Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 29

Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Ámaður ekki alltaf að vonaþað besta en búast viðhinu versta? Bókin Von-um það besta fjallar um það þegar Carolina Setterwall vaknar einn októberdag 2014 og sambýlismaður hennar hafði látið lífið um nóttina. Titill bókarinnar vísar til þess að nokkrum mánuðum áður hafði sam- býlismaðurinn, Aksel, sent Car- olinu tölvupóst þar sem finna mátti upplýs- ingar í skjalinu „Ef ég dey“. Carolina hafði ekki sofið við hlið sambýlismanns- ins þá um nóttina eins og reyndar oft mánuðina á undan vegna þess að hún þurfti að sinna átta mánaða gömlum syni þeirra. Hún vaknar um morguninn, ætlar að vekja Aks- el en kemst að því að hann muni ekki vakna aftur. Sagan er sögð frá því Carolina og Aksel hófu að draga sig saman árið 2009 og einnig er farið yfir sorgar- ferlið eftir að hann fellur skyndi- lega frá. Líkt og eflaust margir syrgj- endur kennir Carolina sjálfri sér um andlátið fyrstu vikurnar og mánuðina á eftir. Hún virðist líða áfram í leiðslu, þarf að sinna syn- inum en að öðru leyti virðist tilver- an lítils verð. Í köflunum fyrir andlátið er augljóst, og Car- olina fjallar um það sjálf, að hún hafi verið mun framtakssamari en Aksel. Hún vildi flytja úr íbúðinni hans, hún vildi flytja aftur þegar sonur þeirra var „korters gamall“ og hún vildi eignast barn. Hann var svolítið eins og bíll sem hefur fest sig í handbremsu en það fór í taugarnar á henni og skapaði oft á tíðum tog- streitu þeirra á milli. Hún veltir því mikið fyrir sér eft- ir andlátið hvort allt álagið sem hann var undir, eitthvað af því af hennar völdum, hafi reynst honum ofviða og því hafi hann sofnað eitt kvöldið og ekki vaknað aftur. Fyrst þótti mér bókin týpísk saga sem er sögð á tveimur tímabil- um og lítið gerðist. Síðan gerðist eitthvað þegar Carolina lýsir því þegar hún er skyndilega orðin ein- stæð móðir og á sama tíma í fyrri hlutanum kemur í ljós að samband þeirra var ekki alltaf dans á rósum. Upp frá því var illgerlegt að leggja bókina frá sér þar til henni lauk. Ferlið eftir andlátið er áhuga- vert, sorgin, sjálfsásökunin og það hvernig Carolina reynir að halda áfram að lifa þokkalega eðlilegu lífi fyrir ungan son sinn. Við lesturinn leið manni hreinlega illa á köflum, enda var lífið gríðarlega tætt og allt virkaði vonlaust. Án þess að segja of mikið frá þá er lokahluti bókarinnar afar áhuga- verður. Þar finnur Carolina sig í áð- ur óþekktu hlutverki í lífsins hlaupi. Bókin er mjög læsileg, þó á köfl- um sé erfitt að lesa um tætta sorg- ina og vonleysið. Fullkomin bók fyrir alla sem vilja lesa eitthvað annað en ódýra krimma sem skilja ekkert eftir sig. Andlát, sorg og sjálfsásökun Reynslusaga Vonum það besta bbbbn Eftir Carolinu Setterwall. 376 bls. kilja. Benedikt gefur út. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í Norræna húsinu er nú að finna margmiðlunarsýningu sem er mikið fyrir augað en skilur þunga þanka eftir í huga sýningargestsins. Sýningin ber heitið Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og tekur á virkjanaframkvæmdum hérlendis. Ólafur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður fer með sýn- ingarstjórn en sýningin er haldin í tilefni 50 ára afmælis Landverndar og frumsýningar á heimildarmynd Ólafs, Veröld sem var, sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. Sýningin er tvískipt en á jarð- hæð Norræna hússins er að finna ljósmyndir af svæðum sem skadd- ast hafa vegna virkjanafram- kvæmda, bæði fyrir og eftir fram- kvæmdir, ásamt ljósmyndum af fáséðum íslenskum náttúruperlum sem gætu horfið vegna fyrirhug- aðra virkjanaframkvæmda. Við fyrstu sýn virðast flestar mynd- anna einungis vera fallegar nátt- úrulífsmyndir en það er ekki raun- in. Myndirnar eru af svæðum í útrýmingarhættu. Stuðlaberg á 200 metra dýpi Undirrituð fékk áhrifamikla leið- sögn frá Ólafi sjálfum um sýning- una. „Þetta eru staðir sem eru ým- ist horfnir eða meiningin að virkja þá,“ segir Ólafur þegar gengið er fram hjá fyrrgreindum ljósmynd- um. „Þetta var nafnlaust gljúfur í Jökulsá á Dal sem er núna á 100- 250 metra dýpi á botni Hálslóns,“ segir Ólafur og bendir á mynd af gljúfri með einstöku stuðlabergi frá horfnum heimi. Kárahnjúkavirkjun gerði það að verkum að nú er gljúfrið sem aldrei fékk nafn ósýni- legt. Annað gljúfur kemur næst fyrir sjónir sýningargestsins. Það tók stakkaskiptum vegna sömu virkjun- ar. „Hérna er Dimmugljúfur eða Hafrahvammagljúfur, það er aðeins misjafnt hvað það er nefnt, í Jök- ulsá á Dal. Það er 150-200 metra djúpt alveg þverhnípt, en það er nú vatnslaust. Gljúfrið var á náttúru- minjaskrá en þeir sem stóðu að virkjuninni sögðu að þótt gljúfrið væri á náttúruminjaskrá væri vatn- ið sem rynni um gljúfrið það ekki.“ Þar næst sýnir Ólafur ljósmynd af fossaröð sem nú er grafin í aur vegna Kárahnjúkavirkjunar. Söku- dólgurinn, Hálslónið sjálft, birtist svo næst á vegg Norræna hússins, gífurlega stórt. Næst birtist mynd af Dynk sem rann í Þjórsá og var fífill hans feg- urri áður en Þjórsárvirkjun kom. „Hann var einn tignarlegasti foss landsins en nú er vatninu í Þjórsá veitt í svokallaða Kvíslaveitu svo um það bil helmingurinn af vatninu sem upprunalega var í Dynk er eft- ir í fossinum sjálfum.“ Ótal myndir af svæðum sem eru í útrýmingarhættu prýða einnig veggi Norræna hússins vegna sýn- ingarinnar. Til dæmis ljósmynd af Hagavatni og Farinu þar sem hug- myndir eru uppi um að virkja Far- ið, ána sem rennur úr Hagavatni, og nýta vatnið sjálft sem uppi- stöðulón. Ljósmynd af Eldvörpum er einn- ig til sýnis, 10 kílómetra langri gígaröð sem myndaðist með sprungugosi á utanverðu Reykja- nesi á 13. öld og minnir um margt á hina frægu Lakagíga. Eldvörp eru í hættu vegna fyrirhugaðrar virkjunar en talið er að orkuvinnsl- an þar verði ósjálfbær. Stóra-Laxá er einnig til sýnis á ljósmyndaformi þar sem hún er í hættu. Það er vegna Stóru-Laxár- virkjunar en gljúfur hennar eru ein þau stórbrotnustu á landinu. Ef af virkjun verður munu gljúfrin þorna upp. Svona mætti lengi telja upp stað- reyndir um þau svæði sem sýnd eru á sýningunni, svæði sem horfin eru og svæði sem kunna að hverfa. Ólafur segist aðspurður ekki vilja senda nein ákveðin skilaboð með sýningunni. Hann vonar þó að sýningargestir skoði ljósmyndirnar og þær veki þá til umhugsunar. „Hver og einn verður að gera upp sína afstöðu til framkvæmdanna,“ segir hann. Landslag og dýr ein heild Í kjallara Norræna hússins er svo að finna sérstakar ljósmyndir af íslensku dýralífi sem kunna að vekja athygli og aðdáun ungra sem aldinna. Þar er ælandi fýll, flórgoði nýkominn úr eggi, haförn sem fær- ir ungum sínum rauðmaga og fleiri íslenskar skepnur á kynngimögn- uðum andartökum. „Það er mikil- vægt að líta á þetta sem eina heild, landslag og dýr,“ segir Ólafur. „Svæðið sem fór undir Hálslón var aðalburðarsvæði hreindýra og sömuleiðis var svæðið mjög mikil- vægt fyrir heiðagæsir og fleiri fugla. Þetta var dalur sem var allt- af snjólaus á vorin.“ Ólafur fékk sérstakan aðstoðar- mann við valið á myndunum. „Ég fékk níu ára dóttur mína til að velja dýramyndirnar með mér. Hún harðbannaði mér til dæmis að birta mynd þar sem fálki var að éta fugl því það fannst henni ekki passa.“ Þriðji hluti sýningarinnar er svo heimildarmyndahlutinn. Á stóru tjaldi verða sýndar fjórar kvik- myndir, þar af þrjár eftir Ólaf, sem allar tengjast Kárahnjúkavirkjun og áhrifasvæði hennar. Ólafur ólst að hluta til upp í sveit en hafði lengi vel lítinn sem engan áhuga á hálendinu. „Minn áhugi á þessu spratt óvart upp. Hálendið fannst mér skelfi- legt, ekkert annað en grjót. Svo fór ég að vinna sem leiðsögumaður og bjó úti í Berlín. Þá áttaði ég mig á því hvað hálendið er magnað. Mað- ur þurfti eiginlega að fara út til að átta sig á því. Ég fór á svæðið sem nú hefur verið eyðilagt með Kára- hnjúkavirkjun áður en áform um virkjun komust til framkvæmda. Ég komst að því að þarna var eitt fallegasta svæði á Íslandi sem ég hef séð. Svo var búið að eyðileggja það einum mánuði síðar. Ég man að ég var óskaplega feginn að hafa fengið að sjá það sjálfur en hvað mér þótti það hart að geta ekki sýnt börnunum mínum það.“ Sýningin stendur til 17. nóv- ember. Morgunblaðið/Hari Dýralíf Ólafur með stærðarinnar ljósmyndir í bakgrunni sem hann kallar stolt sýningarinnar. Þær eru í kjallara Norræna hússins ásamt fleirum. Veröld sem var og veröld sem verður  Horfnar náttúruperlur og perlur sem munu mögulega hverfa eru viðfangsefni margmiðlunarsýningar Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Vistabönd og kynningu á Banff listamiðstöðinni í Veröld – húsi Vigdísar, í Vigdísarstofu á 1. hæð, í dag kl. 16. Birna Bjarnadótt- ir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur, mun kynna Banff sem er í Alberta í Kanada en eitt meginviðfangsefna Birnu teng- ist samstarfi Háskóla Íslands við Vesturheim og hún er nýkomin úr heimsókn til Banff, að því er fram kemur í tilkynningu. Myndlistarmennirnir Karlotta Blöndal, Ragnar Kjartansson og Unnar Örn munu fjalla um verk sín á sýningunni og tengingu sína við Banff. Líkt og aðrir sem taka þátt í sýningunni, eiga þau sameig- inlegt að tengjast miðstöðinni, hafa dvalið þar í vinnustofum eða verk þeirra verið flutt þar. Leiðsögn og kynning á Banff í Veröld Ragnar Kjartansson Tveir rithöfundar, Marga- ret Atwood og Bernardine Evaristo, hljóta bresku Booker-bókmenntaverð- launin í ár og er það í fyrsta sinn sem tveir höfundar deila þeim. Formaður dóm- nefndar gaf þá skýringu að nefndin hefði ekki getað valið milli þeirra þó svo vit- að væri að ekki mætti deila verðlaunafénu milli tveggja höfunda. Atwood hlýtur verðlaunin fyrir The Testa- ments og er hún elsti höf- undurinn sem hlotið hefur verðlaunin í sögu þeirra. Evristo hlýtur verðlaunin fyrir skáldsöguna Girl, Woman, Other og er hún fyrsta þeldökka konan sem hlýtur þau. Atwood og Evaristo deila Booker Tvær Atwood og Bernaristo með verðlaunabækurnar. Carolina Setterwall Bandaríski fræðimaðurinn Harold Bloom lést í fyrradag, 89 ára að aldri. Bloom var bæði umdeildur og virtur fyrir skrif sín og kenning- ar. Bók hans The Western Canon, eða Hefðarveldi Vesturlanda, olli t.a.m. deilum sem snerust um hvort rétt væri að tala um hefðarveldi í bókmenntum og hvernig á því stæði að hefðarveldið væri að mestu feðraveldi, enda höf- undar flestir karlmenn sem Bloom nefnir í bókinni, 22 af 26. Bloom látinn Harold Bloom

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.