Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
✝ Ólafur Jón Ein-arsson fæddist
í Reykjavík 10.
september 1950.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 29.
september 2019.
Foreldrar hans
voru Einar Ólafs-
son frá Keflavík, f.
12.11. 1912, og Liss
Mudie Ólafsson frá
Kaupmannahöfn, f. 30.12. 1924.
Ólafur var elstur þriggja systk-
ina, systur hans eru Marianna, f.
18.11. 1952, gift Þorsteini Mar-
teinssyni, og Guðrún, f. 1.3.
1958, gift Einari
Páli Svavarssyni.
Dætur Ólafs eru
Lísa, f. 27.9. 1973,
gift Birgi Jónssyni,
Þórunn, f. 17.4.
1988, og Arna, f.
21.8. 1989, maki
hennar er Friðrik
Þór Hjartarson.
Barnabörnin eru
sex talsins, Daníel,
Kári, Sindri, Alex,
Aníta og Edda.
Útför Ólafs Jóns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. októ-
ber 2019, klukkan 15.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku pabbi okkar lést á
líknardeild Landspítalans í
Kópavogi sunnudaginn 29. sept-
ember.
Pabbi kenndi okkur svo
margt. Nú undir lokin æðruleysi
og þakklæti en þar á undan
dugnað, seiglu, svo ekki sé
minnst á heitin á öllum sveita-
bæjum, fjöllum og vötnum um
landið. Einkunnarorð hans og
hvatning til okkar systra voru
„Hasta la victoria siempre“ –
ávallt til sigurs! Líkamleg orr-
usta hans við krabbameinið
vannst þó ekki en meinið bugaði
hann aldrei og var hann líkur sér
allt fram á síðustu stund.
Pabbi var alltaf hlýr og ófeim-
inn við að tjá okkur systrum ást
sína á okkur sem er svo sann-
arlega gagnkvæm.
Elsku pabbi, ég er svo þakklát
fyrir að þú varst og verður alltaf
pabbi minn. Nú hækkum við
seglin og siglum áfram lífið og
ég veit að þú ert áfram með
okkur.
Elska þig.
Þín pabba debba,
Þórunn.
Sem barn var ekkert meira
spennandi en að hlusta á drauga-
sögurnar hans pabba. Oft voru
aðalpersónurnar systur sem
voru einmitt jafn gamlar og við
Þórunn systir og oftast var um-
hverfið mjög líkt því sem við vor-
um stödd í hverju sinni. Hetjan
var samt alltaf pabbi sem kom til
bjargar á ögurstundu. Pabbi tal-
aði hægt og tók langar pásur á
eftir setningunni „og viti menn!“
þegar spennan var sem mest.
Það var eins og hann væri að
bíða eftir að heyra „paaabbiii,
hvað svo?“ eða „haltu áfram!“.
Hann gat sagt sögur með því-
líkri innlifun, öskrum og hljóð-
um. Honum fannst auðvitað
mjög gaman að hræða okkur en
best þótti honum sennilega að
þurfa að passa okkur eftir á. Ef
sögustundin var að kvöldi til
endaði hún oft á fölskum söng
um Erlu góðu Erlu eða Sofðu
unga ástin mín.
Alla mína ævi endurtók pabbi
óteljandi sinnum setningar,
spakmæli og orð á borð við:
„Míííínar svo fínar, Ólafsdætur,
Sunnubrautarsystur, þolinmæði
þrautir vinnur allar, early bird
catches the worm, Sandgerðis-
seiglan, hasta la victoria
siempre, þegar á móti blæs þá
hækkar maður seglin og það
þarf þrautseigju og seiglu til
að …“ sem hann kastaði fram við
ákveðin tilefni til þess að láta
vita að hann var stoltur af okkur
eða til að hvetja okkur áfram.
Það er notalegt núna að geta
nánast við allar aðstæður vitað
hvaða spakmæli eða orð myndu
verða fyrir valinu hjá honum.
Það var ekki annað hægt en
að dást að því hvernig hann
tæklaði veikindi sín. Af einstöku
æðruleysi, alltaf kátur og svo
lygilega jákvæður en á sama
tíma raunsær. Hann predikaði
ekki bara ofangreind spakmæli,
það vissi maður alltaf en það
varð svo augljóst eftir að hann
veiktist að hann lifði eftir þeim.
Hann vissi allan tímann í hvað
stefndi en var alltaf tilbúinn að
hækka seglin þegar á móti blés.
Alveg fram á síðustu stundu
var hann mikill flandrari og
brasari. Stundaði golf, ferðaðist,
setti upp vatnsveitukerfi og
gróðursetti í sveitinni, fór í skot-
veiði, stangveiði og meira golf.
Hann var fljótur að fara þegar
hann gat ekki brasað og flandrað
meira. Hann var hjá mér í Kaup-
mannahöfn þremur vikum áður
en hann lést. Hann talaði mig
inn á að fara og klára námskeið í
Álaborg rétt eftir að hann lagð-
ist inn á líknardeildina, mig lang-
aði ekkert að fara en hann var
mjög ákveðinn. Hann gat ekki
hugsað sér að raska mínu námi
og plönum. Ákveðinn og seigur
beið hann með að deyja þar til
ég var búin með námskeiðið,
komin til landsins og búin að fá
seinasta samtalið og faðmlagið.
Hann var með fulla meðvitund
og húmorinn í lagi þegar ég kom
seinnipart dags 27. september.
Ég hef það eftir systrum mínum
að hann hafi verið mjög þreyttur
og slappur fram eftir degi þann
dag og daginn á undan. Hann
grínaðist í dóttur minni með
strangheiðarlegum prump-
ubrandara og söng fyrir hana
frumsamda og bráðfyndna lagið
„Afastelpa“ sem hann samdi
þegar hún var eins árs. Daginn
eftir var hann meira eða minna í
svefndái og um miðjan dag dag-
inn þar á eftir, hinn 29. sept-
ember, lést hann.
Það er stórfurðulegt að hann
sé ekki lengur með okkur. Sorg
og söknuður fá sitt pláss en samt
ekki allt plássið. Hlýlegar og
fyndnar minningar gleðja og það
að vita hvað hann var sáttur með
allt og ekki hræddur við neitt
gerir þetta allt léttara.
Elsku pabbi, takk fyrir allt, þú
ert frábær fyrirmynd, ég elska
þig.
Þín
Arna.
Elsku afi, lagið „Afastelpa“
sem þú samdir fyrir mig þegar
ég var lítil að læra á kopp verður
alltaf eitt af mínum uppáhalds-
lögum. Það var svo gaman að
heyra þig syngja það fyrir mig
og þó ég sé orðin sex ára og
löngu hætt að nota kopp sungum
við það alltaf saman þegar við
hittumst. Skemmtilegast var
„trallallala!“ sem þú söngst af
svo miklum krafti og innlifun.
Afastelpa heitir Edda
hún er mikil það er satt
trallallala!
Pissar í koppinn og kúkar líka
það er orðið alveg satt
trallallala!
Þín afastelpa,
Edda.
Fyrsta ástin. Hann var sæt-
asti strákurinn í Menntaskólan-
um á Laugarvatni með sín djúpu
brúnu augu. Leiftrandi gáfaður,
réttsýnn og húmoristi. Og þegar
nánar var að gáð einnig við-
kvæmur og hlýr. Stelpan, 17 ára,
elti hann til Reykjavíkur þar
sem hefja skyldi búskap. Hjúin
ungu komu sér upp plat-trúlof-
unarhringum, líklega úr gardín-
uhringjum, til þess að fá leigða
íbúð, því að Jóhannes prentari
vildi enga lausung í sínum húsa-
kynnum. Hann kom síðan um
hver mánaðamót og innheimti
leiguna í eigin persónu. Ekki til
að kanna siðferðið heldur til að
taka eina eða helst tvær skákir
við Óla því gott var að fá að
reyna sig við góða skákmenn.
Það brast á með dálitlum
skjálfta hjá ýmsum góðborgur-
um í fjölskyldu minni þegar þau
tíðindi bárust úr Keflavík að
hinn útvaldi væri líklega komm-
únisti og það af verra taginu.
Hann hafði meðal annars orðið
uppvís að því að skrifa opinbera
háðsgrein um góða og gegna
bæjarbúa og meira að segja bor-
ið út kosningaáróður fyrir Al-
þýðubandalagið. En ekki þurfti
nema eitt jólaboð og eina veiði-
ferð til þess að allar slíkar syndir
væru að engu orðnar og sjarm-
örinn hafði meira að segja heill-
að hana ömmu mína svo upp úr
skónum að hún vildi allt fyrir
hann gera.
Svo eignuðumst við yndið
okkar hana Lísu sem hann pass-
aði svo vel eftir að leiðir okkar
skildi, kenndi henni á heiminn og
hjálpaði henni að verða sú ljúfa
heimskona sem raun ber vitni.
Og síðan komu allir afastrákarn-
ir okkar sem fengu að upplifa
ótrúlegustu hluti með afa. Ég
trúi að oft verði rifjaðar upp
ferðir og uppátæki þó að ævin-
týrin með Óla afa verði ekki
fleiri.
Elsku Lísa mín, Þórunn og
Arna. Innilegustu samúðar-
kveðjur. Við syrgjum mætan
mann sem fór allt of fljótt.
„Au revoir“ kæri vinur og
takk fyrir samfylgdina.
Arnlín (Attí).
Með okkur Ólafi mági mínum
tókst snemma góð og traust vin-
átta sem spannaði næstum hálfa
öld. Við áttum það sameiginlegt
að eiga eingöngu systur og síðar
dætur. Í fjölskyldunum okkar
vorum við því alltaf hamingju-
samir karlar umluktir yndisleg-
um konum og stelpum þangað til
tengdasynir og barnabörn bætt-
ust í hópinn. En í þessum
kvennafans fundum við fljótlega
strákalega hluti til að byggja
upp vináttu og fengum á vissan
hátt að upplifa hvernig það er að
eiga bróður.
Fyrir tveim til þrem árum var
ljóst að farsæll starfsferill Óla
sem lýtalæknis var á enda. Hann
var á fínum aldri og góðum stað í
lífinu, reiðubúinn að njóta ávaxta
mikillar vinnu eftir þróttmikið
ævistarf. Af alkunnri ástríðu að
skipuleggja og framkvæma setti
hann upp plan. Nú átti að spila
golf, stunda fuglaveiði, dvelja í
húsinu á Spáni og njóta til fulln-
ustu að eyða tíma með fjölskyld-
unni.
Innsti kjarninn í persónuleika
Óla var krakki sem hann ræktaði
og yfirgaf aldrei. Enda hafði
hann yndi af börnum. Kátur
stríðnispúki sem elskaði að segja
þeim frá skrítnum kynjaverum
eins og Viðfjarðarskottu og
Grýlu. Öll eiga börnin í fjölskyld-
unni skemmtilegar minningar
um að stara af hræðslu á Óla
segja frá vafasömum draugum
eða illvígum tröllum með tilheyr-
andi urri og óhljóðum. Þetta
fannst honum skemmtilegt og
beið alltaf hálfóþolinmóður eftir
því að börnin kæmust á þann
aldur að þau gætu meðtekið sög-
urnar.
Eins og margir skurðlæknar
var enginn millivegur þegar
keppnisskapið var annars vegar.
Ef hann spilaði spil varð hann að
vinna. Í veiði varð hann að vera
aflahæstur. Í golfi þurfti hann að
vera með besta skorið. Að sama
skapi var hann frá unga aldri
alltaf tilbúinn að leggja mikið á
sig. Í hans heimi var samasem-
merki milli mikillar vinnu og ár-
angurs, bæði í leik og starfi. Ef
allt gekk eftir, eins og í fugla-
veiðinni, þegar hann veiddi mest,
fór mikið fyrir honum og fram
eftir kvöldi og næstu daga fór
ekkert á milli mála hver var
mestur. Ef svo ólíklega vildi til
að hann var ekki mestur, var
hann dipló og andrúmsloftið pínu
þungt. Þetta var alltaf eins og
alltaf jafn dásamlega skemmti-
legt.
Fyrir einu og hálfu ári þurfti
að breyta nýja eftirlaunaplaninu
þegar Óli greindist með ólækn-
andi krabbamein. Nýtt plan
snérist auðvitað um að lifa leng-
ur en aðrir sem hafa greinst. Og
allt snérist þaðan í frá um að
eiga innihaldsríkan tíma með
barnabörnunum, dætrunum og
fjölskyldunni. Eins og fyrr var
framkvæmdin markviss og ná-
kvæm og árangur í samræmi við
planið. En að lokum sigraði
krabbinn.
Á dánarbeðinum horfi ég á
fallegar hendur Óla vinar míns
krosslagðar og hugsa um alla þá
hamingju sem færni þeirra
veitti. Ég minnist þess þegar
hann sagði mér hversu erfitt var
að hefja aðgerðir á kornabörnum
með klofinn góm. Aðgerðir sem
voru það læknisfræðilega fram-
lag sem hann var alltaf stolt-
astur af. Ég horfi á hann og sé
bara minn þróttmikla og elju-
sama vin þó að sjúkdómurinn
hafi gert hann að engu. Og ég
hugsa til þess hversu óendanlega
oft yfir ævina ég var stoltur yfir
því að eiga hann sem vin og mág.
Einar Páll Svavarsson.
Ólafur Jón
Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi, söknuður-
inn er óbærilegur, þakklæt-
ið takmarkalaust.
Þín Lísa.
Meira: mbl.is/minningar
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Jón Einarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Perla DísBachmann
Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. júní 2000. Hún
lést í Reykjavík 22.
september 2019.
Móðir hennar er
Kristín Birta Bach-
mann Egilsdóttir, f.
28. desember 1975 í
Reykjavík, stjúp-
faðir Helgi Valur
Einarsson, f. 20. september
1969. Faðir Perlu Dísar er Guð-
mundur Víðir Gíslason, f. 8.
ágúst 1973 í
Reykjavík. Sam-
býliskona hans er
Ellen Elíasdóttir, f.
22. ágúst 1978.
Bróðir Perlu Dísar
er Tómas Bjarni
Bachmann Brynj-
arsson, f. 30. maí
1993. Dóttir hans
er Dalía Mjöll, f. 19.
mars 2018.
Útför Perlu Dís-
ar fer fram frá Grafarvogs-
kirkju í dag, 9. október 2019, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju hana Perlu Dís, aðeins 19
ára að aldri.
Á svona stundum vakna svo
margar spurningar, spurningar
sem þrungnar eru sorg og eftir-
sjá og jafnvel reiði. Af hverju hún
Perla okkar? Af hverju fengum
við ekki að hafa hana lengur hjá
okkur? Af hverju getur veröldin
verið svo grimm að foreldrar og
aðrir ástvinir þurfi að horfa á eft-
ir börnum sínum sem kippt er í
burtu í blóma lífsins? Við sitjum
eftir svarafá, en berum þó þá von
í brjósti, að þegar þessari jarðvist
lýkur taki við eitthvað fallegt, já
eitthvað gott, staður þar sem
kærleikurinn ræður ríkjum, stað-
ur sem úthýsir illsku heimsins í
allri sinni mynd. Staður sem
heldur áfram að þroska og efla
allt það góða og fallega sem hún
Perla okkar bjó yfir. Við sem höf-
um fylgst með þessari indælu
stúlku vaxa úr grasi og þroskast
til ungrar konu sjáum í minning-
unni fyrst og síðast þessa fallegu
eiginleika sem prýddu Perlu yst
sem innst. Glaðlynda, ljúfa og
stundum uppátækjasama stúlku,
sem vildi öllum svo vel og mátti í
raun ekkert aumt sjá.
Elsku Gummi minn og Kristín
Birta, ykkar sorg og söknuður er
mikill. Þið eruð í þeirri stöðu sem
ekkert foreldri á að þurfa að upp-
lifa, að standa yfir kistu barnsins
síns. Það er stundum sagt að tím-
inn lækni öll sár, ég veit það ekki,
ég hef meiri trú á að það sé hægt
með tímanum að lifa með sorg-
inni, aðlagast henni með ein-
hverjum hætti. Við Anna amma
minnumst góðra stunda sem við
fengum að eiga með Perlu Dís og
frænku hennar sem oftast var
með í hópnum, henni Önnu Kar-
en. Fyrr á árum komu þessar
elskur oft í helgarheimsóknir og
gistingu. Þá var yfirleitt mikið
fjör hjá dömunum, heilu leikritin
sett upp fyrir ömmu og afa og þá
yfirleitt notast við fatnað og skó-
tau af ömmu við búningagerðina,
eða við áttum saman kósíkvöld
með nammi og bíómynd. Einnig
þótti spennandi að busla í heita
pottinum í Viðarrimanum, eða
rúnta um og gæða sér á ís. Þá má
rifja það upp að þær frænkur
fóru hér um árið í menningarferð
með ömmu og afa til London, þar
sem allt hið markverðasta fyrir
ungar dömur var skoðað og tekið
út. Var það sannkölluð ævin-
týraferð. Ekki má gleyma ferð-
um okkar á húsbílnum, þar sem
farið var um Suðurlandið og upp í
Borgarfjörð. Þarna var uppá-
tækjasemin og gleðin í fyrirrúmi,
já saklaus æska að leik. Allt skil-
ur þetta eftir góðar og sterkar
minningar um ærslafullar dömur
sem nutu stundanna saman og
gáfu okkur Önnu ómælda gleði.
Nú er þessi tími að baki. En með
sorginni býr líka þakklætið því
við getum ekki annað en þakkað
af heilum hug þessar stundir all-
ar og þær minningar sem þú,
Perla Dís, skópst og varðveittar
eru í hjörtum okkar, ástvina
þinna.
Elsku Perla okkar, takk fyrir
árin sem við fengum notið nær-
veru þinnar, glaðværðar og
elsku. Megi almáttugur Guð um-
vefja þig kærleika sínum og náð
og gefa þér eilífan frið.
Amma og afi í Naustabryggju,
Anna og Gísli.
Sól úti
sól inni
sól í hjarta
sól í sinni
sól í sálu minni.
Þessi orð sendum við Perlu
Dís okkar með jólakveðju um síð-
ustu jól. Nú hefur þessi sólar-
geisli kvatt okkur en minningin
lifir í þessum orðum. Það æxlað-
ist einhvern veginn þannig að
hún dvaldi misserum saman hjá
okkur og við fylgdust með henni
gegnum skólagöngu hennar í
Lágafellsskóla í Mosfellsbæ þar
sem hún vann lestrarkeppni oftar
en einu sinni. Perla Dís var ein-
staklega fallegt og skapgott barn
og með góða nærveru. Allir
hændust að henni. Það var alveg
sama hvar við vorum á ferðalagi í
heiminum, allir féllu fyrir Perlu.
Hún lærði latin-dansa og æfði og
varð Íslandsmeistari í sínum ald-
ursflokki ellefu ára.
Á unglingsárum hennar dofn-
aði sambandið eins og gengur en
síðustu mánuði ræktaði hún það á
ný og við áttum aftur saman góð-
ar stundir.
Egill afi og Halla amma.
Perla Dís Bachmann
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Perlu Dís Bachmann Guð-
mundsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017