Morgunblaðið - 21.10.2019, Qupperneq 11
„Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 1.
nóvember og þá fer fjöldi fólks á
fjöll. Við höfum orðið vör við það á
þessum árstíma að menn eru að
spyrja hver eigi land sem þeir vilja
veiða á og hvort þar séu bönn eða
takmarkanir í gildi. Menn þurfa allt-
af að leita leyfis landeiganda þar
sem þeir hyggjast veiða,“ sagði Karl
Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri
Loftmynda.
Nú má sjá eignamörk jarða á vef
Loftmynda, map.is. Þegar vefurinn
er opnaður birtist valgluggi. Þar er
smellt á „+“-merkið fyrir aftan Sér-
kort. Svo þarf að haka við „Eigna-
mörk LM“ og „Friðuð svæði“ til að
sjá landamerkin. Karl sagði að
áreiðanlegar upplýsingar um eigna-
mörk allra jarða lægju ekki á lausu.
„Við hjá Loftmyndum höfum
lengi safnað þessum upplýsingum
og ætlum að opna á þetta á map.is
meðan veiðitímabilið stendur yfir.
Það hefur ekki verið ákveðið með
framhaldið. Öll gögnin eru aðlöguð,
samsett og leiðrétt af Loftmyndum
svo þau mynda heildræna þekju yfir
landið,“ sagði Karl.
Jarðamörkin voru sótt víða að,
meðal annars í úrskurði óbyggða-
nefndar um þjóðlendur. Þær eru
grænar á kortinu og þar má al-
menningur veiða nema það sé bann-
að sérstaklega. Einnig eru upplýs-
ingar um þjóðgarða og friðlýst
náttúruverndarsvæði þar sem skot-
veiði er bönnuð. Jarðir sem vantar
upplýsingar um eru rauðar.
„Það geta alltaf leynst villur í
kortum. Þess vegna setjum við þann
fyrirvara að gögnin gefi gott yfirlit
en þau eru birt án ábyrgðar um
áreiðanleika,“ sagði Karl. Á vef Um-
hverfisstofnunar segir að reglur um
friðlýst svæði séu mismunandi og
fari eftir markmiðum friðlýsingar,
eðli svæðisins og samkomulagi við
hagsmunaaðila.
gudni@mbl.is
Kort/map.is
Jarðamörk sýnd á
korti Loftmynda
Verður opið yfir rjúpnaveiðitímann
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
SÍÐAN 1969
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR
846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI
SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI
ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ!
Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mikilvægi kennarastarfsins verð-
ur sífellt meira,“ segir Anna
María Gunnarsdóttir, varafor-
maður Kennarasambands Íslands.
„Hvar eiga börnin sem verða í
fullu fjöri árið 2100 að læra allt
sem þau þurfa á að halda í fram-
tíðinni? Hver á að kenna þeim
fordómaleysi, skapandi og jafn-
framt gagnrýna hugsun, að tak-
ast á við sérhvert verkefni með
fjölbreyttar aðferðir að leið-
arljósi? Hvar eiga þau að temja
sér þrautseigju og þjálfa sam-
vinnu ef ekki í skólum undir leið-
sögn kennara?“
Fjölgun í kennaranámi
Á Skólamálaþingi 2019 sem
Kennarasamband Íslands stóð
fyrir á dögunum báru áherslur
og þema umræðna yfirskriftina
Framtíð kennarastarfsins og ung-
ir kennarar. Þingið er haldið ár-
lega og þá jafnan í tengslum við
alþjóðadag kennara sem er 5.
október ár hvert. Sá dagur er
notaður til að vekja athygli á
störfum kennara á heimsvísu. Á
síðasta ári helguðu íslenskir
kennarar málþingið íslenskri
tungu og fjölluðu um móðurmálið
undir yfirskriftinni Íslenska er
stórmál.
„Því miður hefur kennsla
ekki þótt sérlega aðlaðandi ævi-
starf undanfarin ár og nú er svo
komið að aðeins 6,5% af félags-
mönnum í KÍ eru undir þrítugu.
En nú vinnum við saman að því
að snúa vörn í sókn. Sameiginlegt
verkefni skóla og stjórnvalda er
að búa svo um hnútana að kenn-
arastarfið sé aðlaðandi og nú
virðist okkur sem þetta mikil-
væga ætlunarverk sé að takast,“
segir Anna María.
Nemendum í kennarafræðum
er að fjölga. Nýnemar í grunn-
skólakennarafræðum við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands voru í
haust 172 borið saman við 91 í
fyrra. Þá eru í meistaranámi í
þessari grein nú 146 nemendur
en voru 107 í fyrra.
Þar þykjast kunnugir greina
áhrif kynningarstarfs og hvetj-
andi aðgerða sem gripið var til.
Eins hefur nemendum í kenn-
aranámi við Listaháskóla Íslands
og Háskólann á Akureyri fjölgað.
Færni í flóknum verkefnum
Umræða um fjórðu iðnbylt-
inguna er áberandi nú og málið
var í deiglunni á Skólamálaþingi
á dögunum.
„Talað er um að stór hluti af
þeim störfum sem við þekkjum
nú muni hverfa og vinnuum-
hverfi framtíðarinnar byggjast
upp á verkefnabundnum ráðn-
ingum að miklu leyti. Samkvæmt
skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna
sem forsætisráðuneytið gaf út á
þessu ári munu samfélagsbreyt-
ingar af völdum tækni kalla á
breyttar áherslur þegar kemur
að færni,“ segir Anna María.
Bætir hún við að árið 2020 skipti
fólk mestu máli að hafa færni í
að leysa flókin verkefni, auk
gagnrýnnar og skapandi hugs-
unar. „Ef við viljum sjá samfélag
sem einkennist af mannrétt-
indum, félagslegu réttlæti og
áherslu á umhverfismál er nauð-
synlegt að styðja unga kennara
og veita þeim svigrúm,“ segir
hún.
Þurfum að fá fleiri karla til
kennslustarfa
„Það er ágætt að hugsa um
öll þau störf sem nú þykja sjálf-
sögð en enginn þekkti fyrir svo
sem þrjátíu árum. Sem dæmi um
slík störf má nefna netstjóra,
áhrifavalda, stílista, vefhönnuði
og fleiri. Þeir sem stunduðu nám
í íslensku skólakerfi á síðustu öld
voru fæstir búnir undir það að
vinna við tölvur alla daga en sá
er veruleikinn nú. Tæknibreyt-
ingar undanfarinna ára hafa ver-
ið miklar og hraðar, meiri en
nokkru sinni fyrr. Það hefur að
einhverju leyti áhrif á skólana
eins og aðra vinnustaði. Mennt-
unarstig og gæði menntunar
skipta því afar miklu máli og að
hvert og eitt barn fái menntun
við sitt hæfi,“ segir Anna María.
„Framtíðin er alltaf óvissu-
för og því munu kennurunum
framtíðarinnar mæta óþekktar
áskoranir. Það er því nauðsyn-
legt að styðja unga kennara vel
og veita þeim góða leiðsögn þeg-
ar þeir feta sín fyrstu spor. Eins
skiptir miklu máli að fá fleiri
karla til að kennslustarfa á öllum
skólastigum – og aðgerðir í því
efni virðast vera að bera árang-
ur.“
Sköpun, gagnrýni og þrautseigja sé kennd börnunum í grunnskólunum
Morgunblaðið/Hari
Kennari Ef við viljum samfélag sem einkennist af mannréttindum og rétt-
læti er nauðsynlegt að styðja unga kennara, segir Anna María í viðtalinu.
Óþekktar áskoranir
Anna María Gunnarsdóttir
fæddist 1967. Hún er stúdent
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni og nam þar á eftir ís-
lensku og uppeldis- og
kennslufræði við Háskóla Ís-
lands. Nú í október lýkur hún
einnig meistaraprófi frá
menntavísindasviði HÍ.
Starfaði um árabil sem
framhaldsskólakennari en var
kosin varaformaður Kennara-
sambands Íslands vorið 2017
og starfar nú að málefnum
kennara í fullu starfi.
Hver er hún?