Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 6

Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Verks ehf. að upphæð krónur 3.446.361.006. Var tilboðið 86,7% af kostnaðaráætlun, sem var krónur 3.973.387.821. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við verkefnið verði 4.630 milljónir. Markmið með samningnum milli Fram og Reykjavíkurborgar frá 2017 var að fullnægja þeim kröfum er íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals gera til öflugs íþrótta- og æskulýðs- starfs í hverfinu til framtíðar. Fram stefnir að því að verða fyr- irmyndar og alhliða íþróttafélag í hverfinu og skuldbindur félagið sig til þess að annast íþrótta- og æsku- lýðsstarf fyrir félagsmenn sína, íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal og á starfssvæði Fram og þjónusta skóla og aðra aðila verði eftir því leitað. íþróttahús verður: Félagsheimili, samkomusalur, íþróttasalur með áhorfendapöllum, minni fjölnota íþróttasalir, búningsklefar, áhalda- geymslur, fundarsalir og aðstaða fyrir starfsfólk og gesti. Íþróttasalur verður einnig nýttur undir íþrótta- kennslu fyrir nemendur Dalskóla. Á útisvæði verða: Aðalleikvangur knattspyrnufélagsins Fram og áhorfendastúka. Hönnuðir eru VA vinnustofa arki- tekta, Landmótun og VSO ráðgjöf. Bygging íþróttamiðstöðvarinnar var boðin út á Evrópska efnahags- svæðinu. Sex tilboð bárust í verkið, öll frá íslenskum fyrirtækjum. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti 24. september sl. að ganga að tilboði lægstbjóðanda GG Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil tímamót verða hjá Frömurum og íbúum í Úlfarsárdal á næstu dög- um, þegar framkvæmdir hefjast við nýja íþróttamiðstöð Fram. Stefnt er að því að byggingaframkvæmdum ljúki sumarið 2022. Þá flytur Fram, þetta 111 ára gamla félag, alla sína starfsemi í Úlfarsárdal og Víkingur tekur við mannvirkjunum í Safa- mýri. Um er að ræða fullnaðarbyggingu íþróttamannvirkis og knattspyrnu- leikvangs ásamt stúku við íþrótta- velli. Einnig tengibyggingu við nú- verandi mannvirki, útitorg og lóð. Heildarstærð íþróttamiðstöðv- arinnar er 7.351 fermetri. Byggingin verður þrjár hæðir, þar af verða 5.672 fermetrar á 1. hæð. Flutningur staðið til lengi Framkvæmdir þessar eru sam- kvæmt samningi Reykjavíkurborgar við íþróttafélagið Fram frá haustinu 2017. Flutningur Fram í nýtt hverfi hefur dregist úr hófi. Það var fyrir rúmum 15 árum, eða í mars 2004, að Reykjavíkurborg og Knattspyrnu- félagið Fram undirrituðu vilja- yfirlýsingu um að félagið tæki að sér að sjá um íþróttastarf í nýju hverfi borgarinnar í landi Úlfarsfells, norð- an Grafarholts og austan Vestur- landsvegar, en þar var gert ráð fyrir að risi 20-25 þúsund manna íbúðar- byggð á næstu árum. Í nýja húsinu, sem er fjölnota Tölvumyndir/VA vinnustofa arkitekta Svæði Fram Þarna verða knattspyrnuleikvangar og fjölnota íþróttahús. Á sama svæði verður skóli og sundlaug. Íþróttamiðstöð Fram verður tilbúin 2020  Fjölnotahús og leikvangur  Kostnaður 3,5 milljarðar Leikvangur Knattspyrnuvöllurinn verður með stórri yfirbyggðri stúku. Um fimmtungur af útlánum Íbúða- lánasjóðs er með uppgreiðsluákvæði. Það þýðir að lántakar þurfa að greiða gjald ef þeir endurfjármagna lánin, að því gefnu að þau hafi borið hærri vexti en nú. Verðtryggð íbúðalán sjóðsins bera nú 4,2% vexti. Ef lán lántaka ber hærri vexti en 4,2% virkjast áður- nefnt uppgreiðsluákvæði. Ólafur Þór Þorláksson, sérfræð- ingur hjá ÍLS, segir að þrátt fyrir gjaldið geti borgað sig að endur- fjármagna lánin en það sé misjafnt eftir forsendum hverju sinni og ráð- ist af þeim kjörum sem lántakanum bjóðast hjá sínum viðskiptabanka eða lífeyrissjóði. Lægstu breytilegir vextir af verðtryggðum íbúðalánum séu nú 1,63% hjá ákveðnum lífeyr- issjóðum en til samanburðar bjóði sjóðurinn nú 4,2% fasta vexti til allt að 35 ára. Samkvæmt ársreikningum sjóðs- ins hafa útlánin minnkað að nafnvirði samfellt frá 2012. Þau voru rúmir 782 milljarðar í árslok 2011 en eru nú 395 milljarðar. Hafa þau því lækkað um 387 milljarða. Minnkandi hlutdeild sjóðsins Vægi ÍLS á íbúðalánamarkaði hef- ur því minnkað, en lífeyrissjóðir styrkt stöðu sína á þessum markaði. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður miðvikudaginn 6. desember og eru jafnvel væntingar um frekari lækkanir. baldura@mbl.is Fimmtungur lán- anna er með upp- greiðsluákvæði  Samtals um 80 milljarðar af útlánum Íbúðalánasjóðs eru með slíku ákvæði Útlán Íbúðalánasjóðs 2007 til 30. júní 2019 Heildarútlán í lok árs 2007-2018 og 30. júní 2019, milljarðar króna 900 750 600 450 300 150 0 467 680 757 751 782 779 768 728 648 578 500 427 395 Lækkun frá 2011 387 ma.kr. Heimild: Árs- reikningar ÍLS 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að eig- andi bifreiðar sem ekið var inn í hrossahóp á hringveginum og trygg- ingafélag hans beri ábyrgð á tjóni eigenda hrossanna. Hrossaræktand- inn var talinn hafa uppfyllt skilyrði laga og reglna um vörslu búfjár og girðingar þótt stóðið hafi fælst og hlaupið yfir hlið og inn á þjóðveginn. Bifreiðinni var ekið inn í hrossa- hóp á hringvegi í Skagafirði, skammt ofan Varmahlíðar, laugardagskvöld- ið 26. ágúst 2017. Svartamyrkur var og vegur blautur. Ökumaður taldi sig hafa ekið á um 90 km hraða þegar hann hefði skyndilega séð hross á veginum, séð „hrædd hestaaugu“ koma æðandi á móti þeim. Hann hefði ekki náð að hemla í tæka tíð en náð að hægja eitthvað á ferðinni áður en hann skall á hrossunum. Bifreiðin var mikið skemmd að framan og vél- arhlífin lagðist yfir framrúðuna. Ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Á veginum var eitt dautt hross og annað skammt frá með áverka. Eigandi þriggja hrossa sem voru í hópnum og umráðamaður alls stóðs- ins fór fram á bætur fyrir tjón sitt hjá eiganda bílsins og trygginga- félagi hans. Aflífa þurfti hryssu frá honum á staðnum og gera að áverk- um tveggja annarra hrossa hans. Stefndu höfnuðu bótaskyldu. Fældust í beitarhólfi Talið var að hrossin hefðu fælst af ástæðum sem ekki eru þekktar og hlaupið yfir hlið beitarhólfsins og inn á hringveginn. Lausaganga búfjár er bönnuð á þjóðvegum en lausaganga búfjár er ekki bönnuð í dreifbýli Skagafjarðar. Ágreiningur málsins snerist um það hvort hrossaræktandinn hefði fullnægt reglum um vörslu búfjár og girðingar. Sýndi ekki af sér gáleysi Í niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur nú staðfest kemur fram að ekki hafi annað komið fram í málinu en að varsla hrossanna hafi verið í sam- ræmi við lög um búfjárhald og hlið- girðing í samræmi við lög og reglur. Ekki hafi verið sýnt fram á eða gert sennilegt að umbúnaði beitarhólfsins hafi verið ábótavant eða að hrossin hafi sloppið úr því vegna slælegs um- búnaðar eða frágangs á hliðinu. Taldi dómarinn nægilega sýnt fram á að eigandi hrossanna hefði ekki sýnt af sér gáleysi eða ásetning sem leiddi til þess að fella bæri niður eða takmarka bótaskyldu eiganda bílsins og tryggingafélagsins á tjóninu á hrossunum, samkvæmt ákvæðum umferðarlaga, vegna eigin sakar eig- anda hrossanna. Var því fallist á viðurkenningarkröfu hans og eig- anda bílsins gert að greiða máls- kostnað. Bera ábyrgð á tjóni hrossabónda  Hross hlupu yfir hlið og urðu fyrir bíl á hringvegi  „Hrædd hestaaugu“ komu æðandi á móti bílnum Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.