Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 24
SNÆFELL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Gunnhildur Gunnarsdóttir, landsliðs-
kona í Snæfelli, segir leikstíl Snæfells
hafa tekið breytingum á milli tíma-
bila.
„Á heildina litið er ég spennt fyrir
vetrinum. Við erum með marga unga
leikmenn úr Hólminum sem munu
taka nánast fyrstu skref sín í meist-
araflokknum í vetur. Ég held að þetta
verði skemmtilegt en erfitt því deildin
er sterk og maður má ekki misstíga
sig mikið. Við höfum komist að því,“
sagði Gunnhildur, en Snæfell teflir í
vetur fram þremur erlendum leik-
mönnum sem styrkja liðið töluvert.
„Við þurfum í rauninni að hafa þrjá
erlenda leikmenn til að eiga æf-
ingahóp heima (í Stykkishólmi). Þær
eru flottar. Þær eru ekki bestu er-
lendu leikmennirnir sem ég hef spilað
með en þær gera mikið fyrir liðið.
Kaninn býr til færi og gerir aðra leik-
menn betri. Við þurfum aðeins að
venjast því að vera ekki með yfir-
burðaleikmann eins og Kristen
(McCarthy) hefur verið síðustu árin.
Aðrir leikmenn þurfa að venjast því
að axla meiri ábyrgð, sem er að sjálf-
sögðu ekki slæmt. Þessar erlendu
virka einnig vel á mig sem persónur.
Þær eru ungar segir gamla konan í
liðinu. Þegar útlendingarnir eru sjö
árum yngri en þú ertu orðin gömul í
þessu,“ sagði Gunnhildur og hlær en
er þó sjálf ekki nema 29 ára.
Tveir sigrar og tvö töp
Í upphafi tímabilsins hefur Snæfell
unnið tvo leiki í deildinni en tapað
tveimur. Vann leiki gegn Breiðablik
og Grindavík en tapaði gegn Val og
Skallagrími. „Þetta var ekki eins og
við ætluðum okkur og við höfðum
hugsað okkur að ná þremur sigrum
út úr þessum fjórum leikjum.
Kannski var leikurinn gegn Skalla-
grími erfiðari en við héldum, án þess
að ég ætli okkur að vera eitthvað
merkilegar með okkur. Þann leik
vildum við vinna en að öðru leyti er-
um við á áætlun. Það ætlaðist enginn
til þess að við myndum vinna Val,“
sagði Gunnhildur, en Íslands- og
bikarmeistararnir í Val hafa nú þeg-
ar unnið bæði Snæfell og Keflavík
með miklum mun.
„Vafalaust geta lið gert betur en
það gegn Val en það kæmi mér á
óvart ef Valur myndi ekki renna
smurt í gegnum deildakeppnina. Ég
er viss um að einhver lið geta stolið
af þeim sigrum en er hrædd um að
þeir leikir verði ekki margir. Þær
eru með yfirburðalið. Eru með besta
leikmann Íslands fyrr og síðar í Hel-
enu, tvo útlendinga og hálft lands-
liðið. Ef pressan má ekki vera aðeins
á þeim er það eitthvað skrítið,“ sagði
Gunnhildur enn fremur við Morgun-
blaðið í gær.
McCarthy sem Gunnhildur
minntist á er í þjálfarateymi liðsins
eins og er en hún hefur ekki jafnað
sig á höfuðáverkum sem hún varð
fyrir seint á síðasta tímabili. Ekki
er reiknað með því að hún geti spil-
að í vetur. Þá er landsliðskonan og
systir Gunnhildar, Berglind
Gunnarsdóttir, frá keppni, en hún
fór í aðgerð í sumar vegna þrálátra
axlarmeiðsla. Ekki er reiknað með
því að hún geti leikið fyrr en eftir
áramót.
Þetta verður
skemmtilegt
en erfitt
Morgunblaðið/Hari
Landsliðskona Gunnhildur sækir að körfu Breiðabliks í Smáranum.
Snæfell er án bæði McCarthy og
Berglindar eins og sakir standa
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2012
-2017
Kerruöxlar og íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
MIÐHERJAR:
Emese Vida
Helga Hjördís Björgvinsdóttir
Þjálfari: Gunnlaugur Smárason
Árangur 2018-19: 5. sæti.
Íslandsmeistari: 2014, 2015 og
2016.
Bikarmeistari: 2016.
Snæfell hefur unnið Breiðablik
og Grindavík en tapað fyrir Val og
Skallagrími í fyrstu umferðunum.
BAKVERÐIR:
Björg Einarsdóttir
Chandler Smith
Dagný Inga Magnúsdóttir
Hrafnhildur Magnúsdóttir
Rebekka Rán Karlsdóttir
Tinna G. Alexandersdóttir
Vaka Þorsteinsdóttir
Veera Annika Pirttinen
FRAMHERJAR:
Anna Soffía Lárusdóttir
Berglind Gunnarsdóttir
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Kristen Denise McCarthy
Rósa Kristín Indriðadóttir
Lið Snæfells 2019-20
KOMNAR:
Chandler Smith frá Gonzaga
(Bandaríkjunum)
Emese Vida frá ZKK Bor (Serbíu)
Rósa Kristín Indriðadóttir byrjuð
aftur
Veera Annika Pirttinen frá Chem-
nitz (Þýskalandi)
FARNAR:
Andrea Björt Ólafsdóttir í Fjölni
Angelika Kowalska, óvíst
Heiður Hlín Björnsdóttir, óvíst
Katarina Matjevic í Phoenix Con-
stanta (Rúmeníu)
Thelma Lind Hinriksdóttir, óvíst
Breytingar á liði Snæfells
Verður erfitt tímabil en væntanlega markmiðið
að ná í úrslitakeppni sem er alveg geranlegt.
Keppnin um 4. sætið verður á milli Hauka og
Snæfells og hver leikur þar 6 stiga leikir.
Mun mæða mikið á öllum 3 Gunnarsdætrum og
þá sérstaklega Kristen en bæði Berglind og
Gunnhildur þurfa að vera heilar og spila.
Björg Guðrún Einarsdóttir kemur sterk inn enda
orkubolti og passar vel í leik með systrunum og hjálpar Rebekku
Rán sem er orðin hokin af reynslu þó að ung sé.
Þurfa að treysta á útlendingalottóið en hæðin verður ekki vanda-
mál þar sem allar 4 eru yfir 1,80 cm.
Margrét Sturlaugsdóttir
um Snæfell
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu fer upp um eitt sæti á nýjum
heimslista FIFA sem birtur var í gær.
Ísland fer úr 41. sæti í 40. sæti en liðið
hefur leikið tvo leiki síðan síðasti listi
var birtur, gegn Frakklandi og Andorra
í undankeppni EM. Leiknum gegn
heimsmeisturum Frakka lauk með 1:0-
sigri Frakka á Laugardalsvelli en Ísland
lagði Andorra að velli í Laugardalnum,
2:0. Næstu leikir liðsins verða gegn
Tyrklandi 14. nóvember og Moldóvu,
17. nóvember, en báðir leikirnir fara
fram ytra. Belgar sitja sem fyrr í efsta
sæti listans en Frakkar koma þar á eft-
ir. Brasilía er í þriðja sæti og England í
fjórða en þar á eftir koma Úrúgvæ,
Portúgal, Króatía og Spánn.
Ítalska knattspyrnuliðið Inter hefur
áhuga á fá þýska framherjann Thomas
Müller til liðs við sig frá þýska meist-
araliðinu Bayern München þegar opn-
að verður fyrir félagaskipti í janúar.
Þýska fótboltablaðið Kicker greinir frá
þessu. Müller hefur mátt sætta sig við
að verma varamannabekkinn mikið hjá
Bæjurum á leiktíðinni en hann er 30
ára gamall og hefur leikið allan feril
sinn með liðinu.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Mustad-höllin: Grindavík – Njarðvík ..18.30
Höllin Ak.: Þór Ak. – ÍR .......................18.30
MG-höllin: Stjarnan – Keflavík............20.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Grótta.......................19.15
Víkin: Víkingur – Fram U ....................19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Southampton – Leicester ..........................19
Í KVÖLD!