Morgunblaðið - 16.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fækkar ekki mikið vegna kvótasölu  Bæjarstjórinn á Akureyri segir sölu á helmingi aflaheimilda Grímseyjar vera vondar fréttir Arnar Þór Ingólfsson Helgi Bjarnason „Við höfum vitað þetta í einhvern tíma. Þeir þurftu að selja, þetta er ekki eitthvað sem þá langaði að gera. Það er örugglega áfall fyrir útgerð- irnar og byggðina að svona mikill kvóti fari en það fara ekki margir við þessa aðgerð. Fólki hefur raunar verið að fækka í mörg ár,“ segir Kar- en Nótt Halldórsdóttir, ritari í hverfisráði Grímseyjar og fyrrver- andi skólastjóri. Rúmlega 1.100 þorskígildistonn af kvóta flytjast frá Grímsey til Fjalla- byggðar með sölu á öllu hlutafé í út- gerðarfélaginu Sigurbirni ehf. til Ramma hf. Fram kom í tilkynningu Ramma um viðskiptin að fyrirtækið hygðist ekki verka fisk í eynni. Níu ársverk hafa verið unnin hjá Sigurbirni til lands og sjávar. Með sölunni fer nær helmingur þeirra aflaheimilda sem útgerðir í Grímsey ráða yfir í burtu. Sigurbjörn var í eigu tveggja fjöl- skyldna og Karen Nótt hefur heyrt að fyrrverandi eigendur fyrirtækis- ins hafi áhuga á að gera eitthvað annað á staðnum. Það gæti vegið eitthvað á móti. Mikið áhyggjuefni Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, segir tíðindin al- varlegar fréttir fyrir byggðina í Grímsey og mikið áhyggjuefni. „Þetta eru vondar fréttir.“ Grímsey tilheyrir Akureyrarbæ. Íbúum í Grímsey hefur fækkað undanfarin ár og nú er svo komið að þar eru í fyrsta skipti ekki börn til að halda úti skóla- starfi. Karen segir að þróunin hafi verið þannig undanfarin ár að fátt fólk sé í Grímsey á veturna. Margir rói þaðan á sumrin og margir vinni við ferða- þjónustuna. Telur hún að hátt í 100 manns séu í eynni á sumrin. Á haust- in hætti ferðaþjónustan og margir geri út frá landi. Þá séu fáir eftir í eynni. Fjölmenni á sumrin „Ég held að það verði alltaf ein- hver byggð hér. Grímsey er vinsæll ferðamannastaður á sumrin og ferðamannatíminn er alltaf að lengj- ast í báða enda. Uppistaða heilsárs- byggðar er þó útgerðin. Við skulum bara vona, eins lítið vit og ég hef á út- gerð, að það gerist eitthvað sem leiði til þess að hér verði meiri útgerð,“ segir Karen Nótt þegar hún er spurð hvort byggð í Grímsey sé í hættu. Hún tekur fram að Grímseyingum þyki gott að búa í eynni og vilji gera það áfram. Morgunblaðið/Golli Grímsey Afla landað úr bátum í höfninni. Bátunum fækkar stórlega. Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á fundi í gær að halda sig við fyrri ákvörðun um að nýr vegur um Gufudalssveit skuli liggja eftir svo- kallaðri Þ-H-leið sem Vegagerðin lagði til. Þar með fer vegurinn um hinn umdeilda Teigsskóg. Vegurinn um Gufudalssveit er versti kaflinn á leiðinni frá Vestur- byggð til Reykjavíkur. Samkvæmt aðalskipulagi á nýr vegur að liggja með sjónum, þvera tvo firði og fara í gegnum Teigsskóg. Landeigendur í Teigsskógi eru andsnúnir þeirri leið og hefur málið verið í ágrein- ingi í mörg ár, nú síðustu árin einn- ig innan sveitarstjórnar því hluti hennar hefur viljað fara utarlega yfir Þorskafjörð og um Reykhóla- þorp. Vegna breyttrar legu vegarins í Teigsskógi þurfti nýtt skipulagsferli og ákvað sveitarstjórn í gær endan- lega að ganga frá skipulaginu með nýju línunni og senda til Skipulags- stofnunar til staðfestingar. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæð- um gegn tveimur. Vegagerðin mun sækja um fram- kvæmdaleyfi þegar skipulagsbreyt- ingin hefur verið staðfest. Vonast Tryggvi Harðarson sveitarstjóri til þess að hægt verði að afgreiða það fyrir áramót. Það er kæranlegt og búast má við kærum enda hafa ekki tekist samningar við landeigendur. Vegagerðin hyggst nota veturinn til að undirbúa útboð og bjóða verkið út. Framkvæmdir gætu hafist næsta sumar, ef ljón verða ekki á veginum. helgi@mbl.is Sveitarstjórn staðfestir nýja veglínu um Teigsskóg  Framkvæmdaleyfi fyrir áramót  Framkvæmdir á næsta ári Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Malbik endar Enn er malarslitlag á hálsunum í Gufudalssveit. Framkvæmdum er enn ekki lokið við neðsta hluta Hverfis- götu. Verklok eru áætluð í lok næsta mánaðar en þó er gert ráð fyrir að hleypa umferð á götuna upp úr næstu mánaða- mótum. Framkvæmdin hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki við götuna. Þessa dagana er unnið að því að leggja kantstein og snjóbræðslu ásamt endurnýjun strengja í gangstétt. Umferð hleypt á Hverfisgötu eftir næstu mánaðamót Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.