Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Tollgæslan í Reykjavík er þessa dagana að fá til afnota labrador- hund sem hefur verið þjálfaður til leitar að peningaseðlum. Áður hafði hundurinn fengið þjálfun til að finna fíkniefni og hafði reynst vel sem slíkur. Er Tollgæslan að efla eftirlit með peningaþvætti og notkun hunda er liður í því starfi. Steinar Gunnarsson, lögreglu- fulltrúi á Sauðárkróki, hafði yfir- umsjón með þjálfuninni en starfs- stöð hvar sinnt er þjálfun hunda í þjónustu lög- og tollgæslu svo og fangelsa er starfrækt þar nyrðra. „Lyktin af peningaseðlum fer ekkert á milli mála. Við vinnum með hundunum í nokkur misseri og við skipulagða þjálfun læra þeir fljótt hvar seðla er að finna, en þeir þurfa þá að vera í búntum og þar með allvænar upphæðir. Í brota- starfsemi er reiðufé oft haft um hönd og þá fjármunir, sem gjarnan eru faldir vandlega, þarf að finna vegna rannsóknar mála og til að stöðva skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim efnum munu hundarnir koma í góðar þarfir,“ segir Steinar sem hefur þjálfað hunda fyrir lög- regluna og fleiri um árabil. Steinar segir þjálfun hunda í leit að peningum í sjálfu sér ekki flókna. Þegar hundur hafi fengið undirstöðu, til dæmis í leit að fíkni- efnum, sé lítið mál að bæta við nýrri lykt. Þegar sé einn hundur tilbúinn í þessi verkefni og tveir ef ekki þrír nýir verði teknir til þjálf- unar innan skamms. „Menn hafa talað um að þjálfa hunda í leit að skotvopnum og líf- sýnum. Það eru endalausir mögu- leikar til notkunar á þessum skepnum,“ segir Steinar. sbs@mbl.is Hundur leitar peninga Hundaþjálfari Steinar Gunnarsson lögreglumaður með hund í þjálfun.  Tollgæslan fær seðlahund  Þjálf- un á Sauðárkróki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að stjórnendur Akur- eyrarbæjar velti því fyrir sér hver framtíðarsýn bæjarins er varðandi rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og hvað bærinn er tilbúinn að leggja fram sem árlegt rekstrarfé og fjár- muni til mögulegrar frekari upp- byggingar, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Akureyrar- bæjar á síðasta fundi. Yfirskrift minnisblaðsins er „Hlíðarfjall – dagsskíðasvæði eða heilsárs útivist- ar- og afþreyingarsvæði.“ Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Akureyr- arbæjar, sagði að bæjarstjóra og sviðsstjóra hefði verið falið að vinna málið áfram, en það væri á byrj- unarstigi. Skíðasvæðið rekið með tapi Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að það sem af er þessu ári sé rekstr- artap upp á tæplega 117 milljónir króna sem er aðeins minna en tapið í fyrra. Tekjur hafa aukist undanfarin ár og voru rúmlega 213 milljónir í fyrra og eru orðnar rúmlega 172 milljónir það sem af er þessu ári. Laun vega þyngst í rekstri skíða- svæðisins og voru þau 76% af tekjum í fyrra. Launakostnaður hef- ur aukist mikið á undanförnum ár- um og eins fjöldi yfirvinnustunda. Eins kemur fram í minnisblaðinu að skíðaleiga skili sama og engri framlegð til sameiginlegs rekstrar. Þá hafa tekjur af skíðakennslu ekki aukist undanfarin ár en launakostn- aður hækkað mikið. Fjöldi gesta í Hlíðarfjalli á vetri undanfarin ár hefur verið á bilinu 50-70 þúsund. Veturinn 2009-2010 var sett met þegar gestir voru 102 þúsund. Guðmundur sagði að Akureyrar- bær stæði einn undir rekstri Hlíðar- fjalls. „Við erum alltaf að greiða með þessu,“ sagði Guðmundur. „Ef við tökum Bláfjöll til samanburðar þá stendur byggðasamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að rekstri þeirra.“ Ekki hafa farið fram formlegar viðræður við önnur sveitarfélög um aðkomu að rekstri Hlíðarfjalls. Oft hafi þó verið minnst á að Akureyrar- bær standi einn að rekstri Hlíðar- fjalls þótt íbúar fleiri sveitarfélaga nýti sér skíðasvæðið. Þetta sé þjón- usta sem Akureyri, sem er stærsta sveitarfélagið á svæðinu, hafi veitt til þessa. Hefur mikil áhrif á samfélagið „Við megum ekki gleyma því að rekstur Hlíðarfjalls hefur mikil og jákvæð áhrif á samfélagið. Við fáum hingað fjölda fólks og þess vegna er- um við tilbúin að fórna fjármunum í þetta. Við teljum að við höfum sam- félagslegan ávinning af því að halda úti þessum rekstri,“ sagði Guð- mundur. Eðli málsins samkvæmt er rekst- ur skíðasvæðisins mjög háður því hvernig veðrið er á hverjum tíma. Stundum koma erfið ár og sagði Guðmundur að skoða þyrfti hvernig ætti að mæta sveiflum, bæði í að- sókn og veðurfari. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að leita þurfi leiða að hafa fjallið opið þegar veður er með lakara móti. Í því sambandi hefur verið nefndur sá möguleiki að reisa skíðalyftu frá Há- löndum upp að Skíðastöðum. Mögu- lega yrði hægt að nota hana þótt ekki væri veður til að hafa efri lyft- urnar opnar. „Við erum líka að velta því fyrir okkur hvaða ný tækifæri og mögu- leikar felast í því að nýta fjallið allt árið. Lyfturnar hafa verið opnar á sumrin og það eru kannski frekari tækifæri í því,“ sagði Guðmundur. Skoða nýja möguleika í Hlíðarfjalli  Akureyrarbær stendur einn að rekstri skíðasvæðisins vinsæla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Akureyrarbær stendur undir rekstri skíðasvæðisins. Helgi Bjarnason Þórunn Kristjánsdóttir „Rúmlega 100 starfsmenn hafa lýst vantrausti á stjórn SÍBS og þar með formanninn. Það er mikil sorg og þungi á staðnum yfir því að þetta fólk skuli enn vera í sínum stöðum og stjórna á bak við tjöldin,“ segir Hall- dór Halldórsson, ritari á hjarta- og lungnarannsóknarstofu Reykjalund- ar, um stöðuna á Reykjalundi eftir að tilkynnt var um ráðningu tveggja nýrra stjórnenda. Boðað var til starfsmannafundar í hádeginu í gær til þess að segja frá ráðningu Ólafs Þórs Ævarssonar sem framkvæmdastjóra lækninga og setningu Herdísar Gunnarsdóttur sem forstjóra til bráðabirgða. Þau koma í stað Birgis Gunnarssonar sem gerður var starfslokasamningur við og Magnúsar Ólasonar sem sagt var upp störfum á dögunum. Örfáir starfsmenn mættu til fund- ar og var það að sögn Halldórs gert í mótmælaskyni við framgöngu stjórn- ar SÍBS gagnvart fyrrverandi stjórn- endum „Við afhentum Sveini [Guð- mundssyni starfandi forstjóra] vantraust á síðasta fundi og gengum að svo búnu af fundi. Við höfum ekk- ert meira við hann að tala. Við vorum líka búin að lesa í það hverjir tækju við þessum stöðum,“ segir Halldór. Spurður hvort hann treysti nýjum stjórnendum segir Halldór að hann þekki þá ekki. „En með fullri virð- ingu fyrir þessu fólki er ég hræddur um að það verði mikill efi um vegferð og sjálfstæðar ákvarðanir undir aga stjórnar SÍBS.“ Biðjast velvirðingar Í tilkynningu sem stjórn SÍBS sendi frá sér í gær kemur fram að betur hefði mátt takast til við um- ræddar mannabreytingar og þar með koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því hvernig málin þró- uðust. Tekið er fram að stjórnin muni leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafi fram í tengslum við það. Halldór segir að tveir læknar hafi þegar sagt upp störfum og þrír til viðbótar hygg- ist gera það um næstu mánaða- mót ef stjórn SÍBS situr þá enn. Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Fátt var á starfsmannafundi á Reykjalundi í gær. Flestir starfsmenn ákváðu að hunsa fundinn. Sorg að stjórn SÍBS stjórni á bak við tjöldin  Mættu ekki fundi með stjórnarformanni í mótmælaskyni „Það er áfall hvað varðar fag- mennskuna á staðnum en ekki síður fyrir sjúklinga og al- menning í landinu að þessi mikilvægi hluti heilbrigðis- þjónustunnar byggi ekki á traustari grunni en þarna kem- ur fram,“ sagði Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í vikunni þegar Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hana um málefni Reykjalundar. Svandís sagðist hafa kynnt sér málið og hvatt til þess að málið yrði leyst og ró kæm- ist á starfsemina. Uppsagn- irnar og ólgan hafi komið henni á óvart í ljósi ára- langs stöðugleika og faglegs trausts sem hafi umlukið starf- semina. Áfall fyrir fagmennsku HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.