Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Seppi Ferfættur borgari leyfði ljósmyndara að trufla sig örstutt í amstri gærdagsins. Eggert Við höfum öll geð og við verðum öll einhvern tím- ann veik á lífsleið- inni, en það er ekki þar með sagt að við verðum öll geðveik. Við þurf- um hins vegar öll að sýna því skiln- ing að það geti gerst hjá hverju og einu okkar og þessi skilningur hefur aukist á síðustu árum. Stundum þegar ég hugsa um geðsjúkdóma hef ég hugsað til þess að þeir sem veikjast á geði þurfi sinn fána til að flagga fjölbreytileika, því geð- röskun er svo mismunandi hjá hverju og einu okkar og hvern- ig hún birtist. Fjölbreytni í meðferðarnálgun er þess vegna eitt af mikilvægustu baráttu- málum okkar hjá Geðhjálp. Geðheilbrigðisdagurinn, sem er á morgun, er til þess fallinn að flagga fyrir fjölbreytileika geðsjúkdóma og minna á að fólk sem veikist á geði þarf að fá tækifæri til að halda virð- ingu sinni og reisn í öllum að- stæðum. Við viljum öll skipta máli og lifa mannsæmandi lífi. Betri staða geðheilbrigðismála Það er ekki viðlíka skömm og ótti og áður að greinast með geðröskun, geðrænar áskor- anir, geðrænan vanda, geðveiki eða hvað sem við kjósum að kalla það. Áður fyrr var það kallað að fara yfir um og áttu þau sem það gerðu kannski ekki afturkvæmt í samfélag manna. Fólk er ekki heldur í viðlíkri hættu að lenda í fé- lagslegri einangrun, ofbeldi, einsemd, fátækt, þvingun og vanmætti og áður fyrr, þótt það gerist enn. Margir lentu í kjölfar veikinda inni á stofn- unum árum og áratugum sam- an. Möguleikar margra voru mjög takmarkaðir. Tækifærin einasti landsmaður getur tengt sig við geðheilbrigði með ein- um eða öðrum hætti, vegna síns eigin geðslags eða að- standenda og vina. Nútímafólk lætur sig málið varða. Í dag gleðjumst við yfir því að svo sé, um leið og við fögnum 40 ára afmæli Geðhjálpar. Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig kastljóstinu hefur í síauknum mæli verið beint að geðrænum vanda og mikilvægi góðs geðheilbrigðis í lífi okkar. Fólk kemur í aukn- um mæli fram og segir frá streitu, kvíða og þunglyndi. Það er ekki hægt að segja ann- að en skilningur og velvilji í samfélaginu í garð þeirra sem glíma við geðræna erfiðleika hafi aukist. Flöggum því hvernig við erum Við eigum að flagga því hvernig við erum. Við eigum að normalísera geð og fjölbreyti- leika. Okkur farnast best þegar við umvefjum hvert annað á vegferðinni til betri líðanar. Nú er tíminn þar sem tæki- færunum hefur fjölgað gríðar- lega. Nú er tími grósku, hraða og tækni. Það ættu að vera lykilorð í stefnumótun geðheil- brigðismála til framtíðar um leið og við horfum til betri heilsu, aukinna lífsgæða og meiri nándar. Einkunnarorð Geðhjálpar eru: Hugrekki, mannvirðing og samhygð. til eðlilegrar þátt- töku í samfélaginu voru fá sem engin. Einstaklingarnir og aðstandendur þeirra stóðu frammi fyrir svo stórum áskor- unum að vart er hægt að lýsa því álagi. Margir héldu veikindum sinna nánustu í felum til að verða ekki fyrir sleggju- dómum samferðamanna sinna. Feluleikurinn sem slíkur gat tekið sinn toll af aðstand- endum. Sögu Geðhjálpar og annarra sem hafa unnið að málefnum geðsjúkra má líkja við ótrúleg- an sigur; sigur á þröngsýni og skorti á samkennd. Geðhjálp var stofnuð í þessu andrúmslofti af aðstandendum geðveiks fólks þann 9. október 1979. Strax var ráðist í að fræða almenning og starf- ræktir voru sjálfshjálparhópar. Geðhjálp sá til dæmis reglu- lega um dálk í Morgunblaðinu um geðheilbrigðismál. Þannig að segja má að Geðhjálp hafi rutt veginn varðandi vakningu á málefnunum. Það er himinn og haf milli þess sem fólk á þessum tíma glímdi við og þess sem við ger- um í dag. Í stefnumótun og umræðum um úrræði er í dag mun frekar hlustað á raddir þeirra sem glíma við veikindin og vonumst við sannarlega til að sjá aukningu þar á. Við sjáum að raunveruleg notenda- stýrð þjónusta er í sjónmáli. Þetta er nútíminn. Það er því ekki nóg að notendur þjónust- unnar fái að vera með í mótun hennar heldur verða þeirra áherslur og reynsla að hafa meira vægi. Við höfum öll geð Við höfum áttað okkur á að við erum öll með geð. Okkur líður öllum misvel. Stundum líður okkur beinlínis illa. Hver Eftir Einar Þór Jónsson » Við eigum aðnormalísera geð og fjölbreytileika. Okkur farnast best þegar við umvefjum hvert annað á veg- ferðinni til betri líð- anar. Einar Þór Jónsson Höfundur er formaður Geðhjálpar. Geðhjálp í fjörutíu ár Það hljómar ekki illa að leggja á græna skatta enda allt vænt sem er vel grænt. Um- hverfisskattar eru ekki nýtt fyrirbæri en með aukinni vitund um nátt- úruvernd hefur verið lögð áhersla á að slíkir skattar skuli inn- heimtir. Talsmenn grænna skatta telja þá nauðsynlega til að hvetja til umhverf- isvænni ákvarðana fyrirtækja og ein- staklinga. Þannig á að leggja þung lóð á vogarskálarnar í loftslags- málum. Hér verður ekki borið á móti því að umhverfisskattar – grænir skattar – geti verið skynsamlegir en hættan er sú að til verði skjól fyrir aukna skatt- heimtu hins opinbera. Þá virðast ríki og sveitarfélög hafa ríka eðlishvöt til að klæða skatta í búning grænna skatta, þó þeir séu það ekki í raun. Pólitískt er auðveldara að réttlæta slíka skattheimtu en aðra, enda á markmiðið að stuðla að jákvæðum áhrifum á umhverfið. Í einfaldleika sínum má segja að markmið grænna skatta/gjalda sé tvíþætt (þó auðvitað spili þar fleira inn í):  að standa undir kostnaði að hluta eða öllu leyti sem samfélagið verður fyrir vegna ákveðinna athafna fyrirtækja/almennings,  að hvetja til breyttrar hegðunar, en ekki til að auka tekjur ríkis eða sveitar- félaga. Áhrif á sam- keppnishæfni Augljóst er að græn- ir skattar geta haft veruleg áhrif á sam- keppnishæfni þjóðar, atvinnugreina eða ein- stakra fyrirtækja. Séu t.d. lagðir sértækir um- hverfisskattar á íslensk fyrirtæki, sem sam- keppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, er augljóst að staða þeirra versnar. Afkoman verð- ur verri, möguleikar til að bjóða vöru/ þjónustu á lægra verði eða greiða starfsmönnum hærri laun verða lak- ari en áður. Vísbendingar eru um að grænir skattar hafi neikvæð áhrif á tekju- lága hópa. Skattarnir leggjast hlut- fallslega þyngra á tekjulága en há- tekjufólk. Ekki má heldur gleyma því að möguleikar fólks til að breyta hegðun sinni eru oft í réttu hlutfalli við tekjur. Hátekjumaðurinn á auð- veldara með að taka strax þátt í orkuskiptum með því að kaupa sér rafmagnsbíl (og njóta raunar tölu- verðra ívilnana) en unga fjölskyldan sem hefur ekki efni á öðru en halda áfram að nota gamla bensín- fjölskyldubílinn. Sé tilgangurinn að baki grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun fyrirtækja og einstaklinga til að ná fram ákveðnum markmiðum í um- hverfismálum, liggur það í hlutarins eðli að skattarnir skila æ minni tekjum eftir því sem árin líða. Annars hafa þeir ekki skilað tilætluðum ár- angri. Umhverfisskattar sem ætlað er að standa undir ákveðnum kostn- aði samfélagsins vegna efnahags- legra athafna eru a.m.k. að hluta öðru marki brenndir. Lækka á aðra skatta Það er hins vegar rétt sem Samtök atvinnulífsins hafa bent á: Það á að nýta tekjur vegna grænna skatta til þess að lækka aðra almenna skatta. SA telur að til greina komi að lækka álagningu á „umhverfisvæna starf- semi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund al- mennings og fyrirtækja, eins og þeg- ar er gert með lækkun virðisauka- skatts á rafmagns-, vetnis- og tvinn- tengilbifreiðar“. Hugmynd af þessu tagi er þess virði að hugleiða en framkvæmdin er vandasöm. Skatta- legir hvatar í formi ívilnana geta komið illilega í bakið á umhverfinu. Dæmi um þetta er þegar íslensk stjórnvöld, líkt og víða í Evrópu, töldu rétt að ýta undir dísilvæðingu bílaflotans. Jafnvel löngu áður en umhverfis- skattar – grænir skattar – komust „í tísku“ komu fram áhyggjur af því að verið væri að mynda skjól fyrir þyngri álögur hins opinbera á fyrir- tæki og einstaklinga. Árið 1993 lagði Árni M. Mathiesen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar fjármálaráðherra, fram þings- ályktun þar sem umhverfisráðherra og fjármálaráðherra var ætlað að at- huga „hvort og þá á hvaða hátt um- hverfisskattar geti komið í stað nú- verandi skatta, svo sem tekjuskatta, eignarskatta, útsvars og aðstöðu- gjalds“. Að baki tillögunni, sem náði ekki fram að ganga var sú hugsun að umhverfisskattar kæmu í stað ann- arra skatta en yrðu ekki viðbótar- skattheimta. Í greinargerð var bent á að umhverfisskattar væru hagræn stjórntæki sem beitt er til að ná ákveðnum markmiðum í umhverfis- málum. Með sköttunum væri tekið „tillit til þess kostnaðar sem við höf- um af því að skaða umhverfið og ella væri ekki tekinn með í reikninginn“ við efnahagslega og viðskiptalega ákvörðun. „Þetta er m.a. leið til þess að beita hinum frjálsa markaði til þess að aðlaga neyslu, viðskipti og framleiðslu að markmiðum umhverf- isverndar og sjálfbærrar þróunar,“ sagði í greinargerðinni en þar var lögð áhersla á að „umhverfisskattar verði ekki notaðir til þess að afla hinu opinbera aukinna tekna heldur til þess að breyta og beita skattkerfinu á jákvæðan hátt“. Byrjað af hófsemd en … Svipað viðhorf birtist í leiðara Morgunblaðsins í nóvember 1996. Blaðið tók undir að skynsamlegt væri að innleiða umhverfisskatta en hafði uppi aðvörunarorð: „Áherslu ber þó að leggja á að um- hverfisskattar komi í stað annarra skatta og verði ekki til þess að heild- arskattbyrðin hækki. Þeir mega heldur ekki verða hrein tekjulind opinberra aðila, í stað þess að standa undir kostnaði við umhverfisvernd.“ Eitt að lokum: Oft byrjar skatt- heimta af töluverðri hófsemd. En það eru meiri líkur á að hægt og bítandi aukist þungi nýrra skatta fremur en þeir séu felldir niður. Þetta virðist nær órjúfanlegt lögmál. Dæmi um þetta er söluskatturinn, sem var inn- leiddur árið 1945 og var innheimtur undir ýmsum nöfnum fram til 1960 þegar almennur söluskattur var lagð- ur á. Þá var skatthlutfallið 3% en hækkaði síðan nokkuð ört á næstu áratugum og var orðið 22% þegar virðisaukaskattskerfið var tekið upp árið 1990. (Raunar var á tímabili sér- stakur söluskattsauki lagður á). Grænir skattar geta verið æskileg- ir og skynsamlegir út frá efnahags- legum þáttum ekki síður en um- hverfislegum. En reynslan kennir skattgreiðendum – fyrirtækjum og einstaklingum – að græn skattheimta verði lítið annað en fallegt heiti á þyngri álögum til framtíðar. Eftir Óla Björn Kárason » Sé tilgangurinnað baki grænum skött- um að stuðla að breyttri hegðun liggur það í hlutarins eðli að þeir skili æ minni tekjum eft- ir því sem árin líða. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki skjól fyrir þyngri byrðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.