Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK Mikill harmagrátur varð á þingi íliðinni viku þegar í ljós kom að ráðherrar sem átt höfðu að vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnar- tíma voru bundnir í öðrum verkefnum, meðal annars á Arc- tic Circle-- ráðstefnunni.    Ekki var þó sístkvartað undan því að forseti þings- ins hafði fengið fé- lags- og barna- málaráðherra með skömmum fyrirvara til að hlaupa í skarðið og standa fyrir svör- um – óundirbúinn.    En þetta kom flatt upp á þing-menn stjórnarandstöðunnar sem vildu ekki vera óundirbúnir í óundirbúna fyrirspurnartímanum og töldu sig ekki geta spurt ráðherrann óundirbúnir þó að þeir hefðu annars margt við hann að ræða.    Þannig sagði Halldóra Mogensenpírati, sem tilkynnti að hún ætl- aði „ekki að vera með mikil leiðindi“, að hún hefði „alveg verið til í að eiga orð við“ ráðherrann, en hefði ekki getað undirbúið sig.    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar sagðist líka hefðu viljað eiga orðastað við ráðherrann, en væri búin að skrá sig í fyrirspurn við annan ráðherra, væntanlega vel undirbúin – en von- svikin.    Já, þingmönnum er sannarlegamikil vorkunn að þurfa að mæta óundirbúnir í óundirbúna fyrir- spurnartíma og þurfa að spyrja aðra ráðherra en þá sem mæta fyrir- varalaust og alveg óundirbúnir í þessar óundirbúnu umræður. Halldóra Mogensen Undirbúnir eða óundirbúnir? STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aksturskostnaður alþingismanna hefur lækkað á síðustu misserum. Kostnaðurinn nam 42,7 milljónum króna árið 2017 en lækkaði niður í 30,7 milljónir árið 2018. Áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðurinn verði 26,1 milljón krónur í ár. Nem- ur lækkunin á þessu tímabili 16,6 milljónum króna gangi áætlanir fyr- ir þetta ár eftir. Píratinn Björn Leví Gunnars- son vakti máls á þessu á þingi í gær. Sem kunnugt er voru akst- ursgreiðslur til þingmanna tölu- vert til umræðu í upphafi síðasta árs. Margir gagnrýndu til að mynda að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017. Víða þörf á tiltekt „Ég myndi alveg glaður geta kvittað undir, ég er búinn að sinna starfi mínu hér og borga launin mín og rúmlega það miðað við þetta. Mér finnst þetta mjög góð niðurstaða og sýnir hvernig gagnsæi borgar sig einfaldlega,“ sagði Björn Leví. Sagði þingmaðurinn að réttast væri að skoða kostnað á fleiri stöðum. „Við þurfum að gera þetta meira og víðar, meðal annars í dagpeningum ráðherra og þingmanna líka.“ Aksturskostnaður þingmanna lækkar  Lækkunin nemur 16,6 milljónum á þriggja ára tímabili gangi áætlanir eftir Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingi Kostnaður við akstur þing- manna hefur lækkað undanfarið. Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir smálánafyrirtæki vafalaust fagna stjórnarfrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, um starfsemi smá- lánafyrirtækja hér á landi. Frum- varpinu er ætlað að koma böndum á starfsemi fyrir- tækjanna og verði það að lögum er þeim m.a. bannað að bera fyrir sig erlend lög vegna lána hér á landi. Breki segir frum- varpið ekki breyta neinu. „Þetta frumvarp mun ekki gera neitt til þess að stöðva smálánastarf- semi hér á landi. Við hjá Neytenda- samtökunum höfum bent á þessa skoðun okkar áður,“ segir Breki í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Samkvæmt þessu frumvarpi mun Neytendastofa fá heimild til að kalla eftir upplýsingum frá smálánafyrir- tækjunum. Neytendastofu er svo sem heimilt að kalla og kalla eins og þau vilja. Það er ekkert sem segir að þessi fyrirtæki geti, muni eða verði að svara. Og svo eru ekki heldur nein viðurlög við því að svara ekki kallinu. Svo má ekki gleyma trúverðugleika þessara fyrirtækja. En fari svo að þau ákveði að svara kalli Neytenda- stofu þá er engin leið til að kanna réttmæti þeirra svara,“ segir Breki. Þrjú mikilvæg atriði Aðspurður segir Breki stjórnvöld þurfa að bregðast við með eftirfar- andi hætti: „Það er þrennt sem við þurfum að gera sem komið getur í veg fyrir smálánastarfsemi hér á landi. Í fyrsta lagi þarf að lækka hámarksvexti, þeir eru hvergi jafn háir og á Íslandi. Í öðru lagi þarf að setja lög um inn- heimtu og kostnað vegna hennar og í þriðja lagi þarf að gera þessi fyrir- tæki skráningarskyld en þó helst leyfisskyld,“ segir hann. Þá segir Breki frumvarp ráðherra ekki snerta starfsemi smálánafyrir- tækja. „Þau hljóta að fagna þessu frumvarpi. Þetta frumvarp mun ekki hafa nein áhrif. Vilji stjórnvöld í raun stöðva þessa starfsemi þá bendi ég á þessi þrjú atriði.“ Segir smálána- fyrirtæki fagna  Frumvarp ráðherra sagt bitlaust Breki Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.