Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
Eins og endranær voru frétt-irnar sem berast hratt og
fara fljótt hjá augum nútíma-
fólks mjög misjafnlega til þess
fallnar að hugga geð og styrkja
vonir. Ein í hópi þeirra ömur-
legustu var úr okkar heims-
hluta en fólk af
mun fjarlægari
slóðum mætti þar
illum örlögum
sínum.
Fólkinu hafðiverið komið
fyrir í lokuðum
innsigluðum kæli-
gámi flutningabifreiðar sem ók
á milli landa í Evrópu. Helkuld-
inn í gámnum myrti fólkið, 39
manneskjur, sem gat enga björg
sér veitt. Í fréttum af þessu
ódæði sagði að meira væri nú
upp úr smygli á fólki að hafa en
að flytja dóp til endastöðva, þar
sem kaupgeta fíkla er þrátt fyr-
ir allt mun meiri en í „vanþró-
aðri“ löndum.
Gunnar Rögnvaldsson telurað hugsanlega væri þessi
39 manna hópur enn á lífi væri
landamæraeftirlit í löndum ESB
og nefnir að Danir hafi neyðst
til að taka upp slíkt eftirlit
gagnvart Svíþjóð:
Bíllinn hefði kannski veriðstöðvaður og fólkið fundist
á lífi áður en það króknaði í hel
í Bretlandi.Vöruflutningabíllinn
(þ.e. þræla- eða mansalsbíllinn)
fór ekki hina venjulegu leið
með ferjunni frá Calais í Frakk-
landi yfir til Dover á Englandi,
því þar er aukin landamæra-
gæsla. Farið var því frá Cher-
burg í Frakklandi yfir til hafn-
arinnar Rosslare á Írlandi og
þaðan ekið upp til Dublin og
ferja tekin yfir til Holyhead í
Wales, þaðan sem ekið var nið-
ur England til Essex, þar sem
fólkið fannst króknað í hel.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Ömurleg frétt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Langvíur og stuttnefjur við Norður-
Atlantshaf koma nú fyrr á varpstöðv-
arnar en þær gerðu. Flýting komu-
tímans er rakin til hlýnunar loftslags.
Þrátt fyrir að koma fyrr hafa svart-
fuglarnir ekki flýtt varptímanum,
samkvæmt rannsókn sem tímaritið
Biology Letters greindi frá í fyrra-
dag. Einn höfunda greinarinnar er
Þorkell Lindberg Þórarinsson, líf-
fræðingur og forstöðumaður Nátt-
úrustofu Norðausturlands.
Hann sagði að hluti rannsóknar-
innar hefði farið fram á Íslandi, aðal-
lega á Langanesi en einnig í Gríms-
ey. Hún var gerð á árunum
2009-2018 í 14 fuglabyggðum allt frá
Færeyjum í suðri og norður á Sval-
barða, en þar eru stórar stuttnefju-
byggðir. Ísland kom inn nokkru eftir
að rannsóknin hófst, eða árið 2014.
Reiknað er með hún haldi áfram
a.m.k. næstu þrjú árin.
Þorkell sagði að rannsóknin á sjó-
fuglum á norðurslóðum væri stór.
„Gögnin eru mjög umfangsmikil og
ná til allra þessara fuglabyggða yfir
langt tímabil. Niðurstöðurnar sýna
að fuglarnir koma fyrr á varpstöðv-
arnar en verpa ekki fyrr á vorin en
þeir gerðu,“ sagði Þorkell. Fuglarnir
yfirgefa ekki byggðina fyrr en ung-
arnir stökkva úr bjarginu um 20
daga gamlir. Fuglarnir dvelja því
lengur við bjargið en áður.
Talið er að sjófuglar séu almennt
viðkvæmari en aðrar fuglategundir
fyrir loftslagsbreytingum. Í grein-
inni kemur m.a. fram að hliðrunin á
komutíma svartfuglanna geti valdið
því að æti, t.d. fiskar og annað, sé
ekki komið á svæðið þegar þeir
koma. „Það er ekki þekkt hvort
fæðuframboðið hefur breyst. En
greinilega hefur eitthvað gerst hjá
stuttnefjunni, sem fækkar hér jafnt
og þétt samfara þessari hlýnun. Hún
virðist eiga erfitt uppdráttar alla
vega við austanvert Norður-
Atlantshaf,“ sagði Þorkell. Stutt-
nefju hefur fækkað stöðugt við Ís-
land síðustu 30 árin. Þær eru nú
flestar á Vestfjörðum en finnast
einnig fyrir norðan og austan.
Stuttnefjur eru að hverfa af jaðar-
svæðum útbreiðslu sinnar eins og af
Reykjanesi, Snæfellsnesi og Aust-
fjörðum.
Við rannsóknina voru notaðir
dægurritar auk þess sem fylgst var
með fuglabyggðunum. Björgin eru
vöktuð með myndavélum og eru
myndirnar notaðar til að staðfesta
gögn úr dægurritunum. Náttúru-
stofa Norðausturlands er með
myndavélar í fuglabjörgum m.a. á
Langanesi og í Grímsey sem taka
myndir á klukkustundar fresti árið
um kring.
Svartfuglar koma fyrr að
vori en verpa á sama tíma
Langvíur og stuttnefjur við N-Atlantshaf rannsakaðar
Morgunblaðið/RAX
Svartfuglabæli Langvíur eru suð-
lægari tegund en stuttnefjan.
Brunakerfi fór óvænt í gang á ann-
arri hæði Kringlunnar síðdegis í
gær. Var um að ræða þann búnað
sem staðsettur er nærri rúllustigum
skammt frá veitingastað Joe & The
Juice, en úðakerfið er við eldsvoða
notað til að kæla eldvarnarhurð sem
m.a. getur lokað af gönguleiðum.
Talsvert magn af vatni tók að
flæða um nærliggjandi ganga og fór
það inn í nokkrar verslanir. Ekki er
þó talið að skemmdir hafi orði miklar
vegna þessa, en sumir verslunareig-
endur brugðu á það ráð að láta hand-
klæði við inngang verslana sinna til
að stöðva vatnsflæðið. Slökkviliðs-
menn mættu svo skömmu síðar og
hófu að dæla burtu vatni. Ekki var í
gær nákvæmlega vitað hvað olli því
að kerfið fór í gang.
Brunakerfi fór
skyndilega í gang
Morgunblaðið/Eggert
Kringlan Talsvert magn af vatni flæddi um ganga á 2. hæð verslunarmið-
stöðvarinnar vegna úðakerfisins en skemmdir eru taldar óverulegar.