman
hefur strögglað við að glæða áhuga
minn á þessu sporti. Golfið er gott
S
ólveig Pálsdóttir fæddist
í Reykjavík 13. septem-
ber 1959 en bjó fyrstu
æviárin í Danmörku og
Svíþjóð. Síðan lá leiðin í
Melaskóla, Hagaskóla, Lindargötu-
skóla og Fjölbrautaskólann við Ár-
múla.
Frá sex til tólf ára aldurs dvaldi
Sólveig hvert sumar í Austur-
Skaftafellssýslu hjá úrvalsfólki á
bænum Hraunkoti í Lóni og á ung-
lingsárunum vann hún í fiski, við
afgreiðslu- og skrifstofustörf en
meðfram skóla á vetrum sótti hún
Leiklistarskóla Helga Skúlasonar
flestar helgar. Sólveig lauk fjög-
urra ára námi frá Leiklistarskóla
Íslands árið 1982 og starfaði við
leiklist næstu árin. Hún hefur leik-
ið á fjölum leikhúsa, í útvarpi,
sjónvarpi og í auglýsingum. Hún
hefur unnið við dagskrárgerð hjá
RÚV Rás 1 og kennt á fjölda nám-
skeiða m.a. hjá Iðntæknistofnun
Íslands/Nýsköpunarmiðstöð auk
þess að taka að sér margvísleg
verkefni á sviði menningar og
kennslu.
Sólveig lauk BA-gráðu í al-
mennri bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands 1996 og kennslurétt-
indanámi frá Kennaraháskólanum
2003. Hún var íslensku-, tjáningar-
og leiklistarkennari hjá Hringsjá,
náms- og starfsendurhæfingu
1996-2013. Sólveig hefur tekið að
sér setu í ýmsum nefndum og ráð-
um og var m.a. formaður menning-
arnefndar Seltjarnarness í átta ár.
Fyrsta bók hennar, Leikarinn,
kom út 2012 og ári síðar Hinir
réttlátu, Flekklaus 2015 og Refur-
inn 2017. Fimmta bók hennar,
Fjötrar, er á leið í prentun og
kemur út í október. Sólveig var
valin bæjarlistamaður Seltjarnar-
ness 2019, fyrst rithöfunda.
Áhugamálin eru mörg: „Ég er
félagslynd og þykir alltaf gaman
að kynnast nýju fólki. Hef yndi af
að ferðast og við hjónin gerum
mikið að því, bæði innanlands og
utan. Ferðalögum mínum hefur
fjölgað eftir að ég byrjaði að skrifa
því ég ferðast þó nokkuð vegna
bókanna minna. Ég geng mikið,
Þetta ár, 2019, hefur verið ákaf-
lega ánægjulegt. Í upphafi árs
hlotnaðist mér sá heiður að vera
útnefnd bæjarlistamaður Sel-
tjarnarness, sem mér þykir ákaf-
lega vænt um og 17. júní var ég
fjallkona í þriðja skiptið á ævinni.
Ætli það sé ekki met? Árið 1985
var ég fjallkona í Reykjavík, þá
ung leikkona, í annað skiptið 1996
á Seltjarnarnesi en sama dag út-
skrifaðist ég úr bókmenntafræð-
inni og svo aftur í ár þegar ég
stend á sextugu. Í hvert skipti
klæddist ég hinum undurfallega
skautbúningi ömmu minnar, Dóru
Þórhallsdóttur forsetafrúar, en
móðir mín, Björg, notaði hann
einnig við sérstök tækifæri. Svo
kemur fimmta bókin mín út núna
í haust, tæpum tíu árum eftir að
ég byrjaði að skrifa og átta árum
eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Síðasti
áratugur hefur verið ótrúlega fjöl-
breyttur og skemmtilegur og nú
hlakka ég mikið til þess næsta
enda er allt sextugum fært. Ein-
hvern veginn er ég þannig gerð
að finnast hvert aldursskeið
spennandi og lífið fullt af tæki-
færum.“
Sólveig verður stödd í Kaup-
mannahöfn með sínum nánustu á
afmælisdaginn en fagnar afmæl-
inu enn frekar þegar Fjötrar
koma út eftir mánuð eða svo.
Fjölskylda
Eiginmaður Sólveigar er Torfi
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 2. febr-
úar 1955, forstöðumaður sam-
félagstengsla hjá Brimi. For-
eldrar: Áslaug Guðrún Torfadóttir
f. 28. janúar 1931, d. 5. febrúar
1978, húsmóðir og Þorsteinn
Svanur Jónsson, f. 8. september
1935, smiður. Þau skildu.
Börn Sólveigar og Torfa eru 1)
Áslaug Torfadóttir, f. 28. nóvem-
ber 1982, handritshöfundur og
jógakennari í Reykjavík, 2) Björg
Torfadóttir, f. 10. mars 1987,
stjórnmálafræðingur, starfar hjá
utanríkisráðuneytinu, maki henn-
ar er Pétur Hrafn Hafstein, f. 14.
september 1987, saksóknarfulltrúi
hjá héraðssaksóknara, dætur
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur – 60 ára
Fjölskyldan Sólveig og Torfi ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Fimmta bókin á leið í prentun
Bæjarlistamaður Sólveig Pálsdóttir.
30 ára Vera er Reyk-
víkingur, ólst upp í
miðbænum og býr
þar. Hún er með BA-
gráðu í arabískum
fræðum frá Stokk-
hólmsháskóla. Vera er
dagskrárgerðarmaður
á RÚV og sér um þættina Í ljósi sögunnar
og er einnig á Morgunvaktinni á Rás 1.
Systkini: Gísli Galdur Þorgeirsson, f.
1982, tónlistarmaður, og Ísleifur Eldur Ill-
ugason, f. 1999, tónlistarmaður.
Foreldrar: Illugi Jökulsson, f. 1960, rit-
höfundur, og Guðrún S. Gísladóttir, f.
1954, leikkona. Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Vera Sóley
Illugadóttir
Til hamingju með daginn
Blönduós Benedikt Bjarni Blöndal
Lárusson fæddist 3. september 2018
kl. 7.46 á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Hann vó 2.906 g og var 50 cm langur.
Foreldrar hans eru Páley Sonja Wium
Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal
Benediktsson.
Nýr borgari