Morgunblaðið - 21.10.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í
beint samband við réttan starfsmann sem klárar
málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum.
Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Þjónustugátt Eignareksturs
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
Parasite er nýjasta myndhins annálaða kóreskaleikstjóra Bongs Joon-hos,sem hlaut í ár stærstu
viðurkenningu kvikmyndaheimsins,
Gullpálmann á Cannes.
Bong Joon-ho er fyrsti kóreski
leikstjórinn til að hreppa Gullpálm-
ann. Þetta er áhugavert í ljósi þess
hversu frábærar myndir hafa komið
þaðan síðustu áratugi, kvikmynda-
áhugafólk hefur árum saman bent í
átt að Suður-Kóreu sem bestu kvik-
myndaþjóð samtímans. Þekktasti
kóreski leikstjórinn er líkast til Park
Chan-wook, sem ber m.a. ábyrgð á
hinum stórkostlega Hefndarþríleik,
Oldboy, Sympathy for Mr. Vengence
og Sympathy for Lady Vengence.
Það sem er svo skemmtilegt við kór-
eska kvikmyndagerð er að bæði
listabíóið og afþreyingarbíóið er
mjög gott og skilin þarna á milli ekki
alltaf skýr. Ljóðrænar myndir eins
og Spring, Summer, Fall, Winter …
and Spring eru ekkert síðri en
spennutryllar eins og I Saw the
Devil og The Good the Bad and the
Weird eftir Kim Jee-woon.
Myndir Bongs Joon-hos endur-
spegla þetta, þær eru listrænar,
skemmtilegar og erfitt að setja und-
ir einn hatt, þetta eru ekki hreinar
spennu-, drama- eða gamanmyndir
heldur bræðingur af öllu þessu. Þess
má geta að nokkrar myndir hans eru
inni á Netflix, þannig að áskrifendur
streymisveitunnar geta kynnt sér
brot af höfundarverkinu þar. Mynd-
in sem kom honum á kortið var
Memories of Murder sem kom út ár-
ið 2003 og er ein af topp tíu bestu
myndum áratugarins. Önnur frábær
mynd eftir hann er skrímslamyndin
The Host, sem var einmitt sýnd í
sundbíói RIFF í ár, afar viðeigandi
því hún fjallar um vatnaskrímsli. All-
ar myndir Bongs Joon-hos eru pólit-
ískar, Memories of Murder fjallar
um spillingu og vanhæfni innan lög-
reglunnar. The Host fjallar um spill-
ingu og skeytingarleysi yfirvalda og
vísar með þráðbeinum hætti til
Gwangju-uppreisnarinnar, þar sem
herinn réðst með ótrúlegu ofbeldi
gegn ungum mótmælendum. Nýja
myndin er sömuleiðis afar pólitísk.
Myndin er nokkuð löng en hún er
afar viðburðarík. Upplifunin er lík
því að lesa langa skáldsögu með
mörgum persónum og endalausum
vendingum. Bong Joon-ho hefur
opinberlega beðið blaðamenn og
gagnrýnendur að spilla ekki sögu-
þræðinum fyrir áhorfendum og ég
mun því segja eins lítið frá sögu-
þræðinum og mögulegt er.
Myndin fjallar um fjögurra manna
fjölskyldu, pabbann Ki-taek, mömm-
una Chung-sook, dótturina Ki-jung
og soninn Ki-woo. Þau búa í ömur-
legum kjallara í fátæku hverfi, eru
öll nokkurn veginn atvinnulaus og
þurfa að beita ýmsum brögðum til að
hafa í sig og á. Dag einn kemur vinur
sonarins í heimsókn. Hann færir
honum stóran stein sem hann segir
að færi eiganda sínum fjárhagslega
velsæld. Hann bætir svo um betur
og biður Ki-woo að taka við starfi
sínu sem einkakennari í ensku fyrir
moldríka fjölskyldu. Ki-woo tekur
starfinu og mætir heim til ríka fólks-
ins sem býr í ótrúlega glæsilegu
húsi. Það kemur í ljós að mamman í
ríku fjölskyldunni er nokkuð auð-
trúa og hægðarleikur fyrir Ki-woo
að vefja henni um fingur sér. Hann
og fjölskylda hans nýta sér þetta til
hins ýtrasta og upphefst þá ótrúleg
atburðarás.
Parasite er ádeila á stéttaskipt-
ingu og hvernig auður getur spillt
fólki. Hún fjallar um örvæntingu fá-
tæks fólk, sem holdgervist gjarnan í
því að öreigar ráðast hver gegn öðr-
um í stað þess að ráðast að rót vand-
ans. Hún setur líka fram nokkuð rót-
tæka vangaveltu: hefur fólk sem
þarf aldrei að hafa áhyggjur af pen-
ingum frekar kost á að vera kurteist
og almennilegt? Eru mannasiðir for-
réttindi hinna ríku? Eins og Chung-
sook segir á einum stað: „Ef ég ætti
þetta allt væri ég ljúfari.“
Stóra spurningin í þessu öllu er
svo: hver eru hin raunverulegu
sníkjudýr? Hverjar eru blóðsug-
urnar sem nærast á öðrum?
Kvikmyndataka, klipping og
sviðsmynd eru algjörlega frábærar
og styðja vel við handritið, sem segja
má að sé stjarna myndarinnar. Leik-
ararnir eru líka afskaplega fínir, sér-
staklega hinn óviðjafnanlegi Song
Kang-Ho sem leikur pabbann í
myndinni. Song hefur leikið í nánast
öllum myndum Bongs og leikur
gjarnan svipaða týpu; kómískan,
einfeldningslegan mann sem lendir í
ómögulegum aðstæðum. Frammi-
staða hans svíkur ekki frekar en
fyrri daginn, hann er með svo
skemmtilegt andlit og þarf ekki ann-
að en stara opinmynntur í mynda-
vélina til að uppskera hlátur.
Parasite er stórskemmtileg og
haganlega gerð mynd sem er vel að
Gullpálmanum komin. Ég mæli ein-
dregið með að fólk sjái hana í bíó og
kynni sér höfundarverk Bongs Joon-
hos.
Hver eru sníkjudýrin?
Ádeila Parasite, í leikstjórn Bong Joon-ho sem jafnframt skrifaði handritið, er ádeila á stéttaskiptingu og hvernig
auður getur spillt fólki. Gagnrýnandi Morgunblaðsins er yfir sig hrifinn af kvikmyndinni og gefur fullt hús stjarna.
Bíó Paradís
Sníkjudýr/Parasite bbbbb
Leikstjórn og handrit: Bong Joon-ho.
Kvikmyndataka: Hong Kyung-pyo.
Klipping: Yang Jin-mo. Aðalhlutverk:
Song Kang-ho, Lee Sun-kyun, Cho Yeo-
jeong, Choi Woo-shik, Park So-dam. 132
mín. Suður-Kórea, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Stelpur sem ljúga er önnurskáldsaga Evu BjargarÆgisdóttur, en fyrir þáfyrri, Marrið í stiganum,
varð hún fyrst til þess að hljóta
spennusagnaverðlaunin Svartfugl-
inn, sem veitt eru höfundum sem
ekki hafa áður sent frá sér glæpa-
sögu. Því er ljóst að Eva Björg hlýtur
Svartfuglinn ekki að nýju fyrir Stelp-
ur sem ljúga, en hvort hún verður til-
nefnd til annarra
verðlauna verður
spennandi að sjá.
Stelpur sem
ljúga fjallar um
rannsókn lögregl-
unnar á Vestur-
landi á hvarfi ein-
stæðu móðurinn-
ar Maríönnu.
Sagan hefst raun-
ar á því að líkið af henni finnst rúm-
lega hálfu ári eftir að hún hvarf og
rannsóknarlögreglan, sem hafði
áætlað að Maríanna hefði sjálf látið
sig hverfa, þarf að fara yfir allt sam-
an aftur, skref fyrir skref. Lögreglu-
megin er það unga rannsóknarlög-
reglukonan Elma sem er aðalper-
sónan, en hún hefur verið hálfgerður
einfari síðan unnusti hennar framdi
sjálfsvíg, en lesendur fá þó að fylgj-
ast með skemmtilegum dansi hennar
og samstarfsfélagans, Sævars, og
fljótt verður ljóst að þau eygja bæði
möguleikann á að verða eitthvað ör-
lítið meira en bara samstarfsfélagar
og vinir.
Hin aðalpersónan er svo Maríanna
og dóttir hennar Hekla sem hún
eignaðist aðeins 15 ára gömul. Þær
mæðgur áttu stormasamt samband
allt þar til Maríanna hvarf og Hekla
komst loksins í varanlegt fóstur til
fósturforeldra sinna til margra ára á
Akranesi. Þar á hún vinkonur og lít-
ur sérstaklega upp til sambands
Tinnu við móður sína, Margréti, en
þær spila mun stærra hlutverk í
fléttunni en lesendur átta sig á í
fyrstu.
Fléttan er vel heppnuð og grunur
lesenda beinist ekki að raunveruleg-
um sökudólgum fyrr en seint og um
síðir. Raunar fá lesendur að fylgjast
með lífi gerendanna allt frá fyrstu
blaðsíðum án þess að átta sig á því
hverjir þeir eru, og halda framan af
að þeir séu að lesa um allt aðrar per-
sónur bókarinnar. Persónusköpun
höfundar er vönduð og trúverðug og
nánast laus við að lesendur skipi sér í
fylkingar á milli persóna og hverjum
á að trúa. Stelpur sem ljúga eru
nefnilega til þó að þær séu undan-
tekningin og höfundur dansar á lín-
unni með því að láta bæði geranda og
þolanda njóta vafans allt þar til í lok
sögunnar.
Eva Björg á vonandi eftir að gefa
frá sér fleiri glæpasögur með jafn-
góðum árangri, allavega bíða les-
endur líklega spenntir eftir þeirri
næstu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundur Eva Björg Ægisdóttir.
Dansað á línunni
Glæpasaga
Stelpur sem ljúga bbbbn
Eftir Evu Björgu Ægisdóttur.
Veröld gefur út, 366 bls. innb.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Danska sendiráðið á Íslandi og
Listaháskóli Íslands efna til mál-
þings um varðveislu sögulegra
bygginga og byggingarsögu
Hverfisgötunnar í Safnahúsinu á
morgun, þriðjudaginn 22. október,
og ber það yfirskriftina Hverfis-
gata: A Dialogue Between the
Urban Past and Present og er hald-
ið í tilefni af 100 ára afmæli danska
sendiráðsins á Íslands.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
LHÍ, og Eva Egesborg Hansen,
sendiherra Danmerkur á Íslandi,
hefja málþingið kl. 14 og Sigrún
Alba Sigurðardóttir, forseti hönn-
unar- og arkitektúrdeildar LHÍ,
verður fundarstjóri. Frekari upp-
lýsingar má finna á lhi.is.
Málþing haldið
um byggingarlist
Rektor Fríða Björk Ingvarsdóttir.