Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 32
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í 13. sinn í kvöld kl. 20. 9. október er fæðingardagur Johns Lennons og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur hans. Dagskrá hefst í Viðey kl. 17.45 og stendur yfir til 21.30. Salóme Katrín flytur tónlist í Viðeyjarnausti, Hamrahlíðarkórinn syngur við Friðarsúluna og formað- ur borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, flytur ávarp. Undir lokin mun Teitur Magnússon leika og syngja fyrir gesti í Viðeyjarnausti. Friðarsúlan tendruð MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Þessi einstaklingur sem er grun- aður um að hafa verið með kyn- þáttaníð í garð Rochfords er undir lögaldri,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í ítarlegu viðtali um kynþáttaníðsmál í körfuboltaleik Sindra og Hamars á Hornafirði um helgina. Hannes var viðstaddur leikinn og er ósáttur við umræðu um málið. »25 Kynþáttaníðið frá aðila undir lögaldri ÍÞRÓTTIR MENNING Alfreð Finnbogason, landsliðs- miðherji í knattspyrnu, segist vera vel á sig kominn um þessar mund- ir þótt meiðsli hafi herjað talsvert á hann síðustu árin. Alfreð er í viðtali á íþróttasíðum blaðsins í dag og segir að Þjóðverjar hafi sýnt sér þolinmæði í sumar í þeirri von að hann gæti náð sér. Alfreð sleit sin í fæt- inum og byrj- aði keppn- istímabilið rólega af þeim sök- um. »24 Var sýnd þolinmæði hjá Augsburg Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Baldur Sveinsson hefur skráð flug- sögu Íslands með ljósmyndum í ára- tugi, gefið út fjölda ljósmyndabóka og nú hefur Mál og menning sent frá sér bókina Flugvélar á Íslandi gaml- ar og nýjar, 400 síðna vandaða bók í stóru broti eftir hann. „Bókin er afrakstur óþreytandi eltingaleiks við flugvélar um loftin blá og tilgangurinn með útgáfunni er að leyfa öðrum að njóta þess sem ég hef upplifað,“ segir Baldur, en verkið er tileinkað 100 ára sögu flugs á Ís- landi. Á árunum 2008-2017 gaf Baldur út eina ljósmyndabók á ári, en nýja bók- in er allt öðruvísi, meira í ætt við og óbeint framhald af bók hans Flug- vélar á og yfir Íslandi sem kom út 2007. Flestar myndirnar eru í A4- stærð, yfirleitt ein á hverri síðu með skýringartexta, en yfir 500 myndir prýða bókina. Hann segist hafa valið þær af kostgæfni, en þeim er skipt niður í einkaflugvélar, farþegaflug- vélar, sögulegar flugvélar, herflug- vélar, þyrlur og flugvélar á erlendum flugsýningum. Sveinn Ólafsson, faðir Baldurs og skrifstofumaður hjá Eimskipafélag- inu, var einkaflugmaður. Hann og Sverrir Jónsson flugmaður stofnuðu meðal annars Flugskólann Pegasus, einn fyrsta flugskóla landsins. „Hann dró okkur börnin oft með út á flug- völl og fljótlega smituðumst við af flugbakteríunni,“ rifjar Baldur upp og bætir við að fyrstu flugvélamynd- ina hafi hann tekið á flugsýningu þegar hann var 17 eða 18 ára. „Þá tók ég mynd af Neptune-vél frá Varnar- liðinu.“ Saga á bak við hverja mynd Baldur er stærðfræðingur að mennt. Hann var kennari við Verzl- unarskóla Íslands 1964-2007, tók myndir í frístundum og eftir að hann fór á eftirlaun hefur ljósmyndunin og allt sem henni viðkemur verið í for- gangi. Myndir hans eru víða, meðal annars á vefsíðu Verzlunarskólans, á vefnum airliners.net og á fésbókinni. „Ég hef gaman af því að leyfa öðrum að njóta myndanna með mér,“ árétt- ar hann. Baldur hefur ekki tölu á öllum þeim tegundum flugvéla og flug- vélum sem hann hefur myndað en hann segist hafa notað hvert tæki- færi til þess og sérstaklega hafi verið gaman að fljúga með vélum Varnar- liðsins á sínum tíma. „Að fljúga í Phantom-vél var sérstök upplifun og ég tók fyrstu myndirnar af AWACS- vélum í samflugi hérlendis. Það flug stendur upp úr.“ Hann bætir við að þegar 100 ára afmælis flugs á Íslandi var minnst í byrjun september hafi vél af gerðinni Havilland Dragon Rapide, sem er í Flugsafninu á Akur- eyri, verið við Fluggarða á Reykja- víkurflugvelli. „Þegar ég sá vélina var mín fyrsta hugsun að finna flug- manninn og taka mynd af honum fljúga vélinni.“ Það hafi gengið eftir, hann hafi flogið í annarri vél og náð mörgum myndum þegar vélinni var aftur flogið norður. „Það er saga á bak við hverja mynd og ekki er hægt að kalla mig neitt nema flugnörd.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndari Baldur Sveinsson hefur skráð flugsögu Íslands með ljósmyndum í áratugi. Á flugi með Baldri  Ný ljósmyndabók tileinkuð 100 ára sögu flugs á Íslandi Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík stolpigamar@stolpigamar.is G á m a le ig a ER GÁMUR LAUSNIN FYRIR ÞIG? ❚ Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur ❚ Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla‘ ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.