Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 ✝ Ásta Þórðar-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. október 1930. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 19. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24.10. 1892, d. 28.11. 1974, og Þórður Stefánsson, út- gerðarmaður og skipasmiður í Vestmannaeyjum, f. 15.6. 1892, d. 9.11. 1980. Börn þeirra voru Þórður Guðmann, f. 17.6. 1914, d. 19.8. 1986, Guðmundur, f. 20.2. 1916, d. 30.1. 1936, Rut Gróa, f. 25.5. 1917, d. 10.6. 1995, Sigurður, f. 28.9. 1918, d. 14.6. 1940, Björn, f. 13.12. 1919, d. 31.3. 1994, Stefán, f. 19.3. 1921, d. 29.4. 1945, Guð- björg Anna, f. 29.10. 1922, d. 8.2. 1940, Grímur Gísli, f. 5.4. 1925, d. 18.7. 1925, Vilborg Alda, f. 22.11. 1926, d. 25.8. 1938, Þóra, f. 2.6. 1929, d. 16.3. 2014, Ásta, f. 16.10. 1930, d. 19.9. 2019, og Birna, f. 10.6. 1933, d. 17.8. 1990. Ásta giftist árið 1951 Theo- dóri S. Georgssyni lögfræðingi, f. 5.2. 1927, d. 5.10. 2015. Theo- dór var sonur hjónanna Georgs Gíslasonar, kaupmanns í Vest- mannaeyjum, f. 1895, d. 1955, 3) Georg, f. 20.3. 1955. 4) Þórð- ur, f. 8.7. 1957. Maki Guðrún H. Guðnadóttir, f. 28.6. 1961. Börn: a) Fannar Örn. Maki Berglind Ósk Einarsdóttir. Sonur Askur Breki. Fyrir átti Fannar soninn Dag Örn og Berglind soninn Kristófer. b) Snævar Freyr. c) Ásta. Sonur Fannar Freyr. Barnsfaðir Ósk- ar Friðbertsson. Fyrir átti Þórður Kjartan. Maki Rann- veig Sverrisdóttir. Börn: Már (d. 23.1. 2002), Örn og Sverrir Már. Ásta og Ted bjuggu í Vest- mannaeyjum til 1963 en þá fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur. Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979 og BA-prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands 1986. Hún starfaði sem félagsráðgjafi hjá Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar 1985- 1986 og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 1987-1998. Ásta sat í stjórn Öldrunar- fræðafélags Íslands 1991-1997. Eftir starfslok tóku aðrar athafnir við hjá Ástu. Þau hjónin lögðu mikla alúð við trjárækt við sumarbústað sinn í Grímsnesi. Þau spiluðu golf og nutu elliáranna og dvöldu um árabil á Spáni á vetrin. Ásta var afkastamikill bók- bindari og hafði mikinn áhuga á ættfræði og þjóðlegum fróð- leik. Útför hennar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 16. október 2019, klukkan 15. og Guðfinnu Krist- jánsdóttur hús- freyju, f. 1899, d. 1953. Bróðir Theo- dórs var Kristján, vélstjóri og verslunarmaður, f. 13.11. 1928, d. 12.4. 1977. Börn Ástu og Theodórs eru: 1) Katrín, f. 10.6. 1950. Börn hennar og Gísla Sigurðs- sonar, f. 24.6. 1948, eru a) Harpa Katrín. Maki Kolbeinn Marteinsson. Sonur Ívar. Fyrir átti Harpa Kötlu Hauksdóttur og Kolbeinn átti fyrir Birnu Rún. b) Ásta Sif. Börn hennar og Arons Njáls Þorfinnssonar eru Urður Edda, Illugi Gísli og Þorri. Börn Katrínar og Einars Sveinssonar, f. 3.10. 1956, eru c) Sveinn Kjartan. Maki Huimin Dong. Börn Alexander og Kristófer. d) Júlíana. Sambýlis- maður Sigmar Guðmundsson. Börn Hrafn og Katrín. Fyrir átti Sigmar Kristínu Ölmu, Sölku og fósturdótturina Kötlu. 2) Guðfinna, f. 20.9. 1951. Maki Gunnar Egill Sigurðsson, f. 19.5. 1950, d. 24.8. 2001. Börn: a) Karitas. Maki Páll Helgason. Börn Melkorka Ingibjörg, Re- bekka Guðfinna og Egill Breki. b) Theodóra Jóhanna. Maki Jón Steindór Þorsteinsson. Börn Birna Karitas og María Hafdís. Þegar móðir mín var upp á sitt besta var hún leiftrandi gáfuð og áhugasöm um flest; stjórnmál, sögu, ljóð og listir. Hún var orð- heppin, en óhefluð, óvenjuleg og fór sínar eigin leiðir. Hún var dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Það lék allt í höndunum á henni, hún smíðaði, lagði vatns- og frárennslislagnir, batt inn bækur, tók myndir og ræktaði skóga. Þegar hún var 19 ára gömul varð hún ófrísk að sínu fyrsta barni og gekk í hjónaband tveim- ur árum síðan. Tuttugu og sjö ára var hún orðin fjögurra barna móðir búsett í Vestamannaeyjum þar sem eiginmaðurinn vann við lögfræðistörf. Það gafst ekki tækifæri til að ganga menntaveginn. Foreldr- arnir, sem voru bæði afar glæsi- leg og hæfileikarík, hann sjómað- ur, smiður og formaður á bátum en hún mikilvirk húsfreyja, skipu- lögð og klæðskeri góður, eignuð- ust 12 börn. Hjónabandið lifði ekki af missi fimm efnilegra barna á aldrinum 11 ára til 25 ára og skildu þau að skiptum meðan mamma var ennþá barn að aldri. Meðan foreldrarnir voru að greiða úr sínum málum var yngstu börnunum komið fyrir hjá fjarskyldum ættingjum en úr þessum áföllum var aldrei unnið. Mamma bætti sér upp mennt- unarskortinn og á fyrstu 10 árum hjónabandsins lærði hún af sjálfri sér bæði dönsku, ensku og vélrit- un samhliða því að annast ein um börnin fjögur eins og venja var þá. Þrjátíu og þriggja ára var hún orðin eftirsóttur starfskraftur í ritarastörf hjá öflugum fyrirtækj- um í bænum, en þá var fjölskyld- an flutt til Reykjavíkur. Rúmlega fertug settist hún með táningum í Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. Við tók háskóla- nám þar sem hún útskrifaðist upp úr fimmtugu sem félagsráðgjafi og átti góðan 15 ára starfsferil í öldrunardeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar. Mamma trúði því að menntun væri lykillinn að hamingju og vel- sæld og kom fjölmörgum börnum og ungmennum í gegnum próf í grunnskólum, framhaldsskólum og háskóla með smitandi áhuga sínum á öllum fögum og standa margir í þakkarskuld við hana fyrir að hafa hjálpað sér í gegnum prófin. Hún vildi hvers manns götu greiða. Innan við þrítugt tók Ásta að sér eldri geðfatlaðan bróður sinn sem bjó með fjölskyldunni í 17 ár. Þar fyrir utan bjuggu á heimilinu mislangan tíma í senn systkinabörn sem þurfti að koma í gegnum grunnskóla, annar bróðir í kjölfar konumissis, frændi eiginmanns sem var að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir skilnað og óreglu, - síðar leituðu barnabörnin til hennar og alltaf var pláss fyrir alla. Já hún var ekki hefðbundin mamma, stundum óöguð, en alltaf lifandi, skemmtileg og umfram allt styðjandi. Ég sakna hennar á hverjum degi. Katrín. Elsku Ásta amma er fallin frá. Ég skrifa þessi orð með söknuð í hjarta en líka sterka meðvitund um hringrás lífsins hér á jörð. Eldri kynslóðin fellur frá og börn- in, barnabörnin og barnbarna- börnin taka við keflinu. Einhvern tímann mun röðin koma að mér sjálfum og þá vona ég innilega að mér hlotnist sama gæfa og ömmu Ástu; að fá að skilja við þennan heim í kyrrð og ró í faðmi barna sinna eftir langt og innihaldsríkt lífshlaup. Amma Ásta lék stórt hlutverk í mínu lífi. Ég eyddi miklum tíma með henni og afa Ted á uppvaxt- arárunum. Við spiluðum saman golf, horfðum á valdar myndir úr vel skipulögðu kvikmyndasafni þeirra hjóna og nutum lífsins saman uppi í sumarbústað. Amma Ásta var mér fyrirmynd. Hún var ástrík, fróðleiksfús og skemmtilegur félagsskapur með sitt sérstaka skopskyn. Hún tók breyskleika samferðamanna sinna með jafnaðargeði og fór ekki í manngreinarálit. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu og telst mér til að öll höfum við systkinin einhvern tím- ann búið hjá henni til lengri eða skemmri tíma. Stærsta lexían sem hún kenndi mér var að gefast aldrei upp. Eftir að ég komst á fullorðins- ár og frétti hinar miklu raunir sem amma Ásta mátti þola á upp- vaxtarárum sínum sá ég hana aft- ur í nýju ljósi. Reynslan mótar persónuleika mannanna en það er undir okkur sjálfum komið með hvaða hætti við vinnum úr henni. Mér finnst aðdáunarvert hversu miklu amma Ásta áorkaði á sínu lífshlaupi. Hún skilur eftir sig stóran ættbálk sem saknar henn- ar og hugsar til hennar með hlý- hug. Ég er þar á meðal. Sveinn K. Einarsson. Nú hefur elsku amma mín kvatt þennan heim en mikið sem hún skilur eftir sig. Amma var stór karakter sem undir hrjúfu yfirborðinu mátti ekkert aumt sjá. Hún var alltaf tilbúin ef ein- hver þurfti aðstoð eða stuðning. Og það gerði hún næstum eins og af sjálfu sér. Það var henni svo sjálfsagt að hún frábað sér allar þakkir, sagði að allir hefðu gert slíkt hið sama. Amma mín var ekki væmin og í raun var hún eins langt frá því og hægt er að kom- ast. Hún virkaði stundum harka- leg og hrjúf á yfirborðinu. Við sem þekktum hana vissum að undir því var einkar góð mann- eskja sem hafði áhrif á líf margra. Oft leitaði ég til hennar með ým- islegt, til dæmis með nám. Hún var vel að sér í flestu, hún þekkti Íslandssöguna eins og lófann á sér og ljómaði öll þegar hún hjálp- aði mér með ritgerðir. Ef náms- efnið var ekki innan hennar þekk- ingarsviðs lét hún það ekki stöðva sig. Ég man t.d. vel eftir henni liggjandi yfir efnafræði og ekki hætta fyrr en hún hafði skilið hana til fulls og gat miðlað til barnabarnsins. Það var ómetan- legt að eiga hana að. Amma var mikilvæg stoð í mínu lífi þegar ég eignaðist Kötlu, dóttur mína, og þá skein í gegn mýktin sem í henni bjó. Öll ástin sem þau afi sýndu nýja langömmu- og afa- barninu var dásamleg. Hvernig þau opnuðu heimili sitt fyrir okk- ur, tengdust litlu stúlkunni á svo fallegan hátt og höfðu alltaf tíma fyrir hana. Þegar ég byrjaði í há- skólanámi byrjaði sú stutta hjá dagmömmu. Ekki leið á löngu áð- ur en amma tjáði mér að hún gæti ekki hugsað sér að vita af barninu hjá ókunnugu fólki og krafðist þess að sjá um hana á meðan ég væri í skólanum. Katla var því svo heppin að vera hjá langömmu sinni og –afa á daginn þangað til hún byrjaði í leikskóla. Þetta er mjög lýsandi fyrir ömmu. Mikið er ég þakklát fyrir þessa konu sem hefur haft svo mikil áhrif á líf mitt. Hún hefur kennt mér svo margt, stutt mig í gegn- um erfiðleika og deilt gleðistund- um með mér auk þess sem hún er mikil fyrirmynd. Harpa Katrín Gísladóttir. Við kveðjum ömmu með mikl- um söknuði en um leið miklu þakklæti fyrir að hafa fengið allan þennan tíma með stórmerkilegri konu sem hafði mikil áhrif á okk- ur. Amma var á engan hátt hefð- bundin. Hún var litrík og skemmtileg manneskja sem fór sínar eigin leiðir. Hún var mjög sterk og fór oft áfram á hnefan- um, en jafnframt viðkvæm og brothætt, enda uppvaxtarárin ekki auðveld. Það var mikið líf og fjör í kringum hana og var hún ávallt tilbúin að bregða á leik með okkur barnabörnunum og síðar langömmubörnunum. Væntum- þykja hennar til okkar skein í gegn og við vorum alltaf velkomin til hennar og afa. Fyrstu minningarnar eru af ömmu uppi á þaki sumarbústað- arins að smíða. Alltaf með verk- færi í hendi, dálítið karlaleg til fara. Ef hún var ekki að vinna við bústaðinn var hún að gróðursetja tré. Hún gekk í öll verk og var ekkert að hlífa sér. Við barna- börnin nutum góðs af því að fá að vinna með ömmu í bústaðnum. Hún kunni að meta aðstoðina og var það heilmikil sjálfsefling og hvatning fyrir okkur. Sumarbú- staðurinn var hennar draumur, þar sem stórfjölskyldan samein- aðist og átti góðar stundir saman. Margar góðar minningar tengjast heimili afa og ömmu á Seltjarnarnesi. Það var alltaf til- hlökkun að fara í heimsókn út á Nes. Okkur var alltaf tekið opn- um örmum. Amma bakaði oft vöfflur. Heimsins bestu vöfflur sagði Melkorka, þegar hún var spurð um það hvaða minningar hún hefði um langömmu. Senni- lega átti amma ekki fullkomnustu vöffluuppskriftina en vöfflurnar bar hún fram af hlýju og góðvild. Alltaf hafði hún einlægan áhuga á því hvað við barnabörnin og lang- ömmubörnin vorum að fást við. Hún var vel lesin og upplýst og það var gaman að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. Amma var sannarlega hús- bóndinn á heimilinu. Þegar við spurðum afa um eitthvað var svarið ávallt „spurðu hana ömmu þína, hún ræður þessu“. Þannig var það, amma réð ferðinni. Hún hafði gaman af að halda matarboð og veislur. Gamlárskvöldin á Nes- inu þar sem stórfjölskyldan kom saman í mörg ár eru eftirminni- leg. Það var mikið lagt í þessi kvöld. Við barnabörnin biðum með eftirvæntingu eftir spurn- ingakeppninni, sem var fastur lið- ur á dagskránni og allir höfðu gaman af, jafnt ungir sem aldnir. Það var erfitt að horfa upp á þessa sterku konu hverfa þegar minnið fór að daprast en hlýjan og væntumþykjan sem stafaði frá henni var alltaf til staðar. Það hýrnaði alltaf yfir henni að sjá langömmubörnin þótt hún væri hætt að þekkja þau. „En hvað þú ert fallegur drengur“ sagði amma við Egil og klappaði honum á kinnina, nokkrum dögum fyrir andlátið. Elsku amma Ásta, við söknum þín óendanlega mikið en kveðjum þig með gleði í hjarta yf- ir öllum góðu minningunum. Karitas og Theodóra. Það var fyrir 50 árum að við stelpurnar sem vorum að vinna á Skt. Jósefsspítalnum í Kaup- mannahöfn vorum svo lánsamar að kynnast Katrínu og Ástu móð- ur hennar þegar þær voru að koma úr ferðalagi um Evrópu. Þau ánægjulegu kynni hafa varað æ síðan og fyrir þau erum við þakklátar og ekki síst fyrir elsku Ástu sem við nú með söknuði kveðjum í dag. Ásta var um margt óvenjuleg. Hún var aldurslaus og hún var töffari. Hún var bráðfyndin, fróð, fé- lagslynd og forvitin. Fór sínar eigin leiðir. Best leið henni er hún var með uppbrettar ermar hlaðin verkefn- um. Fyrir utan að koma fjórum mannvænlegum börnum á legg, ásamt manni sínum Theodóri, naut hún þess að sökkva sér niður í alls kyns grúsk og lesa greinar og bækur. Hún lærði bókband og batt inn fjölda bóka. Hún var líka ástríðufullur bridsspilari og ekki var tekið í spil án þess hún segði brúnaþung: „Maður sér ekki mál- aðan mann.“ Hún var hrókur alls fagnaðar. Hún var forvitin um fólk, sem nýttist henni vel í starfi sínu sem félagsráðgjafi, sem hún nam í Há- skóla Íslands eftir að hafa tekið stúdentspróf frá öldungadeild MH. Hún var afar vinsæll félagsráð- gjafi sem barðist ötullega fyrir skjólstæðinga sína, var rökföst, fylgin sér, lausnamiðuð og vak- andi fyrir nýjungum í starfi. Var hennar sárt saknað jafnt af skjól- stæðingum sem samstarfsfólki er hún hætti fyrir aldurs sakir. Við minnumst fjölskyldunnar með hlýju á heimili þeirra og sumarbústað fjölskyldunnar; Stakkagerði í Grímsnesi, þar sem þau hjón ásamt börnum ræktuðu heilan skóg. Þar kom sér vel framtakssemi Ástu og drífandi kraftur. Þau Theodór voru samhent og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Eftir starfslok dvöldu þau langdvölum á Spáni, lærðu spænsku og spiluðu golf. Við þökkum samfylgdina og allan hláturinn sem mun lengi lifa með okkur. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Anna Geirsdóttir og Kristín Petersen. Ásta Þórðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona ÞORBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Bobba, verslunareigandi, Hamravík 32, Reykjavík, lést 10. október á Landspítalanum Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 21. október klukkan 13. Erla Sigurðardóttir Elínborg Sigurðardóttir Geir B. Geirsson Reynir Ími Árnason Karólína Björg Árnadóttir Þorbjörg Eva Geirsdóttir Sæunn Erla Árnadóttir Kristjana Erla Geirsdóttir Herborg Rut Geirsdóttir Erla Wigelund Sigrún J. Kristjánsdóttir Jóhann Ásmundsson Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, ömmu og tengdamömmu, EMMU FANNEYJAR BALDVINSDÓTTUR, Siglunesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A7 á LHS fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Særún Emma Sigvaldi Páll Þorleifsson Unnur Ásdís Kristján Karl Kristjánsson Stefán Sævar Lilja Karen Aðalsteinn Árni Hreiðarsson Fríða Maríanna Kristján Salmannsson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, GUÐFINNA STEFÁNSDÓTTIR, Fífilgötu 8 í Vestmannaeyjum, andaðist á Dvalarheimilinu Hraunbúðum fimmtudaginn 10. október. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 19. október klukkan 13. F.h. afkomenda, Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Ingunn Lísa og Iðunn Dísa Jóhannesarbörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.