Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 32

Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 32
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína í kvöld á Björtuloftum í Hörpu kl. 21. Þá munu trompetleikararnir Ari Bragi Kárason og Kjartan Hákonar- son heiðra minningu trompetleik- arans Roys Hargroves sem lést í fyrra en Hargrove hefði orðið fimm- tugur í dag. Auk Ara og Kjartans koma fram Óskar Guðjónsson, El- ísabet Eyþórsdóttir, Davíð Sigur- geirsson, Eyþór Gunnarsson, Tóm- as Jónsson, Jóhann Ásmundsson og Magnús Trygvason Eliassen. Roy Hargrove minnst á tónleikum Múlans MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Strákarnir í U21 árs landsliði karla í knattspyrnu stóðu við stóru orðin. Þeir lofuðu að bæta fyrir skellinn sem þeir fengu gegn Svíum um síð- ustu helgi í undankeppni EM og þeim tókst það því þeir lögðu Íra að velli 1:0 í hryssingslegu veðri í Vík- inni í gær,“ segir meðal annars í umfjöllun um leik liðanna á íþrótta- síðum blaðsins í dag. »25 Stóðu við stóru orðin gegn Írlandi ÍÞRÓTTIR MENNING Gott gengi Mosfellinga í Olís-deild karla í handknattleik hélt áfram í gær þegar liðið fór til Vestmanna- eyja og náði í tvö stig gegn sterku liði ÍBV. Afturelding hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni. Aðeins var um annað tap ÍBV að ræða í deildinni í vetur. Aftureld- ing hélt ÍBV í sjö skoruðum mörkum í síðari hálf- leik. »24 Gott gengi Mosfellinga hélt áfram í Eyjum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Krakkarnir eru fljótir að ná þeim takti og tilfinningu sem þarf við hjartahnoð og endurlífgun. Mér finnst frábært að sjá þetta mikil- væga fræðslustarf verða að veru- leika,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Hafnar- firði. Um þessar mundir er verið að taka fyrstu skrefin í verkefninu Börnin bjarga sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu stendur fyr- ir. Með þessu er verið að svara kalli Endurlífgunarráðs Evrópu (ERC) og Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Mikilvæg bjargráð Inntak verkefnisins er að kenna árlega öllum nemendum í 6.-10. bekk, en kennslan sjálf verður í höndum skólahjúkrunarfræðinga. Í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun við Háskólann á Akureyri tók Ilmur Dögg endurlífgunarkennslu sér- staklega fyrir. Talaði hún fyrir því að þessi mikilvægu bjargráð yrðu kennd í grunnskólunum, samanber tilmæli erlendis frá. Fyrir slíku var líka hljómgrunnur hjá Þróunar- miðstöð íslenskrar heilsugæslu þar sem línur voru lagðar. Ilmur Dögg staðfærði fræðsluefni og útbjó kennslugögn fyrir skólahjúkrunar- fræðinga í samráði við Endurlífg- unarráð Íslands að tilmælum ERC. Þá hafa fengist styrkir til kaupa á alls 400 endurlífgunardúkkum sem fara til heilsugæslustöðva um allt land. Mikilvægt að ná til barnanna Á dögunum var efnt til námskeiðs meðal skólahjúkrunarfræðinga um hvernig kenna skuli endurlífgun með hjartahnoði. Kennslan mun fyrsta kastið beinast að nemendum í 6. og 10. bekk en bekkjum þar á milli verður bætt við að meiri reynslu fenginni. „Hér á landi lifir um fjórðungur þeirra sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúsa en vonandi verður hlut- fallið hærra með betri kunnáttu al- mennings í endurlífgun,“ segir Ilm- ur Dögg. „Rannsóknir sýna að hér á landi er tæplega helmingur í færum til að veita þessar bjargir. Því erum við ágætlega sett sé horft til þess að þetta hlutfall er 13% í Þýskalandi og 22% í Bandaríkjunum. Lífslíkur aukast með því að fjölga þeim sem treysta sér í endurlífgun og því mik- ilvægt að ná til barnanna.“ Til mikils að vinna Verkefnið Börnin bjarga fer form- lega af stað í dag, 16. október, á Al- þjóðlega endurlífgunardaginn, með athöfn í Víðistaðaskóla, þar sem Ilm- ur Dögg er skólahjúkrunar- fræðingur. Hún var einmitt í gær með fyrsta hópinn í æfingum, þar sem hver nemandi var með æfinga- dúkku við höndina og viðbrögð við hjartastoppi voru æfð. Hún hefði sjálfsagt sýnt lífsmörk ef mennsk hefði verið, því miðað við taktana hjá börnunum kom í ljós að þau geta bjargað. „Mér fannst gaman að sjá hér í morgun hvað krakkarnir eru áhuga- samir og þykist vita að þau tali fyrir þessu verkefni út í frá,“ segir Ilmur. Hún minnir á að á Vesturlöndum er hjartastopp utan spítala þriðja al- gengasta dánarorsökin. Í dreifbýli á Íslandi séu lífslíkur þeirra sem fá hjartastopp aðeins um 7% en á höf- uðborgarsvæðinu þar sem aðgengi að neyðarhjálp er betra er hlutfallið um 25%. Því sé til mikils að vinna; kunnátta í hjartahnoði sé í raun og veru skil milli lífs og dauða. Morgunblaðið/Eggert Hjartahnoð Ilmur Dögg Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur kenndi nemendum Víðistaðaskóla í Hafnarfirði handtökin. 400 dúkkur hnoðaðar  Börnin bjarga  Hjartahnoð og endurlífgun ný náms- grein í grunnskólum  Kunnáttan skil milli lífs og dauða Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík sími 561 9200 | eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið Sérverslunina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.