Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Vertu klár fyrir veturinn Volkswagen atvinnubílar Volkswagen Caddy 1.2 TSI beinskiptur Tilboðsverð 2.690.000 kr. Verðlistaverð 2.990.000 kr. Volkswagen Transporter 2.0 TDI Beinskiptur Tilboðsverð 4.390.000 kr. Verðlistaverð 4.950.000 kr. *Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikill þjóðhagslegur ávinningur hefur verið af raforkuframleiðslu hér á landi og brýnt er að efla sam- keppnishæfnina. 50 ár eru síðan orkusækinn iðnaður skaut hér rót- um og má áætla að framlag stórnot- enda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar kr. á þeim tíma. Um 80% af þessu framlagi hafa fallið til á 21. öld- inni. Tryggja þarf samkeppnis- hæft raforku- verð, þ.m.t. dreifi- og flutn- ingskostnað, í samanburði við önnur lönd þar sem litið verði m.a. til opinberra endur- greiðslna á grundvelli umhverfis- sjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðn- aðarins um íslenska raforkumark- aðinn sem kynnt er á opnum fundi í dag. Þar má finna fjölmargar til- lögur að úrbótum á raforkumark- aðinum. Lagt er m.a. til að skilið verði að fullu á milli eignarhalds raf- orkufyrirtækja í Landsneti og stuðl- að að fullum aðskilnaði í rekstri þessara fyrirtækja. Settar eru fram tillögur á fjöl- mörgum sviðum og minnt er á að með þeirri markaðsopnun sem kom- ið var á með raforkulögum árið 2003 urðu grundvallarbreytingar á starf- semi og starfsháttum á raforku- markaði, þ.m.t. yfirfærsla úr því umhverfi sem einkenndist af áætl- unarbúskap yfir í markaðsumhverfi. Eftir sem áður markist starfsemi ís- lensks raforkumarkaðar af margvís- legum hömlum, opinberu inngripi og stefnumörkun. Stjórnvöld taki af skarið Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að við blasi að stjórnvöld þurfi að taka af skarið með stefnumörkun í orku- málum. Orkustefna fyrir Ísland sé nú í mótun en einnig sé tímabært að móta eigendastefnu hins opinbera gagnvart orkufyrirtækjum í opin- berri eigu. Stefnumótun um þau mál hafi verið boðuð í einhvern tíma en hún hafi ekki enn litið dagsins ljós. Ráðherra hafi boðað aðskilnað Landsvirkjunar og Landsnets sem yrði þá í eigu ríkisins en er í dag dótturfélag Landsvirkjunar. „Það er þörf á leiðarvísi frá stjórnvöldum um það hvernig þau sjá fyrir sér umhverfið, vegna þess að allt snýst þetta um samkeppn- ishæfni Íslands. Samkeppnishæfnin er eins og nokkurskonar heims- meistaramót þjóða í lífsgæðum. Þeim mun meiri sem samkeppnis- hæfnin er þeim mun meiri verðmæti verða til skiptanna og lífsgæðin þar af leiðandi meiri,“ segir Sigurður. Ákvarðanir og stefnumörkun stjórn- valda í orkumálunum hafi svo mikið um ákvarðanir almennings og fyr- irtækja að segja að brýnt sé að hún liggi skýr fyrir. „Það er samkeppni á þessum markaði og á þessari öld hefur lög- gjöfin tekið heilmiklum breytingum þar sem komið hefur verið á lagg- irnar raforkumarkaði en hann er hins vegar ekki eins virkur og skyldi. Eitt af því sem þyrfti að taka til skoðunar er hvernig hægt sé að auka virknina á raforkumarkaðin- um,“ segir hann ennfremur. Geti endurselt umframorkuna Ein af tillögum til úrbóta sem settar eru fram í skýrslunni er að opnað verði á heimildir raforku- kaupenda til að endurselja inn á raf- orkukerfi umfram orku sem þeir að- ilar hafa ekki not fyrir. Sigurður segir þetta áhugavert mál. „Við sjáum t.d. í Noregi að þar gera stór- notendur tvíhliða samninga við orkufyrirtæki en hafa heimild til þess að selja inn á markaðinn ef það hentar. Markaðurinn verður þá skil- virkari fyrir vikið og um leið getur þetta varðað orkuöryggið. Við þess- ar aðstæður gætu framleiðendur t.d. ákveðið að draga úr framleiðslu ef verð raforkunnar er hátt og selt inn á kerfið eða ákveðið að auka fram- leiðsluna ef það er talið vera hag- stætt. Það eru því margvíslegar ástæður fyrir því að þetta er heppi- legt fyrirkomulag.“ Samspil raforkumála og loftslags- málanna er einnig þýðingarmikið og bendir Sigurður á að Ísland tilheyr- ir evrópsku regluverki þar sem orkumál og loftslagsmál eru sam- ofin. „Kolefnisgjöld sem lögð eru á í Evrópu hafa áhrif á orkuverðið í Evrópulöndum þar sem orkan er að stórum hluta framleidd úr „óhrein- um“ orkugjöfum, öfugt við okkar hreinu orku, geta skekkt verðlagn- inguna og bregðast þarf við þeirri stöðu til að rétta af okkar sam- keppnishæfni,“ segir hann. 1.600 milljarða fjárfesting Í skýrslu SI er einnig lagt til að sköpuð verði skilyrði fyrir virkri samkeppni á raforkumarkaði með skýrum leikreglum og virku eftirliti. Og lagt er til að mat á orkuþörf verði unnið í samvinnu við hags- munaaðila, s.s. stórnotendur, á þá vegu að orkuspá endurspegli raun- verulega eftirspurn til lengri tíma litið. Í sérstakri umfjöllun um þjóð- hagslegan ávinning af raforkufram- leiðslu og nýtingu segir að fjárfest- ingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafi verið miklar og samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemi þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum kr. „Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 [milljörðum kr.] á síðasta ári.“ Síðustu tvo áratugi hafi gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. „Gjaldeyrissköpun stórnotenda raforku er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða eða um 260 [milljarðar kr.] á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöð- ugleika hagkerfisins til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu.“ Þörf á virkri samkeppni  Samtök iðnaðarins birta skýrslu um raforkumarkaðinn og tillögur um úrbætur  Framlag stórnot- enda til verðmætasköpunar 2.100 milljarðar á 50 árum  Skilið verði á milli eignarhalds í Landsneti Morgunblaðið/RAX Orka Í skýrslu SI segir að gjaldeyrissköpun stórnotenda raforku sé nú meiri en gjaldeyristekjur af útflutningi sjáv- arafurða eða um 260 milljarðar 2018. Vöxtur greinarinnar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins, segir í skýrslunni. Raforkuframleiðendur 2018 H ei m ild : S am tö k ið na ða rin s Landsvirkjun, 72% Orka náttúrunnar, 18% HS Orka, 7% Orkusalan, 1,4% Aðrir, 1,6% Orkubú Vestfjarða RARIK Norðurorka Rafveita Reyðarfjarðar HS Veitur Aðrir aðilar 72% 18% 7% Sigurður Hannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.