Morgunblaðið - 13.09.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
VINNINGASKRÁ
19. útdráttur 12. september 2019
153 10951 21429 28567 39288 50825 59363 70895
719 11224 22795 28792 39542 51086 59382 71715
1171 11856 22808 28808 39667 51634 59395 71776
1455 11950 22938 29101 39699 51658 59547 72520
1460 12367 23099 29123 39852 51803 59874 73039
1799 12484 23415 29393 39853 52001 59882 73291
1927 12859 23831 29573 40059 52142 60129 73336
2258 13084 23849 29605 40322 52297 60163 73350
2460 13322 24050 30037 40732 52338 60315 73676
2515 14008 24057 30989 41536 52455 60438 73713
2634 14551 24082 31346 41987 52868 60630 73772
2637 15406 24183 32775 42119 53030 61082 73876
3708 15578 24268 32952 42508 53530 61577 74992
3799 15612 24307 33021 42974 53534 61702 75095
3807 15627 24473 33678 43587 53949 62115 75149
3954 15639 24683 34188 43621 54212 62327 75653
4120 15760 24767 34938 43755 54475 62540 75734
4595 16048 25003 35216 44463 54565 62551 75838
4663 16058 25097 35221 44506 54960 62581 75968
4774 16163 25158 35251 45207 55028 63690 76289
5600 16295 25440 35525 45296 55561 63915 76611
5632 17421 25680 35748 45380 55577 64173 77333
5881 18306 25816 35810 46097 56210 64472 77426
5997 18700 25823 35849 46144 56662 64757 78408
6243 18716 26126 35900 46304 56923 64839 78673
6734 18763 26248 35944 46576 57095 65253 78699
7428 18769 26802 36258 46707 57184 65758 79392
7479 19288 26951 36431 46954 57709 66629 79439
7644 19603 27161 36462 47971 58095 66800 79790
7704 19651 27354 36594 48395 58230 67974 79860
7982 20087 27378 36961 48649 58278 68032 79921
8371 20285 27443 37606 49127 58386 68192
8525 20448 27465 37753 49247 58399 68196
8619 20754 27563 37992 49316 58709 68575
9126 20904 27979 38044 49433 58744 69259
10171 21106 28132 38365 50315 58798 69576
10485 21185 28440 38971 50772 59147 70421
578 7494 21412 28559 39883 52805 66446 72400
878 9332 21529 28790 41872 53209 66866 73303
1273 10647 21583 29169 43154 54267 67590 74003
1910 12983 21612 29515 45879 54644 67688 74401
3254 15202 22998 29999 47167 55151 67905 76671
3454 16476 23570 30190 47175 56399 68541 77228
3697 17084 24627 32116 47268 57051 68724 77682
4030 17209 24838 33418 47409 58504 68748 77801
4191 17227 25299 35866 48302 59824 69415 78731
4696 17501 25777 36959 48662 60110 69703
6068 18179 26122 37237 48916 62704 70799
6770 20174 27727 38317 50416 64705 71889
6865 20650 27733 38574 50662 66288 72246
Næstu útdrættir fara fram 19. & 26. september 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
4702 62125 68696 71263 78545
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
8007 23522 30781 46341 52774 71505
8389 27492 32386 47684 54941 73942
12539 29335 33685 50490 61548 74030
13239 30046 41278 51589 64306 74414
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 8 8 9 0
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Yfirnáttúrulegt tímaflakk er út-
gangspunktur myndlistarsýningar-
innar Þrettándi mánuðurinn sem
myndlistarmaðurinn Styrmir Örn
Guðmundsson stendur að og verður
opnuð í Berg Contemporary í dag,
föstudag, klukkan 17.
„Ég er að sýna ný verk, blekteikn-
ingar og skúlptúra. Teikningarnar
eru yfirnáttúrulegar í eðli sínu og ég
er að reyna að tala fyrir því sem kall-
ast spi-fi, spiritual fiction, eins og
sci-fi nema bara spi-fi,“ segir Styrm-
ir.
Skúlptúrarnir á sýningunni eru
svokallaðir hreyfiskúlptúrar (e.
kinetic sculptures), að sögn Styrmis.
„Það er í boði fyrir gesti að koma við
verkin, snerta þau og ýta við þeim.
Sýningargestir virkja þau þannig
með nærveru sinni og þannig verður
til gjörningur,“ segir hann.
Gestirnir verða þannig hluti af
sýningunni. „Ég vil að gestirnir séu
virkir þátttakendur í sýningunni.
Það er algengt á myndlistarsýning-
um að fólki sé bannað að snerta en
með þessum skúlptúrum er ég að
reyna að brjóta þá hefð upp.“
Skúlptúrar Styrmis þarfnast nær-
veru sýningargesta til þess að skúlp-
túrarnir komist á hreyfingu. Til
dæmis grænir fuglar sem Styrmir
kallar geimverur. Fuglarnir taka á
móti gestum og gestir virkja þá með
því að opna útidyrnar, gustur sem
frá útidyrunum berst fær fuglana til
að hreyfa sig.
Verkið „Huglægt sjálfuprik“ er
heimagerð útgáfa af sjálfupriki (e.
selfie stick). Það „leyfir gestum að
líta myndlistina augum á meðan þeir
geta horft á sjálfa sig á sama tíma,
og litið þannig fram á við og aftur á
bak og fram á við og aftur á bak. Það
sem eftir situr er endurgerð ímynd-
arinnar, huglæg ljósmynd,“ eins og
segir í texta Katharinu Wendler um
sýninguna.
Titillinn sjálfstætt verk
„Þátttaka gesta er abstrakt. Eitt
verkið kallast „Gestaþraut“ og er
þrívítt púsluspil sem gestir geta
reynt að leysa en það er svo stórt að
það þurfa alla vega tveir í einu að
leysa það. Sú hugmynd sem þar ligg-
ur að baki er sú að það þurfi fleiri en
einn til að leysa þrautir lífsins,“
segir Styrmir.
Titill sýningarinnar er verk út af
fyrir sig, að sögn Styrmis. „Hann
gerir ekki tilraun til að útskýra sýn-
inguna, hann er frekar eitt af verk-
unum. Titillinn varð til vegna þess
að sýningin er opnuð föstudaginn
þrettánda á fullu tungli og hann er
tillaga að því að brjóta upp hið hefð-
bundna form á dagatali. Þrettándi
mánuðurinn er ímyndað rými sem er
umfram hina hefðbundnu tólf mán-
uði. Inni í þessu rými getum við leik-
ið okkur og fundið innblástur,“ segir
Styrmir.
Á sýningunni reynir hann að eiga
við lögmál eðlisfræðinnar með list-
rænum aðferðum, að eigin sögn.
Styrmir flutti gjörningarapp til höf-
uðs vestrænni læknisfræði á ýmsum
stöðum í Evrópu árið 2017, m.a. á
Feneyjatvíæringnum, og því ekki úr
vegi að spyrja hann hvort Þrettándi
mánuðurinn tengist fyrri verkum
hans á einhvern hátt.
„Sem listamaður er maður alltaf í
einhvers konar áframhaldi og endur-
vinnslu og allt þar fram eftir götun-
um. Ég hef oft gert verk sem eru
með sterkt þema en þessi sýning er
aðeins lausari í sér. Núna er ég bú-
inn að taka saman mörg verk og búa
til ákveðna frásögn úr því,“ segir
Styrmir.
Verk sem þarfnast
nærveru áhorfenda
Listamaðurinn innblásinn af yfirnáttúrulegu tímaflakki
Morgunblaðið/Hari
Myndlist Styrmir vill að áhorfendur séu þátttakendur í sýningunni og bæti þannig við hana með sínum gjörningum.
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur
verið útskrifaður af spítala en hann lenti í alvarlegu bíl-
slysi fyrir tíu dögum. Vefur tímaritsins People hefur
það eftir ónefndum heimildarmanni að Hart sé nú kom-
inn í endurhæfingu en hann meiddist illa á baki. Hart
var farþegi í eigin bifreið og missti ökumaðurinn, Jared
nokkur Black, stjórn á henni og endaði bíllinn ofan í
skurði í Malibu. Eiginkona Hart, Eniko Parrish, sagði
frá því í síðustu viku að Hart væri á batavegi og myndi
ná sér að fullu. Kevin Hart
Kevin Hart útskrifaður af spítala
Tilkynnt hefur verið hvaða kvik-
myndir verða sýndar í aðal-
keppnisflokki Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, RIFF,
sem hefst 26. september. Flokk-
urinn nefnist Vitranir og mun dóm-
nefnd velja eina mynd sem hlýtur
Gullna lundann.
Í Vitrunum tefla níu leikstjórar
fram fyrstu eða annarri kvikmynd
sinni og segir í tilkynningu að
myndirnar ögri viðteknum gildum í
kvikmyndagerð og vísi veg kvik-
myndalistarinnar til framtíðar.
Kvikmyndirnar í Vitrunum eru
eftirfarandi: Nuestras madres/
Mæður okkar eftir leikstjórann
César Díaz, The Orphanage/
Munaðarleysingjahælið eftir leik-
stjórann Shahrbanoo Sadat, heim-
ildarmyndin Síðasta haustið eftir
Yrsu Roca Fannberg, Burning
cane/Brennandi reyr eftir Phillip
Youmans, Maternal/Í móðurætt
eftir Mauru Delpero, Ivana cea
Groaznicã/Hræðilega Ívana eftir
Ivönu Mladenoviæ, The Light-
house/Vitinn eftir Robert Eggers,
Corpus christi/Líkami Krists eftir
Jan Komasa og Abou Leila eftir
leikstjórann Amin Sidi-Boumé-
diène. Í dómnefnd Vitrana sitja
Jakub Duszynski sem sér um dreif-
ingu kvikmynda, er dagskrárstjóri
og fyrrverandi forseti Europa Dist-
ribution; Nick Davis sem er kvik-
myndagagnrýnandi hjá Film Com-
ment og dósent í kvikmyndafræði
við Northwestern-háskólann í
Bandaríkjunum og leikkonan Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir.
Frekari upplýsingar um RIFF má
finna á vef hátíðarinnar, riff.is.
Níu kvikmyndir sýndar í Vitrunum
Hræðileg? Úr kvikmyndinni Ivana cea
Groaznicã eða Ívönu hræðilegu.
Bandaríski tón-
listar- og mynd-
listarmaðurinn
Daniel Johnston
er látinn, 58 ára
að aldri. Dánar-
orsökin var
hjartaáfall.
Johnston þótti
í meira lagi sér-
vitur lagahöf-
undur, naut mikilla vinsælda í
bandarísku indírokkssenunni og
átti sér stóran hóp dyggra aðdá-
enda. Meðal þeirra sem minnst hafa
Johnston eru tónlistarmaðurinn
Beck, leikstjórinn Judd Apatow og
leikarinn Elijah Wood.
Johnston fæddist í Kaliforníu ár-
ið 1961 og ólst upp í Vestur-Virg-
iníu. Hann flutti síðar til Austin í
Texas og fór þar að vekja athygli
fyrir einfaldar og heillandi laga-
smíðar. Hann gaf fólki snældur með
lögum sínum á götum úti og tók síð-
ar upp fjölda platna og gaf út. Á tí-
unda áratugnum greindist hann
með geðhvarfasýki og glímdi við
veikindi af ýmsum toga um ævina.
Daniel Johnston
látinn, 58 ára
Daniel Johnston